Tíminn - 12.06.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.06.1968, Blaðsíða 9
MTOVnOJDAGUR 12. júní 1968 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN í'ramkvaemdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastraeti 7. Af- greiðslusimi: 12323. Auglýsingasimi: 19523. Aðrar skrifstofur, simi 18300. Á.skriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands — 1 lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Félagsheimili stúdenta loks á rekspöl Prófskírteini voru afhent að loknu háskólaári Háskóla íslands. Skýrði rektor skólans þá frá því, að Háskólaráð hefði ákveðið að veita 5 milljónum króna af happdrætt- ^tekjum háskólans til Félagsstofnunar stúdenta og skyldi fénu varið til byggingar félagsheimili stúdenta við Háskóla íslands. Þá sagði rektor að að háskólaráð vænti þess að ríkisstjórnin tryggði eigi lægri upphæð «1 félagsheimilisins. Hann hefði rætt málið við mennta- málaráðherra og fjármálaráðherra og fengið góðar undirtektir. Þessu ber að fagna, því þörfin fjTÍr bætta aðbúð stúdenta við háskólann er orðin svo brýn að við svo húið mátti ekki standa lengur. Vonandi verður það ekki iátið taka mörg ár að koma þessu félagsheimili upp heldur gengið að því með oddi og egg. Háskólaráð á sérstakt hrós fyrir að hafa hrint þessu máli af stað nú. Því er vissulega þannig farið, að það fjármagn, sem skólinn hefur til umráða af happdrættistekjum er tak- Jharkað og raunar allt of lítið miðað við þá margvís- iegu þörf aukinnar starfsemi og uppbyggingar, sem er við háskólann. Auðvitað var það ríkisstjórnar og Al- Þingis að hrinda þessu máli af stað og útvega til þess fjármagn. Það hefði átt að gerast fyrir mörgum árum, ef staðið hefði verið með eðlilegum hætti að háskólan- uxn og komið með sanngjörnum hætti til móts við kröf- Ur stúdenta um bætta aðbúð, sem þeir hafa klifað á fyrir daufum eyrum um langt árabil. í meira en tuttugu ér hefur félagsleg aðstaða og heimavistaraðbúnaður háskólastúdenta staðið algerlega í stað, þrátt fyrir gíf- urlega aukningu stúdenta við skólann. Reyndar má Segja að miðað hafi aftur á bak, því að Stúdentagörðun um hefur alls ekki verið haldið við á sómasamlegan hátt. Ráðherra stöðminarinnar í 14 ár Eftir tuttugu ára hlé á að fara að taka til hendinni að uýju. Frumkvæðið kemur þó ekki frá þeim, sem með eðliiegum hætti hefði átt að hafa það, þ. e. frá ríkis- stjórn og Alþingi og þó fyrst og fremst menntamálaráð- uerra. Það eru stúdentar sjálfir og Háskólaráð sem set- Ur hreyfingu á málið með því að klípa af peningum, sem Pað raunar með réttu hefur litið svo á, að ættu ein- vorðungu að fara til beinnar uppbyggingar háskólans kennslustarfsins þar, en það færir þessa fórn til að uýja menntamálaráðherrann til aðgerða. Á tímabili tuttugu ára stöðnunar varðandi aðbúð stúdenta við Há- skóla íslands, þegar ríkisvaldið hefur haft meiri fjárráð en fyrr, hefur sami maðurinn gegnt embætti mennta- jUalaráðherra um tvo þriðju þessa tímabils — og gegnir Pví enn. Það er Gylfi Þ. Gíslason. Þessi maður er svo anægður með frammistöðu sína, að hann situr ekki sér nokkurt tækifæri til að komast í sjónvarp til að s ýra þjóðinni frá því hvílíkt afbragð hann sé 1 stjórn uaenntamála. TÍMINN Stefán Valgeirsson, alþingismaður. Hver munu verða örlög hlnna dreifðu byggða? Þerr sem á annað borð hafa fylgzt með efnahagsþróun okk ar á liðnum árum hafa áhyggj- ur af því vaxandi ósamræmi sem orðið hefur á lífskjörum og menntunaraðstöðu þjóðar- innar. Sveitirnar hafa verið í öskustónni, þó áð landsfeðurn ir viljl ekki við það kannast. Og nú er svo komið að efna- hagur margra bænda er brost- inn, og ekkert rúm er til fyr- ir börn þeirra til uinglinga- eða famhaldsnám í skólum landsins. f mörg ár hefur verð lagsgrundvöllur landfoúnað- arvara verið óhagstæður bænd um, en niðurstaða yfirdóms á síð’asta hausti skar úr um það, að engin leið væri að hafa mannsæmandi llfskjör út úr búskap fyrir meginn þorra bænda, þó í góðu árferði væri. Þar sem'enginn hefur treyst sér til að réttlæta yfirdóminn, en hins vegac hlutu allir að sjá hvernig fara mundi fyrir landfoúnaðinum ef ekkert yrði að gert. Því hafa bændur ekki viljað trúa öðru en að ríkis- stjórnin mundi ganga í þessi mál og víkja óréttlætinu frá dyrum þeirra. Og margir trúa því ekki enn, að ríkisstjómin ætli að horfa á það aðgerða- laus, að þeir neyðist til að yf- irgefa jarðir sinar vegna niður stöðu dóms, sem viðurkenning liggur fyrir um, frá dómurun- um sjálfum, að hann sé ekki byggður á gildandi lögum. Og lái þeim hver sem vili. En við þetta bætist svo kal í túnum og lítil hey á síðasta sumri, hafís og langvinn harðindi í vetur, sem enn sést ekki fyrir end- ann á. Þó að reyndar megi segja að örlað hafi á auknum skiln- ingi stjórnarvalda nú síðustu vikur, þá skortir mjög á það, að hugur og hönd fylgist þar að, enn sem komið er að minnsta kosti. Vandamálin sem harðindunum eru samfara eru fyrst og fremst fjárhags- legs eðlis, og sumir þættir þeirra þannig vaxnir, að úr- lausnin þoliir enga bið. Ef all- ir þeir bændur, sem þegar haifla ráðstafað þessa árs tekjum vegna harðindanna og þess ó- samræmis, sem orðið hefur á milli afurðaverðsins og rekstr- arkostnaðar búanna á síðustu árum, fá ekki áburð eftir þörf um næstu daga, gæti það leitt til þess að heil byggðarlög færu í eyði á þessu eða næsta ári. Þótt kaupfélögunum verði gert það kleift að fá áburð- inn með því að þau skuldbindi sig til að greiða hann fyrir árslok, þá felst ekki í því lausn á aðalTOndamálinu. Hvernig eiga kaupfélögin að láta þá bændur flá áburð og nauðsynj ar til búrekstrar og heimilis- halds til ársloka, sem þegar eru búnir að ráðstafa öllu inn leggi þessa árs? Munu skuld bindingar kaupfélaganna fyrir hönd hinna tekjulausu bænda þýða annað en það, að þau munu komast i greiðsluþrot á þessu ári? Eða hver vili halda því fram, að kaupfélögin haf) nú getu til þess, að taka pen- inga út úr rekstri sínum til að borga með áburð eða aðr- ar nauðsynjar fyrir bændur’ Þó að valdhafarnir láti að bví Stefán Valgeirsson liggja, að þeir séu búnir að gera hreint fyrir .sínum dyrum með því að greiða fyrir, að kaupfélögin geti fengið áburð. þá er það blátt áfrarn kattar- þvottur, sem bændur verða um fram allt að átta sig á. Hverjir hafla stjórnað í landi okkar síðastliðin átta ár? Hljóta þeir ekki að bera á- byrgð á rekstraraðstöðu at vinnuveganna frekar en t.d. kaupfélögin í landinu? Og hverjir hafa stjórnað peninga- stofnunum þjóðarinnar á þessu tímabili? Ekki sam- vinnufélögin a.m.k. Nú er liðin vika af júnímán- uði, og engin hreyfing á þessu máli svo kunnugt sé. Það get- ur ráðið úrslitum um heyfeng á þessu sumri, að áfourður komist á tún á réttum tíma. Þó að samvinnufélögin í land- inu séu byggð upp að nokkru leyti á samhjálp, þá mega bændur ekki fcrefjast þess eða ætlast til þess af félögum sín- um, að þau taki að sér skuld- bindingar fyrir þá, sem stefn- ir þeim beint í greiðsluþrot, enda leysist enginn vandi með því, heldur hið gagnstæða. Þess vegna verða búnaðarfélag og sveitastjórnir að ganga án tafar í þessi mál, með beina kröfu á hendur ríkis- stjórninni að leysa þennan vanda. Þeir sem bera ábyrgð á afurðaverðinu til bændanma, miðað við þá dýrtíð sem nú er í landinu, og rekstrarað- stöðu þeirra að öðru leyti, eiga að leysa þennan hnút, það er ekki á annanra færi. En verði kaupfélögin neydd til að taka slíkar skuldbindingar á sínar herðar, er það ekki vegna getu þeirra til þess, heldur hin-s, að ábyrgðartilfinning þeirra fyrir örlögum hinma dreifðu byggða mun vera meiri en landsfeðranna sjálfra, og virð ast þeir síðarnefndu telja það eðlilegan hlut. Ef til vili er þeim líka ósárt um, þó að þrengingar bændanna verði til áð auka til muna á fjárhags- erfiðleika kaupfélaganna, en það ber mjög að varast. Taki kaupfélögin að sér hlutverk ríksstjórnarinnar að þessu leyti, verða þau að setja bað skilyrði, að mái bændanna, sem ekki geta sett tryggingu fyrir greiðslu á þessu ári fyr- ir áburðinum, verði leyst á annan veg en þann, að kaup félögin séu ábyrg fyrir henni. Verði það ekki gert gæti illa farið. Og við skulum hafa það líka með í myndinni, að aukn- ir fjárhagsörðugleikar kaupfé- laganna þýðir aukið atvinnu- I leysi í flestum þéttbýlisstöð- um utan höfuðborgarsvæðisins. Þótt að því s-é s-tefnt af ýms- um, sem telja sig til hagspek- inga, að fæk-ka beri bændum og draga eigi úr framleiðslu landbúnað-arvara, er hætt við að þjóðina mundi mun-a um þá fnamleiðslu, sem þessir landshlutar, sem nú eru í mestri h-ættu, framleiða nú. Og hverjum þéttbýlisstað verður lika hætt, þegar næstu sveitir í kringum hann eru að mestu komnar í eyði. Á fleira ber líka að líta í þessu sambandi, sem g-etur orð ið örðugt úrlausnar eins og nú horfir. Það þarf að byggja yfir þetta f-ólk annars staðar og sjá því fyrir atvinnu. En atvinna er nú af skornum skammti a-Hs staðar í þéttbýl- inu, og sum-s staðar tilfinnan- legt atvinnuleysi. S-ést ekki í fljótu bragði, hvar allt þetta flólk fengi lifsaðstöðu. Og fjármuni hefur það enga til að byggja yfir sig og sína, verði það neytt til að yfirgefa jarð- ir sínar með þessum hætti. Því miður er það ekki á haí- íssvæðinu einu, sem efnahag-ur bænda er brostinn. Þannig e" komið fyrir mörgum þeirra í öllum landshlutum, og þá fyrst og firem-st yngri bændunum, sem hafa staðið í framkvæmd- || um á síðustu árum og eru með i ung börn á framfærslu, eða 1 börn í unglinganámi. Bænd- I urnir sem eru að ala app I bændafólk komandi tíma. Hér § er því mikið í húfi að lancts- feðumir skilji til hlítar þetta vandamál, og snúist við þvi á þann veg, sem að gagni kem- ur. Nú er búið að flytja inn á- burð eð-a framleiða hann í á- burðarverksmiðjum. Spurn- in er þvl sú. Er það hagkvæm- ara fyrir þjóðina, tryggir bet- ur hagsæld hennar o-g öryggi, jj að geyma áburðinn á geymslu M húsum til næsta árs, eða að n gera þær ráðstafanir sem tryggj-a það, að áburðurinn verði notaður á þessu vori. En eins og nú er komið málum verður það ekki gert nema með beinum afskiptum ríkis- stjórnarinnar, enda verður hún krafin til ábyrgðar, ef hún leysir ekki bessi mál nú þegar, eftir það sem á undan er gengið. Nú er hafíshella fyrir öllu Norðuriandi, aðeins örskammt frá ströndi-nni, og ef ráða má af iíkum, er lítil von til að hann hverfi frá landinu fyrr en um eða eftir mitt sumar. Hvernig sumarið verður og grasspretta, fer meira eftir því en undanfann ár, hvernig vindátt verður. Verði sunnan- átt ríkjandi, ei-ns og að and- anförnu, getur grasspretta orðið sæmileg, þrátt fyrir haf- ísinn. En verði hann lengi norðanstæður yfir aðalsprettu- tímann er hætt við grasleysi nema þá að mjög vel sé bor- ið á. Framhald á bls. 16.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.