Alþýðublaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 4
4 þriðjudagur 18. júlí 1989 ÞANKAR Á ÞRIÐJUDEGI Brauðosturinn Brynjólfur Brauðosturinn íslenski meö rauðu vaxskorpunni er runninn undan rifjum Brynjólfs Sveinbergssonar mjólkur- bússtjóra á Hvammstanga sem fyrst markaðssetti ostinn fyrir u.þ.b. þrátíu árum. Órn D. Jónsson segír brauðostinn Brynjólf vera dæmi um sérstöðu íslenskrar vörufram- leiðslu þar sem iögð er megináhersla að gefa einstökum vörutegundum sérstöðu og gæði i stað nafniausrar og staðlaðrar fjöldaframleiðslu. I nýgerðri skýrslu um hagræð- ingu í mjólkurvöruiðnaðinum er m.a. lagt til að mjólkurbúið á Hvammstanga verði lagt niður. Eiginlega er þetta aukamálsgrein í skýrslunni sem felur í sér róttæka endurskipulagningu á iðnaðinum í heild sinni. Merkilegum ál'anga í þróun landbúnað hefur verið náð. Jafn- vægi er á milli framleiðslu og neyslu á mjólkurvörumarkaðin- um og hefur sá ótrúlegi atburður gerst að skort hefur mjólkurfitu s.s. smjör og rjóma um tíma. Samdráttur í framleiðslu, breyttar neysluvenjur og hugvitssöm vöru- þróun hefur galdrað burt smjör- fjallið. Reyndar má segja að jafn- vægi á mjólkurvörumarkaðnum sé að hluta til falið í offramboði á mjólkurfóðruðum ungkálfum, en það er sjálfsagt tímabundið vandamál. Ostagerðin til fyrirmyndar Ostagerð og önnur úrvinnsla mjólkurafurða hefur þróast á ein- staklega skemmtilegan hátt und- anfarin ár. Það er með ólíkindum hve atvinnumannslega er staðið að vöruþróuninni. Fjölbreytnin er mikil og vöruvöndun til fyrir- myndar. Nú þegar jafnvægi hefur náðst milli framboðs og eftir- spurnar á þessum markaði er eðli- legt skref að draga úr framleiðslu- getu afurðavinnslunnar þannig að hún sé í samræmi við hráefnis- framboð. Mjólkurvöruiðnaður- inn er orðinn fyrirmynd annars neysluvöruiðnaðar í aðlögun og breyttum ytri skilyrðum. Er þá ekki allt i lagi i þessum besta heimi allra heima? Brauðostur er happdrætti Brauðostur er ein af þeim fáu vörum sem enn eru i mínus þegar mjólkurvörur eru bornar saman við nágrannalöndin. Brauðosta- kaup er happdrætti. Kaupandinn getur ekki vitað hvaða ost hann kaupir og hvaðan enda er óheinrilt að upprunamerkja vöruna. Nafn- laus brauðostur hefur því á ákveðinn hátt verið skammakrók- ur þessarar dýru vöru ostanna, Þó er ein undantekning þar á, en það er brauðosturinn Brynjólfur frá Hvammstanga. Brynjólfur varð fyrstur til að markaðssetja venjulegan brauð- ost með rauðri vaxskorpu fyrir um þrjátíu árum og þegar fleiri fóru að framleiða samskonar ost fór hann að merkja ostinn sinn með bláum blekstimpli. Mikil eft- irspurn er eftir Brynjólfi og má sjá kunnuga gramsa í brauðosta- safni stórmarkaðanna í stimpils- leit. Færri fá en vilja. Blái stimpillinn trygging Vafalaust er hægt að framleiða jafn góðan ost annars staðar. Það er bara ekki gert. Blái stimpillinn er trygging fyrir því að osturinn sé eins og hann á að vera, bragðmild- ur án þess að vera bragðlaus, ost- skeratækur án þess að vera harð- ur. Brynjólfur Sveinbergsson mjólkurbússtjóri hugsar vel um búið sitt. Hann hefur náð há- marks nýtingu og gegnuinprófað allar hugsanlegar kostnaðarlækk- anir sem þeir einir geta sem ein- beita sér að því að framleiða sömu vöru í lengri tíma. Búið, þó lítið sé, hefur alltaf skilað hagnaði. Brauðosturinn Brynjólfur er ein- stakur ostur, enda upprunatengd- ur. í landbúnaði erlendis og vöru- framleiðsiu yfirleitt er nú lögð „Brauðosturinn Brynjólfur er einstakur. Blái stimpillinn er trygging fyrir þvi að osturinn er eins og hann á að vera; bragðmildur án þess að vera bragðlaus, ostskeratækur án þess að vera harður," skrifar Örn D. Jónsson m.a. í grein sinni. megináhersla að gefa einstökum vörutegundum sérstöðu. Með þeim hætti næst tryggð kaupenda í ríkara rnæli en ella. Fólk er tilbú- ið að kaupa „frjáls” hænuegg í stað bragðlausra búrhænsnaeggja þó að þau kosti nokkrum krónum meira. íslenskar landbúnaðarvör- ur, hvort sem um er að ræða kjöt, mjólkurafurðir eða grænmeti verða alltaf dýrar. Spurningin er hvort þær verða eins góðar og þær geta orðið. Vel hefur tekist á mörgum sviðum en það væru klaufaleg mistök að leggja niður Hvammstangabúið í hagræðing- arskyni ef það breytir brauðosta- gerð landsins í nafnlausa stand- ardvöru sem er engum til ánægju. HLUTHAFA FUNDUR Hluthafafundur í Verslunarbanka íslands hf. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu þriðjudaginn 25. júlí 1989 og hefct kl. 17:00. Dagskrá: Tillaga bankaráðs um staðfestingu hluthafafúndar á samningi formanns bankaráðs við viðskiptaráðherra um kaup bankans á 1/3 hluta hlutabréfa ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf. og að rekstur Verslunarbanka, Iðnaðarbanka og Alþýðubanka verði sameinaður í einn banka ásamt Útvegsbankanum íyrir 1. júlí 1990. Tillaga bankaráðs um viðbótarákvæði til bráðabirgða við samþykktir bank- ans þar sem bankaráði er veitt heim- ild til að efha samninginn m.a. með þeim hætti að taka þátt í hlutafjár- aukningu Útvegsbanka íslands hf. sem heimilt verði að greiða af eign- um og rekstri bankans. ^ Önnur mál löglega í'rani borin. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fúndarins verða aflientir hluthöfúm eða umboðsmönnum þeirra í Verslunarbankanum, Bankastræti 5, fimmtudaginn 20. júlí, föstudaginn 21. júlí og mánudaginn 24. júlí 1989 kl. 9:15-16:00 alla dagana. Samningurinn og tillögur munu liggja frammi hluthöfum til sýnis á sama stað viku fyrir fúndinn. Bankaráð Verslunarbanka íslands hf. UíRSlUNflRBflNKINN -uúuutniHeS péfi!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.