Alþýðublaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 25. nóvember 1988 7 UTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Prófessor Francis Fox Piven, teiur þaö hafa veriö mistök hjá Dukas- is, aö virkja ekki Jesse Jackson i kosningabaráttunni — ef hann um. Kynþáttavandamálið var ólgandi undir yfirborði kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum. heföi gerf þaö hefði hann fengið fleiri atkvæði frá minnihlutahóp- Bæði hinn þekdökki Jesse Jackson og varaforsetaefni demókrata, Lloyd Bentsen, hafa ásakað republikana fyrir að reka kosningabaráttuna, á óbeinan hátt í anda kynþátta- fordóma. Þetta var gert á smá- smugulegan óbeinan hátt, meö því að gera Willie Hor- ton, svartan glæpamann ákæröan fyrir nauögun, aö áberandi persónu í kosninga- baráttunni. Willie Horton sat í fangelsi fyrir nauðgun og morö í Massachusetts, þar sem Dukakis var fylkisstjóri. í helgarfríi nauögaöi hann hvítri konu og stakk vin hennar meö hnífi. Republikanar blésu þenn- an atburð upp, í sjónvarps- auglýsingum og á áróðurs- spjöldum, jafnvel meö mynd af Willie Horton. í lllinois var textinn þessi: „Allir moröingj- ar, nauögarar, eiturlyfjasalar og þeir sem misþyrma börn- um kjósa Michael Dukakis." Talsmaður demókrata seg- ir: „Ef Horton heföi verið hvít- ur og konan svört, heföi örugglega ekki verið haft eins hátt um þetta hörmu- lega mál.“ NÝJA STÉTTARBARÁTTAN Blaöamaður Det fri Aktuelt, átti i New York viðtal viö prófessor Frances Fox Pivén, um kynþáttavandamál- iö vítt og breitt. Prófessorinn er höfundur bókar, sem nefn- ist „Nýja stéttarbaráttan", sem fjallar um efnahagslega þróun á Reagan tímabilinu. Blaðamaður spyr: „George Bush rak kosningabaráttu sína undir kjöroröinu „Friður og velsæld", var þaö réttlátt"? „Þessu verður aö svara meö jái og neii. Velsældinni var náð meö yfirþyrmandi skuldasöfnun. Það er sann- leikur að ríkisstjórn Reagan getur gumaö af því aö vera heimsmeistari í því að skapa atvinnumöguleika. En þetta var gert með því að gera Bandaríkin aö láglaunasvæði. í öldungadeild Bandaríkja- þings, var þaö staöfest á dögunum, aö um helmingur þessara atvinnutækifæra væru svo illa launuð, aö þaö væri fyrir neðan fátækra- mörkin. Jafnframt hefur fjöl- skyldum sem veröa að vinna tvöfalda vinnu fjölgað, og samskipti fjölskyldna því snarminnkaö, sem oftast hef- ur slæmar afleiöingar. FLEIRI Á BOTNINUM „Þaö liggur Ijóst fyrir aö margir vinna sér inn mikla peninga. Tekjuskiptingin þró- ast í þá átt, aö margir eru á toppinum ennþá fleiri á botn- inum. Það getur þú séö hér á Manhattan. Hina heimilis- lausu, sem betla og sofa hvar sem því veröur viðkomiö. Beiningamennina sem standa fyrir utan stórverslan- ir, þar sem sýningagluggar eru fullir af dýrum óþarfa neysluvörum." „Hvaöa pólitísk áhrif hefur þetta?“ „Það hefur þau áhrif, aö fjöldi þeirra sem finnst þeir vera utangarðs, bæði í pólitík og í kerfinu, eykst stöðugt." „Á þetta einnig viö um verkamenn?" „Það fer eftir því hvaöa meiningu þú leggur í hugtak- ið, verkamenn. Hinn hefö- bundni hvíti iðnverkamaöur fær góö laun, meira aö segja geta þau verið mjög góö — ef hann hefur ennþá vinnu. Margir þeirra hafa snúið sér aö hægri vængnum og kosið Reagan. Þetta gera þeir, af því þeim stendurógn af minnihlutahópum, vegna þess áróðurs sem rekinn er gegn svertingjum. Þeir eru hræddir um aö missa vinn- una, finnst íbúöarhverfum hvitra vera ógnað og telja glæpastarfsemi blómgast meðal minnihlutahópa. Þessi flótti úr flokki demókrata byrjaði á sjötta áratugnum, þegar leiðtogar eins og Kennedy-bræöur, Johnson og Humprey voru aö vinna aö auknum mannréttindum fyrir alla.“ „Er þetta ástæöan fyrir því, aö forsetaefni demókrata Michael Dukakis, virkjaði ekki Jesse Jackson betur I kosningabaráttunni?" „Já, og það var óviturlegt. Ef hann hefói fengið fleiri úr minnihlutahópunum til aö skrá sig sem kjósendur, heföi hann örugglega fengiö fleiri atkvæói." „Af hverju heldur þú að hann hafi ekki gert þetta?“ „Þaö er nú þaö, ætli þaö sé ekki af því aö þá heföi hann orðið aö segja ýmis- legt, sem hefði ekki fallið I kramiö hjá þeim I viöskipta- heiminum, sem fjármögnuöu kosningabaráttu hans.“ „Ertu þá að meina, aö báð- ir frambjóðendur hafi reynt aö höföa til sömu kjósend- anna, nefnilega fyrrverandi demókrata, sem I tveimur síöustu kosningum hafa gef- ió Reagan atkvæöi sitt?“ „Já, og Dukakis sárnaöi mjög þegar Bush sagöi Dukakis vera frjálslyndan (liberal).“ „Af hverju ætli það, að vera frjálslyndur sé skammaryrði I dag?“ „Þaö er rétt, þaö virðist vera skammarorö I dag. Aö vera frjálslyndur er talið þýöa aö menn taki mjúkum hönd- um á glæpum, aö menn beri ekki tilhlýðilega mikla virð- ingu fyrir þjóðarfánanum og skólabænum, aö menn séu hlynntir marihuana, frjálsu kynlífi og fóstureyöingum." „Telur þú þetta viðhorf einskonar mótmæli eða and- stöðu viö það sem kallað hef- ur verió 68-kúltúrinn?“ „Margir telja að svo sé. Sérstaklelga vinstri sinnaóa fólkið sem var ungt á þeim árum.“ „Það er sanngjarnt, aö bandarískir demókratar athugi vel afstööu sína I kyn- þáttamálum. Viö skulum ekki gleyma því, að áratugum saman unnu þeir I Suðurríkj- unum þrátt fyrir aö pólitík þeirra þá, var, aö halda svört- um á hálfgerðu þrælastigi. Við skulum heldur ekki gleyma því, aö Roosvelt vildi ekki samþykkja lög, sem bönnuöu hvltum að elta uppi svertingja sem þeir töldu seka um eitt eöa annað, og húöstrýkja þá, maka þá tjöru og fiöri sem oft leiddi til dauöa. (lynching) Ástæöan fyrir því að Roosvelt vildi ekki banna þetta var — hann þurfti á atkvæðum demó- krata I Suðurríkjunum aö halda..." „Hvaöa skýringu mundir þú gefa á þessu I dag?“ „Þaö var veðjað á það vonda og illa, þessu breytti Martin Luther King og mann- réttindasamtök svartra og hvltra smám sanan, en um leið höfum viö demókratar misst mikinn atkvæöafjölda i Suðurríkjunum, I kjölfariö á breyttri stefnu I kynþáttamál- um.“ „Kynþáttamálin eru mikið vandamál, sem lítiö er fjallaó um.“ (Det fri Aktuelt.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.