Tíminn - 28.05.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.05.1968, Blaðsíða 3
ÞREÖJUDAGUR 38. mai 1968 TIMINN 3 frá H-punkti sé á fer'ðum. Þá verS ég aS reyna að stöðva það. — Var langt námskeið hjó ykkur fyrir H-daginn? — Nei, ég fór aðeins í æfing- artíma. Þar var okkur saigt hvernig við ættum að haga okk ur í stanfinu, hvernig við ætt um að vera og svoleiðis. — Hvað verður þú lengi hérna? — Við verðum tvo tíma i einu, en svo megum við vera fjóra tíma eða eins lengi og við viljum á hverjum degi. — Er mikið af skólafólki sem umferðaverðir? — Jtá, llklega mest af skóla fólki. — Og þér er ekkert kalt í þesssu veðri? — Nei, nei. Mér líður ágæt- lega. Valgarð Briem ' „Noklcra mánuði að venjast þessu" Framkvæmdanefnd hægri umferðar hefur nú hcllt áróðri um hægri umferðina og um- ferðamál yfirleitt yfir lands- menn mánuðum saman. En hvað um þá, sem í þessari tiefnd eru, og fyrdr hana starfa? Hvernig gengur þeim í hægri umferð? Við hittum að máli for- mann Framkvædanefnd arinn ar, Valgárð Briem, sem ók fyrst ur af stað í hægri umferð á Skúlagötunni. — Ertu búinn að aka eitt- hvað síðan þú ókst á Skúla- götunni? — Já, ég hef það. — Og hvernig leggst þetta í þig? , — Á sumum götum finnst mér þetta ansi mikið öðruvísi en ég átti von á og gerði mér i hugarlund. Sérstaklega þó á gatnamótum Laugavegs og Hverfdsgötu. — En hvað telur þú scnni- legt, að þú þurfir langan að- lögunartíma þar til vlðbrögðu.n verði ósjálfráð í hægri um- ferð? — Það verður langur tími, því að ég ek fremur lítið. I>að hagar þanniig til með vinnuua, að ég kemst gangandi milli skrif stofu og heimilis, og ek þar af leiðandi mjög lítið. Þess vegna tel ég, að það muni taka mig 2—3 mánuði að venjast hægri akstrinum það vel, að ég geti hugsað um eitthvað annað en aksturinn þegar ég er undir stýri. — En fólk aðlagast hægri umferð með því að fylgjast með henni, jafnvel þótt það aki lítið, er ekki svo? — Jú, þeir fá kenndina í sig, en gatnamótunium, sem maður þarf að aka utn, kynnist maður auðvitað bezt með því að aka um þau. — Sumir eru mjög bjartsýn- ir um að þeir aðlagist þessu fljótlega? — Já, það má vera. En það þarf mikið til að ósjálfráðu við brögðin í akstrdnum verði ,,;hægri‘‘viðbrögð. Þannig, að ég tel að bílstjórar skyldu var ast að vera of öruggir um leikni sína í hægri umferð, og fara að öllu með gát. „Venst fljótt" Hafsteinn Baldvinsson, full- tmi hjá Framkvæmdanefndinni, varð næstur á vegi okkar. — Þú hef-ur ekið í hægri um ferð erlendis, er ekki svo Haf steinn? — Jú, það hef ég gert. En ég get ekki neitað því, að það er nokkuð annað að koma í ókunnugt umihverfi og aka á hægri vegarbrún, heldur en að vera í sínu kunnuga um h-verfi hér og fara svo að aka hægra megin. Ég viðurkenni að mér fannst það koma mér mun spánskara fyrir sjónir held ur en ég hafði átt von á. — En kemur þetta ekki fljótt upp i yana? — Ég held það nú, að yfir leitt komi þetta fljótlega upp í vana, ef menn fara sér rólega til að byrja með. — En sums staðar verða gatnamótin enn erfiðari en áður eftir breytinguna? — Já, ég held að það m-uni fljótlega koma fram viss horn, sem agnúar eru á. En ég er sann færður um að þeir agnúar vei'ða sniðnir af um leið og þeir koma í ljós. Þegar ég ók í morgun, þá fannst mér ein- mitt, að nokkur siík horn væri hið erfiðasta við breytinguna. — Eitfchvert annað vandamál, sem þú hefur re-kið augun í? Hafsteinn Baldvinsson — Já, það er eitt atriði, sem ég held að verði dálítið vanda- mál hjá okkur, og það er kannski okkur að vissu leyti að kenna, því við híöfum ekki lagt mjög mikla áherzlu á það í áróðrinum. Það er sú tiihneyg- ing hjá bifreiðastjórum, sem komið hefur í ljós í morgun, að ha-lda sig á vinstri akrein í hægri umferð, en sú akrein er ætluð til framúraksturs. En úr því verður hægt að bæta með auknum áróðri, sem legg ur áherzhi einmitt á þetta atr- iði. Og það verður að grípa fljótlega á þessu og leiðrétta þetta, því það er aðalreglan að ökunaenn eiga að vera á hægri akrein, og þeir venj-a sig fyrr við hægri umferð, ef þeir gera þetta sfcrax. Guðmundur Þorsteinsson „Erfiðast fyrir gamla fólkið" Guðmundur Þorsteinsson, skólafulltrúi hjá Framkvæmda nefndinni er einnig ökukennari, og því forvitnilegt að kynn- ast reynslu hans í hægri um- férðinni. — Þú fórst strax í morgun að aka í hægri umferð, Guð mundur? — Já, það gerði ég. — Og hvernig fín-nst þér þetta? — Mér finnst betta gott. — Hefur þú áðnr ekið í hægri umferð? — Aðeins lítillega úti í Kaupmannahöfn. En það er allt önn-ur tilfinning að aka hér hægri akstur í þekktu um hverfi heldur en úti í Höfn. — En venst þetta ekki fljótt? — Hjá flestum. — Iíeldur þú þá að ýmsir v-enjist þessu ekki? — J’á, einstaka ósvífnir öku- menn og svo aftur gamda fólk ið, sem að streltist við að aka, en hefur ekki sett skilyrði til þess, þ. e. hæfilegan við- bragðsflýti, nógu góða sjón, eða nægan næmleika í umterðinni. — Má búast við hættu af ökufönfcum? — Ekki á meðan löggæzlan er svona góð. En það er frek ast að þeir gleymi hraðanu.n. Framhald á bls. 11. Bifreið Valgarðs Brlem á Skúlagötu. — beygir yfir að hægri vegarhelming — er klukkuna vantaði fáeinar mínútur í sex — og er nú kominn á hægri vegarkant. Á H-PUNKTI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.