Alþýðublaðið - 07.11.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.11.1989, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 7. nóv. 1989 5 og þá jafnvel að Ungverjar lýsi yfir hlutleysi. I fyrsta sinni nú á dögun- um lýsti sovéskur þjóðarleiðtogi því yfir að Sovétríkin viðurkenndu óskert hlutleysi Finna. Það er Ijóst að það er yfirgnæfandi meirihluti fyrir því meðal ungversku þjóðar- innar að gera upp við kommún- ismann og snúa baki við honum og gera það þannig kleift að Ung- verjar erði aftur boðnir velkomnir sem fullvalda ríki meðal sjálf- stæðra vestrænna ríkja. Framtíð þeirra er algjörlega undir því kom- in að það takist með friðsamleg- um hætti.“ — Vtkjum aftur ad Urtguerja- landi og samstarfi þeirra við ríki í Vestur-Evrópu. Hvað geta Vest- ur-Evrópu ríkin gert til að styðja við bakið á umbótaöflum þar og víðar í Austur-Evrópu? „Vandinn er sá að það gætir mikillar óþolinmæði í löndum eins og Ungverjalandi og Póllandi, ekki síst þess vegna verða um- bótaöflin að skila árangri sem allra fyrst. Forsetisráðherra Póllands hefur sagt að Samstaða hafi þar hálft til eitt ár til að skila árangri. Ungverjum liggur jafnvel enn meira á. Ef við lítum fyrst á spurn- inguna um með hvaða hætti þessi ríki geti tengst viðskiptaheildum eins og EB eða EFTA. Nú er á það að líta að innan EFTA er ekki yfir- þjóðlegt vald eins og í EB, heldur frjáls samtök ríkja sem byggja hag- kerfi sitt á markaðskerfi og hafa komið á fríverslun. Fríverslun fel- ur í sér að aðildarþjóðirnar hafa undirgengist kvöð um að sam- ræma samkeppnisreglur, afnema ríkisstyrki og aðrar aðgerðir sem skapa mismunum eða draga úr samkeppni. Það er þessvegna al- mennt mat að jafnvel ríki eins og Ungverjaland sem er að hverfa frá pólitísku alræði eigi enn nokkuð langt í land með að uppfylla þau skilyrði sem þarf til að það geti gerst aðili að fríverslun. Ungverja- land er enn þá aðili að Comecon, efnahagsbandalagi Austur-Evr- ópuríkjanna og þessvegna partur af því hagkerfi sem þær byggja á. Enn er talsverður hluti af fram- leiðslu og efnahagsstarfsemi Ung- verja á vegum ríkisfyrirtækja og verðmyndun oft á tíðum tilbúin, þ.e. byggð á millifærslum og ríkis- styrkjum. Því næst bætist það við að EFTA-ríkin eru nú að reyna að eyða óvissu um tengsl ríkjanna við EB með því að undirbúa samninga sem væntanlega hefjast á næsta ári, um sameiginlegt efnahags- svæði þessara 18 ríkja. Það virðist vera tilhneiging hjá ríkisstjórnum EFTA-ríkjanna að líta á samruna- þróunina í Evrópu þannig að hún fari fram í áföngum. Hin gefna Jón Baldvin var í opinberri heimsókn í Ungverjalandi fyrir skemmstu. Þar var hann m.a. viðstaddur undirritun samn- ings um samstarfsverkefni Ungverja og íslendinga á sviði jarðvarma. Fyrirtæki sem Jón segist vonast til aö eigi sér lífvænlega framtíð. Ef til vill er þetta aðeins fyrsta skrefið að samvinnu Ungverja og íslend- inga en Ungverjar sækja nú fast að efla tengsl við ríki í Vestur-Evrópu. stærð er samruni EB- ríkjanna fyr- ir árslok 1992 en næsti áfangi er aö útfæra þennan efnahagslega samruna þannig að hann nái til EFTA-ríkjanna og þar verði einnig samruni og að sá samningur gerist jafnhliða og komi til framkvæmda á sama tíma. Á meðan þetta er að gerast verða samskipti EFTA-ríkj- anna við Austur-Evrópuríkin að byggjast á tvíhliða viðræðum milli einstakra ríkisstjórna eins og verið hefur. Engu að síður er ekki útilok- að að EB og EFTA-ríkin reyni að nota tímann strax til að taka upp samstarf við Austur-Evrópuríkin og samræmi stefnu sína í því máli. Margar slíkar áætlanir eru þegar uppi, bæði með matvælaaðstoð og beinni efnahagsaðstoð auk menntunar sem lýtur m.a. að því að kenna stjórnendum fyrirtækja að athafna sig í markaðskerfi. Eg ræddi þessi mál öll við forsvars- menn í Ungverjalandi og fullviss- aði þá um að EFTA-ríkin myndu ekki beita neinum þeim viðskipta- hindrunum sem gætu gert þeim erfiðara um vik líkt og gert er t.d. í EB varðandi landbúnaðarvörur. Engu að síður standa mál þannig að það verður að taka á þessum málum í réttri röð, fyrst verður að ganga frá samningum við EB, þangað til verða menn að reiða sig á tvíhliða samninga milli ríkis- stjórna. —• Þú rœddir nokkuð viö Ung- verja samskipti þeirra við fslend- höfðu þeir haft spurnir af áform- um okkar um byggingu stórvirkj- ana og uppbyggingu áliðnaðar og þeir sýndu því áhuga að koma með einhverjum hætti til sam- starfs við Atlantal-hópinn. Þeir eiga nokkuð af boxítnámum og vilja einkum leggja þær til í því samstarfi. Það er vitað að önnur EFTA-ríki eru að kanna önnur slík samstarfsverkefni og því er að komast talsverð hreyfing á sam- starf Ungverja við hin einstöku EFTA-ríki á sviði framleiðslu, iðn- aðar og markaðssetningar." — Hvernig horfir framtíðarþró- un Evrópu við þér nú. Er mögu- leiki á einni sameinaðri álfu að lokum? Það er rétt að líta á hina öru þró- un í Vestur-Evrópu sem áfanga að þróun sem að lokum mun ná til Evrópu allrar. Samruni hinna tólf rikja í EB mun verða mjög mikii- vægur fyrir aðrar þjóðir álfunnar. Við getum litið á það frá bæjardyr- um EFTA-ríkjanna sem eru sex smáríki. í raun og veru eru þau svo nátengd efnahagskerfi EB að þau geta ekki staðið utan þeirrar þró- unar sem þar er að eiga sér stað. Ástæðurnar blasa við, yfir 60% af útflutningi EFTA-ríkjanna, að meðaltali, fer á markaði innan EB. Þótt EFTA-ríkin séu fámenn mið- að við EB-ríkin, 30 milljónir á móti 330, þá eru þau samt sem áður öfl- ugasti viðskiptaaðili EB. Reyndar er tiltölulega takmarkað sem EFTA-ríkin, hvert og eitt fyrir sig, geta gert til að örva þróunina í Austur-Evrópu. Hið sameiginlega efnahagssvæði 18 ríkja er hins- vegar svo stórt og öflugt að það munar verulega um það. Ef slík eíning samræmir stefnu sína og beitir efnahagslegum styrk sínum til þess að hífa þessi lönd upp úr stöðnun og vonleysi sem þar hefur ríkt áratugum saman er ljóst að ár- angurinn verður mun meiri. Þetta undirstrikar hið pólitíska mikil- vægi samninganna milli EB og EFTA og sýnir að það getur skipt verulegu máli fyrir pólitíska ný- sköpun í álfunni allri hvernig til tekst. Einn þáttur þessa máls er sá að upplausn Sovéska-nýlendu- veldisins og margvíslegt frum- kvæði Gorbasjovs í því samhengi, m.a. með því að leita nú stíft eftir afvopnunarsamningum við Vest- urveldin, getur skipt sköpum um þróun mála í heiminum á næstu árum til stöðugleika og friðar. Flestir meta það svo að viðleitni Gorbasjovs til að ná afvopnunar- samningum og draga úr vígbún- aðarkapphlaupinu, byggist á þeirri lífsnauðsyn hans að beina framleiðslugetu hins vanþróaða Sovéska hagkerfis að framleiðslu matvæla og lífsnauðsynja. Þetta opnar auðvitað stórkostleg tæki- færi. Það á að taka í þessa útréttu hönd Sovétmanna og flýta þessum viðræðum sem mest má því þarna eru augljóslega gagnkvæmir Vestur-Evrópu tekur mjög mið af því sem er að gerast í Áustur-Evr- ópu og þetta mannlega drama sem menn hafa þarna fyrir augun- um hefur kveikt í fólki vestan tjalds um að þessar breytingar nái fram að ganga með friðsamlegum hætti. Að Vestur-Evrópubúar geti með einhverjum hætti tryggt það, En um leið má sjá þess merki t.d. í Frakklandi að fleira kann að ger- ast. Frakkar velta því mjög fyrir sér hvert verður hlutverk hugsan- lega sameinaðs Þýskalands í þess- ari þróun. Einn af hornsteinum franskrar utanríkisstefnu hefur jú alltaf verið afstaðan til Þýska- lands. Og þrátt fyrir yfirlýsingar um að endursameining Þýska- lands valdi þeim ekki áhyggjum les maður annað úr umfjöllun um málið í Frakklandi. Menn hugsa sem svo að hið nýja þýska stór- veldi í Vestur-Evrópu sem það yrði við sameiningu myndi fylla upp í tómarúmið sem skapast við að Sovétríkin missa mátt sinn að mestu. Þess vegna segja menn; þeim mun stærri sem hin samein- aða heild í Evrópu er, þeim mun líklegri er hún til að verða mót- vægi við risastórt Þýskaland. Það er þessvegna líka í þessu ljósi sem menn verða að skoða mikilvægi samninga milli EFTA og EB. Ef að þetta er rétt túlkun á frönskum hugsunarhætti þá er það ákaflega jákvætt fyrir EFTA löndin, og núna þegar Frakkaland hefur for- ystu fyrir EB, og Frakklandsforseti inga. „Já, reyndar hafa þau ekki verið ákaflega mikil en það er óhætt að segja að þær viðræður voru mjög gleðilegar að þessu sinni. Skrifað var undir samstarfsverkefni varð- andi jarðhitanotkun milli ís- lenskra aðila og ungverskra. Ung- verjar hafa nokkuð mikinn jarð- varma sem þeir vilja nýta í aukn- um mæli og hafa óskað eftir því að byggja á reynslu og tæknikunn- áttu íslendinga. Ungverjar lýstu einnig yfir áhuga á efla allt sam- starf við fslendinga, t.d. á sviði ull- ariðnaðar þar sem Ungverjar hafa mikla offramleiðslugetu. Einnig öflugri en Bandaríkin og Japan til samans. Það yrði efnahagslegt áfall fyrir þessi lönd ef þau stæðu frammi fyrir ytri tollmúr EB og gætu þar af leiðandi ekki keppt við fyrirtæki innan þess. Það myndi hreinlega bjóða upp á efna- hagslega hnignun, samdrátt í lífs- kjörun og stöðnun í þessum lönd- um. Þessvegna er skynsamlegt að líta á samruna Evrópu í áföngum og þessvegna er skynsamlegt fyrir EFTA-ríkin að líta á það sem for- gangsmál að Ijúka samningum sínum við Evrópubandalagið. Þeg- ar við lítum á líklega þróun mála á næstunni í Mið- og Austur-Evr- ópu, þá verðum við að játa að það hagsmunir beggja aðila. Forsenda fyrir því að ríki Mið- og Aust- ur-Evrópu geti iosnað undan veldi Sovétríkjanna og þau sömuleiðis geti beitt takmarkaðri framleiðslu- getu sinni frá viðhaldi herja til um- skipunar hagkerfisins og einbeit- ingar á framleiðslu á neysluvarn- ingi. — Frakklandsforseti kemur í heimsókn í dag. Frakkland er for- ysturíki EB sem stendur og eitt af 7 stœrstu iðnríþjum heims. Hvaða rullu spila Frakkar í þessari þróun innan Evrópu? Sú umræða sem nú fer fram í kemur hingað til að ræða við ís- lenska forsvarsmenn þá eigum við að nota tækifærið til að brýna fyr- ir honum þann skilning okkar að við lítum á væntanlega samninga við EB ekki bara sem hreint og klárt viðskiptamálefni heldur sem lið í hugmyndum um nýskipan mála í Evrópu, sem lóð á vogar- skál þróunar í átt til varanlegs frið- ar í þjóðfélagsskipan Evrópu. Þessi pólitíski skilningur er einnig mjög gagnlegur þegar haft er í huga að Vestur-Þýskaland er það land innan EB sem hefur afdráttar- lausast lýst því yfir að EFTA-ríkin eigi að koma inn í nánara samstarf við EB á þessum tímamótum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.