Alþýðublaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. febrúar 1985 3 MOLAR Sænska dularfrímúr Meðal íslenskra frímúrara eru margir kirkjunnar menn, þeirra á meðal biskupinn, Pétur Sigur- geirsson, Jakob Jónsson dr. theol og fleiri. Þeir hljóta nú að fylgjast spenntir með málefnum kollega sinna í Svíþjóð, þar sem þeirri spurningu er velt upp, hvort Bertil Werkström erkibiskup og aðrir biskupar brjóti í bága við prests- eiða sína með því að vera frímúr- arar. Þetta skoðar nú „dómstóll“ biskupanna sjálfra. Það er biskupanefnd og unt þessar mundir er liðinn frestur sá er nefndin gaf reglubræðrunum til að útskýra sína hlið málsins. Fýrir um mánuði birti Afton- bladet myndir úr hinu allra helg- asta hjá frímúrurum, þeirra á meðal meðfylgjandi mynd af hauskúpu- og beinagrindahrúgu úr höfuðstöðvunum. Margt er það í siðareglum frímúrara sem virðist algjörlega í andstöðu við það sem viðkemur prestsskap og meira að segja gekk svo langt árið 1983 að biskupinn yfir Gauta- borg, Bertil Gártener, var ákærð- ur af tveimur mönnum fyrir exorsisma — djöfiarekstur. 500 af 4000 prestum landsins eru með- limir i reglunni, sem hleypir ekki konum að né gyðingum. I fyrra mánuði gerðist það í fyrsta skipti í 250 ára sögu regl- unnar í Svíþjóð að forystumenn boðuðu blaöamenn á sinn fund og reyndu að útskýra málin frá sínum bæjardyrum. Þar viður- kenndi stórstúkumeistarinn Gustaf Piehl að hann skyldi það mætavel að utanaðkomandi aðil- um þætti það barnalegt af full- orðnum mönnum að vera að sýsla með hauskúpur og beinagrindur. En hann fór bara almennum orð- um um regluna og neitaði að fara út í smáatriði, sagði að þeir hefðu ekkert til að skammast sín fyrir, þvert á móti væru þeir stoltir. Nú er bara að sjá hvað biskupa- nefndin segir hvað klerkastéttina varðar . . . Uppruni tegundanna . . . í hinu kristilega riti „Dagskrá frá Samhjálp" er þess getið að til eru þrjár tegundir kristinna manna, hvorki meira né minna. Tegund- irnar (hvað segir Darwin um upp- runa þeirra?) eru sem sé hinir - holdlegu, hinir sálarlegu og hinir andlegu. Um hina holdlegu er meðal annars sagt: „Verk holdsins auð- kenna líf þeirra, verk svo sem met- ingur, þráttan, deildur og flokka- dráttur . . . Slíkir kristnir menn geta ekki áunnið velþókpun Guðs“. Um hina sálarlegu segir meðal annars: „Þeir lifa mikið á sviði tilfinningalífsins, eru hug- dettu- og draumórakenndir menn, áberandi óánægðar sálir, umkvörtunarsamir og möglandi, leitast við að vinna hylli og álit og valda því oft sundrungu og skaða í kristilegu starfi. . . alla kjölfestu og jafnvægi vantar í lif þeirra, það jafnvægi sem grundvallast á orði Guðs“. Um hina andlegu segir aft- ur á móti meðal annars: „Hinn • andlegi madur hefur hæfileika til að rannsaka Guðs orð og skyggn- ast inn í djúp hugsana Guðs“. Ekki er getið uni hlutfallslega skiptingu kristinna manna í þessa flokka, en heimild greinarhöf- undar er auðvitað Biblían. Apinn á Mars Þessa mynd tók „víkingur“ af yf- irborði Mars árið 1976. Hún sýnir að ekki er um að villast: Þetta er andlit og það af apa! SUJ: Neyðarástand í húsnæðismálum Við opnun Islandshátíðarinnar sem Flugleiðir og Holliday Inn standa fyrir í Luxemborg. Frá vinstri: C. Hellocx konsúll, Elisabeth Becker-Franke Flugleiðir, Tómas Á. Tómasson sendiherra, Anne Cerf Flugleiðir, Einar Aakrann Flugleiðir og Erla Hatlemark Flugleiðir. Samband ungra jafnaðarmanna fordæmir stefnuleysi núverandi Kvennréttindafélagið: Vinsælt náms- skeið endurtekið Kvenréttindafélag íslands stóð fyrir námskeiði þriðjudaginn 5. febrúar sl. þar sem Sigríður Snæv- arr sendiráðunautur kynnti ýmsar aðferðir til þess að skipuleggja vinnu og stjórna tíma. Kynntar voru m. a. bækurnar „Getting Organized" og „The Ef- fective Ecccutive" eftir Stephanie Winston. Kenning Stephanie Win- ston er sú, að óreiða sé ein leið skipulagningar, en sú leið sem mest- an tíma tekur og mestum óþægind- um veldur. Bendir hún á ýmsar sáraeinfaldar og ódýrar leiðir til að sinna hinum hversdagslegustu verk- efnum, hinni svokölluðu rútínu á heimili og vinnustað. Námskeiðið var fullskipað. Vegna fjölda áskoranna verður haldið annað námskeið þriðjudag- inn 12. febrúar kl. 17 í húsnæði fé- lagsins að Hallveigarstöðum, Tún- götu 14. Þátttaka er öllum heimil, og tilkynnist í síma 18156. stjórnvalda í húsnæðismálum. Sjaldan eða aldrei hefur verið erfið- ar en nú fyrir ungt fólk að koma sér þaki yfir höfuðið. í kjölfar kjara- skerðingar ríkistjórnarinnar hefur greiðslubyrði lána aukist gífurlega. Greiðslubyrði af láni sem tekið var að hausti 1979 er nú 50% þyngri en þá. Á sama tíma og laun hafa lækk- að miðað við framfærsluvísitölu hefur lánskjaravísitala hækkað óskert með þeim afleiðingum að margir húsbyggendur eru nú að missa húsnæðið undir hamarinn. SUJ krefst þess að ríkistjórnin hefjist nú þegar handa við að að- stoða húsbyggendur út úr þeim vanda er kjaraskerðingar hennar hafa lagt þeim á herðar. Það er með öllu óréttlætanlegt að greiðslubyrði fólks sem er að koma sér þaki yfir höfuðið þyngist á sama tíma og lífs- kjör versna. SUJ hvetur Alþingi til að hraða afgreiðslu frumvarps þriggja þing- manna Alþýðuflokksins sem á að fyrirbyggja að versnandi lífskjör auki greiðslubyrði af verðtryggðum lánum langt umfram greiðslu getu fólks! Islandshátíð Miðvikudaginn 6. febrúar hól'st að Hotel Holliday Inn í Luxemborg íslandskynning sem Flugleiðir og Holliday Inn standa að. íslands- kynningin verður undir enska heit- inu „Taste of Iceland“ og í henni taka þátt fjölmörg fyrirtæki og stofnanir héðan að heiman. Tómas Tómasson ambassador Islands í Luxemborg opnaði ís- landskynninguna en síðan voru sýndar íslenskar tískuvörur. Það voru flugfreyjur og flugþjónar Flugleiða sem önnuðust tískusýn- inguna og kynningu á vörum sem útstillt er í hótelinu. Tískusýningin fór fram undir stjórn einnar flug- freyjunnar, Brynju Nordquist, en flugáhafnir Flugleiða sem staddar voru i Luxemborg tóku virkan þátt í kynningunni. Einar Aakrann og Anne Cerf fulltrúi hans í Luxem- borg önnuðust undirbúning af hálfu Flugleiða ásamt kynningar- deild og söludeild félagsins í Reykjavík. íslandskynningin að Holliday lnn mun standa til 24. febrúar og mun Haukur Morthens og hljómsveit hans leika fyrir dansi Styrktarfélag vangefinna Minningarkort Styrktarfélags van- gcfinna fást á cftirtöldum stöðuin: A skrifstofu félagsins, Háteigs- vegi 6, S: 15941. Bókabúð Braga, Lækjargötu 2, S: 15597. Bókabúð Braga, v/Hlemm, S:203I1. Bóka- versl. Snæbjarnar Hafnarstræti 4 S:14281. Kirkjuhúsinu, Klapparstíg 27 S:21090. Stefánsblóm, Njálsgötu 65, S: 10771. Bókaversl. Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, S: 50045. Vakin er athygli á þeirri þjónustu félagsins að tekið er á móti minn- ingargjöfum í sínta skrifstofunnar 15941, og minningarkortin siðan innheimt hjá sendanda með gíró- seðli. í Lúxemborg á hverju kvöldi meðan lslands- kynningin stendur. Viðopnunarathöfnina6. febrúar voru um 300 gestir. Félag áhugafólks um verkalýðs og alþýðusögu Stofnfundur Félags áhugafólks um verkalýðs- og alþýðusögu verð- ur haldinn í Sóknarhúsinu föstu- daginn 22. febrúar kl. 17. Ályktun frá BJ: Málflutningur forsætisráðherra dónalegur Þingflokkur Bandalags jafnað- armanna mótmælir þeirri mann- fyrirlitningu og aulaskap sem virt- ist í vangaveltum ríkisstjórnarinnar um væntanlegan „ágóðahlut" hennar í sölu áfengs öls hérlendis. Einungis stjórnvöld sem skilja ekki hlutverk sitt koma á þennan hátt fram við þegnana. Þingflokkur Bandalags jafnað- armanna krefst þess að forsætis- ráðherra biðji þjóðina afsökunar á þessum dónalega málflutningi strax. FÉLAGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verð- ur haldinn fimmtudaginn 14. febrúar 1985 kl. 20.30 í Félagsmiðstöð Jafnaðarmanna, Hverfisgötu 8-10. Fundarefni: Venjulega aðalfundarstörf. Stjórnin. Alþýðuflokksfélagið Kópavogi Aðalfundur Alþýðuflokksfélagsins i Kópavogi verður haldinn að Hamraborg 7 þriðjudaginn 12. febrúar 20.30. Stjórnin. Verkakvennafélagið Framsókn Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og í önnur trúnaðarstörf I fé- laginu fyrir árið 1985 og er hér með auglýst eftir til- lögum um félagsmenn í þau störf. Frestur til að skila listum er til kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 19. febrúar 1985. Hverjum lista þarf að fylgja meðmæli 100 full- gildra félagsmanna. Listum þer að skila á skrifstofu fé- lagsins í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Stjórnin. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að ein- dagi launaskatts fyrir mánuðina nóvember og desem- ber er 15. febrúar nk. Sé launaskattur greiddur eftir ein- daga skal greiða dráttarvexti til viðbótar þvi sem van- greitt er, talið frá og með gialddaga. Launaskatt ber launagreiðandaaó greiöatil innheimtu- manns ríkissjóðs, í Reykjavlk tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þririíl. Fjármálaráðuneytið. Tilkynning tii söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjald- dagi söluskatts fyrir janúarmánuð er 15. febrúar. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.