Alþýðublaðið - 02.09.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.09.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. sept. 1989 5 Oskar Lafontaine er í fremstu röð þýskra jafnaðar- manna nú þegar, aðeins 46 ára að aldri. Hann er for- sætisráðherra sambandsríkisins Saarlands og vara- formaður þýska jafnaðarmannaflokksins. Lafont- aine er landvinningamaður í pólitískri hugsun, er óhætt að segja, og hefur sterklega verið nefndur sem kanslaraefni jafnaðarmanna fyrir næstu kosn- ingar til alþingis þeirra Þjóðverja. Lafontaine veitir m.a. forstöðu nefnd sem vinnur að stef nuskrá þýska jafnaðarmannaflokksins fyrir næstu ríkisstjórn þeirra, ef af verður við næstu kosningar. Stef na hans byggir í grundvallaratriðum á því að aðlaga nútíma iðnaðar- og upplýsingaþjóðfélag okkar náttúrulega umhverfi. Það eru einkum þrjár hugmyndir sem Lafontaine hefur orðið nafnkunnur fyrir; þ.e. barátta fyrir afvopnun og friði, barátta fyrir aukinni þróunar- hjálp og félagslegri samábyrgð hinna ríku iðnríkja gagnvart samborgurum vorum í þróunarlöndunum og barátta fyrir verndun náttúrulegs umhverfis mannsins, sem gengur út á að framtíðin markist ekki af aukinni persónulegri neyslu. Einkavidtal Alþýdubladsins vid Oskar Lafontaine Minni vinna — meira lýðræði Kenningar Oskars Lafontaine hafa vakið athygli langt út fyrir Þýskaland. Einkum þær sem fram koma í bókinni Gesellschaft der Zu- kunft, eða Þjóðfélagi framtíðarinn- ar, sem kom út árið 1988. Þar leggur hann áherslu á að jafnaðarmenn verði sífellt að endurskoða stefnu • sína. En þýðir það að óbreytt jafnað- arstefna geti ekki tekið á þeim vandamálum sem við er að glíma í þjóðfélaginu? ,,Það eiga miklar breytingar sér stað í þjóðfélaginu. Fólk eyðir meiri tíma fyrir framan sjónvarpið en á vinnustöðum. Þjóðfélagið miðast ekki við hina hefðbundnu stétta- skiptingu. Grundvöllur okkar nýju stefnu í verkalýðsmálum er að end- urmeta orðið „vinna". Hugtakið vinna hefur hingað til miðast við hina hefðbundnu vinnu sem er borgað fyrir og þau störf sem eru í þágu þjóðfélagsins, svo sem mennt- un barna. Þar með komum við að sígildri spurningu um tengsl stjórnmála við jafnrétti kynjanna, umhverfismál, efnahagsmál og þróun lýðræðis í þjóðfélaginu. Tilgangur þessarar stjórnmálastefnu er umhverfis- vernd, sem hefur hingað til ekki tal- ist til áhersluatriða í stefnunni. Stjórnmálaflokkar sem ekki hafa tekið afstöðu eða mótað stefnu til umhverfismálanna eru í raun ekki að mínu mati færir um að ná meiri- hluta í kosningum." — Hver eru þá meginverkefnin sem jafnadarmenn þurfa ad glíma vid í framtíöinni? ,,í Þýskalandi verðum við að end- urskoða skattakerfið til þess að skattleggja orkunotkun. Á sama tíma verðum við að lækka launa- skatta. Orkan verður sem sagt dýr- ari, en vinnan ódýrari. Þetta er mik- ilvægt í tengslum við umhverfis- vernd." Lafontaine hefur verið falið að vinna að stefnu flokksins fyrir næsta áratug undir yfirskriftinni: „Framfarir ’90“. Þegar hafa hug- myndir hans um orkuskatt komið til umræðu, t.d. í þeirri útfærslu að hækka bensínskatta um 30% en af- nema skatta af bílunum sjálfum. Til- gangur er auðvitað að láta þá borga sem menga, og tengir stefnu hans enn frekar umhverfisvernd eins og sá málaflokkur kemur fyrir í heild sinni. Lafontaine lagði ennfremur mikla áherslu á heildræna stefnu í umhverfismálum. Hann sagði t.a.m. að það gengi ekki að umhverfismál- um væri steypt í eitt ráðuneyti og þar væri unnið að þeim meðan önn- ur ráðuneyti héldu óbreyttri stefnu. Leggja þyrfti áherslu á að allir væru jafnábyrgir. Hlutverk ríkisins í atvinnulífi I fyrstu er erfitt að átta sig á því hvaða hlutverki Lafontaine telur að ríkisvaldið eigi að gegna í efnahags- lífinu, þótt augljóslega leiki stjórn- völd stórt hlutverk samkvæmt kenningum hans. Spurningin um ríkisafskipti er auðvitað sígilt við- fangsefni stjórnmálamanna, en hversu langt á ríkið að ganga? „Ríkisstjórnin getur ákveðið ramma efnahagslífsins, sérstaklega hvað varðar tímasetningar. Ríkis- stjórn jafnaðarmanna verður að átta sig á samfélagslegum markmið- um sínum og setja sér stefnu sam- fara því. Markaðsbúskapurinn er besta tækið til að ná slíkum mark- miðum. Það má samt ekki ganga það langt að efnahagslífið ráði stjórnmálastefnunni. Stjórnmála- menn verða þvert á móti að móta efnahagsstefnuna og umfang efna- hagslífsins.” Stytting vinnutímans Ein umdeildasta tillaga Lafont- aine fjallar um hvernig bregðast eigi við atvinnuleysi. Hann varpaði henni fram árið 1988 og orsakaði hálfgerðar sprengingar í röðum verkalýðshreyfingarinnar. Tillagan felur í sér að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir án þess að þeir launa- hæstu fái lækkunina sem því fylgir að fullu bætta, geri sér minna að góðu í reynd. Hvers vegna urðu þessir árekstrar við verkalýðshreyf- inguna? „Verkalýðshreyfingin og Jafnað- armannaflokkurinn eiga sömu ræt- ur og mörg sameignleg markmið. Fyrst og fremst lýðræðisþróun í samfélaginu og réttláta skiptingu þjóðarauðsins. En þó eru verkefnin mismunandi. Flokkurinn vill ná völdum, stjórna og móta hugmyndir og markmið fyrir þjóðfélagið í heild. Verkalýðshreyfingin er hins vegar fulltrúi fyrir einn þátt í þjóðfé- laginu, launafólk. Stytting vinnutímans er helsta og nútímalegasta verkefni vinstrihreyf- ingarinnar á Vesturlöndum. Við vilj- um stytta vinnutímann til þess að fólk geti ráðið lífi sínu fremur en nú gerist. Þetta atriði snertir lýðræðis- þátt styttingar vinnutímans. Við vilj- um líka stytta vinnutímann vegna þess að við getum ekki stöðugt auk- ið framleiðsluna. Það er hinn um- hverfislegi þáttur málsins. Einnig viljum við stytta vinnutímann til þess að geta veitt þeim vinnu sem nú eru atvinnulausir, sem er hinn samfélagslegi þáttur málsins. — En hvernig á aö gera þetta aö veruleika? „Ég legg tvennt til: í fyrsta lagi að þeir sem hafa laun fyrir ofan miðju standi í stað, geri ekki frekari kröfur. Hinn þátturinn felst í nýtingu á hjól- um atvinnulífsins. Nýtingu á fjár- festingu. Þrátt fyrir að við styttum vinnutímann þýðir það ekki að vél- arnar hætti að snúast. Þær munu og verða að snúast jafnlengi og áður. Fjárfestingar verður að nýta betur en áður og það er hægt með þessum hætti." Lafontaine segir verkalýðshreyf- inguna sjaldnast reiðubúna að fall- ast á tillögur sem gangi ekki út á iaunahækkun. Annað sem verka- lýðshreyfing óttast, segir hann, er að aukin vélvæðing og endurnýjun í tækni þýði minni rétt fyrir verka- Oskar Lafontaine á góðri stund ásamt helstu forystumönnum þýskra jafnaðarmanna, þeim Willy Brandt, Vogel t.v. og Jo- hannes Rau til hægri. fólk að ákveða vinnutíma sinn. Hann telur þó greinilega ekki ástæðu til að óttast þetta. Alþjóölegt samhengi Það eru því sannarlega mörg ljón í vegi tillagnanna, þótt kennismið- urinn telji þær til þess fallnar að bæta hið náttúrulega og mann- eskjulega umhverfi, sem öllum hlýt- ur að vera kappsmál. Kenningarnar virðast t.d. eiga mismikla mögu- leika í öðrum löndum Evrópu, þar sem nú reynir á hvort Evrópubanda- lagið kemur sér saman um stefnu í umhverfismálum. Lafontaine telur raunar gilda einhverskonar lögmál um það hvenær umræðan kemst á ákveðið stig: „Umhverfisvernd þýðir í raun og veru minnkun orkunotkunar. Evr- ópubandalagið er nú að fjalla um ákveðnar tillögur frá okkur um breytingar á skattakerfinu. Þessi umræða um umhverfismál byrjaði í Þýskalandi fyrir 20 árum, þegar mannfjöldinn varð hvað mestur í þéttbýli og framleiðslan óx hröðum skrefum. Vandamálin voru augljós, en það leið nokkur tími þar til önnur lönd náðu því stigi, að umræðan átti sér stað þar.“ Ljóst er að tillögur Lafontaine um viðbrögð gagnvart umhverfismeng- un miðast að mestu leyti við iðnað- arríki vesturlanda. Hann telur hins vegar að ríku löndin hafi skyldum að gegna gagnvart þróunarlöndum. I því sambandi sé mikilvægast að létta af þeim skuldabyrðinni. En ems og áður eru umhverfismálin innan seilingar í hugmyndum hans: „Við verðum að hjálpa þriðja heim- inum að byggja upp eigin fram- leiðslu, sem tekur mið af umhverfis- vernd, hefur þarfir samfélagsins í huga og hefur hliðsjón af menningu viðkomandi lands. Til þess verðum við sjálf fyrst að sýna gott fordæmi með því að koma umhverfisvernd í viðunandi horf. Við notum nú 20—30 sinnum meiri orku á hvern íbúa en þróunarlöndin. Það er í raun hin nýja nýlendustefna." Afvopnunarmál Afvopnunarmál eru nátengd um- hverfismálunum í hugmyndafræði Lafontaine. Hann hefur vakið at- hygli fyrir að lýsa yfir vilja sínum til þess að Þjóðverjar dragi verulega úr vígbúnaði og fyrir að vera minna hlynntur NATÓ en margir kollegar hans. Og hann er bjartsýnn um að árangur náist í þeim viðræðum um afvopnun í Evrópu sem eiga sér stað í Vín og Genf. „Ég þakka fyrst og fremst perestrojku að nú hefur orð- ið þíða í samskiptunum. Besta að- ferð til að ná fram afvopnun er að byggja upp margflokka lýðræðis- þjóðfélög í Austur-Evrópu.” Umræðan um afvopnun í Evrópu hefur hingað til einungis verið bundin við meginlandið. Lafontaine segist hins vegar hafa fullan skiining á tillögum íslendinga um afvopnun á höfunum. „Ég tel mjög mikilvægt að íslendingar haldi fram því sjónar- miði að afvopnun á landi leiði til hernaðaruppbyggingar á höfun- um.“ Hann telur reyndar að Sovét- ríkin séu þegar reiðubúin að taka hafsvæðin inn í viðræðurnar um af- vopnun. — Eri hvaö meö afstödu til þess- ara hugmynda innan NATÓ? „Ég geri mér fulla grein fyrir erf- iðleikunum innan NATÓ við að koma á samstöðu varðandi afvopn- un á höfunum. Ástæðan er sú að meðal ákveðinna aðildarþjóða er tilhneiging til þess að auka enn hernaðaruppbyggingu á höfunum." Kanslaraefni? Það er ekki nema von að menn „Ég geri mér fulla grein fyrir erf- iðleikum innan NATÖ við að koma á samstöðu varðandi af- vopnun á höfunum. Ástæðan er sú að meðal ákveðinna aðildar- þjóða er tilhneiging til að auka enn hernaðaruppbyggingu í höf- unum." spyrji hvort stjórnmálamaður með jafnróttækar hugmyndir og Oska'r Lafontaine eigi virkilega möguleika á að verða útnefndur kanslaraefni flokksins. Hverjar metur hann sjálf- ur líkurnar á því og hvaða mögu- leika telur hann að þýski Jafnaðar- mannaflokkurinn eigi í næstu kosn- ingum? „Næsta sumar verður ákveðið hver verður kanslaraefni flokksins. Nú erum við, samkvæmt skoðana- könnunum, með meira fylgi en Kristilegir demókratar," segir Lafontaine og vill ekki fara nánar út í þá sálma hver muni leiða flokkinn í kosningabaráttunni." Bætir svo við að fréttamenn vilji aldrei vita neitt annað en það hvort hann sé næsta kanslaraefni sósíaldemókrata og hvort samstarf geti tekist með sósí- aldemókrötum og Græningjunum. Spurningu þar að lútandi svarar hann á þann veg að málefnin verði að ráða en bendir jafnframt á að samstarf hafi tekist með hans flokki og Græningjum víða í sveitar- og fylkisstjórnum. Sameining þýsku ríkjanna Lafontaine var að lokum spurður hvort hann teldi einhverja mögu- leika á að þýsku ríkin gætu samein- ast í náinni framtíð? Hann svaraði því til að hið gamla þýska ríki yrði aldrei það sama. „Við viljum að til verði sambandslýðveldi Évrópu og innan slíks ríkis er rými fyrir tvö þýsk ríki. En ég held að þetta sé ekki fyrirsjáanlegt í náinni framtíð." Eftir Kristján Kristjánsson og Kristján Þorvaldsson A-myndir Björg o.fl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.