Alþýðublaðið - 21.03.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.03.1989, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 21. mars 1989 3 FRÉTTIN BAK VIÐ FRÉTTINA Osöluhœft hakk og fars í verslunum: HVAR ER HEILBRIGÐIS EFTIRLITIÐ? Könnun Neytendasamtakanna á gerlafjölda i hakki og kjötfarsi í verslunum hefur vakið mikla athygli. Niðurstaðan var sú að víða var um alltof gerlarikt fars og hakk að ræða og sums staðar svo að umrædd vara var ósöluhæf. Það setti hroll að neytendum við þessar upplýs- ingar og sala á farsi snarminnkaði i kjölfarið sem vonlegt er. En gerlarannsókn Neyt- endasamtakanna vekur jafnframt ýmsar spurning- ar. Er þar efst á blaði spurning um eftirlitskerfi hins opinbera með þessum hlutum, það er að segja heilbrigðiseftirlitsins sem rekið er með ærnum til- kostnaði. Ef ástandið í þessum efnum er jafn bág- borið og könnun Neyt- endasamtakanna gefur til- efni til að ætla, hefur heil- brigðiseftirlitið þá ekki brugðist sínum skyldum? Forsvarsmenn kjöt- vinnslustöðva sem fram- leiða hakk og kjötfars full- yrða að ekki sé við þá að sakast. Hjá þeim sé allt eft- ir ströngustu reglum og fulltrúar heilbrigðiseftir- lits komi reglulega og taki sýni af framleiðslunni. Þessi óeðlilegi gerlafjöldi hljóti því að myndast í búðunum sem hafa þessar vörur til sölu. Jafnframt draga sumir kjötiðnaðar- menn í efa að rétt hafi verið staðið að sýnatöku Neyt- endasamtakanna, að minnsta kosti í sumum til- fellum þar sem sýni voru tekin úti á landi og síðan send til Reykjavíkur. Þar með hafi farsið verið orðið of gamalt við prófun. Varla um tilviljun að ræða Þessi síðasta viðbára getur þó vart átt við rök að styðjast þegar um er að ræða sýni úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Þar reyndist ekki allt vera í sómanum heldur nema síð- ur væri. En það getur varla verið tilviljun að einmitt þegar Neytendasamtökin gerðu þessa könnun hafi ástandið verið svona slæmt, en allt í sómanum aðra daga. Gerir heilbrigð- iseftirlitið ekki könnun á þessu með reglubundnu millibili jafnt í verslunum sem vinnslustöðvum, það er að segja bæði hjá selj- endum og framleiðendUm? Ef svarið er játandi má spyrja hvort ekkert óeðli- legt hafi komið i ljós við þær kannanir? Eða eru syndaselirnir bara hringdir upp og þeir beðnir að kippa því í liðinn sem af- laga reynist án þess að neytendur hafi hugmynd um? Það væri fróðlegt að fá svör við þessum spurn- ingum því það er ekkert einkamál seljenda og heil- brigðiseftirlits ef verslanir selja neytendum ósölu- hæfa matvöru á fullu verði. Ef staðreyndin er hins vegar sú að heilbrigð- iseftirlitið stendur sig ekki í stykkinu er ástæða til að kippa í taumana og sjá til þess að það gegni því hlut- verki sem því er ætlað. Þrefalt kerfi i gangi Raunar verður ekki bet- ur séð en það sé í gangi þre- falt kerfi til að hafa eftirlit með að verslanir standi sig í stykkinu og þó er kerfið mun margþættara ef allt er talið. Heilbrigðiseftirlitið á væntanlega að sjá til þess að ekki sé til sölu varningur sem ógni lífi og heilsu kaupenda. Verðlagsstofn- un kannar svo verð á ýms- um vöruflokkum í hinum og, þessum verslunum og birt'ir niðurstöður opinber- lega en tekur fram að ekki sé um neinn gæðasaman- burð að ræða. Svo koma Neytendasamtökin og kanna bæði verð og gæði og senda fjölmiðlum nið- urstöður til birtingar. Má því ætla að talsverður tími og fyrirhöfn fari í allar þessar kannanir og spurn- ing hvort ekki mætti sam- ræma vinnu þessara aðila betur án þess að það verði til að draga úr þessari bráð- nauðsynlegu upplýsinga- þjónustu. Þá er ekki síður nauð- synlegt að málum sé fylgt eftir þegar nauðsyn krefur. Fyrir skömmu urðu til dæmis miklar umræður um verð og gæði skinku í kjölfar könnunar sem sýndi að þar mætti ýmis- legt betur fara í framleiðsl- unni svo ekki sé meira sagt. Síðan hefur ekki heyrst múkk um málið. Hafa „Gerir ekki heiibrigðiseftirlitiö könnun á gerlafjölda í hakki og kjötfarsi meö reglubundnu millibili jafnt hjá selj- endum sem framleiöendum?" spyr Sæmundur Guðvins- son m.a. i grein sinni. framleiðendur á skinku gert einhverjar breytingar til bóta eða halda þeir sínu striki eftir að storminn hef- ur lægt. Og verður reglu- lega fylgst með gerlafjölda í hakki og farsi hér eftir, eða höldum við áfram að kaupa ósöluhæfa vöru? Hvað með nautahakkið? Er það enn svo að í því sé talsvert af kinda- eða svínakjöti? Það er ekki bara það að neytendur eigi rétt á að fylgjast með hvort gagnrýni Neytendasam- takanna beri árangur held- ur er það ekki síður sjálf- sagt að þeir verslunareig- endur eða framleiðendur sem verða fyrir barðinu á þessari gagnrýni fái tæki- færi til að sýna það og sanna hafi þeir brugðist við á réttan hátt og lagfært það sem miður fór. Ekkert val um___________ kartöflur Neysla á hvers kyns grænmeti og ávöxtum hef- ur stóraukist hér á landi og er það af hinu góða. í stór- mörkuðum er viða rúmt um þennan varning og kaupendur velja sjálfir epli, banana, kálhausa og þar fram eftir götunum eft- ir því sem hver kaupir hverju sinni. Þetta finnst öllum sjálfsagt mál enda eðlilegir viðskiptahtettir. En það er annað uppi á teningnum þegar kentur að kartöflum. Kartöflur eru ennþá seldar í pokum. Að vísu eru pokarnir gegnsæir að hluta og mér skilst að um ein- hverja flokkun sé að ræða. Ég hef hins vegar aldrei orðið var við annað en þetta væri allt saman sami grautur í sömu skál. í hverjum poka er blanda af misstórum kartöflum og sumar eru, góðar en aðrar vondar. í flestum nálægum lönd- um þar sem ég hef kíkt í matvörubúðir liggja kart- öflur frammi lausar í stór- um kössum og hver kaup- andi velur sér kartöflur eft- ir smekk og magni. Þetta þykir sjálfsagt mál og eng- um neytenda dytti í hug að láta skammta sér óséðar kartöflur í lokuðum pok- um. Þessu þarf að koma á hér á landi hið snarasta, enda kartöflur orðnar rán- dýrar en neysla á þeim jafnframt mjög mikil. Ég vil mælast til þess að neyt- endasamtökin taki þetta mál upp næst þegar þau komast í kartöflustuð þvi það virðist ólíklegt að framleiðendur eða seljend- ur breyti þessu að eigin frumkvæði. ÞANKAB A ÞRIÐJUDEGI AÐ TAKA KAPÍTALISMANN Alþýöuhagfræðin sem eru fræði notagildis- ins á kostnað skiptagildisins er á hröðu undan- haldi fyrir markaðshagfræðinni. En þar með glatast einnig samfélagsleg ábyrgð sem fylgir verðmætaskilningi alþýðuhagfræðinnar. ALVARLEGA „Á Islandi er mikill óplægður akur í hármál- um.“ Fyrir rúmum áratug kom hingað til lands franskur hárgreiðslumeist- ari og eftir honum var höfð þessi gullvæga setning, annað hvort í Dagblaðinu eða Vísi. Nú veit ég ekki hvort Frakkinn var svona líkingaglaður eða að skáldgáfan var blaða- mannsipsý Aftur á móti hefur "‘Érakkinn reynst sannspár, á síðustu tíu til fimmtán árum hefur mikið verið „plægt“ á hársvið- inu. Hárgreiðslustéttin er orðin fjölmenn og hefur myndað sinn eigin heim. Árlega er haldin sam- keppni á stærsta veitinga- stað Reykjavikur og sigur- vegararnir hafa staðið sig vel á samsvarandi uppá- komum erlendis. Sem þýð- ir að við þurfum ekki að skammast okkar fyrir okk- ar fólk. Akurinn hefur tekið við sér eins og nýlegar tölur sýna. Framhaldsskólar nota tæp 10% af kvöld- vinnutekjum sínum til hár- snyrtingar og fer sú upp- hæð sjálfsagt vaxandi. Þörfin er sem sagt til stáð- ar. Fullyrðing Frakkans er mér þó fyrst og fremst minnisstæð vegna þess að hún setur spurningarmer'ki við eina af grundvallarfor- sendum hagfræðinnar: Getum við lifað af því að klippa hárið hvort á öðru? Jöfnuður milli öflunar og eyðslu Þjóðhagfræðin hefur losað sig við þessa óþægi- legu spurningu með frum- spekilegum hringrökum eins og Joan Robinson bendir á í klassískri bók sinni um heimspeki hag- fræðinnar: „Notagildi er sá eiginleiki vörunnar sem fær fólk til að kaupa hana og sú staðreynd að fólk kaupir vöruna sýnir að hún hefur notagildi." Nýverið rakst ég á þessa sömu full- yrðingu í grein í Fjármála- tíðindum: „Eini efnahags- legi mælikvarðinn á mikil- vægi atvinnustarfsemi er hvort hún skilar hagnaði af rekstrinum í frjálsri sam- keppni eða ekki.“ Reyndar myndi sérhver hagfræðingur sem halda vill prófskírteininu bjarga sér út úr klemmunni með því að bæta við að helstu þjóðhagsstærðir verði að ganga upp. ísland er sjálf- stætt hagkerfi þó opið sé og þess vegna verður að veia jöfnuður á milli þess sem við öflum og þess sem við eyðurn. Erindrekar þjóðarbúsins mega ekki taka erlend lán nema ,áð þeir hafi nokkra vissu fyrir því að fjármagnið sé notað þannig að það standi undir endurgreiðslum og vöxt- um. Nokkuð senr virðist erfiðleikum bundið ef marka má skuldastöðu okkar. Frumspeki þjóðhag- fræðinnar; það skiptir ekki máli til hvers hlutirnir eru gerðir heldur hvort hægt er að selja þá á markaði (helst með hagnaði), gengur þvert á þá alþýðuhagfræði sem við höfum flest alist upp við. Jónas og_______________ kapitalisminn Jónas frá Hriflu sem neitaði að taka kapítalism- ann alvarlega (kapítalism- inn er eins og síldin, gerir rnenn sjóðríka og tekur síðan allt til baka þegar hún hverfur) er verðugur fulltrúi alþýðuhagfræð- innar. Jónas taldi mikil- vægast af öllu að fást við eitthvað nýtilegt. Hann tók dæmi úr Skagafirðinum. Heimasætan var aðgerðar- laus yfir vetrarmánuðina og í stað þess að sitja með hendur í skauti prjónaði hún vettlinga og annað nýtilegt. Síðan breyttust nytjahlutirnir í útflutn- ingsvöru. Jónas notaði þessi rök á verkalýðshreyf- inguna sem krafðist lög- bindingar á lágmarkslaun, bæði í garnadeilunni og verkfallinu á Siglufirði. Er ekki betra að menn smíði sildartunnur hér heldur en að þær séu fluttar inn til- búnar frá Noregi á meðan verkamennirnir ganga um atvinnulausir? Svar þjóðhagfræðinnar er framleiðni: Ef við erum ósamkeppnisfær eigurn við að bæta okkur, ef okkur tekst ekki að bæta okkur eigum við að snúa okkur að þeini sviðum sem við stöndumst samkeppnina. Að öðrum kosti verðum við undir í lífsgæðakapp- hlaupinu blessuðu. Vinnutimi og____________ afköst vinnu Hagskilningur okkar hefur fram á síðustu ár ver- ið skildari alþýðuhagfræð- inni en viðurkenndri mark- aðshagfræði. Á ísafirði var alveg á hreinu hverjir unnu og hverjir ekki. Þeir sem afla verðmæta vinna og hinir eyða þeim. Þeir eru milliliðir. Ég er hræddur um að hárgreiðslufólkið sé í síðari hópnum. Þessi hag- skilningur er þó langt í frá misskilningur heldur svar- ar til ákveðins veruleika. Á íslandi cr það vinnu- tíminn sem gildir, fremur en afköst eða virði vinn- unnar. Þegar vel árar græð- um við stórlega á því að vera á undan verðbólgunni að losa okkur við pening- ana. Þegar illa árar dregur verðbólgan úr mestu sár- indunum við launalækk- unina og svar okkar er að vinna meira, mér liggur við að segja ad absurdufn. Þetta er vinnuhagfræði, ekki markaðshagfræði. Allt frá striðslokunr hefur fólk sjaldnast haft hug- mynd um hvorum megin það var við núllið, bæði sem forsvarar atvinnu- reksturs og sem einstakl- ingar. Alþýðuhagfræði er fræði notagildisins á kostnað skiptagildisins. Þorskurog______________ hárklipperi Þetta er að breytast. Blá- kaldur veruleikinn er að kenna okkur að reikna; Ef við eigum ekki fyrir skuld- um þá... Við erum öll að læra á veruleika markaðar- ins. Meira að segja bænd- urnir hans Jónasar eru að mestu hættir við vettling- ana og þeir hafa lært nógu mikið í hagfræði til að drekka ekki eigin mjólk fyrr en hún hefur farið í niðurgreiðslumeðferð hjá mjólkurbúunum. Lögmál markaðarins gilda og allt það er vinna sem hægt er að breyta í vöru sem selst á viðunandi verði. Aftur á móti er mér eftirsjá í þeirri samfélags- legu ábyrgð sem fylgir verðmætaskilningi alþýðu- hagfræðinnar. Án þorsks- ins ekkert hárklipperí. Alla vega enn sem komið er. „Hagskilningur okkar hefur fram á siðustu ár verið skildari alþýðuhagfræðinni en viðurkenndri markaðshagfræði," segir Örn D. Jónsson m.a. í umfjöllun sinni um ýmsa fleti á þjóðhagfræði og bendir á að Jónas frá Hriilu hafi verið vrðugur fulltrúi alþýðuhagfræðinnar og neitað að taka kapítalismann alvarlega. \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.