Alþýðublaðið - 03.12.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.12.1988, Blaðsíða 7
Laugardagur 3. desember 1988 7 UTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir KRISTALLSNÓTTIN Aðfaranótt 10. nóvember 1938, létu SS og SA til skarar skríða gegn gyðingum um allt Þýskaland. Enn þann dag í dag, 50 árum seinna, fœr Ilse Rewald einskonar martröð, þegar hún rffjar upp tímabilið hrœðilega, þegar nasistar reyndu á kerfisbundinn hátt, að útrýma heilum kynþœtti. „Ég mun aldrei — og vil ekki gleyma kristalsnóttinni. Þann 9. nóvember byrjaöi niöurlæging okkar. Jafnvel þeir, sem höfðu haldið í veika von, misstu trúna, eiginlega á allt, segir llse Rewald og kveikir sér í sígarettu. Hún er sjötug, gyðingur og býr enn í Berlín. Ilse Rewald upplifði og lifði af, bæði Kristalsnóttina og síðari heimstyrjöldina í þáverandi höfuðborg Þýska- lands. Um 30.000 manns, voru handteknir á götum úti og sendir í þrælabúðir eða teknir af lífi. Fleiri hundruð bænahús gyðinga (syna- gogur) voru brennd til ösku. Legsteinum gyðinga var velt um koll og hakakrossinn mál- aður á þá. Verslanir gyðinga voru rændar og gjöreyðilagð- ar sumar hverjar. Glerbrotin á götunum glitruðu eins og kristallar — þaðan kemur nafngift þessarar hræðilegu nætur. „Móðir min, bróðir minn og ég sváfum rólega, sjálfa nótt- ina. Við bjuggum við rólega götu, þar sem engar verslanir voru. Martröðin byrjaði hjá okkur, þegar föðursystir mín hringdi um morgun þess 10. nóv. frá Chemnitz. SS menn höfðu komið um nóttina, dregið eiginmann hennar ofan í kjallarann, skotið hann og tekið líkið með sér. Þeir brutu alla glugga í húsinu, hún var alein og dauðhrædd. Síminn hringdi látlaust allan daginn, og það var rétt svo að við þorðum að svara, því viö vissum að þaö væru hræðilegar fréttir, sem við myndum fá“, segir llse Rewald. Bróðir hennar, 18 ára fór og faldi sig hjáeldri konu. Eigin- maður llse leitaði skjóls hjá fjölskyldu, sem hvergi var á skrá yfir gyöinga. „Þeir urðu að fela sig í marga sólarhringa, því hremmingarnar héldu áfram. Á næstu þremur dögum var fjöldi af kunningjum mínum og vinum, teknir fastir og sendir í þrælabúðir, við vissum ekki hvar. Við vorum óskaplega hrædd, því fram að þessu höfðum við aldrei reiknað með að svona lagað kæmi fyrir okkur, nú vorum við síhrædd og öryggislaus", segir llse Rewald. Hún segir frá því, að kristn- ir vinir þeirra, hafi þrátt fyrir að það væri stranglega bann- að, komið í heimsókn og lýst yfir samúð og boðiö aðstoð eftir þessa hryllilegu nótt. „Þeir sögðust skammast sín fyrir, að önnur eins villi- mennska gæti átt sér stað í Þýskalandi", segir llse Rewald. Þrátt fyrir ósköþin, fóru gyðingar að koma úr felum, dagana eftir Kristallsnóttina, því Hitler hafði ekki ennþá fyrirskipað aö allir gyðingar bæru gula stjörnu í barmin- um. Þeim bar skylda til að hafa á sér sérstök persónu- skilríki, sem á var stimplað stórt „G“ (J). NAUÐUNGARVINNA llse og eiginmaður hennar gátu fengið leigt lítið her- bergi með húsgögnum, á æskuheimili hennar. „Andrúmsloftið var ólýsan- legt, allir vildu komast í burtu, einnig við. Við reynd- um að fá vegabréfsáritun til Englands, Bandaríkjanna og jafnvel Honduras, en það var mjög erfitt. Á óskiljanlegan hátt tókst bróður mínum að komast til Englands,“ segir llse Rewald. Ilse var ásamt eiginmanni sínum, send í nauðungar- vinnu, þar sem þau máttu ekki tala saman og frá september 1941, varð það skylda aö bera gula stjörnu í barmi, svo það færi ekki milli mála að þar væri gyðingur á ferð. „Það eina sem skipti máli var að borða, lifa og halda fjölskyldunni saman. Maður hélt i vonina um að aðstæður breyttust en óttinn við nauð- ungarflutning var alltaf ríkj- andi“. Móðir llse og móðursystir, voru sendar í þrælabúðir í Riga, janúar 1942. í desember voru tengdaforeldrar hennar og mágar sendir til Ausch- witz. 11. janúar 1943 ákváðu Rewald hjónin, að rífa gulu gyðingastjörnuna úr yfirhöfn- um sínum og reyna síðan að leynast „neðanjarðar", til að bjarga lífi sínu. „Þetta var erfið ákvörðun, því við neyddumst til að fela okkur hvort í sínu lagi. Þetta var sérstaklega erfitt fyrir manninn minn, sem var 189 cm á hæð, og hann varð sí- fellt að skipta um felustaö. Við reyndum að hittast með tveggja til þriggja daga milli- bili. Eg liföi í stöðugum ótta, var aldrei viss um hvort mað- urinn væri lifandi, hvort for- eldrar mínir hefðu lifað af fangavistina, hvar ég ætti að sofa, hvað ég ætti að borða, eða hvort ég myndi lifa til næsta dags. Ég lifði alltaf milli vonar og ótta“, segir llse Rewald hljóðlega. Persónuskilríkin með gyð- ingastimplinum settu þau í sultukrukku og grófu niður í garði. Þau tóku sér nöfnin Erich og Maria Treptow og tóku mikla áhættu með því að bera á sér fölsuð persónu- skilríki, og i 28 mánuði gat hver dagur veriö þeirra síð- asti. „I síðustu vikunum fyrir stríðslok, voru aðeins gamlir menn og ungir drengir í bæn um og þessvegna gat mað- urinn minn ekki látið sjá sig á götunum, hann hefði þótt grunsamlegur. Þann 2. maí 1945 vorum við loks frelsuð og þá byrjaði biðin, eftir enskukennari og hann sem innanhúsarkitekt. Minningarnar hrönnuðust upp í huga llse og ápó 1958, byrjaði hún að festa þær á blað. Ég varð að losa mig við þær, samt vildi ég ekki og vil ekki gleyma. Það er skylda okkar sem lifðum af, að skýra frá þvi, sem við gengum í gegnum. Heimurinn má ekki gleyma, því þetta á aldrei að geta komið fyrir aftur. Sjálf, munum við aldrei gleyma því góða fólki, sem lagði líf sitt í hættu til að hjálþa okkur og fjöldamörgum öðrum gyóing- um. Alltaf er sem betur fer, gott fólk innanum úrhrökin." (Det fri Aktuelt.) Þannig var umhorfs, fyrir utan versianir gyö- inga eftir kristallsnóttina. fréttum af ættingjum og vin- um, sem höfðu verið send í fangabúðir. Aðeins bróöir minn og nokkrar frænkur komust lifandi úr búðunum", segir llse Rewald. Eftir stríð- ið fóru Rewald hjónin aftur aó stunda sín störf, hún sem ncvvaiu dld, áriö 1938 er ein af fáum eigum frá striðstímunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.