Alþýðublaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 4
4 Mióvikudagur 28. desember 1988 Hljómplata með kór Keflavíkur- kirkju Út er komin hljómplatan Drottins dýrðarsól á vegum Kórs Keflavíkurkirkju. A henni syngur kórinn þekkta hátíðarsálma og önnur kirkju- leg verk er sum hafa ekki áð- ur komið út á hljómplötu. Undirleik annast félagar úr Sinfóníuhljómsveit íslands og Tónlistarskóla Keflavíkur. Dr. Orthulf Prunner leikur á orgel. Einnig koma fram ein- söngvararnir María Guð- mundsdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Sverrir Guð- mundsson og Steinn Erlings- son. Stjórnandi er Siguróli Geirsson. Hljóðritun fór fram með stafrænni tækni í Keflavíkur- kirkju á vegum Halldórs Vík- ingssonar. Hljómplatan er beinskorin (Direct Metal Mastering) og framleidd hjá Teldec í V-Þýskalandi. Fólk getur pantað plötuna í símum: 92-11905, 12417, 12275 og 12416. \|[.\M\CAR\K)KK I HÓLA\.\t.l.A(iARDI' Minningar- mörk í Hólavalla- garöi Mál og menning hefur gef- ið út bókina Minningarmörk í Hólavallagarði eftir Björn Th. Björnsson. I bókinni er fjall- að um legsteina, steinhögg og tákn i gamla kirkjugarðin- um við Suðurgötu, auk þess sem Björn segir margar sög- ur af fólkinu sem minningar- mörkin eru tileinkuð. Hólavallagaróur var tekinn í notkun þann 23. nóvember 1838 og á því 150 ára afmæli um þessar mundir. í bókinni rekur Björn Th. Björnsson sögu garðsins allt frá því Lorentz Angel von Krieger stiftamtmaður hóf baráttu sina fyrir því að Reykvíkingar yrðu framvegis jarðaðir i helgum reit í Hólavallatúni. Hann segir jafnframt frá fólk- inu sem þarna hvílir, allt frá Guðrúnu Oddsdóttur sem þar var jörðuð fyrst og varð því „vökumaður" garðsins, yfir Sigurð Breiðfjörö skáld, Jón Sigurðsson forseta, Svein- björn Egilsson rektor og til Steinunnar Sveinsdóttur sakakonu frá Sjöundá, svo nokkrir séu nefndir. Höfundur fjallar ítarlega um hin fjölskrúðugu minn- ingannörk sem í garðinu eru og höfunda þeirra sem þekkt- ir eru. Hann rekur þróun steinsmíða og legsteingerðar hér á landi, ræðir þau tákn sem notuð eru og þær vís- bendingar um tíðarandann hverju sinni sem minningar- mörkin eru. í Ijós kemur aö kirkjugarðurinn ereinstakt safn mannamynda og stór- merkileg heimild um hand- verk og almenna menningar- sögu. Gunnar Björnsson leikur svítur Bachs Gunnar Björnsson hefur sent frá sér hljómplötu með sellóeinleik sínum. Á henni leikur hann dansasvítur nr. 1 og 2 eftir Johann Sebastian Bach. Dr. Hallgrímur Helga- son ritar á plötukápu og seg- ir þar m.a.: „Stundum hefir sú mótbára heyrst að tónlist Bachs væri of andleg. Jafn- vel dýröarljóma hjúpaðir ber- fætlusagnfræðingar hafa að- hyllst þá skoðun. Þetta reyn- ist þó ekki rétt. Það afsanna öll þau kynstur af danslög- um, sem hann hefir samið og sett saman i svítur. Hér kristallast ef til vill einna best sú viska einfaldleikans, sem einkennir sérhvern sann- an listamann af alþýðustig- um. Þó að dansar Bachs séu stilfærðar leynir sér ekki al- SMÁFRÉTTIR þjóðlegt svipmót þeirra. Hljóðritun fór fram staf- rænt í Fríkirkjunni i Reykjavík á vegum Halldórs Víkings- sonar. Platan er beinskorin (Direct Matal Mastering) og framleidd hjáTeldec í V- Þýskalandi. Sjómenn og sauðabændur Út er komin hjá Máli og menningu bókin Sjómenn og sauöabændur eftir Tryggva Emilsson. Bók þessi er i senn ættarskrá og aldaspeg- ill. Höfundur rekur þær ættir sem að honum standa og segir sögu forfeðra sinna allt að þrjár aldir aftur í tímann. Flestir voru þeir sjómenn og sauðabændur og fær lesand- inn hér merka innsýn í lífs- hætti alþýðufólks fyrr á tím- um. Fyrri hluti bókarinnar er að mestu bundinn við norður- sýslur landsins, síðari hlut- inn við Mýra- og Borgarfjarð- arsýslur. Tryggvi rekur móður- ætt föður sína til Grímseyjar og er saga eyjarinnar og þess fólks sem hana byggði rakin í ítarlegum kafla. Fjöl- margt fólk kemur við sögu og ættarskráin er þannig skrifuð að jafnframt mannanöfnum og ártölum er sagt frá lands- háttum og öðru því sem snertir daglegt líf fólksins, svo sem ýmsum fyrirbærum af völdum náttúrunnar og ráðstöfunum valdsmanna. Tryggvi Emilsson er fædd- ur árið 1902 og löngu þjóð- kunnur fyrir bækur sínar, einkum æviminningarnar sem hófust með Fátæku fólki. Sjómenn og sauðabændur er 432 bls. að stærð, prentuð í Prenístofu G. Benediktssonar. Bókfell sá um bókband. Kápu- mynd gerði Guðjón Ketilsson. Ný bók frá Hannesi Sigfússyni Út er komin hjá Máli og menningu ný Ijóðabók eftir Hannes Sigfússon, og nefn- ist hún Lágt muidur þrum- unnar. Bókin geymir þrjátiu frumort Ijóð og tíu þýdd og er fyrsta nýja Ijóðabók skáldsins i tíu ár. Hannes Sigfússon er fæddur 1922. Hann vakti fyrst athygli með Ijóðabókinni Dymbilvöku árið 1949, og hef- ur ekki síst hennar vegna ver- ið talinn til brauðryðjenda ný- stefnu í íslenskri Ijóðlist. Síð- an hefur hann gefið út fimm Ijóðabækur, eina skáldsögu og tvær minningabækur, auk fjölmargra þýðinga bæði á Ijóðum og sögum. Skáld- skapur Hannesar hefur jafn- an verið talinn skorinorður og rismikill í senn, og í þessari nýju bók yrkir hann af um- búðaleysi um meinsemdir samtfðarinnar, en líka um vegi og vegleysur og um tím- ans hverfulu náttúru. Hannes hefur búið í Noregi um langt árabil, en alltaf haldið áfrarn að vera íslenskt skáld og er nú fluttur heim að nýju. Lágt muldur þrumunnar er 72 bls. að stærð og gefin út bæði innbundin og í kilju. Hún er unnin í Prentstofu G. Benediktssonar, en Bókfell annaðist bókband. Kápuna gerði Ingibjörg Eyþórsdóttir. Nonni Sagan Nonni er ein af eftir- minnilegustu barna- og ungl- ingasögum sem út hafa kom- ið á íslensku. Hún er einnig meðal þeirra íslenskra bóka sem víðast hafa farið um heiminn og mestra vinsælda notið. Jón Sveinsson var aðeins tólf ára þegar undarleg örlög ollu straumhvörfum í lífi hans siðsumars 1870. Faðir hans var látinn og móðir hans stóð ein uppi með börn sín. Þá bar svo til að erlendur maður, mikils metinn og tiginn, bauðst til að taka að sér blá- snauðan drenginn, sjá hon- um fyrir góðu uppeldi og menntun. Varð það úr að því boði var tekið og Nonni hélt út í heim. Nonni lagði af stað til Kaupmannahafnar i lok ágústmánaðar 1870. Hann tók sér far með lítilli skútu. Fráskilnaðurinn við móðurina og ævintýrum sem Nonni lenti í á leiðinni út segir frá ( þessari bók. Nú hefur verið gerð kvik- mynd um ævintýri Nonna og bróður hans Manna. Er lík- legt að það veki enn áhuga á Nonnasögunum sem hefur alltaf veriö mikill, ekki einung- is hér á landi heidur víósveg- ar um heim. Bókin er 328 bls. að stærð. Prentvinnslu annaðist Stein- holt hf. Bókband: Félagsbók- bandið-Bókfell hf. Hönnun kápu: Guðjón Ingi Hauksson. Ull verður gull Út er komin hjá Hinu ís- lenska bókmenntafélagi bók- in Ull verður gull, ullariðnað- ur Islendinga á síðari hluta 19. aldar og á 20. öld. Bókin greinir frá þróun ullariðnaðar á vélaöld. Sagt er frá braut- ryðjendum sem stofnuðu tó- vélaverkstæði í lok síðustu aldar og komu á fót klæða- verksmiðjum. Greint er frá baráttu fyrir varöveislu heim- ilisiðnaöarins. Við sögu koma öll helstu fyrirtæki í klæðagerð, ullarþvotti, gólf- teppagerð og prjónaiðnaði. Sögð er saga íslensku ullar- innar og meðferðar á henni. Lýst er vinnubrögðum og að- stæðum verkafólks. 135 myndir prýða bókina, þar af 19 litmyndir. Bókin er 452 blaðsíður. í bókarlok er fróðlegur og skemmtilegur kafli um Orð- tök runnin frá tóvinnu eftir Halldór Halldórsson. Bókin er annað ritið sem kemur út í ritröðinni Safn til Iðnsögu íslendinga sem Jón Böðvarsson fyrrverandi skóla- meistari ritstýrir. Þorsteinn Jónsson kvik- myndagerðarmaður gerði myndband tengt bókinni er sýnir hvernig vinnubrögð við tóvinnu hafa breyst úr hand- verki í stórfelldan verksmiðju- iónað. Höfundurinn hefur cand. mag. próf í sagnfræði og hef- ur auk þess stundaö nám í skjalfræði. Hann starfar sem skjalavörður Háskóla íslands. Hesturinn og drengurinn hans Bókin Hesturinn og dreng- urinn hans eftir C.S. Lewis er komin út hjá Almenna bóka- félaginu. Söguhetjan í þessu ævin- týri eru hesturinn Breki og drengurinn Sjasta. Þeir flýja í skyndingu frá Kalomen, landi grimmdar og mannvonsku og fara dagfari og náttfari yfir eyðimörkina miklu á leið til töfralandsins Narníu, þar sem smjör drýpur af hverju strái og dýrin kunna manna- mál. Á leiðinni lenda þeir í ótrúlegustu ævintýrum og oftar ein einu sinni reynir á þor þeirra og kjark. Bækurnar um töfralandið Narníu eftir C.S. Lewis hafa notið mikilla vinsælda hér á landi sem erlendis. Hestur- inn og drengurinn hans er fimmta bókin í þessum skemmtilega bókaflokki. Áð- ur hafa komið út: Ljónið, nornin og skápurinn, Kaspían konungsson, Sigling Dagfara og Silfurstóllinn. Kristfn R. Thorlacíus hefur verið verðlaunuð af Skóla- málaráöi Reykjavíkur fyrir þýðingu sina á bók í þessum bókaflokki. Bókin er 229 bls. aö stærð. Filmuvinna, prentun og bók- band: Prentverk Akraness. HAPPDRÆTTI STYRKTARFÉLAGS VANGEFINNA VINNINGSNÚMER Bifreið SUBARU-STATION nr. 74654 Bifreið HONDA-CIVIC nr. 30327 Bifreiðar að eigin vali. Kr. 500.000,- Nr. 40057 — 43738 — 46092 51305 — 55036 — 59123 81633 — 90877 STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.