Alþýðublaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 14. febrúar 1989 MENNING Danski rithöfundur- inn og blaðamaður- inn Thorkild Hansan or látinn, 62 ára að aldri. Hann skildi breyskleika og harmleik mannsins betur en flestir og gaf okkur stöðugt tilefni og áminningu um nauðsyn þess að ndurmeta og endur- skrifa sögulega at- I. (Teikning: IM) Danski rithöfundurinn Thorkild Hansen látinn HANN SYNDI OKKUR SÖGUNA í NÝJU UÓSI Thorkild Hansen var snillingur i að sameina vandaða og flókna heimildavinnu og lifandi mannlýsingar i texta sem snerti lesandann djúpt og kolivarpaði fyrri hugmyndum hans um persónur og atburði. Þannig endurskóp Thorkild Hansen mat manna á Jens Munk, Danakonungum, skandivanísku þrælahaldi og síð- ast en ekki sist á Knut Hamsun. Thorkild Hansen var ekki höf- INGÓLFUR undur fagurbókmennta. Rætur hans stóðu í blaðamennsku og hann þróaði vinnubrögð blaða- mennskunnar í bókaform og skildi eftir sig sagnfræðileg verk sem ullu tímamótum á Norður- löndum og þótt víðar væri leitað. Thorkild Hansen gaf sér mik- inn tíma í rannsóknir og heimilda- leit áður en hann tók við að skrifa út textann. Það sem greindi hann frá flestum sagnfræðingum eða sagnfræðilegum rithöfundum, var hæfileiki hans að Iifa sig inn í liðinn tíma og horfið aldafar og sjá atburðina með augum þeirra sögulegu persóna sem hann fjall- aði um. Viðfangsefni hans tengdust öll Danmörku eða Norðurlöndum og hann hefur átt stóran þátt í að gjörbreyta viðhorfum Norður- landabúa og Evrópumanna til einstakra þátta söguritunar. Tll varnar Hamsun_____________ Verk Hansens um norska rit- höfundinn og nóbelskáldið Knut Hamsun vakti hve mesta umræðu og deilur, þegar hún kom út fyrir áratug og tæpum 30 árum eftir dauða Hamsuns. Flestallir Norð- MARGEIRSSON menn höfðu sætt sig við að þeirra stærsti skáldsagnahöfundur hefði stutt nasista í stríðinu og teldist til landráðamanna. En hin norska þjóðarsátt hafði einnig stimplað Hamsun sem gamlan og ruglaðan mann sem vissi ekki hvaða glæpa- menn hann studdi; þannig gat norsk þjóðarsál sætt sig við til- hugsunina að Hamsun, þeirra mesta bókmenntastolt hefði verið landráðamaður vegna elliglapa. Þrjátíu árum eftir dauða Hamsuns, höfðu Norðmenn að mestu gleymt smáninni um Hamsun og byrjað að gefa út bækur hans á nýjan leik, þótt hljótt færi. Bók Hansens um Hamsun sem Gyldendal gaf sam- tímis út á öllum Norðurlöndum féll því líkt og sprengja; þar var því haldið stíft fram og sannað með ótal heimildum og gögnum, að Hamsun vissi fullvel hvaða stefnu hann hafði stutt; hvaða hugmyndafræði hann hallaðist að, en ennfremur hve flókinn og marghliða maður Hamsun var og hversu fáránlegt það væri að stimpla hann sem nasista eða ruglað gamalmenni. Niðurstaða bókarinnar er því málsvörn gegn dóminum sem Hamsun hlaut og ótvírætt sönnunargagn, að Hamsun hafi verið dæmdur á ein- hlítan og í raun siðlausan hátt og síðan náðaður á grundvelli þess að hann væri elliær meðan skáld- ið var í raun með fullu viti og dómgreind. (Eins og reyndar end- urminningabók hans Paa gjen- grodde stier — Grónar götur — sem hann skrifar eftir að dómur- inn í Iandaráðamálinu er fallinn, sannar best.) Bókin um Hamsun vákti mikl- ar deilur og skrif, og kallaði fram á ritvöllinn landaráðasérfræð- inga, siðfræðiheimspekinga, bók- menntafræðinga og gamla hatursmenn Hamsuns. En skiln- ingur Hansens á Hamsun varð of- an á, og bókin varð til þess að loks komst skriður á opna umfjöllun 'um Hamsun og meint landráð hans eftir lát þessa mikla norska rithöfundar. Hið spillta vald og_________ hamingjugræðgin_____________ Thorkild Hansen kom þegar við kauninn á löndum sinum í fyrstu bók sinni, „Hin hamingju- sama Arabía“ sem út kom 1961. Þetta er sagnfræðilegt verk og segir frá dönskum leiðangri til Je- men fyrir 200 árum.Hinirsjö leið- angursmenn fara að boði Friðriks V Danakonungs undir yfirskyni vísinda en bak við tjöldin dvelur draumur hvers og eins um riki- dæmi og völd; hamingjugræðgin og spilling valdsins. Við sama tón kveður í næsta verki Hansens, „ Jens Munk“. Þar setur höfundurinn lesendur niður i Hudson Bay árið 1619 þar sem danski (fæddur í Noregi) aðals- maðurinn og flotaforinginn Jens Munk kastar akkerum yfir vetur- inn. Jens Munk dreymir um að endurreisa æru sína og fjöl- skyldunnar og skapa sér nafn í heimssögunni með því að komast til Indlands og að sigla norður fyrir Norður-Ameríku fyrstur manna. En áhöfnin og hann sjálf- ur ferst. Og einnig í Jens Munk eru illir valdamenn að baki; Kristján VI Danakonungur er hinn miskunn- arlausi valdahöfðingi að baki at- burðanna. Upplýsti um skandinaviska þrælasölu Stórverk Thorkilds Hansens um norsk-dönsku þrælaflutning- ana færðu honum bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs 1971. í JAFNAR TÖLUR • ODDATÖLUR • HAPPATÖLUR Þetta eru tölurnar sem upp komu 11. febrúar. Heildarvinningsupphæð var kr. 5.558.318,- 1. vinningur var kr. 2.559.202,- Einn var með fimm tölur réttar. Bónusvinningur (fjórar tölur + bónustala) var kr. 444.368,- skiptist á 2 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 222.184,- Fjórar tölur réttar, kr. 766.458,-, skiptast á 147 vinningshafa, kr. 5.214,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.788.290,- skiptast á 4.330 vinningshafa, kr. 413,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Sími 6851 11. Upplýsingasímsvari 681511. þremur bindum, „Þrælaströnd- in“, „Þrælaskipin", og „Þrælaeyj- urnar“, (eru til í íslenskri þýðingu) kom Hansen upp um hina um- fangsmiklu þræíaverslun Dana og Norðmanna fyrir 250 árum. Skandinavarnir veiddu svertingja á vesturströnd Afríku, fluttu þá nauðungarflutningum vestur um haf og píndu þá til dauða I ævi- langri þrælavist í dönsku nýlend- unum í Vestur-Indíum, eða seldu svertingjana mannsali til Eng- lendinga eða Frakka. Hin óhugnan.lega saga, þar sem blandað er saman nákvæm- um sagnfræðilegum rannsókn- um, innri upplifun og miskunnar- Iausri frásögn af mannfyrirlitn- ingu og græðgi danskra og norskra valdhafa, hræsni og tvö- feldni kirkjunnar og samkennd með hinum kúguðu, var menning- arlegt áfall fyrir Dani og Norð- menn þegar fyrsta bindið kom út. Þessar þjóðir höfðu talið sig standa utan við þrælaverslun. En Thorkild Hansen leiddi annað í ljós. Enginn andmælti þó bók- um hans um þrælaverslunina og þessar tvær frændþjóðir okkar drúptu höfði í skömm yfir for- feðrum sínum. Skilningur é hinum___________ mannlega harmleik____________ Styrkur Thorkild Hansens sem höfundar var að steypa saman sagnfræðilegum rannsóknum og lifandi frásögn, þannig að lesand- anum finnst hann vera staddur í tímanum sem lýst er. Þar við bæt- ist hæfileiki Hansens að lifa sig inn í sálfræði og hugsanir ein- stakra persóna og sjá hlutina með þeirra augum en ekki nútíma- mannsins sem segir söguna í dag og er klókur eftir á. En fyrst og fremst er Thorkild Hansen heillandi höfundur sök- um þess að hann skildi manneskj- una sem slíka og segir sögur af mannverum án þess að dæma þær eða gefa þeim einkunnir. Hansen skildi breyskleika mannsins betur en flestir aðrir og mannlýsingar hans eru iðulega þrungnar sam- kennd og skilningi á hinum mann- lega harmleik sem setur mark sitt á sérhvern mann. Það eru vinnubrögð sem sér- hver rithöfundur og sérhver blaðamaður mætti tileinka sér.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.