Alþýðublaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 2. des. 1989 MMWBLMHD Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Sigurður Jónsson Leturval, Ármúla 36 Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. Svartir dagar hjá Þorsteini Z<andsmenn urðu vitni að samfelldri niðurlægingu Sjálfstæðisflokksins fjóra tíma í beinni útsendingu í fyrrakvöld. Þá mælti Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins fyrir vantrauststillögu sinni á ríkis- stjórnina á Alþingi. Að loknum umræðum um tillög- una var gengið til atkvæðagreiðslu og vantraustið fellt. Ríkisstjórnin er samstilltari og sterkari en nokkru sinni frá því að hún var mynduð. Pað getur hún eink- um þakkað Þorsteini Pálssyni fyrir. Alvarlegasta og hættulegasta skyssa formanns Sjálf- stæðisflokksins var sá þáttur vantrauststillögunnar sem byggði á þeint staðhæfulausu ásökunum á hend- ur ríkisstjórninni og utanríkisráðherra sérstaklega með því að vefengja rétt Jóns Baldvins Hannibalsson- ar utanríkisráðherra að taka þátt áfram í viðræðunum við Evrópubandalagið fyrir hönd íslands og sem for- maður EFTA, nema að fyrir lægi þingsályktunartil- laga frá Alþingi. Um þetta atriði segir utanríkisráð- herra í viðtali við Alþýðublaðið í gær: „Samkvæmt stjórnarskrá hefur utanríkisráðherra svonefnt stöðu- vald til að gera milliríkjasamninga fyrir íslands hönd án þess að leggja efni þeirra eða innihald fyrirfram fyr- ir Alþingi. Ef hér er um að ræða mikilvæg mál sem varða stjórnskipan eða afsal landréttinda þá er ótví- rætt að enginn slíkur samningur hefur gildi, bindur hvorki þing né þjóð fyrr en hann hefur verið lagður fyrir Alþingi. Það er vegna þess að þegar gengið er til samninga við erlenda aðila um mikilvæga þjóðar- hagsmuni, getur það verið óæskilegt og beinlínis hættulegt að gera það að opinni bók fyrirfram. Utan- ríkisráðherrar Sjálfstæðisflokksins eins og t.d. Bjarni heitinn Benediktsson og Geir Hallgrímsson hafa alla tíð gætt þessarar grundvallarreglu. Enda væri annars verið að gefa mjög hættulegt fordæmi, enginn veit hvers konar samsteypustjórnir hér verða myndaðar síðar." I annan stað gerði formaður Sjálfstæðisflokksins lítið úr sameiginlegum viðræðum EFTA og EB en lagði á það áherslu að íslendingar ættu heldur að leita eftir formlegum tvíhliða viðræðum við Evrópubandalagið til að tryggja sjávarútveginum aðgang að mikilvæg- ustu mörkuðum hans. Þetta er í senn háskaleg og heimskuleg gagnrýni. Heimskuleg, vegna þess að slík formleg beiðni myndi framkalla hina opinberu af- stöðu EB-ríkja um fiskveiðiheimildir í íslenskri lög- sögu. Hættuleg, sökum þess að teflt er í tvísýnu þeim mikla árangri sem utanríkisráðherra íslands hefur náð sem formaður EFTA í viðræðum við forystumenn EB- ríkja. Sú mikla vinna Jóns Baldvins Hannibalssonar, og þau nánu tengsl sem utanríkisráðherra hefur skap- aö í EFTA-formannstíð sinni, hefur gjörbreytt samn- ingsstöðu íslands til hins betra og opnað nýjar leiðir. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra varpaði fram þeirri spurningu við umræðurnar á Alþingi í fyrrakvöld, hvort vantrauststillaga formanns Sjálf- stæðisflokksins væri flutt í þeim tilgangi að erfiða ut- anríkisráðherra störf sín í þágu ráðherranefndar EFTA. Abyrgðarleysi forystumanna Sjálfstæðisflokksins hefur stefnt íslenskum hagsmunum í voða. Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði við umræð- urnar um vantrausttillöguna á Alþingi, að það væru merkileg þáttaskil þegar það gerist á einum og sama deginum aö Sjáifstæðisflokkurinn ryfi áratuga hefð í utanríkismálum um samstöðu lýðræðisaflanna. „Þetta eru svartir dagar í sögu Sjálfstæðisflokksins," sagði utanríkisráðherra. Einar Benediktsson sendi- herra sá sig knúinn að rísa á fætur á þriðja sameigin- lega fundi þingmannanefndar EFTA og utanbandalags- nefndar Evrópuþing.sins í Brussel í fyrradag og stað- festa að utanríkisráðherra íslands kæmist ekki til fundarins vegna umræðu um vantraust á ríkisstjórn ís- lands. Sendiherrann flutti einnig þau boð utanríkisráð- herra að ekki væri búist við að vantraustið næði fram að ganga. Þá sagði Einar Benediktsson sendiherra að það væri þýðingarmikið að það skildist fyllilega, að ís- lensk stjórnvöld styddu sameiginlega stefnu EFTA um að hefja samninga við EB á næsta ári. Ábyrgðarleysi forystu Sjálfstæðisflokksins er orðið slíkt, að sendi- herrar Islands eru tilneyddir að nánast biðjast velvirð- ingar á frumhlaupi þeirra á alþjóðlegum vettvangi. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýöuflokkurinn hafa bor- ið gæfu til þess að snúa bökum saman í öryggis- og ut- anríkismálum. Þessir tveir stjórnmálaflokkar hafa haft lýðræði, frelsi og vestræna þjóðfélagsgerð að leið- arljósi þegar utanríkisstefna Islands var mótuð á árun- um eftir heimsstyrjöldina síðari. Aldrei fyrr hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt ábyrgðarleysi í utanríkis- málum í líkingu við þá uppákomu sem landsmenn urðu vitni af í útvarpi og sjónvarpi í fyrrakvöld. Þar voru mikilvægir utanríkishagsmunir íslensku þjóðar- innar gerðir að hráskinnaleik. Það er ekki nema von, að utanríkisráðherra hafi spurt, hvort Þorsteinn Páls- son og hin unga forystusveit Sjálfstæðisflokksins hafi haft umboð frá Sjálfstæðisflokki til að stefna utanríkis- hagsmunum þjóðarinnar í háska? Þær ómerkilegu áróðuraðferðir sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa beitt að undanförnu, meðal annars með því reyna aö hafa æruna af pólitískum andstæðingum með skipulögðum lekum í fjölmiðla, styður þá tilgátu að flokkurinn hafi tapað reisn sinnar gömlu framvarða- sveitar þar sem staðið var vörð um málefni í stað þess að vega aftan að mönnum. Orð utanríkisráðherra eru rétt: Þetta eru svartir dagar í sögu Sjálfstæðisflokksins en einkum hjá formanninum Þorsteini Pálssyni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.