Tíminn - 24.03.1968, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.03.1968, Blaðsíða 10
o TÍMINN Níræður Árni Sigurpálsson - í Skógum Meðal byggða iþeirra er liggja inn af Skjálfandaflóa, er Reykja- 'hverfi. Það hefur Hivainmsheiði og Aðaldal á aðra höad, en víð- áttur Reykjaheiðar á hina. Mikið vetrarríki er um þessar slóðir, svo sem víðar er í Þingeyjar- sýsluum og stundium geisa þar byljir, sem engu eira. Verður þá ibaráttam fyrir lífinu ærið hörð, bæði mönnum og málleysingjum, En með vorkomu breytist héraðið í „nóttlausa voraldar veröld“, sem býr yfir miklum töfrum fegurðar og gróandi. Norðarlega í Reykja- hivertfi er býlið Skógar. Þaðan er útsýni vítt, bæði til hafs og heiða, og þar rís sól snemma en geng- ur seint til iviðar. í þessu umhverfi hefur Ámi í Slkógum lifað og starfað í níutíu ár, ef trúa má kirkjulbókum, en er iþó enm svo ungur og óbugaður að furðu gegnir. Má nærri geta að á níutíu ára æviferli einyrkja bónda og ertfiðismanns, hefur margt það að höndum borið, sem reynt hefur andlegt og líkamlegt atgervi ti,l þrautar, en engu að síður er Árni en.n léttur í spori og hýr í augum, og má af því marka að maðuriinn er af góðu efni gerður. Árni er fæddur í Skógum 24. marz 1878. I\)reldrar hans voru Sigurpáll Árnason og Guðný Ólaísdóttir sem þá bjuggu þar húi sínu. Bæði voru þau hjónin komin af traustum ættstofnum, þingeyskum í marga liði. Þau eigmuðust níu börn, en fjögur iþeirra dóu í æsku. Ekki voru þessi hjón talin með efnaifólki, en Iþó mun heimili þeirra aldrei hafa liðið beinan skort, enda fylgdist að, fyrinhyggjia og harðfylgi ibeggja í iþví að sjá sér og sín- um farborða. Það lætor kynlega í eyrum nú- tíma fólks, þegar talað er um skort, en engu að síður er það staðreynd, að í æsiku þeirra, sem nú eru elztir, var hungurvofan tíður gestur á mörgum heimiium, og ærin þrekraun að verjast á- sókn hennar. Væri ef til vill holl ast að minnast þess nokikru oftar en nú er gert. í Skógum liðu bernskuiár Árna við leiki og störf, einkum þó við störtf, því snemma var byrjað að vinina eftir því sem orka leyfði. Svo bar það við einn þungbúinn vetrardag að faðir Árna bjóst að heiman, kvaddi konu og börn og hélt til Húsaivikur til aðdrátta fyr ir heimili sitt. Um tovöldið brast á stórhríð með ofsaveðri. Löng mun sú nótt hafa orðið þeim, er iþá vöktu og biðu í baðstofunni í Skógum. Að morgmi var hús- freyjan í Skógum orðin ekkja og börnin þar föðurlaus. Þá.var Árni lll ára. Á þeim tíma, og við slikar að- stæður fór oftast svo að heimili leystust upp og átti þá margur um sárt að binda.. Það varð þó ekki í Skógum. Húisfreyjan þar lét ekki bugast, en hélt saman hóp sínum og Árni, sem ekki hafði einu sinni náð fermingar- aldri tók á sínar herðar forstöðu og umsjá búsink. Þetta var á ein- um hinum mesta harðindakafla, er sögur fara af á seinni öldum, og miá segja að haliæri hafi þó verið í landi. Má því ljóst vera að bæði Árni og móðir hains, og systur, færðust mikið í fang. En' öll reyndu'st þau vandanum vax- in og . úrræði þeirra og atorka nægðu til þess að fleyta heimili þeirra yfir alla erfiðleika, og leysa hvern þann vanda, sem að höndum bar. Munu hér hafa kom ið að góðu haldd þeir eiginleikar, sem Árni átti þá, og alla ævi sáð- an, í ríkum mæli — karlmeínska og harðfengi, ásamt Mifsorku og hjartsýni. En hivort sem um þetta eru sögð fleiri orð eða færri, er víst að öll skiluðu þau siínum verkefnum í þessari baráttu, með fulttri sæmd. Svo líða árin. Árni verður rúm lega tvítugur og þá deyr móðir hans. Hann hefur þá af hendi leyst þá þrekraun sem homum bar að höndum við hið sviplega frá- fsll föður hans, og sýnt það og sannað að nokkuns mátti af hon- um vænta. Árið 1890 kivœntist hann Guð- rúnu Sörejisdóttor. Hún var af Hialldórsstaðaiætt. Þau halda á- fram búskaipn.um í Skógum. Guð- rún var hlédræg kona og barst ekki mikið á, en hún var búin flágætum mannkostum og mikilli reisn, sem skýrast kom í ljós þeg- ar einhver smælinginn þarfnaði'st huggunar eða hjálpar. Þau Árni og Guðrúrn bjuggu í Skógum í 47 ár, eða þar til hún andaðist árið 1948. Dóttir þeirra er Guðný hús- freyja í Skógum, gijft Gunnlaugi Sveinbjarnarsyni bónda þar. Þrjú 'börn þeirra Árna og Guðrúnar dóu í æsku. Eftir fnáfall Guðrún- ar hélt Árni áfram búskap sin- um um skeið. Heyjaði hann á sumrum en hirti kindahóp sinn á vetrum. Aldrei var bú hans stórt en hann bjó vel og fallega. Hús- dýrin voru vindr hans og félagar og hann sá vel fyrir þörfum þeirra og umgekkst þau með mik illi nærtfærni. Sjálfstæðan búskap hafði Árni með höndum sjötiu og þrjú ár, og munu fáir hafa gert betur. Þegar Árni hóf með móður sinni búskap sinn í Skógum 12 ára að aldri, voru aðstæður allar með nokkuð öðrum hætti en nú er. Þá voru engir vegir, engiinin sím i ekkert rafmagn, engin farar tæki á landi nema hestarnir. Það vantaði í stuttu máli sagt flest þau þægindi og marga þá hluti, sem við nú teljum til Mfsnauð- synja. Híbýli manna og dýra voru þá lágreistir torfkofar sem vetrar byljir kaffærðu í fönm og myrkr- ið var all'sráðandi í sikammdeg- inu. Þess vegna var baráttan við náttúruöflin hálfu harðari og tví- sýnni þá en nú er. Árni í Skóg- um vár vel íþróttum búinn _ og það er staðreynd, sem lýsir Árna betur an mörg 'orð fá gert að um áratuga skeið var það talið sjálif- sagt í Reykjahverfi að leita til hans þegar mikils þurfti með, t.d. ef sækja þurfti ljósmóður eða vitja læknis í illfærum veðrum. Kom þar til bæði traust manna á karlmennsku þans og svo það, að Ámi var ætið reiðubúinn að leysa hvers lmanns vandræði ef það stóð í hans valdi. Engar skýrslur eru tM um það hve mörg um mamnslífum' Árni hefur bjarg að með þessum ferðum. en nokk- ur munu þau vera ef að líkum lætur. Og það var ekki einungis þegar um líf eða dauða var að tefla, sem leitað var liðsinnis Áma. Ef vinna þurfti verk sem vandasöm þótti eða ógeðfelM, var til hans farið og mér er ekki kunnugt um að hanin hafi nokkru sinni látið neinn er þarfnaðist hjálipar hans fara erindisleysu. Um laun fyrir erfiði sitt og á- hætto spurði Árni hinsvegar aldrei, og munu þau oftast hafa SUNNUDAGUR 24. marz 1968 lítil orðið, ef telja skal í krón- um og aurum. Hitt er annað mál að Árni hefur á langri ævi safn- að drjúgum sjóði þakklætis og virðingar með þessum hætti. Ævistarf Árna í Skógum grein- ist í marga þætti, og verða þeir ekki a'llir raktir hér, enda mundi það efni fylla stóra bók. En drepa má þó á einstöik atriði. Þegar Árni var 14 ára að aldri var hoin- um falið það starf að vera grenja skytta fyrir sveit sína. Gefur þetta hugmynd um þá tiltrú er hann naut hjá forystumönnum siveitarinnar, því að í þá daga var þetta átoyrgðarstarf, og skipti miklu máli hvernig það var af hendi leyst. Þessu starfi gegndi Árni svo í 52 ár, eða þanigað til hann var á 67 aldursári, og var þess aldrei getið að honum hefði mistekizt í viðureign við lágfóto. Veiðimennskan var honum í blóð toorin og hann stundaði hana af kaippi hvort sem um var að ræða refi, rjúípu eða lax. En vel má toæta þvtí hér við að veiðimennska Áma var ekki sport á nútáma- vísu. Hiún var knúin fram af þeirri nauðsyn að forða búpen- ingi frá bitvargi, og að afla sér og sínum bj'argar og viðurværis. Refaveiðar hafa, sivo sem kunn- ugt er í för með sér miklar úti- legur á fjöllum og fimindum, og þær reyina mjög á þol og þraut- seigju. Marga ilMðrisnótt hefur Árni vakað, bvalinn af þreytu og vo'stoúð, en þó hygg ég að hon- um sé minnisstæðari miorgundýrð in á Reykjaheiði, þegar vorsól reis og gæddi öræfin litum og lífi. Árnd í Skógum er sagnaþulur sem kann að segja frá mönnum og atburðum, sivo að söguefnið verður áheyrendum ljóslifandi. Fer saman aftourða gott minni, háttvisi og nákvæmni í frásögn. Væri ríkisútvarpið íslenzka nokkuð betur á vegi statt ef það ætti á segultoandi eimhverjiar frá- sagmir hans t.d. um refaveiðar, laxveiðar eða svaðilfarir á sjó og landi. Er þar af nógu að taka. Árni í Skógum hefur verið gætfw maður um marga hluti. Hlonum auðnaðist að lifa hina mesto breytingu og byltinga tíma í þiots- und ára sögu íslands. Hann hóf lífs'starf sitt í S’kógum 12 ára gam all og tók þá upp barátto við næstum því óyfirstíganlega erfið- leika og honum tókst að sigrast á þeim. Þá var túnið í Skógum þýfður smáblettur, byggiingarnar smákofar úr torfi og vegleysur til allra átta. Nú eru þar ræktar- lönd stór reisulegar toyggingar og birta í hverjum krók og kima Þetta hetfur áunnizt á níutíu ár- um. Fleiri hafa lagt þar hönd að verki en Árni, en þó er það víst að hann reyndist trúr því hlut- verki, er honum var á herðar lagt, — að taka við óðali feðra sinna, leggja grundvöll að áfram- haldandi uppbyggingu og skila því til eftirkomendanna betra og bjartara an áður var. Framlag hams til uppbyggimgar sveitarinn- ar, héraðsins og landsins alls verð ur því aldrei véfengt. En gæfa hans er líka í því fólgin að nd- ræður að aldri trúir hann því og treystir, að fram verði sótt enn um sinn, þótt með öðrum hætti sé en var í hans ungdæmi fyrir siðustu aldamót. Á tímamótum gefur sýn bæði frarp á leið, og langt aftur í lið- inn tíma. Þá verður ljóst að margs er að minnast og margt ber að þaikka. Samferðamenn Áriia í Skógum hafa á níutíu ára afmælisdegi hans, ríka ástæðu til að þakka honum samfylgdina um farinn veg. Þegar torsótt var og mest blés á móti, var tiann jafn an hinn trausti og öryggi fylgdar maður og félagi, sem gladdist yf- ir unnum sigrum, en sama sem gleymdi erfiðleikunum jafin skjótt og þeir voru yfirstignir. SHkrar fylgdar er gott að njóta. Atli Baldvinsson. Nýtt...Nýtt Chesterfield filter neð hinu gó&a Chesteriield brag&i... Mode in U.S.A. 2 0 F I LTE R CIQARETTES Loksins kom fíiter sígraretta með sönnu tóhakshragði Reynið góða bragðið Reynið Chesterfíeld fíJter Sinfóníuhljómsveit íslands Skólatónleikar í Háskólabíói miðvikudag. 27. marz kl. 10.30 og kl. 14.00 og fimmtud. 28. marz kl. 14.00. Börn, sem eiga áskriftarmiða að tónleikum 27. febrúar komi á tónleikana miðvikudag 27. marz kl. 10.30 (ekki fimmtudag 28. marz eins og stend ur á miðanum) og börn, sem eiga áskriftarmiða 26. febrúar kl. 14.00 komi nú miðvikudag 27. marz kl. 14.00. Aðgöngumiðar að tónleikum fimmtud. 28. marz kl. 14.00 eru seldir í skólunum og í Ríkis- útvarpinu Skúlagötu 4.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.