Alþýðublaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 20. ok.t. 1989 7 UTLÖND Við erum í sama björg- unarbátnum Fyrir hvert tré sem er gróðursett i Afríku eru 39 felld. Þette gerist æ hreöer svo ekki er mögulegt eö endurnýje þeu. Fólki fjölger stööugt og því fleiri sem veröe eð life ef auðlindum sem síminnke. „í Kenya margfaldast fólksfjöld- inn á hverjum tuttugu árum og fólksfjölgunin er miklu hraðari en vöxtur efnahagslífsins" segir Mansfield við blaðamann Arbeid- erbladet, en hann hefur höfuð- stöðvar sínar í Nairobi. „Vatnið er mengað, jarðvegur- inn blæs upp og það versta er að landbúnaðurinn gengur út á að græða peninga ekki að framleiða mat,“ heldur hann áfram. William H. Mansfield, adstodarframkvœmdar- stjóri umhvefisverndar-úœtlunar Sameinudu þjódanna segir: ,,Asamt veröurfarsbreytingun- um er eyöilegging núttúruauölinda í þróunar- löndunum mesta umhverfisógnin ú þessari jörö okkar. Ríku þjóöirnar eru svo uppteknar af eig- in umhverfismúlum aö þœr sjú ekki hina ógn- vœnlegu eyöingu í núttúru fútæku þjóöanna.“ Auðlindaeyðilegging: Það sem áður var beitiland á Mali — er nú algjör eyðimörk. „Sem dæmi má nefna ræktun á hnetum og bómull tii útflutnings. Uppskeran er ekki ætluð til matar- gerðar heldur til þess að borga skuldir erlendis, og á mörgum stöðum ekki einu sinni það. Nátt- úrueyðileggingin gerir fólkinu ekki einu sinni kleift að rækta mat fyrir sjálft sig." „Þessi umhverfisvandamál eru enn meiri en þau sem hinn iðn- væddi heimur glímir við. Auðugu ríkin hafa þó í það minnsta pen- inga til þess að reyna að bæta úr ástandinu. Auk þess eru þær flest- ar meðvitaðar um vandann og vilja bæta úr. Þessu er ekki þannig varið í þróunarlöndunum" segir Mansfield. Hjálparstarf_________________ Hann segir að auðugu ríkin verði að leggja til efnahagsaðstoð vegna umhverfisverndar í þróun- arlöndunum, — og framlög séu alltof lág. „Við vitum og höfum vitað að við verðum að hjálpa þróunar- löndunum með hluti sem ekki eru til staðar í löndum þeirra. Verður ekki erfitt að fá skilning á því, að nú þurfa þau á peningahjálp okkar að halda til þess að vinna úr því sem þau í rauninni hafa haft en fer síminnkandi?" „Við skulum hafa það í huga, að þegar við ræðum umhverfi jarðar- innar erum við öll á sama báti." „Iðnvæddu ríkin eiga sjálf sök á gróðurhúsaáhrifunum og bera fulla ábyrgð á þeim og það er mál sem við verðum að leysa. Til þess verðum við að fá þróunarlöndin í lið með okkur því að öðrum kosti gætu þau eyðilagt það sem við reyndum að bæta úr.“ (Arbeiderbladet, stytt.) SJÓNVARP Sjónvarp kl. 20.30 OPNUN BORGARLEIKHÚSSINS Bein útsending frá opnunarhátíð Borgarleikhússins þar sem hátíðar- dagskrá verður flutt. Leikfélagsfóik mun að sjálfsögðu sjá um þann flutning og bjóða upp á skemmti- dagskrá sem Jón Hjartarson hefur tekið saman. Stöð 2 kl. 21.50 BARÁTTA NAUTGRIPA- BÆNDANNA ★★1/2 (Comes a Horseman) Bandarísk bíómynd, gerd 1978, leik- stjóri Alan J. Pakula, aöalhlutuerk James Caan, Jane Fonda, Jason Ro- bards. Þetta er vestri, eins og nafnið gefur til kynna, frekar af rómantískara taginu, einfaldur í allri uppbygg- ingu, gerist reyndar á þessari öld- nánar tiltekið á fimmta áratugnum, þannig að þetta er ekki hefðbund- inn vestri. Segir af baráttu tveggja landeigenda sem eru jafn rótgrónir og grasið sem vex á jörðum þeirra. Ósvífnir olíuleitar og -borunarmenn vilja komast yfir jarðir þeirra til að vinna úr þeim olíu en nautgripa- bændurnir láta hart mæta hörðu. Myndin er frekar á lágu nótunum framan af og uppbyggingin hæg, sviðsmyndir hinsvegar oft glæsileg- ar og nokkur atriði eiga eftir að koma við hjartað í fólki ef að líkum lætur. Spennan hinsvegar ekkert óskapleg. Sjónvarpið kl. 22.20 NEÐANJARÐAR- BRAUTIN ** (Subway) Frönsk bíómynd, gerd 1984, leik- stjóri Luc Besson, adalhlutuerk Christopher Lambert, Isabella Adj- ani, Richard Bohringer, Michel Galabru. Afar þekkt mynd á íslandi, lengi sýnd í Stjörnubíói og hefur verið þar margsinnis endursýnd. Gerist ein- göngu neðanjarðar, eða svo gott sem, ekki einasta á þeirri hæð þar sem neðanjarðarbrautirnar ganga heldur líka á hæðinni fyrir neðan og í allskyns skúmaskotum þar út frá. Sagan hefst á því að ungur dularfull- ur maður kemur í afmælisveislu til ungrar stúlku af betra fólki. Hún hrífst af honum án þess að vita að heimili hans er neðanjarðar með frekar ófínum. Myndin er ruglings- leg í þræði, hefur í raun engan, vakti aðallega athygli fyrir merkilega kvikmyndatöku og sviðsmynd. Þekktir leikarar fara með aðalhlut- verkin, Isabella Adjani þar auðvitað fremst í flokki, oft titluð bæði feg- ursta og besta leikkona Frakka og hún sýnir að minnsta kosti það fyrr- nefnda í þessari mynd. Myndin er skemmtileg til að byrja með en rennur svo út í tóma vitleysu. Leik- stjórinn, Luc Besson, á meðal ann- ars að baki myndirnar Björninn sem sýnd var í Regnboganum fyrir skemmstu og Lokaorrustuna sem sýnd er á Kvikmyndahátíð sem lýk- ur í dag. Besson var aðeins 23 ára þegar hann gerði Lokaorrustuna og litlu eldri þegar hann gerði Subway. Stöð 2 kl. 02.05 HERBERGI MEÐ ÚTSÝNI ★★★ (A Room with a View) Bresk bíómynd, gerd 1985, leikstjóri James luory, aöalhlutuerk Maggie Smith, Helena Bonham-Carter, Juli- an Sands, Denholm Elliott, Daniel Day Lewis. Frábær bresk mynd, gerð eftir sögu E.M. Forster um unga stúlku sem fer til Flórens, ásamt gæslukonu, og þar ýtir sérlyndur ungur maður undir hvatir sem búa innra með henni. Myndin fjallar einkum og sér í lagi um breska siði, hátterni og venjur og gerir að þeim dágott grín. Þetta er róleg mynd í anda aðstandend- anna (Merchant, framleiðandi, Iv- ory, leikstjórinn, Jhabvala, handrits- höfundurinn), þar sem líkt og í raun var á Viktoríutímanum í Englandi, ólgar undir siðfáguðu yfirborðinu. Persónurnar mega, ef menn vilja fara út í táknsæi, lesast sem tákn um tímana, stúlkan brýtur af sér viðj- arnar eins og fólkið gerði á endan- um þegar Viktoría drottning gat ekki lengur haldið því niðri með ströngum siðaboðskap. Annað gott dæmi um þetta, bæði í kvikmynd og bók er Ástkona Franska Lautinants- ins eftir John Fowles sem hefur komið út í íslenskri þýðingu. ff STÖD 2 17.50 Gosi 15.35 Aulinn The Jerk 17.05 Santa Barbara 17.50 Dvergurinn Daviö 1800 18.25 Antilópan snýr aftur 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Yngismær (15) Brasilískur framhalds- myndaflokkur 18.15 Sumo-glima 18.40 Heiti potturinn 1900 19.50 Tommi og Jenni 20.00 Fréttir og veö- ur 20.30 Opnun Borgar- leikhússins Bein útsending frá opnunarhátíöardag- skrá í Borgarleikhús- inu. 21.30 Peter Strohm (Peter Strohm) Þýskur sakamálamyndaflokk- ur meö Klaus Löw- itsch í titilhlutverki. 22.20 Neðanjarðar- brautin (Subway) Frönsk bíó- mynd frá 1985. 19.19 19.19 20.30 Geimátfurinn 2100 Sitt iitiö af hverju A Bit ol a Do Frábær breskur gam- anmyndafiokkur i sex þáttum. Fimmti þátt- ur. Aöalhlutverk: David Jason. Gwen Taylor ofl. 21.55 Barátta naut- gripabændanna Comes a Horseman Rómantiskur vestri. 2300 00.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 23.55 Alfred Hitch- cock 00.20 Freistingin 02.05 Herbergi með útsýni A Room with a View 03.55 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.