Alþýðublaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 18. nóv. 1989 5 Dr. Michael S. Voslensky, höfundur Nomenklatura; bókarinnar um herra- stétt Sovétríkjanna, segir í viðtali við Alþýðublaðið að forréttindastéttin lifi enn góðu lífi í Sovétríkjum umbóta- stefnunnar en að einræði kommún- ista sé hrunið og að Austur-Evrópa og Sovétríkin muni breytast í þjóðfé- lög í anda jafnaðarstefnunnar. Dr. Voslensky: „Gorbatsjov hefur skapað sér þá sterfcu ímynd um alla heimsbyggðina að vera maður umbóta. Sú sterka ímynd heldur honum við völd. Herrastéttin mun ekki steypa Gorbatsjov af stóli meðan þessi imynd helst nokkurn veginn óbreytt. Sovétríkin þurfa sárlega á slíkri imynd að halda. ímyndin er líftrygging Gorbatsjovs. Ef hann sendi Rauða herinn á vettvang i Austur-Evrópu myndi þessi ímynd hrynja og Gorbat- sjov með henni." A-mynd/E.ÓI. Frœöimaöurinn sem kom inn úr kuldanum „Því miður hafa ekki orðið neinar á breytingar á Nomen- klatura — herrastétt Sovétríkjanna — þrátt fyrir umbætur Gorbatsjovs. Yfirstétt embættismanna og pólitískra for- ingja er enn við lýðí/ segir Dr. Michael S. Voslensky við Al- þýðublaðið. Dr. Voslensky kaus að setjast að á Vesturlöndum árið 1972. Hann var þá virtur og hátt settur fræði- og vísindamaður í Sovétríkjunum og hafði lifað og hrærst í efri lög- um sovéskrar valdastéttar frá unga aldri. Fyrir u.þ.b. áratug skrifaði hann bókina Nomenklat- ura sem gerði hann heimsfrægan. Þar lýsir hann sovéska stjórnkerf- inu innan frá og ekki síst sinni eig- in stétt, herrastéttinni sem lifir ein- angruðu sældarlífi í vellystingum og völdum. Æfintýralegur ferill___________ í valdakerfi Sovét Dr. Voslensky, sem nú er austur- rískur ríkisborgari, segir yið Al- þýðublaðið að vistaskiptin og bók- in hafi nær kostað hann lífið því tvívegis hafi KGB-menn reynt læsa í hann klónum, eitt skipti í Vínarborg þar sem þeir reyndu að ræna honum og annað skipti í Bre- men þar sem sovéska leyniþjón- ustan reyndi að byrla honum eitur. Dr. Voslensky hefur ævintýra- legan framaferil í Sovétríkjunum að baki. Hann er doktor í sagn- fræði, heimspeki, stjórnvísindum og almennum stjórnmálafræðum. Hann starfaði í alþjóðamálastofn- un sovéska utanríkismálaráðu- neytisins, var uppiýsingastjóri Ráðherraráðs Sovétríkjanna, fé- lagi og starfsmaður Vísinda-aka- demíunar, prófessor við Lú- múmbaháskólann í Moskvu, ritari aðalnefndar Sovétríkjanna um af- vopnunarmál, starfsmaður og ráð- gjafi Æðsta ráðsins og miðstjórnar sovéska Kommúnistaflokksins, sat í UNESCO-nefnd Sovétríkjanna og fleira og fieira. Eftir að Voslensky settist að á Vesturlöndum hefur hann flutt fyrirlestra sem prófessor við há- skólana í Vín, Múnchen, Ham- borg, Munster og Linz, í Banda- ríkjunum og við Max-Planck stofn- unina í Starnberg. Dr. Voslensky er í dag forstöðumaður Sovétrann- sóknarstofnunarinnar í Múnchen. an stans á íslandi; mun flytja fyrir- lestur í dag um ástand og horfur í Sovétríkjunum og í Austur-Evrópu á fundi samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs í Átthaga- sal Hótels Sögu kl. 12 — og síðan liggur leið hans næsta dag til Múnchen. Voslensky er grannleitur, fágað- ur maður með elskulegt fas. Hann er rólegur og svarar spurningun- um af íhugun og yfirvegun. Við ræðum í upphafi um breytingar umbótastefnunnar og áhrif þeirra á stjórnkerfi og innri byggingu valdakerfisins. Voslensky er sann- færður um, að umbótastefnan breyti engu um herrastétt Sovét- ríkjanna; áfram sem áður ríki ákveðin forréttindastétt sem fer raunverulega með völd og stendur dyggan vörð um sérréttindi sín. ,,Eg er nú að ganga frá þriðju út- gáfu bókar minnar um Nomen- klatura," segir Voslensky. „Bókin verður gefin út í London og einnig í rússneskri gerð. Ég hef spurt alla þá Sovétborgara sem ég hef hitt nýlega um umbæturnar í Sovét- ríkjunum og hvaða áhrif pere- strojkan hefur haft á herrastéttina. Ég fæ alls staðar sömu svörin: Um- bótastefnan hefur ekki hróflað við herrastéttinni. Aðeins nokkrar skriffinnskulegar tilfærslur á valdauppbyggingunni. Reyndar hefur miðstjórn Kommúnista- flokksins lýst því yfir að nomenkl- atura — herrastéttin — hafi verið leyst upp. í raun er hér aðeins um smávæginlega uppstokkun í kerf- inu að ræða. En aimenningi í Sov- étríkjunum, sem veit ekkert um eðli eða uppbyggingu herrastétt- arinnar, er sagt að öll forréttindi valdastéttarinnar hafi verið af- lögð. Svo er alls ekki. Þó má segja að hin mikla spilling sem dafnaði á valdatíma Brésnjéffs og náði langt í hans eigin fjölskyldu, hafi minnkað. Sömuleiðis hefur hörku Stalín-tímabilsins linnt. En herra- stéttin lifir enn góðu lífi; hún er lið- ur í embættismannabyggingu kerfisins.' Herrastéttin__________________ lifir góðu lífi Alþýðublaðið hitti dr. Voslensky að máli í gær. Hann var nýkominn frá Bandaríkjunum og gerir stutt- Vinnumenn og þjónar________ ríkisins — Umbótastefnan, sem uirdist hafa fœrt sovéskri alþýöu meira frelsi og meiri meöákvördunar- rétt, hefur þá ekki megnad ad hagga viö herrastéttinni? „Nei. Enda hefur perestrojkan ekki slíkt markmið. Umbótastefna Gorbatsjovs tekur fyrst og fremst mið af því að bæta efnahags- ástand Sovétríkjanna. Það er yfir- lýst stefna Sovétstjórnarinnar. Hverjar eru stéttir Sovétríkj- anna? Efst trónir herrastéttin. Samkvæmt skilgreiningu Leníns á valdastétt, er nomenklatura nú- verandi valdastétt Sovétríkjanna; stéttin sem hefur hin pólitísku og hugmyndafræðilegu jafnt sem hin efnahagslegu völd í landinu. Með öðrum orðum herrastéttin. Síðan er hin vinnandi stétt. Henni má skipta í grófum dráttum í tvennt. í fyrsta lagi vinnumenn ríkisins. Þeir eru eign ríkisins. í öðru lagi er það samyrkjubændurnir. En þar sem bændurnir eru bundir átt- hagafjötrum, má segja að þeir séu endurfædd stétt þjóna. Samyrkju- bændurnir eru í raun ríkisþjónar. Svo er það menntamannastéttin. Umbótastefnan hefur í raun ekki breytt stöðu stéttanna í Sovét- ríkjunum en hún hefur létt and- rúmsloftið og minnkað hörkuna. í tíð Stalíns voru um 12 milljónir manna í vinnubúðum og fangels- um auk þeirra sem flúðu land eða bjuggu landflótta erlendis. í dag er þessi tala um 1—2 milljónir.1 Umbótastefnan ekki nógu afgerandi — Nú byggir Gorbatsjov hina innri uppbyggingu perestrojkunn- ar mikib á vcegdarlausri gagnrýni á stalínismann. Herrastétt Sovét- ríkjanna er einmitt arfleifö frá sta- línismanum. Hvernig foer Gorbat- sjov þetta til aö ganga upp ? „Þetta er einmitt kjarni málsins. Gorbatsjov reynir að gagnrýna og útrýma stalínismanum í Sovétríkj- unum. En kerfið sem Stalín bjó til, heldur áfram að lifa. Stalínisminn blífur án Stalíns. Stalínisminn er ekki lengur jafn ómannlegur og miskunnarlaus eins og í tíð Stalíns. KGB skipuleggur ekki lengur handtökur og fjöldaaftökur. Spill- ingin er einnig minni og nær ekki jafn hátt upp í valdakerfinu. En auðvitað er hún til staðar í Rúss- landi og enn meiri í Asíu-lýðveld- um landsins, þar sem spilling hef- ur þrifist í eitt þúsund ár. En menn mega ekki skilja orð mín svo að ég vanmeta perestrojk- una. Gorbatsjov hefur komið verulegum breytingum til leiðar. Kjarni perestrojkunnar er glasnost — hin opna umræða. Hins vegar hefur umbótastefnan gjörsamlega mistekist sem umbreytingarafl til hins betra i efnahagslifinu. Þar hefur ekkert gerst. Frjálst atvinnu- líf er ekki til í Sovétríkjunum. Til- raunir hafa verið gerðar með sam- vinnufélög — en hvað er svo merkilegt með það? Á keisara- tímabilinu voru samvinnufélög leyfð í Sovétríkjunum. Stalín bann- aði starfsemi samvinnufélaga. Gorbatsjov hefur leyft tilrauna- rekstur samvinnufélaga. Það er lit- ið á það sem byltingu. í raun er Gorbatsjov að sigla milli skers og báru. Afturhaldsöflin vilja ekki neina tegund af frjálsri verslun og frjálslyndu öflin vilja opna at- vinnulífið. Útkoman er tilraun með samvinnuíélög! Yfirstjórnir lýðveldanna geta hvenær sem er bannað samvinnufélögin. Hug- mynd Gorbatsjovs er sú, að sam- vinnufélög keppi við ríkisverslun. Ríkið hefur hins vegar verulega yfirburði þar sem öll aðföng og vinna við rekstur ríkisverslunar er niðurgreidd. Vörur og þjónusta samvinnufélaga verður því miklu dýrari og illa samkeppnishæf við ríkið. árangurinn hefur orðið sá að almenningi er illa við samvinnufé- lögin. Þar með hefur vísi að frjálsu atvinnulífi verið ýtt út í myrkrið. Þetta segir dálitla sögu um það, hvers vegna umbæturnar í efna- hagslifinu ganga svo seint og illa fyrir sig. Gorbatsjov tekur ekki af- dráttarlausar ákvarðanir heldur reynir að brúa bil beggja, aftur- halds og frjálslyndis. Mesta skyssa Gorbatsjovs í perestrojkunni er einmitt þessi: Að sigla alltaf milli skers og báru. Hann er enn hræddur við íhaldsöflin og hefur gefið allt of mikið eftir. Ef Gorbat- sjov vill sjá árangur af umbóta- stefnu sinni, verður hann að hafa þor til þess að hætta að ganga skrykkjótt en þess í stað taka stefnufastan kúrs í átt til frjálsræðis og frelsis.' Uppreisn nýlendanna__________ í Austur-Evrópu — Vid höfum ordid vitni ad miklum umbreytingum í Aust- ur-Evrópu. Hvaö er í raun aö ger- ast i kommúnistalöndunum? Hver verdur framtíd þeirra? „Það sem er að gerast í Aust- ur-Evrópu er hrun hins kommún- íska sósíalsima. Það er nú endan- lega sannað, að hinum kommún- íska sósíalisma hefur mistekist. Það þýðir þó ekki að hinn lýðræð- islegi sósíalismi hafi beðið ósigur. Hugmyndir sósíaldemókrata um sósíalisma lifa góðu lífi og hafa byggt upp sterk og lýðræðisleg þjóðfélög eins og á Norðurlöndum og í V-Þýskalandi. Það er hinn ein- ræðislegi, kommúníski sósíalismi sem nú er kominn að fótum fram. Þetta hafa þær þjóðir A-Evrópu sem búa við landamæri frjálsra, vestrænna ríkja skilið fyrir löngu. Það hefur hins vegar tekið lengri tíma í Sovétríkjunum. Mörg ríki A-Evrópu voru einnig þróuð fram- leiðslu- og menningarlönd þegar áþján kommúnismans lagðist yfir þau. Þau voru gerð að vanþróuð- um löndum. Önnur saga gildir um Sovétrík- in. Þau eru í eðli sínu og söguleg- um hefðum hið fullkomlega kon- ungdæmi; keisaraveldi aftur i ald- ir. Landið fékk sína fyrstu stjórnar- skrá árið 1906. Sovétríkin voru land lénsskipulagsins. Kapítaiism- inn náði aldrei að skjóta þar rót- um, tók aðeins þar sín fyrstu skref. Hin sósíalsíska bylting 1917 bylti því ekki kapítalismanum, heldur lénsskipulagi keisaraveldisins. Landið breyttist í alræði rikis- valdsins en hélt skipulagningu lénskipulagsins. Þannig hafa Sov- étríkin verið fram á okkar dag. Þetta verðum við að hafa í huga þegar vió skilgreinum Austur-Evr- ópu ríkin undir stjórn kommún- ista. Þau eru ekki sósíalísk ríki heldur lénsríki í alræði hins sov- éska ríkisvalds. Þau eru hluti af lénsskipulaginu. Sovétríkin eru síðasta heimsveldið sem trónir yf- ir nýlendum. Nýlendurnar í Aust- ur-Evrópu rísa nú upp' Líftrygging Gorbatsjovs er imynd hans — Hvers vegna hefur Gorbat- sjov og ráöamenn í Moskvu látiö þessa uppreisn eiga sér staö? Hvers vegna skerast þeir ekki í leikinn eins og I Ungverjalandi 1956 og Tékkóslóvakíu 1968? Framh. á bls. 11. INGÓLFUR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.