Alþýðublaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 6
* A . l»Aá4J4i4 6 Fimmtudagur 15. september 1988 SMÁFRÉTTIR Guðmundur Karl sýnir í Holiday Inn Guómundur Karl Ásbjörns- son heldur sýningu á teikn- ingum, vatnslita-, pastel- og olíumyndum í Galleri Holiday Inn, Sigtúni 38 í Reykjavík. Á sýningunni eru um 44 verk sem hann hefur unnið á síð- ustu árum. Guðmundur Karl hefur haldið margar einka- sýningar hér á landi og erlendis og tekið þátt í sam- sýningum. Sýningin stendur yfir frá 10. til 25. september. Hún er opin daglega frá 14-22 og er aðgangur ókeypis. Stjórnarfundur NFS Á stjórnarfundi Sambands norrænna verkalýðsfélaga, NFS, sem haldinn var í Þórs- höfn í Færeyjum, var fjallað um bráðabirgðalög íslensku ríkisstjórnarinnar frá I maí i vor, sem afnámu samnings- réttinn. Stjórnin samþykkti einróma eftirfarandi ályktun: „Verkalýðshreyfingin á Norðurlöndum lltur svo á, að frjáls verkalýðshreyfing sé ómissandi þáttur lýðræðis. Það á ekki síst við um réttinn til að semja um kaup og kjör. Á síðari árum hefur farið vaxandi að ríkisstjórnir reyni að leysa efnahagsvanda með þvl að leggja hömlur á frelsi stéttarfélaganna. Ríkisstjórn íslands hefur með lögum numið úr gildi grundvallarrétt verkaýðsfélaga. Samband norrænna verkalýðsfélaga (NFS), sem er samtök 7,2 milljóna launþega á Norður- löndum, mótmælir harðlega þessari atlögu íslensku ríkis- stjórnarinnar að grundvallar- rétti verkalýðshreyfingarinnar og almennum lýðréttindum, enda brýtur hún gegn alþjóð- legum grundvallarreglum um starfsemi frjálsra verkalýðsfé- laga. Skilnaðarhópur Fræðslu- og umræðunám- skeið fyrir skjólstæðinga, sem nýlega hafa farið I gegn- um skilnað, hefst mánudag- inn 26. sept. nk. klukkan 20.15. Haldnir verða sex fundir, vikulega. Stjórnendur námskeiðsins eru Nanna K. Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og Sigrún Júlíusdóttir, félagsráðgjafi. Hópstarfið byggir á fræðslu um skilnað (félags- lega og tilfinningarlega) og er vettvangur til að miðla gagnkvæmum skilningi og reynslu. Unnið verður úr þessum efnivið þannig, aö aukið innsæi og skilningur geti losað um meinlokur og togstreitu. Um hefðbundna meðferð er því ekki að ræða, heldur innsæi, stuðning og fræðslu. Stjórnendur námskeiðsins veita nánari upplýsingar og taka við tilvísunum um þátt- töku frá mánudegi 12. sept. til föstudags 16. sept. nk. milli kl. 17-19 I síma 25770. Einnig er hægt að leggja skilaboð í símsvara (25770) á öðrum tlmum. Samkeppni um listaverk í Laugardal Menntamálaráðuneytið, Borgarstjórn Reykjavlkur, íþróttasamband íslands og Olympiunefrid bjóða félögum I Sambandi íslenskra mynd- listamanna til samkeppni um listaverk, sem staðsett verður við íþróttamiðstöðina I Laugardal I Reykjavík. í dómnefnd eiga sæti Gísli Halldórsson, formaöur, til- nefndur af Ólympíunefnd, Níels Hafstein og Sigurður Örlygsson, tilnefndir af Sam- bandi íslenskra myndlista- Why were you born? The purpose and meaning ol'your life on earth. Further information is available in different languages, french, arabic etc.: UNIVERSAL LIFE, dept. E, P.O. Box 5643, D-8700 Wuerzburg, West-Germany. manna, Stefán Snæbjörns- son, tilnefndur af Mennta- málaráðuneytinu og Þor- valdurS. Þorvaldsson, til- nefndur af Reykjavíkurborg. Trúnaðarmaður og tengiliður milli útboðsaðila og dóm- nefndar er Jóhanna S. Einars- dóttir. Þrenn verölaun verða veitt. 1. verðlaun 450.OOO,- krónur, 2. verðlaun 250.000,- krónur og 3. verðlaun 150.000,- krónur. Auk þess er dóm- nefndinni heimilt að kaupa listaverk fyrir 150.000,- krónur. KRATAKOMPAN Alþýðuflokksfólk í Norðurlandskjördæmi eystra Kjördæmisþing verður haldið laugardaginn 17. sept. í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, Akureyri. Dagskrá: 1. Þingið sett kl. 10. 2. Skýrsla formanns. 3. Skipað I uppstillinganefnd. 4. Framsöguerindi. 5. Frjálsar umræður og afgreiðsla Þingsályktana. 6. Kosningar samkv. lögum. 7. Þingi slitið um kl. 18. Fólk er hvatt til góðar þátttöku. Stjórn Kjördæmisráös. Félagsfundur hjá FUJ-Reykjavík Félagsfundur verður haldinn hjá FUJ-Reykjavík á fimmtudagskvöld, 15. september, klukkan 8.30 í félagsmiðstöð jafnaðarmanna Hverfisgötu 8-10 Reykjavík. Dagksrá: 1. Kosning fulltrúa á þing SUJ. 2. Önnur mál. Stjórnin Alþýðuflokksfólk í Reykjavík Kosning fulltrúa á flokksþing Fulltrúar á flokksþing ’88 verða kjörnir í Félagsmið- stöð jafnaðarmanna Hverfisgötu 8-10 sunnudaginn 18. sept. kl. 10.30-19.00. Listi með tillögum um fulltrúa liggur frammi á skrif- stofu Alþýðuf lokksins á Hverfisgötu frá miðvikudeg- inum 14. sept. til kl. 14.00 föstudaginn 16. sept. Viðbótarnöfn þurfa að koma inn á listann á þessum tíma. Uppstillingarnefnd. AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Reykjaneskjör- dæmi verður haldinn í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði mánudaginn 19. sept. 1988 og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa úr Reykjaneskjördæmi í flokks- stjórn Alþýðuflokksins. 3. Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðnason alþingismenn ræða stjórnmálaviðhorfið. 4. Önnur mál. Stjórn Kjördæmisráðs. VIÐ SEM ERUM UNG VELJUM JAFNAÐAR STEFNUNA 39. ÞING S.U.J. HALDIÐ IKEFLAVÍK 17.-18. SEPT. □ 1 2 3 r 4 5 6 □ 7 9 10 □ 11 □ 12 13 □ □ * Krossgátan Lárétt: 1 orðróm, 5 eymd, 6 há- tíð, 7 þyngdareining, 8 sálina, 10 tónn, 11 þögula, 12 gubbar, 13 tómir. Lóðrétt: 1 peningur, 2 yfirráð, 3 tala, 4 teygist, 5 blaðra, 7 rösk- ir, 9 veiði, 12 pípa. Lausn á síðustu krossgátu. 1 snögg, 5 skor, 6 vor, 7 ee, 8 ilmaði, 10 pp, 11 lin, 12 eina, 13 rýrðu. Lóðrétt: 1 skolp, 2 norm, 3 ör, 4 greina, 5 svipur, 7 eðinu, 9 alið, 12 er. •öengij Gengisskráning 172 - 12. september 1988 Kaup Sala Bandarikjadollar 46,340 46,460 Sterlingspund 78,498 78,701 Kanadadollar 37,403 37,499 Dönsk króna 6,5176 6,5345 Norsk króna 6,7242 6,7416 Sænsk króna 7,2237 7,2424 Finnskt mark 10,5570 10,5843 Franskur franki 7,3684 7,3875 Belgiskur franki 1,1941 1,1972 Svissn. franki 29,6671 29,7439 Holl. gyllini 22,1882 22,2456 Vesturþýskt mark 25,0466 25,1115 itölsk lira 0,03352 0,03361 Austurr. sch. 3,5555 3,5647 Portúg. escudo 0,3030 0,3038 Spánskur peseti 0,3751 0,3760 Japanskt yen 0,34673 0,34762 írskt pund 67,130 67,304 SDR 24.11 60,2517 60,4078 ECU • Evrópumynt 51,8962 52,0306 • Ljósvakapunldar •RUV 20.35 Þingkosningarnar í Sviþjóð. Ögmundur Jónasson skýrir málin út fyrir íslenskum sjónvarpsáhorfendum. • Stöð 2 21.35 Djúpið. Spennumynd um ungt par sem fer í sumarfrí til Bermuda. Jacquilene Bisset, Robert Shaw og Nick Nolte í aðalhlutverkum. • Rás 1 19.40 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. • Ras 2 19.30 Langlífi. Atli Björn Bragason kynnir tónlist og fjallar um heilsurækt. Nafnið á þættinum hlýtur að eiga að vísa til innihaldsins, þótt í fljótu bragði sé erfitt að sjá nokkurt samhengi. • RÓT 21.30 Erindi. Haraldur Jó- hannsson flytur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.