Alþýðublaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 6
6 Hannibal Valdimarsson: Laugardagur 28. okt. 1989 GLEÐUR MIG AÐ SJÁ BLAÐIÐ Á UPPLEIÐ ,,Þetta voru erfiö ár,” segir Hannibal Valdimarsson þegar hann rifjar upp ritstjóraferil sinn viö Alþýöu- blaöiö árin 1952—54 samhliöa því aö vera formaöur Alþýöuflokksins. „Gamla flokksforystan í Reykjavík var óvirk. Þetta heföi aldrei getaö gengiö nema vegna þess aö yngri kynslóö kom til starfa meö okkur sem þá vorum í forystu flokksins.” Hannibal segist þó ekki viljaö hafa missa af þeim tveimur árum sem hann sat samtímis í formanns- og ritstjórastóli; þau hafi veriö tími mikillar reynslu og eldskírnar. Og hann segir þaö gleöja sig aö Alþýöublaöiö sé ná á uppleiö. Hannibal varö ritstjóri Alþýðu- blaðsins í ársbyrjun 1943. Hér er fyrsta blaðið sem hann er skrifað- ur fyrir og hefur breytt haus og útliti blaðsins. Setningarvólin innsigluð aff ffógeta — Hvaö olli því aö þú geröist rit- stjóri Alþýöblaðsins? „Sá vandi skapaðist eftir flokks- þing Alþýðubflokksins árið 1952, þar sem ég var kjörinn formaður flokksins, að margir eldri menn í forystu flokksins urðu óvirkir,” segir Hannibal Valdimarsson. „Stefán Pétursson, sem lengi hafði verið ritstjóri blaðsins, sagði upp störfum, en hann hafði lengi verið náinn samstarfsmaður Stef- áns Jóhanns Stefánssonar, sem náði ekki endurkjöri á flokksþing- inu sem formaður. Ekki átti sér þó stað neinn verulegur málefna- ágreiningur því stefna flokksins var samþykkt nánast ágreinings- laust á flokksþinginu. Ég geri mér ekki grein fyrir hvernig þetta gat gengið án þess að blaðið stöðvaðist, það skuldaði alls staðar, bæði innanlands og ut- an. Einu sinni kom það fyrir að ein af setningarvélunum var innsigluð af fógeta og stundum var óvíst hvort tækist að útvega pappír fyrir útgáfu næsta dags. Það var ekkert vit að formaður flokksins væri líka við að ritstýra Alþýðublaðinu, en það var ekkert sem við gátum boðið nýjum ritstjóra. Það var því neyðarúrræði að ég settist sjálfur í ritstjórastólinn.” SVEITARFELOG . OG FELAGASAMT OK EINDAGIUMSÓKNA UM LÁN a) til byggingar leiguíbúða eða heimila fyrir aldraða, b) dagvistarstofnana fyrir börn og aldraða, c) kaupa eða byggingar sérhannaðra íbúða fyrir fólk, 60 ára og eldra, er 1. desember nk. vegna framkvæmda sem hefjast eiga á næsta ári. Qp HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900 Þvi miður,___________________ Hannibal. . .________________ — Hvernig tókst aö halda á fjár- málum blaösins eftir aö þú geröist ritstjóri? „Oft var grunnt í kassanum og blaðið þurfti að berjast fyrir lífi sínu fjárhagslega. Þó hefur það sjálfsagt aldrei staðið jafnilla og þegar ég var ritstjóri þess. Þegar leitað var til flokksfyrirtækjanna svo sem Alþýðubrauðgerðarinnar og Alþýðuhússins, sem voru hugs- uð til að styðja við bakið á flokkn- um fjárhagslega, koro alltaf sama svarið: Því miður Hannibal, við getum ekkert gert til að hjálpa eins og stendur. Oddur Ólafsson hjá Iðnó var sá eini sem tók já- kvætt í að veita forystunni aðstoð á þessum tíma.“ Það voru einnig______________ sólskinsdaggr________________ — Var þetta þá eintómur barn- ingur? „Þrátt fyrir að ég eigi ærinna erfiðleika að minnast frá þessum tveimur árum, þá held ég samt að ég hefði ekki viljað missa af þeirri reynslu; þeirri eldskírn, sem ég gekk í gegnum á þessu tímabili. Ég átti marga afbragðsgóða samstarfsmenn á blaðinu, meðal þeirra voru Helgi Sæmundsson, síðar ritstjóri, og Loftur Guð- mundsson. Ég eignaðist líka, vegna blaðsins, vini við Arbeider- bladet norska svo sem Rolf Ger- hardsen blaðamanni, sem var bróðir Einars Gerhardsen. Ég hætti sjálfkrafa sem ritstjóri Al- þýðublaðsins þegar ég náði ekki kjöri áfram sem formaður Alþýðu- flokksins árið 1954. Það voru sól- skinsdagar á þessu tímabili eins og alltaf, þó svo að erfiðleikarnir hafi verið yfirgnæfandi. Mér sýnist Alþýðublaðið vera á ‘uppleið þrátt fyrir sjötíu ára aldur- rr Þrátt ffyrir að eg eigi erffiðfeika að minnast ffrá þessum tveim- ur árum, þá held ég samt að ég neffði ekki viliað missa aff beirri reynslu; peirri eldskírn, sem ég gekki aegnumá pessu ffima- bili/' segir Hannibal Valdimarsson, ritstjóri Alþýðublaðsins og vormaður Alþýðuff lo kks- ins á árunum inn og það gleður mig. Ég vil að lokum þakka Alþýðublaðinu sam- skiptin alla tíð og árna blaðinu heilla í framtíðinni,” segir Hanni- bal Valdimarsson, fyrrum ritstjóri Alþýðublaðsins og fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.