Alþýðublaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. maí 1989 Nútímaþjóðfélagið virðist einhvern veginn ekki hafa pláss fyrir reglulegar máltíðir, hádegismatur heima fyrir — fugl dagsins í útvarpinu og síðasta lag fyrir fréttir — heyrir sögunni til og til er kynslóð í landinu sem ekkert kannast við þessi fyrirbrigði. Stöðugt hærra og hærra hlutfall matarins kemur af skyndibitastöðum og úr sjoppum sem yfirleitt bjóða ekki upp á ýkja hollt fæði. Börnin fá ekkert að borða í skólanum meðan foreldrarnir fá kannski nóg á sínum vinnustað. Kvöldmáltíðin líður fyrir kunnáttuleysi — hver hefur tíma til að setja sig inn í matargerð með öllu öðru, kaupa allt hráefnið sem þarf þegar þúsund rnanns eru í stórmarkaðinum. Helgarmáltíðirnar hver annarri lík. drykkjar var mjólk og mysa. Hið sania helst á 19du öldinni, a.m.k. framan af en þegar líða tekur á öld- ina verða nokkrar breytingar á fæðusamsetningu. Um miðja 19du öld verður kart- öflunotkun alrnenn og á fyrstu ár- um aldarinnar eykst mjólkurfram- leiðsla á ný. Kartöfluræktun hafði reyndar hafist um miðja 18du öld- ina, um svipað leyti hófst innflutn- ingur á kaffi, te og sykri en mörg mörg ár liðu þar til þessar vörur urðu neysluvörur almennings. í stað harðfisksins, sem hafði verið uppistaðan i fæðunni á 18du öldinni kom utn þá miðja 19du soð- inn fiskur, nýr eða saltaður. Brauð ið birtist líka til sögunnar í auknum mæli sem almenn fæða. Það fylgir hinsvegar böggull skammrifi því um leið verða tannsjúkdómar al- gengari en áður. Einnig kemur til sögunnar eitthvert grænmeti, gul- rófur, næpur og kartöflur. Kaffi- og sykurneysla eykst ásamt kökum og brauði sem er bakað úr finmöl- uðu hveiti. Neysluvenjur_________________ nútima íslendinga — Söluskálarnir taka völdin Anna gerir grein fyrir nokkrum neyslukönnunum á öldinni. Sú hin fyrsta veigamikla var gerð á árun- um fyrir 1940. í henni voru valin 65 barnmörg heimili, bæði í kaupstöð- um og sveitum og samanburður sýnir að fæðusamsetningin hefur verið ólík í sveit og bæ. T.d. má nefna að í kaupstöðum var til jafn- aðar 46.5% fæðunnar úr dýrarík- inu en mun meira i sveitum, eða 58°7o. Mikil breyting hafði þar með orðið frá því sem áður tíðkaðist hér á landi, því fram eftir öllum öldum var dýrafæðið yfirgnæfandi. Á ofanverðum 8da áratugnum var gerð neyslukönnun á mataræði skólabarna í Reykjavík á vegum Manneldisráðs og voru niðurstöð- urnar notaðar til samanburðar við könnun sem gerð var 1938 á mata- ræði nokkurra skólabarna í Reykjavík og á Vestfjörðum. Samanburðurinn leiddi í ljós að heildarneysla fisks- og brauðmetis hafði minnkað um 30% frá árinu 1938. Kjötneysla hafði heldur auk- ist. Sykurneysla hafði aukist gífur- lega á þessum fjörutíu árum, aðal- lega vegna þess að neysla sælgætis, sætabrauðs og gosdrykkja hafði aukist og samsvaraði árið 1978 um 1/4 af heildarneyslunni. Árið 1938 var hún hinsvegar 5%, eða 1/20. Grænmetis, ávaxta- og mjólkur- neysla hafði aukist mikið en á hinn bóginn var fæðan rýr af járni, D-vitamíni og B-vítamíni. Allt að fjórðungur daglegrar neyslu kemur frá söluskálum, enda eru söluskálar á þessum tíma orðnir ein helsta dreifingarstöð matvæla. Samnorræn manneldismarkmió —___________ íslendingar standa sig ekki Árin 1979 og 1980 gerði Mann- eldisráð aðra könnun þar sem 202 fjölskyldur lentu í úrtaki, flestir launþegar víðsvegar um landið. Niðurstöður þeirrar könnunar voru bornar saman við þau markmið sem Samnorrænt manneldisráð hafði sett fyrir Norðurlöndin. Þar sést — og kemur víst fæstum á óvart — að þegar orkuefnahlutföll er skoðuð, annarsvegar hjá íslend- ingum, hinsvegár miðað við sam- norræn manneldismarkmið stönd- umst við í fæstum tilfellum prófið. Ekki er ætlast til þess að sykur fari yfir 10%. Hjá íslendingum var meðaltalið hinsvegar upp á 19%. Önnur kolvetni eiga að vigta milli 40 og 50%. Hjá íslendingum vega þau hinsvegar ekki nema 24%. Fit- an á ekki að fara yfir 35%, sam- kvæmt samnorrænu manneldis- markmiðunum, ætti reyndar að fara niður í 30%. íslendingar eru nokkuð yfir eða í um og yfir 40%. Eina sem íslendingar geta státað sig af er að hvíta (prótein) er hærra hlutfal! en ætlast er til, um 16% á móti 10-15% sem er markmiðið. Enda er að þvi stefnt að íslendingar viðhaldi hvítuneyslu, auki aðra kó- lesterólneyslu en sykurneyslu sem á að draga úr, likt og fituneyslunni. Mataræði og sjukdómar — Minnkar grænmeti áhættu á sumum gerðum krabbameins í grein sem Ólafur Ólafsson, landlæknir, skrifar í fylgirit þings- ályktunartillögunar sem minnst var á í upphafi ræðir hann nt.a. unt santhengi sjúkdóma og þeirrar fæðu sem við neytum. Þar segir hann m.a.: „Sumir telja að fæðan sé orsakavaldur í 10% krabbameins- tilfella, en aðrir allt að 70%.“ Varðandi brjóstakrabbamein segir Ólafur að tilgáta um að græn- meti geti dregið úr áhættu hafi öðl- ast nokkra tiltrú og um maga- krabbamein segir hann að flestir telji að bættar geymsluaðferðir og aukin neysla ferskari fæðu hafi valdið lækkun á tiðni magakrabba- meins. Ennfremur bendir Ólafur á að trefjarík fæða geti dregið úr tíðni þarmakrabbameins. Hér er þó í flestum tilfellum ein- ungis um tilgátur að ræða sem ekki eru sannaðar og skal það undir- strikað hér eins og landlæknir gerir reyndar margoft í grein sinni. Hann segir samt: ,,Ef til vill má draga úr tíðni vissra krabbameina með því að minnka neyslu á fituríkum fæðutegundum." Það er því unt- hugsunarefni, hvað sem öðru líður, að miðað við þær kannanir sem hér hafa verið gerðar þá virðast íslend- ingar neyta þeirra fæðutegunda í ol' miklum mæli sem hugsanlega eru frekar til að örva krabbamein en halda aftur af því. Viltu ftytjainn ágúðn verdi? M/S ísberg — 7. starfsár. Hagstæð farmgjöld sem þola samanburð Frá Englandi, Hollandi og Danmörku. 20 feta gámar £ 888 / NLG 3300 / DKK 10.800. 40 feta gámar £ 1222 / NLG 4400 / DKK 14.400. Aðrar einingar: Á pölium pr. 1000 kg, £ 77 / NLG 277 / DKK 936. Á pöllum pr. cbm £ 37 / NLG / 133 / DKK 450. Fólksbíiar: Verð frá 16.000 ísl. kr. Sérstök kjör fyrir búferlaflutninga. Sama flutningpgjald óháð vörutegund. SKIPAFÉLAGIÐ OK hf. Óseyrarbraut 14b, 220 Hafnarfjörður, sími 91-651622 ) FI.JÓTT • FLJÓTT - AltCLfSINCASMIOJA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.