Alþýðublaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 7. febrúar 1985 RITSTJÓRNARGREIN' ' . Að vilja bæði halda og sleppa tkkert lát er á átökum stjórnarmálgagnanna, Morgunblaðsins og Nútímans. Á degi hverjum senda blöðin hvort öðru skeytin og vanda ekki kveðjurnar. Morgunblaðiö hefur gengið sýnu framar í hörðum árásum og sakar NT um svik- semi við ríkisstjórnina og stjórnarstefnuna og hreina og klára vinstri villu; blaðið geri sér allt- of dæit við vinstri flokkana og sjónarmið fé- lagshyggjuaflanna. Þetta mát „stóra bróður“ hefur hins vegar haft þveröfug áhrif, því NT hef- urfærst (aukana í gangrýni sinni á ríkisstjórn- ina. Og þróunin í þessum átökum málgagna rík- isstjórnarinnar hefur orðið hin broslegasta. Morgunbiaóiö hefur áttað sig á því að ekki tekst að berja Tímann til hlýöni og þá hefur blað Sjálfstæðisflokksins tekið upp gamai- kunnugt herbragö: „If you can’t beat them, join them“. Hefur Morgunblaðið ( seinni tíð sist staðið að baki Tímanum i beinum og óbeinum árásum á ríkisstjórnina og augljóslega viljað grafa undan stjórninni og fiýta fyrir kosning- um. Hefur vart mátt á milli sjá hvort stjórnar- málgagnið hefur haldið uppi harðari stjórnar- andstöðu. En vitanlega eru þessir hvellir milli þessara tveggja dagblaða aðeins toppurinn á píramíd- anum. í stjórninni sjálfri logar einnig glatt milli framsóknar- og sjálfstæðismanna. Traustið fer þverrandi milli ráðherranna. Báðir flokkarnir bíða færis. Bíða þess eins að gott tækifæri gefist tii brotthlaups. Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herrahefurmargoft lýst því yfirað Framsóknar- flokkurinn hefði átt að slfta fyrrverandi stjórn, framsóknar-, alþýðubandalags- og sjálfstæðis- manna, ári áður en það þrotabú var loks gert upp. Hefur Steingrímur sagt að Alþýðubanda- lagið hefði þá ekki verið tilbúið til neinna aó- gerða I efnahagsmálum og rikisstjórnin því í raun veriðaðgerðalausog gagnslaus. Þettavar áriö 1982. Nú I upphafi árs 1985 er nákvæmlega sama staða uppi varðandi helmingaskipta- stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks. Stjórnin er búin að vera, en situr samt. Ætla mætti að Steingrímur hefði lært af fyrri mistökum og viðurkenndi nú orðinn hlut og leysti upp stjórnina. En því er ekki að heilsa. Steingrímur hefur oftsinnis játað fyrri mistök sín, en gert sér lítið fyrir og endurtekið þau. Það sama ætlar að vera upp á teningnum í þessu máli. Það er ekki bæði hægt að haldaog sleppa. En einmitt það eru núverandi stjórnarflokkar að gera. Þeir vilja bæði fara og vera. Bæði Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn viðurkenna skipbrot stjórnarstefnunnar og sjá ekki fram á að þeirri þróun verði snúið við. Af þeim sökum er eina eðlilega leiðin sú að leysa upp núverandi ríkisstjórn og efna til kosninga. Á hinn bóginn óttast stjórnarflokkarnir kosn- ingar. Þeir vita sem er að niðurstöður þeirra yrðu slæmar fyrir stjórnarflokkana. En kostimir fyrir stjórnarliða eru ekki fleiri en tveir: Annaðhvort að viðurkenna staðreyndir og efna til kosainga, eða þá að sitja og sitja; blða og vona meöan þjóðarskútan sekkur. Báðir þessir kostir eru vondir fyrir stjórnar- flokkana. En sér grefur gröf . . . Jóhanna 4 um skuldbindingum, ekki síst þegar kjararýrnun varir svo langan tíma sem raun ber vitni" Skuldirnar bara aukast Þá tók Jóhanna ung hjón, sem keyptu sér tveggja herbergja ibúð í júní 1979, sem dæmi: „Þá var ibúð- arverð 180 þús. kr. og sjálf áttu þau þriðjung kaupverðs, þ. e. 60 þús. kr. sem jafngiltu þá rúmum 2,5 árs- launum skv. 8. launaflokki Verka- mannasambands íslands, en mán- aðarlaun voru þá 1.955 kr. skv. þessum launaflokki. í þessu dæmi er gert ráð fyrir að þau hafi tekið 120 þús. kr. að láni og lánið sé verð- tryggt með lánskjaravísitölu til 20 ára og beri breytilega vexti skv. ákvörðun Seðlabankans. Það sem er athyglisvert í þessu dæmi er að 120 þús. kr. lán jafngilti 1979 rúm- lega 61 mánaðarlaunum verka- manns en á fimmta gjalddaga eða fimm árum síðar, árið 1984, þá skulda þau enn tæplega 800 þús. kr. eftir greiðslu, sem eru uppfærðar eftirstöðvar lánsins með lánskjara- vísitölu sem er ígildi tæplega 64ra mánaðarlauna verkamannsins. Þetta þýðir í raun að þessi hjón skulda á fimmta gjalddaga, eða fimm árum eftir töku lánsins, meira að raungildi en þegar lánið er tekið þrátt fyrir að hafa greitt fimm sinn- um af láninu. Á fyrstagjalddaga 1980 samsvar- ar greiðslubyrðin 4,5 mánaðarlaun- um verkamannsins. Á fimmta gjalddaga árið 1984 samsvarar greiðslubyrðin 6,6 mánaðarlaunum og ef gert er ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram á þessu ári mun greiðslubyrðin vegna þessa láns á árinu 1985 samsvara 8,6 mánaðar- launum. En ef litið er á hver þróun- in hefði orðið ef ákvæði þessa frumvarps hefðu verið i gildi þá kemur eftirfarandi i ljós: í ákvæðum frumvarpsins er gert ráð fyrir að ef samanlögð upphæð afborgunar, verðtryggingarþátta, vaxta af verðtryggðu láni til ein- staklinga hafi hækkað meira hlut- fallslega en ákveðin kaupgreiðslu- vísitala sem skilgreind er í frum- varpinu á tímabilinu frá því að lán- veiting átti sér stað þá skal einungis sá hluti fjárhæðarinnar sem sam- svarar hækkun kaupgreiðsluvísi- tölu teljast gjaldfallinn. Mismunur- inn sem eftir stendur myndar síðan sérstakan viðauka á höfuðstól sem verðtryggist með sama hætti og hið upphaflega ián og lýtur sömu vaxtakjara en byrjar að gjaldfalla þá fyrst er upphaflegum lánstíma lýkur og þá með sömu gjalddögum og hið upphaflega lán. Hér er í raun um franlengdan lánstíma að ræða en sú grundvallarforsenda sem gengið er út frá er að greiðslubyrði lána hverju sinni hækki ekki meira en nemur hækkun launa. Hefði þetta ákvæði verið í gildi sem frum- varpið kveður á um þegar áður- greint 120 þús. kr. lán var tekið 1. júní 1979 þá hefðu áhrif þess orðið þau að á fimmta gjalddaga er upp- safnað og uppfært viðaukalán komið í tæp 72 þúsund og verður ef að Iíkum lætur eftir greiðslu 1985 orðið tæp 157 þús. kr. Hér er um umtalsverða fjárhæð að ræða en síðastliðin ár hefði upphæðin eða viðaukahöfuðstóllinn, sem greiðist á framlengdum lánstíma, samsvar- að 5,7 mánaðarlaunum verka- mannsins og eftir gjalddaga 1985 þá jafngildir þessi upphæð sem frestað hefur verið frá því að lánið var tekið 1979, vegna þess að greiðslubyrðin hefur verið meiri en hækkun launa, um 10.5 mánaðar- launum verkamannsins" Jóhanna lagði út af sjónvarps- þætti, sem sýndur var fyrir nokkru, en þar var dregin upp mjög dökk mynd af stöðu húsbyggjenda. Hún sagði: „Þar komu kynslóðaskiptin í húsnæðismálum mjög skýrt fram en þar var dregin upp sú mynd að sá sem keypti sér íbúð á 1.800 þús. kr. á árinu 1974 borgaði í raun ekki nema 990 þús. kr. fyrir hana eða 55% af kaupverði, en sá sem keypti sér samsvarandi íbúð á árinu 1984 mun greiða fyrir hana 2,2 milljónir eða 122% af kaupverði eða 1,2 milljónum kr. meira en sá sem grætt gat á verðbólgunni á sínum tíma. Það vakti vissulega athygli í þessum þætti og sýnir hvað hér er um gífur- lega mikið vandamál að ræða sem getur haft í för með sér mikil félags- leg vandamál og upplausn heimila, að í þessum þætti sem fjallaði um húsnæðismál og mikla greiðslu- byrði húsbyggjenda að þá var ekki síst leitað álits geðlækna og upp- boðshaldara á stöðu mála. Það hlýtur að vera umhugsunarefni og ábyrgð stjórnvalda mikil ef ekki verður gripið til raunhæfra aðgerða í þessu máli því að þessi þróun eyk- ur á félagsleg vandamál í þjóðfélag inu og veldur upplausn fjölskyldna og þegar upp er staðið er þetta ekki bara dýrkeypt fyrir margar fjöl- skyldur í landinu heldur kostar þetta þjóðfélagið í heild mikið. Það er augljóst að margir hafa áður en verðtryggingin tók gildi hagnast verulega í skjóli verðbólgu- gróða en við alþýðuflokksmenn höfum bent ítrekað á að meðan ungt fólk berst í bökkum og vinnur myrkranna á milli við að koma sér upp húsnæði er upplýst að í skjóli verðbólgu og óverðtryggðra lána hafi mikill gróði safnast á fárra manna hendur sem best sést á því að 2—3 tugir einstaklinga eiga eignir sem metnar eru á 600 millj. kr. og sumir þeirra skattlausir." Greiðsluþrot íbúðarkaupenda Jóhanna sagði það væri deginum ljósara að við blasti greiðsluþrot hjá íbúðarkaupendum og hús- byggjendum meðan við búum við það ástand að vísitalan, sem mælir launafólki launahækkanir er rifin úr sambandi, en lánskjaravisitalan fær að vaða óheft áfram. Sagði hún að á árinu 1983 hefðu 20 þúsund beiðnir um nauðungaruppboð frá Veðdeild Landsbankans komið fram vegna vangoldinna lána hús- byggjenda og íbúðarkaupenda. „Ég tel að ákvæði þessa frumvarps sem hér er til umræðu geti skipt sköpum að því er greiðslubyrði lán- takenda varðar og er sú þróun og misgengi, sem orðið hefur á kaup- gjalds- og lánskjaraviðmiðun, sem varð eftir að verðbætur á laun voru afnumdar 1. maí 1983 þar órækast vitni“ Þá benti hún á að svipað fyrir- komulag og væri mælt með í þessu frumvarpi tiðkaðist annars staðar á Norðurlöndum. í Noregi miðast húsnæðislánin við að greiðslan af þeim fari ekki fram úr 20% af dag- vinnutekjum iðnverkamanna og mismunurinn, sem hugsanlega skapast milli þeirra greiðslna og lánskjara, greiðist á framlengdum lánstíma. Að lokum sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir: „Sú þróun sem orðið hefur á launum og lánskjaravísitölu allt frá því að verðtryggingin var tekin upp 1979 staðfestir ótvírætt að það er nauðsynlegt að grípa til ákveð- inna aðgerða til að létta á þeirri þungu greiðslubyrði sem hvílir á mörgum húsbyggjendum og íbúð- arkaupendum. Það mikilvægata við ákvæði þessa frumvarps er að þeir sem tekið hafa á sig fjárhags- legar skuldbindingar geti treyst því að árleg geiðslubyrði lána á hverj- um tíma verði ekki meiri en nemur hækkun almennra Iauna. Það veitir lántakendum það öryggi að geta gert fjárhagsáætlanir um skuld- bindingar fram í tímann sem hægt er að byggja á. Sú breyting sem frumvarpið gerir ráð fyrir er því ekki síst mjög mikilvæg fyrir lán- takendur þegar kjaraskerðingar skella fyrirvaralaust á og mikið mis- gengi skapast milli lánskjara og kaupgjalds" Hœkkun 1 vegakerfið í hinum siðmenntaða heimi. Samtímis sem bensín hækkar hér á íslandi, berast fréttir frá ná- grannalöndum okkar um lækkun á þessum dýrmæta dropa, sem stafar af lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu og bensíni. Slíkar sveiflur virð- ast hins vegar aldrei hafa áhrif hér á landi nema þegar olíuverðið skýst upp, þá eru ráðamenn snöggir að stilla verðvogina í samræmi við heimsmarkaðsverðið. Einsog fram kom í innganginum eru það fleiri dropar en bensíndrop- inn, sem eiga að bjarga ríkiskassan- um, því áfengi og tóbak hækkar um 15%. Það er von að eitt dagblað- anna í gær spyrji þeirraráleitnu spurningar, hvort ætlunin sé að þjóðin drekki sig út úr vandanum, því auk þess að hækka verð á brennivíni, mun forsætisráðherra vera að velta þeim möguleika fyrir sér að leyfa sölu á sterkum bjór. Samkvæmt útreikningum sérfræð- inga hans, hefur nefnilega komið í ljós að slíkt færði ríkissjóði einar 900 milljónir króna. Ríkisstjórnina vantar ekki frum- leikann við að leysa efnahagsvand- ann. Enn sem fyrri daginn eiga launþegar að borga fyrir óráðssíu hennar. Útboð Tilboð óskast I stýribúnað með umferðarljósum og fleira vegna brúarframkvæmda fyrir gatna- málastjórann I Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 27. febrúar nk. kl. 11. f. h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Opinber stofnun óskar að taka á leigu 300—350 m2 iðnaðarhús- næði með innkeyrslu, I Reykjavík eða Kópavogi. Tilboð merkt 150285 sendist Alþýðublaðinu fyrir 15. febrúar nk. FÉLAGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Spilakvöld í Firöinum Spilin verða tekin fram hjá Alþýðuflokknum I Hafnarfirði næstkomandi fimmtudag, 7. febrúar kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Spiluð verður hefðbundin félagsvist. Sigurvegarar fá vegleg verðlaun. Einnig er þetta önnur umferð í þriggja kvölda keppni, sem hófst fyrir hálfum mánuði og lýkur eftir hálfan mánuð. Fyrir hæsta skor samanlagt verða svo veitt heild- arverðlaun. Allirvelkomnirí spennandi og skemmtilegaspila- mennsku. Nefndin Alþýðuflokkskonur Fundur verður í Félagsmiðstöðinni, Hverfisgötu 8—10, næstkomandi laugardag, 9. febrúar kl. 14. Stjórnmálanefndin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.