Alþýðublaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 11
Laugardagur 16. febrúar 1985 11 ilssonar, formanns Alþýðuflokksins, um ísland þeim ógöngum, sem íslensku þjóð- félagi hefur verið stefnt í. Þess vegna fjölmennir fólk nú á fundi Alþýðuflokksins. Hér í opnunni birtum við nokkr- ar myndir af fundaherferð Jóns Baldvins. Einnig báðum við Jón Baldvin að segja okkur frá nokkr- um eftirminnilegum atvikum sem gerst hefðu á ferðalaginu og brást hann vel við því. Þær frásagnir birtast hér meðal myndanna. | Eg á svo góðar bernsku- minningar úr síldinni á Sigló, að mér finnst ég alltaf vera að koma heim þegar ég kem til Siglufjarðar. Eg gleymi ekki hvað kvenskör- ungarnir hjá Þormóði ramma veittu okkur óblíðar móttökur i byrjun, þótt við kveddumst með kossi þegar yfir lauk. Ég skrifað leiðara fyrir jól í Neista, sem hét „Áfram stelpur“, ogfjallaðii um þessar kvenhetjur. " | Á Reyðarfirði gerðist rnargt ' eftirminnilegt. Sigfús Guð- laugsson oddviti og raf- veitustjóri, ætlaði að vera fundarstjóri, en áður en til átti að taka var búið að slíta rafstreng og heilt hverfi í þorpinu var rafmagnslaust. Svo fundarstjórinn okkar var ofan í skurði að gera við allan fundartímann. Við slógurn því náttúrlega föstu að þetta hefðu verið komma- strákar á gröfunni, að bekkj- ast við okkur. Á þessum fundi var mikið rœtt um orkumál. Mér er það minnis- stœtt að ég hef hvergi á fundi fyrirhitt mann, sem hefur veriðjafn fróður og skarpur í þeim málum og vélgœslu- maður á Reyðarfirði, Hauk- Á ur Þorleifsson. % Strax eftir flokksþing Alþýðu- flokksins í haust, lagði nýkjörinn formaður flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, af stað í fundaher- ferð um ísland, sem stendur enn. Nú þegar hefur formaðurinn haldið fundi á um það bil sextíu stöðum, og hefur svo til alls staðar verið troðfullt hús. Á fundunum hefur Jón Baldvin kynnt stefnu Alþýðu- flokksins og hefur hún alls staðar átt mikinn hljómgrunn. Fólk er far- ið að átta sig á því að hér á landi þarf öflugan jafnaðarmannaflokk,' til að standa gegn frjálshyggjunni og afturhaldinu, sem hefur tröllrið- ið íslensku samfélagi eftir að helm- ingaskiptastjómin komst til valda. Það þarf nýjar hugmyndir til að vinna okkur út úr vandanum, sem framsóknaráratugurinn hefur hlað- ið upp. Það þarf að standa vörð um velferðarþjóðfélagið, eigi aftur- haldið ekki að fá að brjóta það nið- ur. Það þarf réttlátari tekjuskipt- ingu í þjóðfélaginu ef koma á í veg fyrir að tvær þjóðir byggi þetta land. Það þarf réttlátari skatt- heimtu til að launþegar einir beri ekki alla byrði af sameiginlegum út- gjöldum landsmanna. Það þarf áð bjarga húsnæðiskerfinu. Það þarf að bjarga sjávarútveginum. Það þarf að hreinsa til í stjórnkerfi landsins. Það er svo margt sem þarf að gera og fólk er farið að gera sér grein fyrir að ekkert gerist fái gömlu kerfisflokkarnir að ráða ferðinni. Fólk hefur gert sér grein fyrir því að öflugur jafnaðar- mannaflokkur er eina leiðin út úr Stykkishólmur Ólafsvík i Sennilega var fundurinn á I Ólafsvík sá léttlyndasti af þeim öllum. Troðfullt hús út á götu. Ólafsvíkingar höfðu verið á þorrablóti nóttina áður, fram á morgun. Stemmningin var þannig að þegar farið var á sprett þá veltist allur salurinn um af hlátri. Það verður ekki ann- að sagt en að húmorinn sé í góðu lagi undir Jökli. S Akureyri Ólafsvík

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.