Alþýðublaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 31. okt. 1989 SMÁFRÉTTIR Yfirlitssýning á verkum Jóns Stefáns- sonar Nú fer hver að verða síðastur til að sjá yfirl'tssýningu á verk- um Jóns Stefánssonar í Lista- safni íslands. Hér er einstakt tækifæri til að kynnast list Jóns en yfirlitssýn- ing á verkum hans hefur ekki verið haldin frá því að hann lést árið 1962. Á sýningunni eru fá- gætar perlur íslenskrar myndlist- arsögu, en verkin spanna allan feril Jóns, það elsta er frá 1910 og það yngsta frá 1960. Alls eru þau 118 og eru sýnd í öllum söl- um safnsins. Verkin á sýningunni eru fengin að láni hjá fjölmörgum aðilum innan lands og utan, bæði ein- staklingum, söfnum og öðrum stofnunum. Gefst því nú einstaki tækifæri til að kynnast af eigin raun ýmsum verkum Jóns sem koma sjaldan eða aldrei fyrir al- menningssjónir. í fyrirlestrarsal er sýnd stutt heimildamynd um Jón eftir Os- vald Knudsen kvikmyndagerðar- mann en þulur er dr. Kristján Eldjárn. Sýningin hefur hlotið mjög góða aðsókn og hafa þegar séð hana um 15 þúsund gestir. Að- gangur er ókeypis. Unglingar gegn ofbeldi Um þessar mundir er verið að vinna að undirbúningi átaks sem ætlað er að vekja athygli á sívax- andi ofbeldi í þjóðfélaginu og þá einkum og sér í lagi meðal ungl- inga. Átak þetta er kallað „Ungling- ar gegn ofbeldi" og mun standa yfir dagana 6/11—16/11. Tilgang- urinn með þessu átaki er að vekja unglinga til umhugsunar um þetta mál og fá þá til að velta því fyrir sér, hvort það aukna ofbeldi sem við verðum vör við í samfélaginu sé eitthvað sem hægt er að vinna gegn. Þetta verður gert með því að ná til krakkanna gegnum félagslíf og tómstundir auk skóla, sýn- ingu á leikinni heimildakvikmynd um ofbeldi meðal unglinga, um- ræðu- og vinnuhópa í félagsmið- stöðvum, sérstökum hátíðum tengdum málefninu o.fl. Undirbúningsnefndin hefur opnað skrifstofu í Rauða kross Húsinu að Tjarnargötu 35, sími 22230. Þar er hægt að ná í Þór- arinn Eyfjörö eöa Svein Ottós- son en þeir eru starfsmenn þessa átaks. Þrjú ung Ijóð- skáld kveðja sér hljóðs Almenna bókafélagið hefur gefið út þrjár Ijóðabækur ungra Ijóðskálda og er það liður í átaki félagsins til eflingar íslenskrí Ijóðlist. Ung Ijóðskáld hafa til þessa átt erfitt uppdráttar hjá bókaforlögum og þurft að feta sig áfram með ærnu erfiði og oft fjárhagslegri byrði. AB vill hlúa að vaxtarsprota íslenskrar Ijóðlistar með því að greiða götu efnilegra Ijóðskálda. Stundir úr tífi stafrófsins nefnist Ijóðabók Sigmundar Ern- is Rúnarssonar. Sigmundur er betur þekktur sem vinsæll frétta- og fjölmiðlamaður en hann hefur áður gefið út tvær Ijóðabækur. Ljóð Sigmundar eru þrauthugsuð enda hefur bókin verið árum saman í smíðum. Fyrsta Ijóðabók Birgittu Jóns- dóttur nefnist Frostdinglar og myndskreytir hún einnig bók sína. Ljóð Birgittu eru afar pers- ónuleg og áleitin. Einn kafla bókarinnar tileinkar hún föður sínum sem fyrirfór sér og í öðr- um yrkir hún til íslands. Þriðja skáldið er Steinunn Ás- mundsdóttir en fyrsta Ijóðabók hennar heitir Einleikur á regn- boga. Bók Steinunnar er sprottin úr reynslu hennar af dekkri hliðum lífsins. í Ijóðunum er að finna lífsháska og þroskaðan hug. í bókinni eru Ijósmyndir eftir Ingu Lísu Middleton. Ljóðskáldin þrjú munu kynna Ijóð sín á næstu vikum á höfuð- borgarsvæðinu og landsbyggð- inni. Málræktar- átak Heyrn- leysingjaskól- ans í skólum landsins verður í vik- unni 23.-27. október, efnt til móðurmálsviku og af því tilefni verður í Heyrnleysingjaskólanum málræktarátak með sérstakri kynningu á móðurmáli heyrnar- lausra, táknmáli. Heyrnaskert börn sem eru að hluta til í almennu grunnskólun- um munu koma með bekkjarfé- laga sína í heimsókn og nem- endur Heyrnleysingjaskólans munu kynna táknmálið fyrir þeim, í öðrum tilvikum munu heyrnarlaus börn fara í heima- skóla sína og kynna táknmálið. í þessari táknmálsviku verður einnig efnt til kynningar fyrir al- menning á táknmáli með opnum fyrirlestri í Heyrnleysingjaskólan- um fimmtudagskvöldið 26. októ- ber kl. 20.30 sem nefnist: Hvað er táknmál? Með táknmálsvikunni vill Heyrnleysingjaskólinn benda á þá staðreynd að móðurmál nem- enda skólans er ekki íslenska heldur táknmál heyrnarlausra, mál með eigin formgerð og eigin málfræði. Hvernig næst jafnrétti í atvinnulífinu? Á vegum félagsmálaráðuneyt- isins og Jafnréttisráðs er komið út rit sem ber heitið Hvernig næst jafnrétti í atvinnulífinu? Ritið, sem skiptist í 10 kafla alls 38 síður að stærð, fjallar um gerð jafnréttisáætlana í stofnun- um og fyrirtækjum. Markmiðið með útgáfunni er að vekja at- hygli á leiðum sem leitt geta til meiri jöfnuðar með kynjunum, m.a. með því að fá atvinnurek- endur, yfirmenn ráðuneyta, for- stöðumenn ríkisstofnana og for- ráðamenn sveitarfélaga til að vinna markvisst að því að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og, karla. í ritinu er fjallað um nauðsyn þess að jafnrétti ríki milli kynj- anna í atvinnulífinu, hvernig staðan sé á vinnumarkaðinum og á hvaða sviðum úrbóta sé einkum þörf. Einnig eru kynntar nokkrar jafnréttisáætlanir ráðu- neyta og ríkisstofnana, auk einnar áætlunar frá sveitarfélagi. Aðdragandann að útgáfunni má rekja til vorsins 1988. Þá samþykkti ríkisstjórnin tilmæli félagsmálaráðuneytisins og Jafnréttisráðs um að ráðuneyt- um og ríkisstofnunum yrði gert skylt að vinna sérstakar áætlanir til fjögurra ára um aðgerðir til að koma á jafnari stöðu kvenna og karla innan hlutaðeigandi ráðuneytis og ríkisstofnunar. Ákveðið var að áætlanirnar skyldu taka gildi 1. janúar 1989. Birtur er listi í ritinu yfir þau ráðuneyti og þær ríkisstofnanir sem sömdu jafnréttisáætlanir í samræmi við samþykkt ríkis- stjórnarinnar. Ritinu er dreift m.a. til opin- berra stofnana, samtaka aðila vinnumarkaðarins og sveitarfé- laga. Það er jafnframt fáanlegt hjá félagsmálaráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, sími 609100, og Jafnréttisráði, Laugavegi 118 D, sími 27420. Þess skal getið að starfsmenn Jafnréttisráðs eru reiðubúnir að veita þeim aðstoð sem vilja nota ábendingar sem fram koma í ritinu. * Krossgátan □ 1 2 3l 4 “ 5 6 □ 7 s 9 10 □ 11 □ 12 13 □ ■ Lárétt: 1 stubbs, 5 slóg, 6 söng- flokkur, 7 belti, 8 torveldu, 10 guð, 11 mjúk, 12 aukast, 13 úr- gangsefnið. Lóörétt: 1 hangsa, 2 grassvörð- ur, 3 mælir, 4 hamingjuna, 5 rýra, 7 Ás, 9 vonda, 12 keyri. Lausn á síöustu krossgátu. Lárétt: 1 gráða, 5 flot, 6 róm, 7 óð, 8 Ármann, 10 ba, 11 góa, 12 ragn, 13 risti. Lóðrétt: 1 glóra, 2 romm, 3 át, 4 auðnan, 5 frábær, 7 ónógi, 9 ag- at, 12 rs. RAÐAUGLÝSINGAR Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir septembermánuö 1989, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 2. nóvember. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextirtil viðbót- ar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. nóvember. Fjármálaráðuneytið miðvikudaginn 1. nóvember í Félagsheimili jafnað- armanna að Hverfisgötu 8—10 kl. 20.30. Umræðuefni: Þverstæður umbúðaþjóðfélagsins. Hörður Bergmann ræðir grundvallaratriðið, sem fjallað er um í bók hans „Umbúðaþjóðfélagið". Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Alþýðuflokkurinn hlustar Efnahags- og atvinnumál Málstofa um efnahags- og atvinnumál, fimmtudag- inn 2. nóvember kl. 20.30 í Félagsmiðstöð jafnaðar- manna, Hverfisgötu 8—10. Hópstjóri: Birgir Árnason. Við leitum svara: Á að byggja álver? Á að beita handafli á vexti? Á að afnema verðtryggingu? Á að leyfa innflutning á búvöru? Á að setja hátekjuþrep í staðgreiðslu? Á að selja veiðileyfi? Notið tækifærið og hafið bein áhrif á stefnu og starfshætti Alþýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn Landsf undur SA Samband AlþýðuflokksRvenna heldur landsfund sinn 3. og 4. nóvember nk. á Hótel KEA, Akureyri, og hefst fundurinn með setningu, föstudaginn 3. nóvember kl. 20.00. Dagskrá fundarins verður nánar auglýst síðar, en aðalumræðuefni verða Sveitarstjórnarkosningarnar 1990 Lífskjör á landsbyggðinni Fundurinn er opinn öllum alþýðuflokkskonum og eru þær hvattar til að mæta. Stjórn SA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.