Alþýðublaðið - 03.04.1984, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.04.1984, Blaðsíða 2
2, Þriðjudagur 3. apríl 1984 RITSTJÓRNARGREIN ......- .......... Geislavirk mengun, sem getur borist að íslandsströndum Alþýðublaðið skýröi frá því á laugardag, að vísindamenn frá Danmörku og Svíþjóð hefðu fært sönnurá það, að geislavirk efni væri aö finna í Austur-Grænlandsstraumnum. Þessi frétt fylgdi í kjölfar forystugreinar blaðsins, þar sem eindregið var hvatt til þess, að íslendingar gæfu mengunarmálum Norður-Atlantshafs meiri gaum. Alþýðuflokkurinn hefur hvað eftir annað á Alþingi skorað á stjórnvöld, að taka þessi mál til gaumgæfilegrar athugunar. Fyrrverandi ut- anríkisráðherra, Ólafur Jóhannesson, tók á sínum tímaundirþessaráskoranirog gerði sitt til aö kannamálið. ÞáhefurGeirHallgrímsson, utanríkisráðherra, einnig bent á þessa hættu, þegar hann hefur flutt mál sitt á erlendum vett- vangi. Hér er hins vegar ekki á ferðinni neitt sérmál stjórnmálaflokka eða stjórnmálamanna. Þetta snýst um afkomu þjóðarinnar allrar. Þegar mælst hefur geislavirk mengun í hafinu skammt undan Grænlandsströndum, og þótt hún sé undir hættumörkum, eru það mjög al- varleg tfðindi fyrir íslendinga. Austur-Græn- landsstraumurinn kemur uþp að íslandi og heitir þá Norður-íslandsstraumur, sem síöan greinist í tvennt og fer sitt hvoru megin við landið. Ef mengunin í Austur-Grænlandsstraumn- um eykst, eru allar líkur á því, að hún berist til Islands. Þetta er í fyrsta skipti, svo vitaö sé, að geislavirk mengun mæiist í hafinu, sem íslend- ingar byggja alla sína afkomu á. Menn skyldu því ekki gera lítið úr þessari alvarlegu viðvörun, heldur taka á málinu af fyllstu hörku. Þar verða allir stjórnmálaflokkar að sameinast. í Alþýðublaðinu í dag kemur það fram, að Siglingamálastofnun telursig hvorki hafafé né mannafla til að fylgjast með þeim alþjóðasam- þykktum, sem íslendingar hafa undirritað um varnir gegn mengun sjávar. Þá kemur einnig fram, að rannsóknir á mengun sjávarins við ís- land hafa verið harla litlar á undanförnum ár- um. Einn þáttur þessa máls eru hin stórauknu hernaðarumsvif kjarnorkuknúinna skipa á haf- svæðunum umhverfis island. Siglingamála- stofnun telur sig ekki hafa minnstu möguleika áaðfylgjast meðferðum þessaraskipa, og hún yrði vart látin vita ef eitthvert það óhapp yrði, sem mengaði hafið með geislavirkum efnum. Gagnvart þessari hættu eru íslendingar nán- ast ráðalausir. Þá hefur á það skort að ns^gilega vel væri fylgst með skipum, sem sigla út á Norður-At- lantshaf til að varpa þar eiturefnum í sjó. Þeim er gert að láta vita um ferðir sínar, en grunur leikur á, að talsvert skorti á að samningar á því sviði séu uppfylltir. Siglingamálastjóri segir í Alþýðublaðinu í dag, að það sé ekki nóg að undirrita alþjóða- samþykktir. Það verði að tryggja eftirlit með því, að þeim sé fylgt.— Alþýðublaðið telur, að hér sé á ferðinni eitt mesta alvörumál, sem við þjóðinni blasi á næstu misserum og árum. Það veröur að spyrna við fótum þegar f stað. Þjóðin verður varla borubrött, ef mengunarslys verða og hún getur ekki selt fiskinn sinn. — ÁG — Mengunarmál 1 ingamálastofnun ríkisins. Frum- texti síðarnefndu samþykktarinn- ar var upphaflega saminn á al- þjóðaráðstefnu i Reykjavík 1972. Efasemdir Samkvæmt ákvreðum þessarar alþjóðasamþykktar ber aðildar- ríkjum skylda til að gefa glögga skýrslu um alla losun úrgangsefna í hafið, þeirra efna, sem leyfð er losun á. Þar er þó um ýmsar takmarkanir að ræða. Mörg efni er algjörlega bannað að losa í haf- ið, og ströng skilyrði eru sett um önnur efni, og svo hvar og hvernig megi losa þau. Töluverð andstaða er ríkjandi viða um heim gegn losun geisla- virks úrgangs í hafið, jafnvel þótt þessi úrgangur hafi lægri geisla- virkni en leyfð er. Efasemdir hafa og komið fram um að umbúðir uppfylli kröfur og að sjávardýpi sé samkvæmt þeim kröfum, sem gerðar eru. Fram hafa því komið.tillögur um algjört bann við losun geilsa- virks úrgangs í hafið. Ein nýleg til- laga er nú komin frá Kiribati og Nauru, og rætt hefur verið um, að Norðurlöndin tækju sameigin- lega afstöðu til þessarar tillögu. 200 mílur Varðandi beint svar við fyrri spurningu þinni í bréfinu, sem sé hvaða möguleika ísl. stjórnvöld hafi á því, að fylgjast með losun úrgangsefna í hafið umhverfis ísland, þá er því til að svara, að innan við 200 mílna mörkin við ísland, þá eru mjög litlar líkur á því, að um losun annarra þjóða á úrgangsefnum á því svæði, geti verið að ræða, enda höfum við sömu möguleika á að fylgjast með slikum aðgerðum erlendra skipa, eins og að f'ylgjast með fiskveið- um á sama svæði. Öll nágrannalönd okkar eru aðilar að fyrrgreindum alþjóða- samningum, og þau hafa skuld- bundið sig til að uppfylla kröfur þessara samþykkta. Skýrslur unt losun efna í hafið, sem sendar eru til Alþjóðasiglingamálastofn- unarinnar, eiga að innihalda bæði stað og stund, magn og efni það, sem losað er í hafið. Þessar skýrsl- ur eru aðgengilegár öllum aðild- arríkjum, sem hafa til þess starfs - lið að fara yfir þær. Hafið er eitt Hitt er svo annað mál, að hafið er eitt og þessvegna verðum við íslendingar, að minu mati, að reyna að fylgjast sem best með allri losun efna í hafið, hvar sem er í heiminum. Síðari spurningin í bréfi þínu er um það, hvort framfari einhverjar þær mælingar i hafinu umhverfis landið, sem sýna myndu, ef ein- hver óæskileg úrgangsefni vteru byrjuð að menga það. Sem heildarsvar við þessari spurningu fylgir hjálagt greinar- gerð um þetta atriði, sem Magnús Jóhannesson, efnaverkfræðingur og yfirmaður Alþjóða- og meng- unardeildar Siglingamála- stofnunar ríkisins, tók saman a árinu 1981. Þessi mál hafa lítið breyst síðan. (Sjá greinargerð Magnúsar) Kafbátar Varðandi áhyggjur þínar vegna ferða kjarnorkuknúinna skipa í nágrenni íslands og hættu á mengun frá þeim, þá er þar um mjög erfitt mál að ræða. Kjarn- orkuknúin skip munu ennþá öll vera annaðhvort herskip eða önn- ur skip í eigu stórvelda. Um ferðir þessara skipa, t.d. kafbáta, er harla lítið vitað og um ferðir þeirra er varla nokkur möguleiki á að afla nokkurra þeirra upplýsinga, sem treysta mætti. Eins og fram hefur komið hér að framan, þá er mengun hafsins slíkt stórmál, að um það verður ekki fjallað að gagni í einu bréfi. Þó er það von mín, að þetta stutta yfirlit gefi nokkur svör við þínu bréfi. Hér á stofnuninni er mikið af gögnum um mengun hafsins, að því er varðar alþjóðasamþykktir og framkvæmd þeirra. Siglingamálastofnunin hefir reynt að fylgjast sem best með þróun þessara mála, en vegna mannfæðar og sífellt þrengri fjár- hags, er umfang þess starfs að sjálfsögðu takmörkunum háð. Jón Baldvin 4 taka og hagsmunahópa, sem samt bera enga stjórnskipulega eða lýðræðislega ábyrgð. 3. Þingflokkarnir virðast gegna lykilhlutverki í stefnumörkun stjórnmálaflokkanna. Talsvert virðist skorta á að þeir njóti í lög- gjafarstarfi sínu nægilegrar sér- fræðiaðstoðar, til þess að geta haldið hlut sínunt gagnvart fram- kvæntdavaldinu og vandað nægilega til löggjafarstarfa. Til álita kemur að auka sérfræðiað- stoð á vegum þingsins við þing- flokkana og auka jafnframt eft- irlitshlutverk þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Utboö Mf*. úV'-": scAé * ’■ -V f-7, ■ ,A} Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboöum í efnis- vinnslu á Vesturlandi. Mala skal efni í malarslitlög á Seleyri viö Borgar- nes og í Eiöhúsamel viö Vegamót á Snæfellsnesi, alls 7000 m* * 3 á hvorum staö. Auk þess skal mala 500 m3 af efni í buröarlag og 200 m3 af efni í klæðningu í Eiöhúsamel. Verkinu skal lokið 15. júní á Seleyri, en 15. júlí í Eiðhúsamel. Útboösgögn verða afhent gegn 1000 kr. skila- tryggingu á skrifstofum Vegagerðar ríkisins í Borgarnesi og í Reykjavík. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eöa breytingar skulu berast Vegagerö ríkisins í Borgarnesi skriflega eigi síöar en 9. apríl 1984. Tilboö skal gera í samræmi viö útboösgögn og skila í lokuðu umslagi merktu „Efnisvinnsla I á Vesturlandi 1984“ til Vegagerðar ríkisins, Borgar- túni 7, Reykjavík, eöa Borgarbraut 66, Borgarnesi fyrir kl. 14.00 hinn 16. apríl 1984. Kl. 14.15 veröa til- boöin opnuö þar aö viðstöddum þeim bjóöend- um, er þess óska. Reykjavík i mars 1984, Vegamálastjóri Staða byggingarfulltrúa í Stykkishólmi Stykkishólmshreppur óskar aö ráða byggingar- tæknifræöing eöa byggingarverkfræöing í stööu byggingarfulltrúa frá og meö 1. maí n.k. eöa eftir nánarasamkomulagi. Allar uppl. gefur undirritað- ur i síma 93-8136 eða 93-8274. Umsóknir um starfið skal senda sveitarstjóra Stykkishólmshrepps, Aöalgötu 8, fyrir 15. apríl n.k. Sveitarstjórinn Stykkishólmi A Útboð Tilboö óskast í gerö 70 m stoðveggs og stigahúss vestan Félagsheimilis aö Fannborg 2. Útboösgögn veröa afhent á tæknideild Kópa- vogsbæjar Fannborg 2, 3. hæó. Tilboðum skal skila á sama staö mánudaginn 9. apríl 1984 kl. 11. f.h. og veröa þau þá opnuð aö viö- stöddum þeim bjóðendum sem þar mæta. Bæjarverkfræöingur Utboð Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum í Bláfjalla- veg. Helstu magntölur eru: Lengd .................................14.0 km Fylling og burðarlag ............... 108.000 m3 VerktTiU skal lokiö 30. okt. 1984. Útboðsgögn veröa afhent hjá aðalgjaldkera Vega- gerðar ríkisins, Borgartúni 5,195 Reykjavík, frá og meö 2. apríl 1984 og kosta kr. 1.000.00. Skila skal tilboði í lokuöu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 7, 195 Reykjavík fyrir kl. 14.00 16 apríl 1984. Reykjavík i mars 1984. Vegamálastjóri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.