Alþýðublaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 8
ð Þriðjudagur 3. janúar 1989 Seinni hluti Ummæli ársins í Alþýðublaðinu „Hann er bindindismaður. Af sléttri ásýnd hans má ætla að hann sé talsvert yngri en hann er og þakkar hann það mikilli mjólkur- drykkju." Jón Baldvin Hannibalsson i palladómi um Jón Helgason fyrrum ráðherra sem birtist í sérútgáfu Alþýöublaðsins um Reykjavík þ. 13. október. „Ég vil ekki gera þetta mál aö deilumáli milli min og Ólafs Ragn- ars en tel að hann hafi verið slettu- reka i þessu máli.“ Jón Sigurösson viðskiptaráðherra i viðtali við Alþýðublaðið þ. 6. sept- ember um yfirlýsingu Ólafs Ragnars Grímssonar formanns Alþýðubanda- lagsins þar sem viðskiptaráðherra var gagnrýndur fyrir að hafa ekki gripið í taumana yarðandi athugun bankaeftir- litsins á Ávöxtun hf. „Við verðum líka að átta okkur á þvi, að það er einn forsætisráð- herra en ekki þrír.“ Friðrik Sophusson þáverandi iðnaðar- ráðherra í Alþýðublaðinu þ. 10. sept- ember. „Alþingismenn eru kjörnir til þess aö stjórna. Það er létt verk og þægilegt þegar allt gengur eins og i sögu og allt er á uppleið." Sighvatur Björgvinsson alþingismað- ur i grein í Alþýðublaðinu þ. 13. sept- ember. „Ég er nefnilega jafnaðarmaður, skal ég segja þér, án þess að vera í Alþýðufiokknum." Þorvaldur Guðmundsson i Sild og fisk í viðtali við Alþýðublaðið þ. 14. sept- ember. „Ég stóö frammi fyrir þvi, að velja á milli, hvort ég vildi ráðherrastól- inn eða aö nýta þessa aðstöðu." Stefán Valgeirsson alþingismaður i viðtali við Alþýóublaðið þ. 28. sept- ember um þá ákvörðun sina að styðja ríkisstjórnina og taka hugsanlega að sér formennsku í. nýjum atvinnutryqq- ingasjóði. „Að vera i fjármálaráðuneytinu er að vera galeiðuþræll. Hart djobb.“ Jón Baldvin Hannibalsson fráfarandi fjármálaráðherra í viðtali við Alþýðublaðið þ. 29. sept- ember. „Það er auðvitað áhyggjuefni hve það viröist koma oft fyrir aö borg- aryfirvöld virði ekki skipulagslög- in og hve oft afgreiðsla mála hefur gefið tilefni til kæru.“ Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráöherra í Alþýðublaöinu þ. 10. sept- ember. „Ég veit ekki enn í dag, hvort meiru réði, löngun borgarstjórans að sprengja rikisstjórnina og skapa sér betri vígstöðu í borgar- stjórakosningunum, æðibunu- gangur Halldórs Blöndal eða skammsýni forsætisráðherrans fyrrverandi." Jón Baldvin Hannibalsson utanrikis- ráðherra í viðtali við Alþýðublaðið þ. 1. október um dánarorsök siðustu rikis- stjórnar. „Landsbankinn verður áfram að standa blýfast á bremsunum." Sverrir Hermannsson bankastjóri i við- tali við Alþýðublaðið þ. 5. október um lánafyrirgreiðslur til fyrirtækja i sjávar- útvegi. „Ég hef lengi taliö að það yrði mikill fengur fyrir ísfensku þjóðina að Albert Guðmundsson ynni þar að hagsmunamálum okkar.“ Olafur Ragnar Grimsson fjármálaráðherra í viðtali við Alþýðublaðið þ. 8. nóv- ember um tilboð utanrikisráðherra aó gera Albert Guðmundsson að sendiherra i Paris. „Þetta kemur mér spánskt fyrir sjónir. Ekki endilega það sem þarna kemurfram, heldurað könn- unin skuli vera komin i fjölmiðla.“ Ingimar Sigurðsson yfirlögfræðingur heilbrigðisráðuneytisins við Alþýðu- blaðið þ. 8. október vegna fréttar PRESSUNNAR um 1200 milljón króna mismun á skattaframtölum tannlækna annars vegar og framburði skjólstæð- inga þeirra hins vegar sem birtist i skoðanakönnun Félagsvisindadeildar Háskólans. „Ég áttaði mig ekki á því til að byrja meö hvaö hjöröin var aga- laus og tvistruð." Jón Baldvin Hannibalsson um þing- flokk Sjálfstæðisflokksins i viðtali við Alþýðublaðið þ. 13. október. „Þorsteinn Pálsson er vænn maö- ur, sléttur og felldur á ytra borði en lokaður og dulur. Honum er ekki sýnt að laöa aö sér fólk — skapa i kringum sig vinnuanda, áhuga fólks eða kveikja starfs- löngun og eldmóð i samstarfs- mönnum sinum.“ Jón Baldvin Hannibalsson i sama palladómi um ráðherra siðustu rikis- stjórnar. „Það sem fer í taugarnar á mér viö poppið er kannski ekki tónlistin sjálf, þaö er þetta helvitis bit! Það er eins og það sé verið að lemja þessu inn i hausinn á fólki, að hlusta á þetta.“ Rögnvaldur Sigurjónsson pianóleikari í afmælisviðtali við Alþýðublaðið þ. 15. október. „Persónulegt skitkast og rógur veður uppi í verkalýðshreyfing- unni.“ Karl Steinar Guðnason alþingismaður i viötali við Alþýóublaðið þ. 2. nóv- ember. „Ég er vanur að taka hvern dag i senn i þessu starfi og mun halda því áfram.“ Mörður Árnason ritstjóri Þjóðviljans i viðtali við Alþýðublaóið þ. 12. nóv- ember eftir að Ijóst var að hann hafði verið endurráðinn til 6 mánaða eftir mikil átök i útgáfustjórn Þjóöviljans. „ísland er fjarri okkur og þess vegna dýrt að efla samskiptin sem skyldi. En auðvitað finnst okkur gaman aö koma hingað og viö vilj- um aö ísland sé meö.“ Anna Greta Lejon, fyrrum dómsmála- ráðherra Sviþjóðar í viðtali við Alþýðu- blaðið þ. 19. nóvember um samstarf jafnaðarmannaflokkanna á Noröur- löndum. „Segi af mér ef Moskva beitir okk- ur forræöi." Enn- Arno Sillari, aðalritari Kommún- istaflokksins i Tallinn, höfuðborg Eist- lands i einkaviötali vió Alþýðublaðið þ. 30. nóvember. „Ennþá er ekki voöi á feröum og lögreglan getur sinnt ýmsu ööru en bráöaútköllum." Böðvar Bragason lögreglustjóri i við- tali við Alþýðublaðið þ. 14. desember vegna svörtu skýrslunnar um lögregl- una. „Ég tel að hæstaréttardómari sem æki ölvað- ur hefði fyrirgert sæti sínu í réttinum, en hæpið að það ætti við um dómara sem tekinn væri á of miklum hraða.“ Magnús Thoroddsen fráfarandi forseti Hæstaréttar í viðtali við Alþýðublaðió þ. 26. nóvember um áfengiskaup sín sem handhafi forsetavalds. „Ef við erum að gera rétt, róar það okkur að vita að við erum á réttri leiö.“ Jón Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóri vió Alþýðublaðió þ. 20. desember vegna fréttar um skattrannsókn á bók- haldi Stöðvar 2. (Fyrri hluti ummæla ársins birtist I slö- asta tölublaði Alþýóublaðsins fyrir ára- mót, þ. 30. desember 1988)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.