Tíminn - 15.05.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.05.1968, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 15. maí 1968. 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusimi: 12323. Auglýsingasimi: 19523. Aðrar skrifstofur, síimi 18300. Áskriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Siglingarnar og hafísinn í grein eftir Hjört Hjartar, framkvæmdastjóra Skipadeildar SÍS, sem birtist í blaðinu 1 gær, var rætt um þann vanda, sem af því hlytist, ef hafís lokaði höfnum meira eða minna um lengra skeið. Eins og nú horfir er því miður tímabært, að menn geri sér þennan vanda ljósan og hvernig beri að bregðast við honum. í grein Hjartar er eiiikum minnt á þrjú atriði til lausnar þessum vanda. í fyrsta lagi minnir Hjörtur á, að í nágrannalöndum okkar, sem hafa við ísvandamál að stríða, tíðkast það, að kaupskip, sem halda uppi siglingum á ístímabili, til þíttrra svæða, sem lokuð eru eða hættuleg, fá nokkurn tekjuauka til að mæta þeim skakkaföllum, sem ís er ætíð samfara. Þetta er gert með því, að sérstakt ísálag kemur á flutningsgjaldið. Það er ekki víst, að þetta form eigi við hér, en eitthvað slíkt mun þó verða að gera. Eðlilegt er að landsmenn allir taki á sig þann halla sem af slíku leiðir, því nógir eru samt erfiðleikar þeirra, sem á hinum lokuðu svæðum búa. í öðru lagi minnir Hjörtur Hjartar á upplýsingaþjón- ustu til skipanna. Flugvélar duga bezt til þeirra hluta. Það þarf að vera fyrir hendi almennt ískönnunarflug, svipað því, sem Landhelgisgæzlan heldur nú uppi, með flugvél sinni. Þetta er hins vegar ekki nóg. Með þeim hætti fæst yfirlit um ísinn einu sinni eða tvisvar í viku. •Slíkt er gagnlegt og nauðsynlegt en ófullnægjandi fyrir þau skip, sem komin eru inn á íssvæðið og eru þar ef til vill föst, eða hálfföst og vita ekki hvert halda skal. Til mála virðist koma, að í landshlutum séu litlar flugvélar, sem hafi það verkefni að fljúga daglega, eða oft á dag, þegar skip eru að sigla í ísnum og leiðbeina þeim. Það hefur sýnt sig nú undanfarna daga, að hjálpað getur skipum, þegar 1 óefni er komið. Til slíkrar leiðbeiningar- starfsemi henta betur smávélar en stór og þung flugvél, stáðsett hér í Reykjaví'k, eins og sú sem Landhelgisgæzl- an hefur nú umráð yfir. Flugvélaþjónusta, eins og sú, sem hér er bent á, gæti eicki aðeins verið gagnleg fyrir kaupskip, heldur ekki síður fyrir fiskibáta, sem um hættusvæðin þurfa að fara. í þriðja lagi minnir Hjörtur á, að nauðsynlegt sé fyrir okkur að fá reynslu af ísbrjót. Skynsamlegasta leið- in í þessum efnum væri að fá leigðan ísbrjót hjá frænd- um okkar og vinum í Danmörku, Svíþjóð eða Noregi. Slíkt þarf ekki að kosta mikinn pening. Það er ekki nema þriggja daga sigling frá þessum slóðum til Aust- fjarða. ísbrjóturinn hefði vafalaust getað hjálpað fiski- mönnunum ,sem voru að brjótast um fyrir Austfjörðum seinustu daga og voru um 30 tíma að komast þá leið, sem venjulega er hægt að sigla á einni stundu. Fiski- bátarnir hefðu ef til vill getað farið í fleiri róðra ef ísbrjótur hefði verið til staðar á þessu svæði. í greinarlokin fórust Hirti þannig orð: „Þau þrjú atriði, sem ég hefi hér nefnt, tel ég miklu varða, þegar rætt er um viðbúnað okkar gegn hafíshættunni. Það getur vel verið að hafísinn hvarfli frá landinu næstu daga og við skulum vona að svo verði. En andvaraleysi dugar ekki. Við megum ekki láta það henda okkur, að gleyma því, að hafísinn getur komið að nýju um næstu áramót.“ Undir þeáSi varnaðarorð ber vissulega að taka. TIMINN ERLENT YFIRLIT Kosnlngasigrar þjóðernissinna í Skotlandi vekja mikla athygli Knýja þeir fram sérstaka ríkisstjórn og löggjafarþing? FYRIR fáum árum birtist stutt grein í norska blaðinu Aftenposten, þar sem því var haldið fram, að Skotar ættu meira sameiginLagt með nor- rænum þjóðum en Bretum. Norðurlandamenn ættu þess vegna að hafa samúð með skozku þjóðernisihreyfingunni. Grein þessi vaír eftir einn mið stjómarmann skozka þjóðemis flokksins, Scottisih National Party. Yfirleitt munu lesend- ur Aftenpostens ekki hafa tek ið hana alvarlega, enda var þá almennt litið á flokk skozku þjóðeraishreyfingarinnar sem fámennan hóp hugsjónamanna og sérvitringa. Nú er þetta breytt, þvi að flokkur þeirra er orðið afl í skozkum stjórn- málum, sem stóru flokkarnir komast ekki hjá að taka fyllsta tillit til. Þess vegna rifjaði Aftenposten nýlega upp áður- nefnda grein, sem mun hafa verið flestum lesendum blaðs- ins gleymd. SKOZKU þjóðernissinnarnir áttu nokkru fylgi að fagna fyrst eftir síðari beimsstyrjöld ina. Þá fengu þeir einn þing- mann. Hann missti sæti sitt strax í næstu kosningum og síðan bar lítið á flokki þjóð- emissinna, þótt hann héldi starfsemi sinni áfram. Hann bauð fram í nokkrum kjördæm um í þingkosningunum 1966, en fékk engan mann kosinn. Skotar kjósa aUs 71 þingmann af 630, sem sæti eiga í þing- inu í London, og skiptust þeir þannig í feosnimgunum 1966: Verkamannaflokkurinn 46, — Íhaldsílokkurinn 20, Frjáls- lyndi flokkurinn 5. Skotland hefur jafnan verið aðalvígi Verkamannaflokksins síðan hann kom til sögunnar, en áður átti Frjálslyndi flokkurinn þar mestu fylgi að fagna. I Það var fyrst á síðastliðnu vori, sem skozku þjóðemissinn amir náðu vemlegu fylgi í kosningum. Þá fóra fram sveitar- og borgarístjóraarfeosn ingar 1 nokkrum Muta Skot- lands. Þeir höfðu þá 180 fram bjóðendur í fejöri og náðu 27 þeirra kosningu. Samtals fengu þessir framibjóðendur 160 þús. atkvæði. Flokkurinn vann svo nýjan sigur, er aukakosning til þingsins 1 London fór fram i HamilDon-kjördiæminu í nóv ember s.l. Þá náði frambjóð- andi þeirra, frú Winifred Ew- ing, kosningu, en frambjóð- andi Verkamannaflokksins beið mikinn ósigur, enda þótt þetta kjördæmi væri talið flokknum öraggt .Sumir vildu telja þetta persónulegan sigur frú Ewing, en hún hefur unnið sér álit sem lögfræðingur í sakamálum, þótt hún sé ekki nema 38 ára að aldri. Sveit ar- og borgarstjórnarkosning- amar, sem fóra fram í stórum hluta Skotlands síðastl. mið- Frú Winifred Ewing — vann glæsilegan sigur í auka kosningu á síSastl. hausti. vikudag, leiddu hins vegar í ljós, að það er flokkurinn, sem er að vinna á. Þá hafði hann 309 frambjóðendur í kjöri og fékk um 100 þeirra kjörna. Alls fengu frambjóðendur flokksins um 350 þús. atkvæði. í sumum stórborgum landsins, eins og Glasgow og Aberdeen, hefur flokkurinn nú oddaað- stöðu í borgarstjórnunum. — Flokkurinn vann fylgi sitt fyrst og fremst frá Verkamanna- flokknum, én jafnframt kom hann í veg fyrir að Éhaldsflokk urinn ynni þar á, lífet og varð raunin í sveitar- og borgar- stjórnarkosningunum, sem fóru fram í Englandi í síðastliðinni viku. Sumir telja kosningaúrslitin benda tdl þess, að færa þing- kosningar nú fram, myndu þjóðemissinnar alltaf fá um 30 þingmenn kosna. Flokks foringjarnir tala hins vegar um, að þeir ætli að vinna næst um öll skozku þingsætin í næstu kosningum og mæta með 60 til 70 þingmenn á þing inu í London eftir þær AF HÁLFU stóra flokkanna hefur verið reynt fram að kosningum á miðvikudaginn að gera lítið úr fylgi þjóðemis- sinna. Það sé tímabundið fyrir- brigði, sem stafi af efnahags erfiðleikum, hnignun Bretaveld is og óánægju með stjórn Verkamannaflokksins. Þetta muni aftur mjög breytast, þeg ar efnahagsástandið lagast að nýju. Ef marka má ensku blöð in hafa kosningaúrslitin mið- vikudaginn breytt þessu áliti og menn líta nú ekki lengur á fylgisaukningu skozku þjóð ernissinnanna sem stundar- fyrirbrigði. ÞAÐ, sem hefur gefið skozku þjóðernissinnunum byr í seglin, er tvímælalaust það almenningsálit í Skotlandi, að Skotar hafi hlotið hinn lægri sess í sambúðinni við Eng- land. Frá Skotlandi hafi streymt fólk og fé suður á bóg inn. Aðrir haida því fram, m. a. ýmsir hagfræðingar, að þetta sé öfugt. Skotar hafi grætt efnahagslega á sambýlinu. Skozku þjóðernissinnarnir svara með því að benda á, að efnahagsástandið sé nú yfir- leitt lakara í Skotlandi en í Englandi. Jafnframt benda þeir á, að Norðmenn, sem ekki séu í sambýli með stærri þjóð hafi það ólíkt betra en Skotar. Það styrkir aðstöðu þjóðem issinnanna, að Skotar hafa aldrei innlimazt alveg í Breta veldi. England og Skotland komust fyrst undir sömu krún una 1603, þegar Jakob I., son ur Maríu Stuarts, varð feonung ur Englands að Elísabetu I. lát 1 inni. Löndin sameinuðust þann ig vegna erfða. Fyrst hundrað áram síðar eða 1707 fengu ríkin sameiginlegt þing. Skot- ar hafa hinsvegar alltaf haft sérstaka þjóðkirkju, sérstaka réttarskipun, sérstakt skóla- kerfi og einstök héruð hafa haft all víðtæka heimastjórn. Þetta hefur stuðlað að þvi, að Skotar hafa aldrei innlimazt til fulls í brezka samfélagið. FRJÁLSLYNDI flokkurinn hefur um nokkurt skeið haldið því fram, að rétt væri að vinna að því að cjpeifa hinu mikla valdi, sem hefur safnazt á fá- ar hendur í London, m. a. með því að auka sjálfsstjórn vissra landshluta. Skömmu eftir ára- mótin seinustu, lýsti flokkurinn því sem stefnu sinni, að Skot land og Wales fengju sérstakt þing, líkt og Norður-frland. Flokkurinn hélt þessu stefnu- máli sínu mjög fram í sveitar- og borgarstiórnarkosningunum nú, en án verulegs árangurs. Skozku þjóðemissinnarnir vilja ganga mun lengra. Þeir stefna að fullu sjálfstæði. Báðir aðalflokkarnir, Verka mannaflokkurinn og íhalds- flokkurinn, hafa nú tekið þetta mál til nýrrar athugunar. Skozkir fhaldsmenn halda þing í Perth 16. — 18. mai og er búizt við, að Heath muni þar víkja að þessu máli. Annars er það Verkamannaflokkurinn sem á hér mest í húfi. Sumir leið- togar hans vilja koma til móts við óskir þjóðernissinnanna. Aðrir telja rétt að bíða átekta og byggja það m. a. á því, að nú verði flokkurinn eftir sigra sina í sveitar- og borgarstjóm arkosningunum að fara að taka afstöðu til almennra mála, en hingað til hefur hann mjög leitt þau hjá sér og þaldið sig við sjálfstæðismálið eitt. Þetta er þjóðernissinnum líka ljóst og hafa þvf hagað sér hyggi- lega fram að þessu. Þeir hafa forðazt að gera bandalög við stóra flokkana, en fylgt þeim á víxl eftir því, hvernig mála vextir hafa verið. Þeir vilja hvorki vera stimplaðir vinstri menn eða hægri menn, heldur eingöngu þjóðeraissinnar. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.