Alþýðublaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 10. mars 1989 ÚTTEKT Á FðSTUDEGI FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON Sameining fyrirtækja, tískufyrirbrigði eða var- anleg lausn, var efni morgunverðarfundar Félags viðskipta- og hagf ræðinga ó Hótel Söpu í gær. Þar hélt meðal annars Ólafur B. Thors, frafarandi for- stjóri Almennra trygginga og nú annar forstjóra Sjóvór-Almennra, erindi um sameiningu trygg- ingafélaganna. Meðal óheyrenda var Ingi R. Helgason, en fyrirtækið sem hann stýrði, Bruna- bótafélagið, hefur nú runnið saman við Samvinnu- tryqaingar í Vótryggingafélag Islands. Alþýðu- blaoið tók við þetta tækifæri þa Ólaf og Inga tali. — Hvað er það sem sparast helst við sameiningu tryggingafé- laganna? Ólafur: „Við slógum því einhvern tímann fram að við þessa samein- ingu okkar myndi sparnaðurinn vera kominn upp í um I milljarð um næstu aldamót og ég hugsa að það sé ekkert vitlausari tala en hver önn- ur. Mjög stór póstur í þessu er í launakostnaðinum, því svona félag verður rekið með miklu færri starfsmönnum. Þá má nefna sparn- að í sölu á húsnæði og ávöxtun þeirra peninga, tölvukostnaður er verulegur þáttur, alls konar að- keyptur sérfræðingakostnaður og tugir milljóna fara í auglýsinga- kostnað. Við ætlum okkur að spara líka í endurtryggingunum, i þróun- arkostnaði og víðar.“ Ingi: „Það er um nákvæmlega sömu atriðin að ræða hjá okkur. Eg get ekki komið með krónutölur í Ingi R. Helgason: „Ég vona auð- vitað að samkeppnin lifi og harðni. Við Ólafur erum beggja vegna að búa okkur undir slíkt.eí

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.