Alþýðublaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 5. des. 1989 11 ÚTLÖND Erf iðleikar breskra kúabænda Hundruð smábænda gætu hugsanlega misst allar eigur sínar vegna þess að kýr þeirra fengu blýeitrað fóður, og mjólkin úr þeim þvi ekki hæf til manneldis. Þetta er mikið áhyggjuefni en fóðrið sem er einskonar hrísmjöl, var flutt frá Austurlöndum fjær með skipum til Bretlands en selj- andinn er frá Hollandi. Stöðvuð hefur verið öll sala á mjólk og Heilsa og fjárhagur í hœttu, uegna blýs í kúafóöri. Michael Harrison, kúabóndi i Devon á Englandi, er áhyggjufullur vegna eitraðs fóðurs sem kúm hans var gefið. nautakjöti frá þeim búum þar sem eitrunarinnar hefur orðið vart, meðan frekari rannsóknir eru í gangi. Ríkisstjórn Hollands hefur látið gera blóðrannsóknir á 25 bænd- um þar í landi og kom þá fram að meira blýmagn var í blóði þeirra en eðlilegt getur talist, þó ekki svo hátt að hættulegt sé. John Gumm- er landbúnaðarráðherra Breta segir þetta vera glæpsamlegt sam- særi um að endurselja fóður sem hefur verið lýst ónothæft og hefur Scotland Yard verið falið að rekja slóð þeirra sem bera ábyrgðina. Það er álitið að blýmengaða mjólkin hafi verið í umferð í eina til tvær vikur og hafa bændurnir miklar áhyggjur af heilsufari fjöl- skyldna sinna því þær neyta íðu- lega mjólkurinnar eins og hún kemur frá kúnum. Nú eru í gangi miklar rannsókn- ir á blýmagni í lifur nautgripa og kjötsala frá að minnsta kosti 400 búum hefur verið bönnuð þar til þeim rannsóknum er lokið og eftir því hver útkoma rannsóknanna verður. Bændurnir hafa áhyggjur af því hver borgi mjólkina sem hefur mengast af blýinu í fóðrinu. Þeir tapa hundruðum punda á degi hverjum vegna sölubannsins og ofan á það bætist að í það minnsta 30 nautgripir hafa drepist úr blý- eitrun. Sjónvarpið kl. 20.35 FERÐ ÁN ENDA (Infiníte Voyage) Þetta er lokaþáttur í bandarískum myndaflokki um eitt og annað í um- hverfi okkar. Þessi þáttur hefur yfir- skriftina Lykillinn að lífinu. Það er ekki lítið sem menn takast á við. Bara vonandi að þeir finni ekki út, blessaðir Kanarnir, hver lykilliiin að lífinu er. Það væri Ijóta tilveran ef menn vissu svör við þessu. Sjónvarp kl. 21.35 NÝJASTA TÆKNI 0G VÍSINDI Að venju verða einar þrjár myndir á dagskrá í þættinum sem er sá elsti í Sjónvarpinu sennilegast. Fyrst verð- ur sýnd ísraelsk mynd um rann- sóknir á lífrænum kristöllum í nátt- úrunni. Því næst bandarísk mynd um nýjustu rannsóknir á hinum ill- víga sjúkdómi, geðklofa og hugsan- lega lækningu sem verið er að þróa á því meini. Þriðja myndin sem er þýsk fjallar um æfingastöð fyrir kaf- ara sem búin er nýstárlegum búnaði ýmiss konar. Fjórða og síðasta myndin er bandarísk en í henni er lýst lífeðlisfræðilegum rannsóknum er bandarískir vísindamenn hafa framkvæmt á djúpsjávarfiskum og ýmsum fróðlegum niðurstöðum sem þær hafa leitt í Ijós. Þátturinn er 15 mínútúr að lengd. Sjónvarpið kl. 22.00 TAGGART - HEFNDARGJÖF (Root of Evil) Fyrsti hluti af þremur í skoskri saka- málamynd um þann óviðjafnanlega fýlupúka, Taggart lögregluforingja sem leikin er af Mark McManus. Sagan að þessu sinni segir af því að lánardrottinn nokkur finnst myrtur og afar illa útleikinn að auki eins og hitt sé ekki nóg. Eina vísbendingin sem lögreglan hefur til að fara eftir er blóði drifinn vasaklútur. Takið sérstaklega eftir skemmtilegum aukapersónum annarsvegar, flókn- um og vel uppbyggðum söguþræði hinsvegar og siðast en ekki síst, stórskemmtilegri tónlist sem prýðir þættina. Stöð 2 kl. 23.00 RICHARD NIX0N Heimildarmynd um þennan um- deilda forseta Bandaríkjanna, Tric- ky Dick eins og hann var kallaður. Nixon er ekki dauður úr öllum æð- um enn en segja má að hann hafi haft ótrúlegt þrek til að rísa upp aft- ur eftir að hafa beðið pólitiska ósigra. Síðast var þvi t.d. lýst þegar hann, sem fyrrum varaforseti, tap- aði fyrst fyrir John F. Kennedy í for- setakosningum og svo strax aftur tapaði hann í kosningum til fylkis- stjóra í Californiu. Eftir það héldu víst allir, hann sjálfur meðtalin að hann væri endanlega búinn að vera, en annað kom á daginn. Með þvi fylgjumst við í þessum þætti. 0 STÖD 2 17.00 Fræösluvarp 1. Bavianar 2. Fuglar 17.50 Flautan og lit- irnir 15.25 Blái kádiljákinn Bíómynd 17.00 Santa Barbara 17.45 Jólasveinasaga 1800 18.10 Hagalín hús- vörður 18.20 Sögusyrpan Breskur barnamynda- flokkur 18.50 Fagri-Blakkur / 18.10 Veröld — sagan i sjónvarpi 18.40 Klemens og Klementína Lokaþátt- ur 1900 19.20 Tommi og Jenni 20.35 Ferö án enda Lokaþáttur. Lykillinn að lífinu 21.35 Nýjasta tækni og visindi 22.00 Taggart — Hefndargjöf Fyrri hluti. Skosk sakamála- mynd í þremur hlut- um. 19.19 19.19 20.30 Visa-sport 21.30 f eldlinunni Pjóðmál i brennidepli 22.10 Hunter 2300 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok 23.00 Richard Nixon Seinni hluti heimildar- myndar 23.50 Ránið á Kari Swenson Sannsögu- leg mynd um skíða- konuna leiknu, Kari Swenson. 01.30 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.