Alþýðublaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 15. febrúar 1989 7 ÚTLÖMD EINMANA BARÁTTA GEGN MAFÍUNNI Paö dýrmætasta sem Marianna Rombola Gentile á er mynd af sér, dótturinni og eiginmanninum, sem heldur ut- an um axlir hennar. pau eru stödd á baðströnd á Suður- Ítalíu. Þetta var ein af síðustu mynd- unum sem teknar voru af eigin- manni hehnar. Skömmu síðar var hann, Iæknir og bæjarstjóri í Gioia Tauro á S-Italíu, myrtur — fyrir utan heimili sitt. Hann var að koma af bæjarráðsfundi. Núna, átta mánuðum eftir ill- virkið, berst ekkja hans einmana og lífshættulegri baráttu við að sanna að það hafi verið staðar- mafían — Narangheta — sem framdi ódæðið. í þessari eftirgrennslan hefur hún flett ofan af neti spillingar, m.a. mútugreiðslna, meðal fyrr- verandi starfsbræðra eiginmanns sins, Vincenzo Gentile. Rann- sóknardómurinn hefur lýst því yf- ir að margir þessara pólitísku starfsbræðra Gentile séu í nánu sambandi við skipulagða glæpa- starfsemi. Sakir á hendur 46 Marianna Gentile hefur lagt fram sannanir gegn 46 mönnum og hafa þeir komið fyrir dóm. Þeir eru ásakaðir fyrir ótrúlega spillingu á ýmsum sviðum; fjár- kúgun, mútugreiðslur og sjóða- þurrð. Meðal sakborninga er bæi- arráðið eins og það leggur sig. Meintur morðingi Gentiles er Cermelo Stillitano, frændi mafíu- guðföður staðarins, Peppinos Piromalli. „Piromalli-fjölskyldan réð lög- um og lofum í Gioia Tauro. mað- urinn rninn vissi þetta og ég veit það vegna þess að hann sagði mér frá því,“ segir Marianna Gentile. Neitaði að borga Marianna Gentale telur að eig- inmaður sinn hafi verið myrtur vegna þess að hann neitaði að greiða falsaða reikninga, sem stíl- aðir voru á bæjarráðið og útgefn- ir af pappírsfyrirtækjum fyrir verk sem aldrei höfðu verið unn- in. Þessi „pappírsfyrirtæki“ voru öll á vegum glæpasamtakanna. Upphæð „reikninganna" var 83 milljónir líra. Nokkrum dögum fyrir morðið fékk Vincenzo Gentile hótunar- bréf þar sem sagði: „Ef þú borgar ekki áttu eftir að iðrast þess.“ „Maðurinn minn var mafíunni erfiður í skauti, því hann var heið- arlegur og ófánlegur til að taka þátt í spillingu. Þegar hann neit- aði að greiða þessar 83 milljónir líra var mælirinn fullur — og ákveðið að myrða hann,“ sagði frú Gentile. „Þegar ég sá lík Vincenzo fyrir utan heimili okkar tók ég strax þá ákvörðun að finna þá sem sekir voru um morðið. Ég hafði strax ákveðnar grunsemdir, því Vin- cenzo hafði sagt mér að ef eitt- hvað kæmi fyrir sig væri það ákveðinn hópur nranna sem ætti sökina.“ Afgerandi atvik í rannsókn hennar var þegar henni tókst að lokka fyrrverandi vin og sam- starfsmann Giuseppo Cento, heim til sín og kom honum til að leysa frá skjóðunni. „Ég faldi segulbandstæki dótt- ur minnar bak við bækur, og allt sem hann sagði staðfesti grun minn.“ Lögreglunni var afhent upptak- an, sem var stór þáttur í að sak- fella Cento sjálfan og pólitíska samstarfsmenn. Lögfræðingur frú Gentile segir hana ó'trúlega hugdjarfa konu. „Enginn hér um slóðir hefur þor- að að tala svona opinberlega gegn mafíunni nema hún.“ MariannaGentile hefur fengið líflátshótanir og hún hefur lög- regluvernd allan sólarhringinn. Hún fer úr húsi einu sinni í viku til að gera innkaup — í lögreglu- fylgd. Hún segist vita að hún sé í stöðugri lífshættu, en að hún sé ekki hrædd. „ÖU deyjum við ein- hvern tima, það sem niáli skiptir er að deyja með virðuleika." Aðaláhyggjur Maríönnu Gen- tile eru vegna hinnar 17 ára dóttur hjónanna, Natalínu. Hún fer 10 kílómetra leið í skóla á hverjum morgni alltaf í fylgd lögreglu, en er að öðru leyti eins og mamma hennar, heldur sig innandyra. „Eftir morðið á föður sínum ákvað Natalína að verða dómari og notar því tímann vel hér heima, lærir og les sér til alla frítíma,“ Marianna Rombola Gentile á heimili sínu, þar sem lögregl- an er henni til verndar. Einka- barn hennar, Natalina, 17 ára, fer aldrei út fyrir hússins dyr nema i lögreglufylgd. segir móðir hennar, og varir henn- ar titra. „Það er vissulega mér að kenna að hún umgengst alltof lítið ann- að fólk. Við þau fáu tækifæri sem hún heimsækir ættingja eða vini er ég svo áhyggjufull og hrædd um liana að ég hringi og grátbið hana að koma heim.“ Það er lítið um gestagang á heimilinu, helst eru það nákomnir ættingjar. „Margir hringja og segjast dást að hugrekki mínu, en fæstir þeirra hafa hugrekki til að segja til nafns. Afturá móti eru hinir ungu vinir dóttur minnar óhræddir við að styðja við bakið á okkur. Unga fólkið er kjarkmeira en það eldra, a.m.k. þar sem mafían á hlut að máli.“ Mikið berst af bréfum og símskeytum héðan og þaðan af Ítalíu og jafnvel erlendis frá. Hót- eleigandi i Gefn hefur boðið mæðgunum í frí til Sviss. „Það gefur augaleið að við get- um ekki þegið þetta boð,“ segir Marianna Gentile hrygg á svip. „Það yrði martröð frá öryggis- sjónarmiði." Kona ársins Þó fór hún eitt sinn I ferðalag — ásamt kröftugu vopnuðu líf- varðarliði. Það var til grisku eyj- ■arinnar Rhodos í desember sl. til að taka á móti viðurkenningu Evrópubandalagsins á „topp“ fundi þess. Þar var hún útnefnd „Kona ársins“. Hún var kjörin úr stórum hópi tilnefndra frá hinum tólf meðlimaríkjum. Frú Gentile segir að þegar rétt- arhöldin yfir morðingjunum séu afstaðin muni hún og Natalína flytja frá Gioia Tauro og byrja nýtt lif annars staðar. „Það verður ekki auðvelt, hér er ég fædd og uppalin og allir ætt- ingjar mínir búa hér. Ég á þó ekki annars úrkosta. Þessi barátta mín er aðaltakmarkið í lífi mínu nú. Þegar allt er afstaðið hef ég ekkert að gera hér. Hér virðist ekki vera rúm fyrir heiðarlegt fólk lengur.“ (Del fri Aktuelt. Stytt.) SJÓNVARP Frankie boy — sem Tony Rome reynir hann að lita út eins og harðjaxl. Stellingin er á hreinu en andlitið kem- ur upp um göfugmennsk- una. Sæmileg afþreyingar- mynd. Stöð 2 kl. 23.35 Tony Rome ★ ★ Bandarísk, gerð 1967. Leik- stjóri Gordon Douglas, aðal- hlutverk Frank Sinatra, Jill St. John, Richard Conte o.fl. Fremur venjuleg einkaspæj- aramynd sem sækir allt sitt í Philip Marlowe og Chandler. Sinatra leikur spæjarann og er ráðinn af ótrúlega ríkum ná- unga til að finna út afhverju dóttir hans fannst haugdrukk- in og meðvitundarlaus á þriðja flokks hóteli eftir það sem átti að vera saklaus kvöld- skemmtan. Sæmileg flækja en myndin líður fyrir það að Sin- atra er tuttugu árum of gamall í hlutverkið. Sjónvarp kl. 20.35 Á tali hjá Hemma Gunn Uppúr hálf níu í kvöld hefst hinn sí- vinsæli skemmtiþáttur sjónvarps- ins., Á tali hjá Hemma Gunn. Ál- þýðublaðið sló á þráðinn til um- sjónarmanns, sem reyndar heitir víst Hermann fullu nafni, og for- vitnaðist um efni þáttarins. „Ég hef reynt að hafa þetta fjöl- breytt, það er mjög breiður hópur sem fylgist með þessum þáttum og þarf að höfða jafnt til barna sem fullorðinna. í þættinum í kvöld verður ekki brugðið út af þessari venju, ég fæ til mín tvær hljóm- sveitir, Langa Sela og Skuggana og svo stráka frá Skagafirði, Jójó heita þeir. Svo kemur bjöllukór úr Garð- inum, krakkar sem spila á bjöllur, hollenskur strákur kenrur og herm- ir eftir Michael J ackson í miðju æð- inu öllu. Endapunkturinn verður svo Valgeir Guðjónsson, hann frumflytur lag sem hann gerði fyrir umferðarráð í tilefni af bjórdegin- Hermann Gunnarsson fyrir ein- hverjum árum síðan. Hann verð- urm.a.meðþáttþann i.marsog þá má búast við ýmsu sem ekki getur talist venjulegt. Verður heldur enginn venjulegur dag- ur. um mikla og er viðvörun til fólks um að blanda ekki saman akstri og áfengi. Að auki er rétt að nefna brandara — og söngvarakeppni sem eru mjög vinsælar. Það er greinilegt að það hefur fallið í mjög góðan jarðveg hjá fólki að opna sjónvarpið svolítið — fólk hefur greinilega mikinn áhuga á að koma fram. Það rná kannski nefna það að ég verð með þátt 1. mars — það verður væntanlega eitthvað mjög frikað — mikið af erlendum skemmtikröftum og öðruvísi en vant er.“ Greinilega nóg um að vera í Á tali hjá Hemma Gunn. Bara að setjast fyrir frarnan skjáinn og fylgjast með. Sjónvarp kl. 22.10 HÚSID íslensk, gerð 1983. Leikstjóri Eg- ill Eðvarðsson, aðalhlutverk Lilja Þórisdóttir og Jóhann Sigurðar- son. Ágætlega heppnuð mynd á okkar mælikvarða. Öll tæknivinna ör- ugg og handrit nokkuð þétt. Tekin meira og minna í stúdíói en ekki úti við eins og flestar íslenskar myndir. Að auki gengur drauga- sagan upp í myndinni — endirinn hinsvegar hálf snubbóttur. Prýði- leg skemmtan fyrir þá sem ekki hafa séð hana áður. STÖÐ2 16.30 Fræösluvarp. 1. Astekar. 2. Umræð- an. 3. Alles Gute. 4. Entrée Libre. 15.45 Santa Barbara. Bandariskur fram- haldsþáttur. 16.30 Bestur árangur. Personal Best. 1800 18.00 Töfragluggi Bomma. Umsjón Árný Jóhannsdóttir. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.35 Maraþondansinn. Verkið er byggt á sögunni „They Shoot Horses, Don't They?“ i þessum þætti er gerð grein fyrir uppruna og bakrunni leiksins. 1900 5 19.00 Poppkorn. Umsjón Stefán Hilmarsson. 19.25 Föðurleifð Franks (18). (Franks Place). 19.54 Ævintýri Tinna. Feröin til tunglsins (22). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Á tali hjá Hemma Gunn. 21.40 íkorni á undanhaldi. (The Case of the Vanishing Squirrel). 22.10 Húsið. islensk bió- mynd frá 1983. Leik- stjóri Egill Eðvarðs- son. Aðalhlutverk Lilja Þórisdóttir og Jóhann Sigurðar- son. Tvær ungar manneskjur fá leigt gamalt hús og þykj- ast hafa himin höndum tekið. 19.19 19.19. 20.30 Heil og sæl. Betri heilsa. í þessum tokaþætti verða sýnd brot úr eldri þáttum og viðtöl við ' ýmsa frammámenn um gildi forvarna. 21.05 Undir fölsku flaggi. (Charmer). 22.00 Dagdraumar. Yest- erday's Dreams. Framhaidsmynd I sjö hlutum. Fimmti þáttur. 22.55 Viðskipti. íslenskur þáttur um viöskipti og efnahagsmál. 2300 23.00 Seinni fréttir. 23.10 Húsiö. Framhaid. 23.55 Dagskrárlok. 23.25 Tony Rome. Tony er ungur og glæsileg- ur piparsveinn sem býr einsamall um borð í lltilli skemmtisnekkju við strendur Flórlda. Ekki við hæfi barna. 01.10 Dagskrárlok.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.