Tíminn - 07.01.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.01.1968, Blaðsíða 6
SUNNTJDAGUR 7. janáar 1968. 6________________________ Útvarpsstjóra- skiptin Um áramótin seinustu lét Vilhjálmur Þ. G&lason af störf um sem útwarpsstjóri. Vilhjálm ur hafði þá gegnt því starfi í 15 ár. Það þótti vel ráðið, þeg ar Vilhjálmur tók við embætti útvarpsstjóra af Jónasi Þor- bergissyni, sem hafði gegnt því frá upphafi og átti manna mest an þátt í því, hve traust stofn un ríkisútvarpið var orðin, Ijafnt menningariega og fjár- hagslega. Verður það verk Jón asar seint fullmetið. Vilhjálmi tókst því ekki aðeins að halda í horfinu, heldur hefur starf- 'semi útvarpsins eflzt og aukizt undir forustu hans. Stærsta sporið var stigið með tiikomu sjónivarpsins. Þar reyndist Vil- hjálmur traustur og farsæll leiðsögumaður. Þeir, sem bezt fylgdust með Vilhjálmi sem útvarpsstjóra, geta hiMauist fullyrt, að hann hafi alla tíð verið maður vaxandi í þessu vandasama embætti og vinsæld ir hans aukizt að sama skapi bæði innan stofnunarinnar og utan. \ Hinn nýi útvarpsstjóri, And- rés Björnsson, hefur fyrir löngu unnið sér viðurkenningu sem einn bezti útvarpsmaður þjóð- arinnar. Það er þó ekki þýð- ingarmest í þessu sambandi, heldur hitt, að honum er af öll um, sem til þekkja, treyst til drengskapar, festu og góðvild- ar. Þess á þvi að mega hik- laust vænta, að útvarpið haldi áfram að eflast og batna undir stjórn hans á þeim trausta grunni, sem fyrirrennarar hans hafa lagt. Samstaða um ís- lenzka sjónvarpið Því er oft haldið fram, að stjórnarandstaðan hamist gegn öllu, sem ríkisstjórnin geri. Stofnun íslenzka sjónvarpsins sýnir þó vissulega annað. Um það hefur ríkt svo að segja full samstaða milli ríkisstjórnar innar og stjómarandstöðunnar bæði innan þings og utan. Þetta var þvi miður Öðru vísi, þegar hljóðvarpið hljóp af stokk unum. Fjölmörg önnur dæmi mætti nefna um það, að núv. stjórn arandstaða hefur af heilum huga stutt það, sem ríkisstjórn in hefur gert jákvætt. Það er hinn fjarstæðasti áróður, að núiv. stjórnarandstaða deili á allt og fordæmi allt, sem stjórn in gerir, jafnt gott og illt. Óhlutdrægni útvarasins Forgöngumenn útvarpsins gerðu sér ljóst, að það myndi sæta margvíslegri gagnrýni. Þvi myndi m. a. verða borin ýms óhlutdrægni á brýn. Til þess að forðast þetta, voru út- varpinu settar strangar reglur um óhlutdrægni. Þessar reglur voru nauðsynlegar og hafa vafa laust gert mikið gagn. Síðan þessar reglur voru sett ar, hefur margt breytzt. Innan þeirra rúmast t. d. það,' að sagt sé frá ýmis konar ávörp- um og vígsluræðum ráðherra. Þetta nota ráðherrar sér í vax andi mæli til ýmis konar áróð- urs. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar ekki hliðstæða að- stöðu til að koma sjónarmið- um sínum á framfæri. Bæði varðandi þetta og fleira, þarf að taka reglurnar um óhlut- drægni útvarpsins til endurskoð unar og veita meira svigrúm til þess að mismunandi skoð- anir og sjónarmið njóti sín, bæði innan ramma fréttanna og annars útvarpsefnis. Rétt er að geta þess, að sitt- hvað hefur verið gert undan- farið, sem stefnir í rétta átt í þessum efnum. Þar má minna á útdráttinn úr forustugrein- um dagblaðanna, ýmsa kapp- ræðuþætti auknar þingfréttir o. s. frv. Það er einmitt eðlilegt, að í framhaldi af þessu komi sú endurskoðun á hlutleysisregl mn útvarpsins, sem áður er vikið að. í því sambandi má vafalaust margt af öðrum læra, ef til vill þó mest Bretum, sem þykja gæta vel bæði jafn- réttis og frjálsræðis í þessum efnum. Feluleíkur Bjarna Sjálfstæðismenn leggja nú mikið kapp á þann áróður, að þeir hafi fyrir kosningarnar í vor, sagt þjóðinni skýrt og skil merkilega frá því, hvemig kom ið var í efnahagsmálum þjóð- arinnar. Þessu til sönnunar birt ir Bjarni Benediktsson í ára-, mótagrein sinni langan kafla úr landsfundarávarpi Sjálfstæð isflokksins, þar sem vikið er að ýmsum erfiðleikum, en sjálfum niðurlagsorðum þessa kafla sleppir Bjarni en þar er megin niðurstaðan dregin saman í stuttu máli. Hún hljóðar á þessa leið: „Þótt verðfall framleiðslunn ar kunni að draga úr hagvexti um sinn, þá er efnáhagur þjóð arinnar nú svo traustur, að auð- ið á að vera að forðast veru leg efnahagsleg vandræði, ef skynsamlega er á málum hald ið.“ Þá sleppir Bjami alveg að minnaist nokkuð á það, sem Sj álfstæðisflokkurinn lofaði fyrir kosningamar. Fyrsta og helzta lotfórðið í áðuraefndu landstfundarávarpi Sjálfstæðis- flokksins hljóðaði á þessa leið: „Stefnt verði að viðtæku sam komulagi um verðlag og kaup- gjald, er treysti gengi krónunn ar og tryggi atvinnuvegunum samkeppnisstöðu, en launþegum batnandi kjör.“ Þannig sleppir Bjami megin atriðunum úr landsfundanávarp inu. Með þessurn feluleik, vinn ur hann þó það eitt, að menn taka enn betur en ella eftir blekkingum SjáHstæðisflokks- ins fyrir kosningarnar og svik um hans eftir þær. Ómótmælt Stjómarblöðin hafa ekki treyst sér til að mótmæla því, að eftir mestu góðædskaflann í sögu þjóðarinnar blasa nú m. a. við eftirgreindar staðreynd- ir, að miklu minni framleiðni- aukning hefur orðið seinustu árin hjá íslenzkum atvinnuveg- um en atvinnuvegum nágranna landanna, þegar sfldveiðamar ern undanskildar, að mikill samdráttur hefur orðið f ýmsum greinum iðnað- arins, en hvarvetna annars stað ar hefur iðnaðarframleiðslan stóraukizt, að togaraútgerðin hefur stór kostlega dregizt saman, en víð ast annars staðar hefur verið keppzt við að smiða nýja og fullkomna togara, að sá hluti bátaflotans, sem er hentugastur til þorskveiða, hefur stórlega gengið úr sér og lítil endurnýjun hefur átt sér stað, að verzlunarflotinn,, sem fyr- ir „viðreisn" var blómlegur og vaxandi, hefur stórlega minnk- að og mörg skip verið seld til útlanda, án þess að ný hafi ifcamið í staðinn. • Meginmunur í áramótagrein Eysteins Jóns- sonar var gerð ítarleg grein fyrir stefnu Framsóknarflokks ins í efnahagsmálum. Þar sagði m. a.: „Meginkjami þessarar stefnu er samstarf ríkisvalds, einka framtaks, félagsframtaks og launþegasamtaka um atvinnu og kjaramálin. Samstarfshópar þessara aðila kryfji sameigin- lega og með varanlegu sam- starfi til mergjar málefni hverr /ar starfsgreinar og samstilli kraftana tdl þess að vinna að þeim.“ Etf þessari stetfnu hefði ver- ið fylgt, þá hetfði ekki orðið sá samdráttur togaraflotans, þorsk veiðSflotans og verzlunarskip- anna, sem vikið er að hér á undan. Þá hefðu vandamál þess ara atvinnugreina verið athug- uð í tæka tíð af réttum aðilum og síðan hafnar framkvæmdir til að koma í veg fyrir samdrátt þeirra. f stað þess lét ríkis- stjórnin þessar atvinnugreinar afskiptalausar og horfði að- gerðalaust á, að þær drógust saman. Þetta sýnir glögglega þann megin mun, sem er á þeirri stefnu, sem ríkisstjórnin hefur fylgt, og þeirri stefnu, sem Fram sóknarmenn hafa beitt sér tfyrir. Mestu góðærisárin Stjórnarblöðin reyna enn að hamra á því, að þjóðin hatfi orðið fyrir einstæðu efnahags- legu áfalli, og það hafi gert gengisfellinguna óhjákvæmi- lega. Þó sýna staðreyndir, að seinustu fimm árin hafa verið til jafnaðar þau langsamlega hagstæðustu, sem þjóðin hefur nokkru sinni búið við. Þótt nokkurt verðfall yrði á sein- asta ári, breytir það ekki þeirri staðreynd að þetta hefur verið imesti góðáeriskaflinn í sögu þjóðarinnar, sökum hagstæðs verðlags og aflabragða. Sein- asta árið, sem stjórnarblöðin kvarta mest undan, varð ekki lakar en svo, að það er fjórða mesta aflaár í allri sögu þjóð arinnar og að verðmæti útflutn ings varð 50—60% meira en á árinu 1958, sem stjórnarblöð in segja að hafi verið hagstætt ár. Það, sem er að hjá okkur í dag, stafar sannarlega ekfci af þvi, að við höfum búið við erfitt árferði. ErfiðleiKar okk ar stafa af því, að við höfum ekki notað góðærið til að búa okkur undir framtíðina — að búa okbur undir erfiðleika, er seinna kynnu að koma. Af háltfu stjórnarvalda hefur það verið látið nær fhlutunarlaust, hvemig hið mikla fjármagn góðærisins væri notað. Það hef ur sfcort alla forustu um að beina þessu fjármagni til mark vissrar uppbyggingar atvinnu- lífsins. Þvert á.móti hafa verið sett höft til að hindra þetta (sparifjárfrystingin). Að öðru leyti hafa brasksjónarmið og tilviljanir ráðið því, hvert fjár magnið hefur runnið. Það er þetta, sem hefur leitt til ófarnaðarins. brátt fyrir allt góðærið. Fyndni Tíminn hefur látið þau orð falla, að það benti til heldur lítillar virðingar Bjarna Bene diktssonar á þeim Alþýðubanda lagsmönnum, sem hann gerir sér nú tíðræðnast við, að hann líkir þeim við óæðri lífverur í áramótagrein sinni. Mbl. segir, að þetta megi alls ekki skilja svona, heldur hafi þetta átt að vera fyndni hjá ráðherranum! Sé þetta rétt skýrt hjá Mbl., þá er augljóst, að kýmnigáfan er ekki á háu stigi hjá for- manni Sjáltfstæðisflokksins. Hingað til hefur það ekki þótt bera vitni um fyndni, heldur vera vottur um geðvonsku og mannfsn-irlitningu, þegar mönn um hefur verið þkt við óæðri liífverur. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.