Alþýðublaðið - 18.04.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.04.1989, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 18. apríl 1989 Albýðublaðið heimsœkir Ferðamálaráð í Frankfurt Siminn rauðglóandi — og allir að spyrja um ísland Skammt frá aðalverslunargötunni, Zeit, í Frankfurt er skrifstofa Ferðamálaráðs íslands, í látlausu húsi uppi á þriðju hæð. Hún er ekki stór, aðeins tvö fremur lítil her- bergi með útsýni yfir í bakhlið næsta húss, sem er stór- verslunin Hertie. petta gefur sannarlega ekki rétta mynd af þeirri umfangsmiklu starfsemi sem þarna fer fram. TEXTI OG MYND: HJALTI JÓN SVEINSSON Rcett við Dieter Wendler-Jóhannsson sem selt hefur íslandsferðir í aldarfjórðung Þaö sem fyrst ber fyrir augu, þegar blaðamaður stígur inn fyrir þröskuldinn, er maður einn sem bjástrar við böggul. Hann reynist vera önnum kafinn við að pakka inn bæklingum ásamt kvik- myndaspólu. „Gjörðu svo vel, gangtu inn fyr- ir. Aðstoðarstúlkan mín er í fríi, hún skrapp til íslands til þess að heimsækja nokkra bændur vestur á Snæfellsnesi,“ segir pökkunar- maðurinn á reiprennandi ís- lensku. Þetta reyndist vera for- stöðumaður skrifstofu Ferða- málaráðs í Þýskalandi, Dieter Wandler-Jóhannsson. „Fyrir um klukkustundu var hringt hingað og ég beðinn um að senda þessi gögn í pósti til Heil- bronn,“ hélt hann áfram. „Síðan ég hóf að taka þau saman hef ég þurft að fara átján sinnum í sím- ann og svara hvers konar fyrir- spurnum um land og þjóð. Við vinnum bara tvö hérna og þegar annað okkar fer í frí þá verður það sem eftir er að reyna að hlaupa í skarðið fyrir hitt,“ segir Dieter og virðist hafa heldur nauman tíma eins og sakir standa til að sinna forvitnum blaða- manni heiman frá íslandi. Hann er spurður að því hvers vegna ekki sé ráðið fleira starfs- fólk úr því umsvifin séu svona mikil. Hann segir að það hafi lengi staðið til, en fyrirtækið sé bara svo fátækt. „Þetta árið fáum við ekki nema lítið brot af þeirri upphæð sem okkur ber sam- kvæmt fjárlögum, þessi nýja rík- isstjórn er alveg sérlega fátæk.“ Dieter, eða Gunnar Jóhanns- son eins og hann heitir reynar á ís- lensku, hefur nú lokið við að ganga frá pakkanum. Hann býð- ur blaðamanni inn á skrifstofu sína og síðan í kaffi. Síminn hringir látlaust. Dieter er varla fyrr sestur en þetta annars ágæta tæki glymur á nýjan leik. „Hér er alltaf mikill erill og fyrir kemur að við afgreiðum yfir eitthundrað fyrirspurnir á dag. Þær eru oftast frá forvitnu fólki sem hyggst ferð- ast til íslands á næstunni. Flestum sendum við gögn um land og þjóð og daglega fer frá okkur fjöldi slíkra sendinga,“ segir Dieter þeg- ar hann er sestur við borðið enn einu sinni. „Forstjóri á ekki að þurfa að sleikja frímerki og svara í símann allan daginn,“ bætir hann við heldur pirraður á því að vera truflaður sýknt og heilagt. Hvers vegna talar þessi maður annars svona góða íslensku? Eftir því sem blaðamaður hafði komist að einhverntímann, er Dieter bor- inn og barnfæddur í Þýskalandi, reyndar í norðurhlutanum eða í Schleswig Holstein. Hann er spurður um liðna tíð. „Ég fór til háskólanáms í Heid- elberg á sínum tíma. Þar lagði ég stund á þýsku, ensku og íþrótta- fræði. Þar kynntist ég konunni minni, sem var líka í þýskudeild- inni, Soffíu Thors. Ég fékk brenn- andi áhuga á því máli sem hún tal- aði og ekki síður heimalandi hennar, íslandi. Að námi loknu fluttum við þangað og bjuggum þar um skeið.“ Dieter hefur náð góðum tökum á íslenskunni, hann talar hana svo skýrt og rétt að varla heyrist á mæli hans að hann sé útlending- ur. Hann notar til dæmis erfið orðatiltæki sem virðast vera hon- um afar töm. Síminn hringir enn á ný og Dieter þýtur upp frá borðinu. A línunni er einhver sem vill fá allt að vita um skipaferðir til íslands í sumar. Starfsmaður Ferðamála- ráðs kann greinilega áætlun Eim- skips og Norrænu utanbókar, hann romsar þeim út úr sér og kveður síðan viðkomandi með óskum um ánægjulegt sumarfrí þar nyrðra. Árin 3 orðin 24________________ Á veggjum skrifstofunnar hanga alls konar plaköt og ljós- myndir frá íslandi. í hillum og á borðum má sjá ýmiss konar minjagripi. Athygli vekja líkön af flugvélum og fánar flugfélaganna fyrrverandi — Flugfélags íslands og Loftleiða. Dieter er spurður hvernig' tengsl hans hafi verið forðum við hið fyrrnefnda. — Hann kveðst hafa starfað sem yf- irmaður skrifstofu Flugfélagsins í Frankfurt frá 1965, eða allt frá því að hún var opnuð, og fram að sameiningu félaganna ’73. „Ég sótti um þessa stöðu þegar hún var auglýst, okkur hjónunum þótti þetta fjári spennandi. Hún var veitt til þriggja ára og við ætl- uðum okkur ekki að vera lengur hér úti. Þegar tíminn var liðinn sótti ég samt um framlengingu og hér erum við enn þann dag í dag. Strákarnir okkar tveir voru komnir vel af stað í skóla og við kunnum líka ákaflega vel við okk- ur hér í Frankfurt." Eftir sameininguna var Dieter gerður að sölustjóra íslandsferða í Þýskalandi. Síðustu fjögur árin sem hann vann fyrir Flugleiðir var hann sölustjóri í Suður-Þýska- landi bæði fyrir flug til Banda- ríkjanna og íslands — en árið 1985 hóf hann störf hjá Ferða- málaráði í Frankfurt. „Reyndar hef ég frá upphafi unnið við það að gera ísland að- laðandi fyrir útlendinga og fá þá til þess að bregða undir sig betri fætinum þangað. Áður fyrr seldi ég ferðirnar beint en nú njóta flugfélögin og aðrir á þessu sviði góðs af þeirri kynningu sem við innum af hendi hér.“ Umdæmi Dieters er afar stórt og nær yfir lungann af Evrópu. Hann er í stöðugu sambandi við umboðsmenn Ferðamálaráðs sem eru í París, Luxembourg, Zúrich og Amsterdam. Hann heimsækir þá reglulega auk þess sem hann reynir að ieggja þeim lið á sem flestan hátt. Ítalía og Spánn________________ bætast i hópinn________________ „Og nú er Ítalía að bætast i hópinn eftir að Arnarflug fór að fljúga til Mílanó. ítalarnir eru þegar farnir að sýna íslandi mik- inn áhuga og ég held að þar sé að opnast sterkur og mikilvægur markaður. Margt bendir til þess að Spánverjar bætist einnig innan tíðar í þennan hóp. Gallinn er hins vegar sá að við höfum svo lítið bolmagn til þess að auka starf- semi okkar. Við höfum til dæmis ekki haft efni á því að útbúa bæklinga á ítölsku, sem er mjög mikilvægt, því ítalir tala ekkert annað tungumál en sitt eigið. Sama er upp á teningnum í Hol- landi, við höfum heldur ekki get- að prentað bæklinga á hollensku, sem er orðið mjög brýnt,“ Dieter er orðið mikið niðri fyr- ir. Hann verður að gera hlé á máli sínu öðru hverju ýmist til þess að geta svarað í símann eða sinna fólki sem rekur inn nefið til að fá upplýsingar af ýmsu tagi. Reynt er að koma málum þannig fyrir að aðstoðarstúlkan taki sér ekki frí nema þegar Dieter getur sinnt skrifstofunni allan daginn. Hann er nefnilega á ferð og flugi árið um kring. Hann sækir ferðamála- ráðstefnur og -sýningar um alla Evrópu til þess að koma fram fyr- ir íslands hönd. Hann þarf einnig að ferðast mikið til þess að halda fyrirlestra og sýna kvikmyndir um land og þjóð. Hann bendir blaða- manni á dagatalið sem hangir uppi á vegg, við liggur að hver ein- asti dagur sé bókaður annaðhvort í Frankfurt eða öðrum borgum Evrópu. Hann kveðst óska þess að hafa að minnsta kosti helmingi meiri tíma til ráðstöfunar. Tiu þúsund fyrirspurnir „Þetta geysilega fjársvelti, eins og þetta árið, seetur okkur stólinn fyrir dyrnar. Við getum ekki sinnt nema Iitlu broti af öllu því sem við þyrftum að gera og þetta kemur náttúrlega algjörlega í veg fyrir að starfsfólki verði fjölgað, þó ekki væri nema um einn haus. Kynn- ingarstarfið er líka mjög dýrt og það er leiðinlegt hvað við þurfum að vera nísk á bæklingana okkar á hinum fjölmörgu sýningum sem við sækjum ár hvert, prenta þyrfti miklu fleiri — en allt kostar þetta peninga. Sjáðu til, — eftir auglýs- ingaherferð, sem við tókum þátt í á fyrra ári ásamt hinum Norður- landaþjóðunum, bárust okkur 10.000 fyrirspurnir í pósti. Öllum þurftum við auðvitað að svara og það gerum við ætíð með því að senda öllum aðalbæklinginn okk- ar ásamt öðrum gögnum. Hvert eintak hans kostar tæpar 60 krón- ur í framleiðslu auk þess sem sendingarkostnaðurinn er um 40 krónur. — Þetta er engin smáræð- is kostnaður! Við verðum að gera okkur grein fyrir því að til þess að halda dampi í íslenskum ferðaiðn- aði þá þarf fyrst að vinna gífur- legt kynningarstarf á erlendri grund, — þetta gerist ekki af sjálfu sér.“ Aðspurður um hvort þetta árið megi vænta fjörkipps að þessu leyti, segir hann að svo sé. Annars vegar sé um það að ræða að skrif- stofan hafi fengið svolitla auka- fjárveitingu til auglýsinga og auk þess virðist sem sýning sjónvarps- þáttanna um Nonna og Manna í Þýskalandi um jólin hafi vakið áhuga fjölmargra á íslandi. Skyldi einhver ákveðinn hópur Þjóðverja hafa áhuga á skerinu góða norður við ysta haf? „Næstum allir þeir sem hringja og skrifa vilja komast undir bert og hreint loft. Nefna má áhuga- fólk um gönguferðir, hestaferðir, hjólreiðar, fjallgöngur og útilíf í öllum myndum. Þetta árið hafa okkur borist sérstaklega margar fyrirspurnir um hestaferðir og má það vafalaust þakka Nonna og Manna-þáttunum,“ segir Dieter sem þykir greinilega vænt um þessa þróun. Hann og Soffía kona hans eru nefnilega áhuga- fólk um hestamennsku og hyggj- ast meira að segja fara ríðandi að Fjallabaki næsta sumar. ísland litið hornauga_________ En hverjir selja ferðir til íslands auk flugfélaganna tveggja, Flug- leiða og Arnarflugs? „í Þýskalandi eru í kringum 50 svokallaðir ferðaheildsalar sem á einn eða annan hátt sérhæfa sig í þessu. Einn af þeim stærstu er „Island Tours“ í Hamborg, sem er rekinn af Ómari Benediktssyni og félögum. Ég held að þeir hafi sent eina þúsund Þjóðverja til Islands á síðasta ári. Nú, svo geta náttúr- lega allar almennar ferðaskrif- stofur hér selt þessar ferðir, — en þær eru bara ekkert áfjáðar í það,“ segir Dieter og sér að það kom spurnarsvipur á andlit blaðamanns. „Sjáðu til,“ segir hann, „í gær hringdi til dæntis maður frá einni ferðaskrifstofunni hérna í Frank- furt. Hann sagði að hjá sér hefði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.