Alþýðublaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 20. maí 1989 FRÉTTASKÝRING EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON ,,Þad er líklegt að nú séu timamót í hlutverkagreiníngu kennara, gamalt starfsform sé að hníga til viðar en ný hlut- verkagreining að renna upp. Þessum umskiptum fylgir ör- yggisleysi: Margir kennarar og skólastjórar, foreldrar og fulltrúar stjórnvalda líta um öxl, minnast virtra kennara með tiltölulega fábreytt hlutverk og finnst minna til sam- tímans koma, þar sem yngri kennarar rækja margbrotið hlutverk við erfiðar aðstæður stórra þéttbýlisskóla með óljósar kröfur: Nýja kennslufræði, nýjar gerðir námsefnis, nýja tegund námsmats, ný vinnuskilyrði, nýjar lagalegar og stjórnunarlegar skyldur, nýjar kröfur nemenda sem al- ist hafa upp við nýja og agalausa aldarhætti.“ Menntakerfið: Skólastjóri Kennari Nemandi Breytt þjóðfélag Breyttar áherslur Breyttur skóli Svo skrifar Dr. Wolfgang Edei- stein í greininni Tvenns konar bernska sem birtist m.a. í bók hans Skóli, nám, samfélag. Fjárskortur eða ekki I frægri skýrslu sem Efnahags- og framfarastofnunin í París gerði um íslenska skólakerfið kom fram ýmislegt um skólakerfið sem ekki er ýkja góður vitnisburður ís- lendingum. Það sem hinsvegar er mest áberandi í skýrslunni er skoðun þeirra sem hana gerðu á því að íslenskar skólastofnanir búi við gríðarlegan fjárskort sem í raun og veru standi öllu fyrir þrifum. Fram kemur að skortur á námsgögnum, bókum og öðru kemur til af smæð þjóðfélagsins annarsvegar, og fjárskorti hins- vegar. Eitthvað sem allir íslend- ingar þekkja- íslenski markaður- inn ber ekki framleiðslukostnað vörunnar. í þessari skýrslu er reyndar sama hvar litið er, alls- staðar komast höfundar hennar að þeirri niðurstöðu að fé skorti í skólastarfið, að kennararnir vinni of mikið, ekki sé nægileg virðing borin fyrir starfi þeirra, að engin eiginleg stefna sé til í skólamálum. María Sólveig Héðinsdóttir sagði sína skoðun að ekki væri rétt að búast við meiri fjármunum inn í skólakerfið í næstu framtíð. „Ég sé ekkert sem bendir til þess að ríkið geti sett meiri peninga inn í skólakerfið á næstu árum, en það gerir í dag. Það er fjarstæðu- kennt að halda það.“ Leggja þyrfti áherslu á að nýta betur það fé setíl þó kæmi inn í skólana. Það þýddi m.a. að skólastjórnendur fengju meira fjárhagslegt sjálf- stæði innan sinna skóla og starfs- lið skólanna gæti ráðstafað því fé sem til væri meira eftir eigin höfði. „Ef einhver skóli þarf svo til ekkert fé í viðhald, væri réttast að hann gæti nýtt það fé til ann- ars, til einhvers sem kæmi nem- endum að gagni að mati skólans. Núna er það þannig að ef við- haldskostnaður er lítill, þá kemur það fé ekki inn í skólana. Ég er al- veg viss um að ef hver og einn skólastjóri fengi þá fjárhæð í hendur sem veitt er til að reka hans skóla, sæi hann ákveðna möguleika á að verja þeim betur en gert er.“ Stefna í stefnuleysi Það er stundum sagt að í menn- ingarmálum hafi enginn íslenskur stjórnmálaflokkur mótaða stefnu. Sumir segja reyndar að það sé stefna í sjálfu sér að hafa enga stefnu og framkvæma eftir hendinni hverju sinni. Kannski má hið sama segja um skólamál- in. Menn sem Alþýðublaðið ræddi við voru sammála um að stefnan væri í raun engin, eða a.m.k. mjög óljós. Engin stefna er til um það hvernig bregðast eigi við breyttum þjóðfélagsaðstæð- um, menn hrópa á skólakerfið, að það bregðist við hinum og þessum vanda en draga um leið úr fjár- veitingum til þess. Kennarastarfið er annað en var - mun almennara að mörgu leyti- en mun sérhæfð- ara að öðru leyti. Krefst meiri þekkingar á manneskjum og öll- um þeirra kenjum heldur en fyrr þegar krakkar voru bældir og þögðu þegar þeim var sagt að gera það. Báru heldur ekki vandamál sín heima fyrir á torg og kennarar þekktu þau varla, þó þeir kæmu auga á einhverjar misfellur í skap- lyndi viðkomandi. Skólinn sem__________________ uppeldisstofnun Dr. Wolfgang Edelstein ræðir þetta atriði í grein sinni Náms- verksmiðja eða uppeldisskóli, og segir þar m.a.: „Skólinn er jafn mikilvægur veruleiki fyrir þá sem sækja hann og starfsheimurinn er fullorðnum. Hvort sem mönnum Iíkar betur eða verr hefur nútíma- þjóðfélagið skipt uppeldishlut- verkinu milli heimila og skóla á nýjan veg. Skólinn hefur fengið í sinn hlut bæði djúptækar breyt- ingar á hefðubundnu kennslu- og matshlutverki sínu og ný uppeld- is- og félagsmótunarhlutverk. Skólinn hefur enn ekki ræktað með sér vitund um það að ungl- ingar eiga ekki í mörg önnur hús að venda með mörg mikilvægustu vandamál uppvaxtaráranna. Eigi skólinn að vera í stakk búinn til að rækja margslungið og mótsagna- kennt uppeldishlutverk sitt í þágu umbjóðenda sinna allra verða faglærðir starfsmenn hans að láta sigjrróun hans einvherju varða.“ Utfrá þessu spyrja menn sig hvort kennaramenntunin hafi breyst til samræmis við þessar staðreyndir sem Dr. Edelstein nefnir. Hvort það sé yfirhöfuð hægt fyrir kennara að vera inn í þessu öllu? Hvort nokkur mennt- un geti í sjálfu sér undirbúið hann fyrir slíka vinnu? Jónas Pálsson, rektor KÍ: „Það er alveg hárrétt að oft þegar ein- hver vandamál koma upp í þjóð- félaginu þá krefjast margir þess að þessi vandamál, kannski tilfall- andi, verði tekin upp sem sér kennsluefni. Við teljum að við sé- um með margt af þessum efnum og þau komi á eðlilegan hátt inn í námsskrá kennaranámsins og mörg þeirra víðar en á einum stað. Ég nefni t.d. fíkniefnamál og kyn- fræðslu sem koma inn í marga námsáfanga. Sömuleiðis eyðnina sem er skylt fíkniefnavandanum. Hér hafa verið starfandi nefndir sem hafa séð til þess að um þessi mál væri fjallað eftir því sem efni og aðstæður leyfa og ég held ég megi segja að við séum okkur nokkuð vel meðvituð um þetta og gerum nokkuð vel í þessum mál- um. Það er þannig að erfið per- sónuleg og félagsleg vandamál koma í auknum mæli inn i skól- ana og við höfum verið að reyna að gera kennaraefnum þau Ijós í auknum mæli. En auðvitað þarf alltaf að gera betur. Okkur er hinsvegar fullljóst að þessi al- menni menntunarþáttur í hæfni kennarans verður stöðugt mikil- vægari. Vissulega hlýtur starf kennar- ans að vera uppeldisstarf en upp- eldisþátturinn er allt að því farinn að ganga úr hófi fram miðað við menntun og starfskjör kennara. Menn hljóta að spyrja sig hve lengi kennari geti tekið við málum sem eiga í raun að vera í umsjá foreldra og aðstandenda barns- ins.“ Einsetinn skóli______________ er svarið Yfirvöld hafa ekki brugðist við þessum breytingum. Enn er skól- inn tvísetinn og því fer fjarri að menn innan skólakerfisins, sem Alþýðublaðið ræddi við, geri sér háar vonir um að svo verði í ná- inni framtíð. Það er hinsvegar eitt af helstu baráttumálum þeirra sem vilja að skólinn geti tekið við ýmiss konar þjóðfélagsumræðu og tilfallandi vandamálum. Ein- setinn skóli þýðir að hægt er að sinna betur þörfum hvers og eins, skólinn verður vinnustaður nem- enda meiri partinn úr deginum. Um leið þýðir þetta sveigjanlegri stefnu. María Sólveig Héðins- dóttir, annar aðstandenda Tjarn- arskólans, segir ástæðuna fyrir stofnun skólans hafa verið þá að grunnskólinn hafi ekki verið nægjanlega sveigjanlegur: „Okk- ur fannst þetta stóra grunnskóla- kerfi afskaplega þungt í vöfum. Það eru auðvitað margar góðar hugmyndir í gangi, bæði hjá kennurum og foreldrum en það var erfitt að hrinda þeim í fram- kvæmd. í skólunum er allt kvóta- bundið, rígneglt niður, allir skólar kenna jafn mikið af hverri náms- grein og engin þeirra hefur í raun neina sérstöðu. Við sáum með Tjarnarskólanum möguleika á að framkvæma fleiri af þeim hug- myndum sem við höfðum og það hefur gengið eftir.“ María sagði að henni virtist sem það fólk sem sækti um skóla- vist fyrir börn sín í Tjarnarskóla falaðist einkum eftir því að börn- in yrðu látin vinna meira, meiri agi væri á öllu starfinu og verk- efnin væru við hæfi hvers og eins. Tjarnarskóli er einsetinn og Mar- ía segir að þessvegna, sem og vegna þess hve skólinn er lítill, sé hægt að koma miklu betur til móts við þarfir hvers og eins nem- anda. En það er jú einmitt höfuð- markmið grunnskólalaganna, að koma til móts við þarfir hvers og eins nemanda. Grunnskólalögin eru hinsvegar, að mati þeirra skólamanna sem Alþýðublaðið ræddi við, besta dæmið í skóla- kerfinu um stefnu sem komst aldrei af pappírnum yfir í fram- kvæmdina. Óskipulag í________________ framhaldsskólum____________ Á meðan grunnskólakerfið hefur ekki verið nógu sveigjanlegt að margra mati, þá er ekki hægt að segja það sama um framhalds- skólann. Hann hefur gerbreyst á örfáum árum, hinir gömlu menntaskólar eru orðnir fáir og kannski raunverulega bara einn slíkur eftir. Fjölbrauta, eða áfangaskólarnir, eru allt annars eðlis en gömlu menntaskólarnir og stúdentsprófin eru orðin næst- um jafn margvíslega saman sett og stúdentarnir eru margir. Sumir skólamenn eru þeirrar skoðunar að stúdentsprófi hafi hrakað síð- an áfangaskólunum fjölgaði mjög mikið en um þetta eru afar deildar meiningar. Áfangakerfi hentar vel þeim nemendum sem eru tiltölulega vissir í því hvað þeir vilja. Á hinn bóginn getur það orðið dragbítur á þá sem eru afar óákveðnir. Þeir flækjast á milli greina án þess að nokkur heildar- mynd sé á námi þeirra. Jónas Pálsson, rektor KÍ: „Það er ljóst að framhaldsskólinn hefur breyst mjög ört á undanförnum árum. Þar hafa verið mjög jákvæð markmið í gangi en framkvæmd- in hefur ekki alltaf verið sem skyldi. Framhjá því verður víst ekki horft. En á þessu er að verða breyting, námsvísar eru að koma fyrir marga skóla sem verður væntanlega til bóta. Hitt er annað mál að stúdentsprófin og sam- setning þeirra er orðin mjög marg- vísleg. Menn geta komið inn með afar mismunandi kunnáttu fyrir utan þekkingarstigið sjálft og samsetningin getur leitt til þess að menn koma inn með mjög miklar veilur í grunngreinum sem eru mikilvægar fyrir okkur, t.d. tungumálum, íslensku og stærð- fræði. Það verður að segjast eins og er. Það eru margar veilur í kunnáttu sumra nemenda sem koma hér inn í skólann.“ Bændaþjóðfélagið___________ enn við lýði_______________ íslenskt skólakerfi er enn þann dag í dag miðað við tímatal bændaþjóðfélags sem löngu er gengið. Skólar hefjast að hausti þegar sumarverkum er lokið og þeim lýkur að vori þegar sauð- burður er í þann mund að hefjast. Reyndar er skólakerfið þarna undir sama hatti og t.d. Alþingi íslendinga, sem ætíð er leyst upp á sumrin. Spurning sem margir skólamenn spyrja sig er sú hvort hér sé ekki á ferðinni tíma- skekkja, hvort kröfur nútímans til menntunar séu ekki slíkar að til þess að mæta þeim verði að lengja skólaárið. María Héðinsdóttir benti á að með flestum öðrum þjóðum væri talið nauðsynlegt að börn eyddu meiri tíma í skólanum heldur en hér er. „Það er engin þjóð sem skammtar börnunum sínum jafn nauman tima og við. Á meðan raddir fólks, foreldra og annarra, hníga að því að það þurfi að lengja skólatímann þá er verið að skera niður hér. Nú verður skorið niður um 4*% í september og það þýðir að ekki verður hægt að ráða forfallakennara t.d. Ég held að allir sem vinna í skólum séu sammála því að spara allsstað- ar annarsstaðar en í því að láta heilu bekkina ganga kennara- lausa tíma og tíma í senn.“ Hjá flestum öðrum þjóðum út- skrifast stúdentar til að mynda 18 ára gamlir, hér eru þeir flestir orðnir tvítugir. Þeirri hugmynd skaut reyndar upp í nýafstöðnu verkfalli HÍK, að réttast væri að stefna að því að í framtíðinni að stúdentar yrðu útskrifaðir 18 ára. Á móti þessum röksemdum koma rök þess eðlis að það sé ómetan- legt að unglingar geti kynnst at- vinnulífinu af eigin raun. Þetta er þó auðvitað aðeins hægt í landi þar sem ekkert atvinnuleysi er og nú virðist sem horfi öðruvísi við, rniðað við oft áður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.