Alþýðublaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 2
I 2 Miðvikudagur 26. febrúar 1985 RITSTJÓRNARGREIN Undirstaða alls Kað gleymist alltof oft hver er hinn raunveru- legi grundvöllurþess að hægt erað haldauppi nútíma þjóðfélagi hér á landi. í seinni tlð hefur það orðið æ algengara að fólk gleymi sjálfri undirstöðunni; hafi ekki nægan skilning á því hvað það er sem skapar verðmætin. Hin efnis- legu gæði verða ekki til úr engu. Vitaskuld er það sjávarútvegurinn, fiskveiðarnar sem allt stendur og fellur með á íslandi. Það er áleitin spurning hvort yfirleitt væri mögulegt að halda byggð í landinu ef gjöfult hafið brygðist í lengri tíma og við gætum ekki dregið þaðan björg i bú. Það stendur allt og fellur með fiskinum. Þessum staðreyndum má aldrei gleyma. Fólk verðurað þekkjaeigin ræturog það hvern- ig hin efnislegu verðmæti verða til. A þettaerdrepið héraf gefnu tilefni. Of marg- ir virðast skynja hina gagnrýnu umræðu sem átt hefur sér stað um sjávarútvegsmál, sem vantrú ágetu og tilgangi sjávarútvegs hérlend- is. Það er vitanlega reginmisskilningur. Fisk- veiðar hafa um aldaraðir verið undirstaða alls hérlendis. Það verða þær áfram. Hitt er svo annað mál, að stjómun fiskveiða og sjávarútvegsmálanna almennt hefur verið meira og minna í molum hin síðari ár. Frum- skógarlögmálið gengurekki I sjávarútveginum fremur en ( öðrum atvinnugreinum. Sú oftrú hefur riðið húsum að hafið tæki endalaust við og sömuleiöis væri sjórinn nánast endalaus uppspretta gæðanna; þaðan mætti taka eins og hver vildi. En sannleikurinn er annar. Víða hefur mengun lagt llfríki hafsins í rúst, enda þótt sú hætta sé ekki jafn áleitin hér noröur I Atlantshafi. Á hinn bóginn höfum við íslend- ingaroröið áþreifanlegavarirvið það, að ekki er unnt að ganga á helstu fiskstofna okkar án þess að stefna þeim I verulega hættu. Það hef- ur nakinn veruleikinn kennt okkur. Stjórnun sjávarútvegsmálanna hefur verið meira og minna í lamasessi. Heildarstefnuna hefur vantað. Bráðabirgðareddingar á bráða- birgðareddingarofan hafaverið þau einu bjarg- ráð, sem gripið hefur verið til, þegar allt hefur verið á heljarþröm. Slík vinnubrögð ganga ekki til lengdar. Það kemur að skuldadögum. Og þeir eru runnir upp. Lengur dugir ekki hálfkák. Það verðuraðstokkauppailt kerfið; Útgerðina, fiskvinnsluna, markaðsmálin, kjaramál sjó- manna, verðmyndunarkerfið og fleira og fleira. En það þarf pólitlskan kjark til að fram- ■ kvæma uppskurð af þessu tagi. Siíkur kjarkur hefur ekki verið til staðar hjá núverandi stjórn- völdum. En Alþýðublaðið vili undirstrika að með öllum tiltækum ráðum verður að hlúa að sjávarútveg- inum. Hann er og verður undirstaða alls. Og er óverjandi að leika sér af gáleysi með fjöregg þjóðarinnar? — GÁS. Ellin og I þessu svo kallaða velferðarþjóðfélagí okkar búa um 40% aldraðra við svo þröngan kost að geta aðeins framfært sér á lifeyri almanna- trygginga. Margt af þessu fólki varð fyrir veru- legum búsifjum þegar ráðherra heilbrigðis- mála margfaldaði með einu pennastriki kostn- aðinn við lyfja- og læknaþjónustuna í landinu. Ekki síst eru það húsnæðismálin sem eru i ólestri hjá öldruðum um þessar mundir. í borg pyngjan Davíðs ríkir neyðarástand, upp undir þúsund aldraðireru á biðlistaen framkvæmdir í algjöru lágmarki. Þó sá borgarstjórnarmeirihluti Ihaldsinsengaástæðu til að samþykkjatillögu borgarfulltrúa Alþýðuflokksins um sérstakt 35 milijón króna framlag til bygginga á sjálfs- eignaíbúðum fyrir aldrað fólk. En aldraðireru eins og annað fólk í þjóðféiag- inu misjafnlega vel stætt. Nú hefur það verið opinberað að margir af fjársterkustu og valda- mestu mönnum landsins hafa stofnað hlutafé- lag um byggingu stórhýsis þar sem þeir hyggj- ast búa saman á sínum efri árum. Þessir menn búa svo vel að þurfa ekki á nokkurri opinbeVri aðstoð að halda — en geta áreynslulítið lagt fram 70—80 þúsund krónur á mánuði í fram- kvæmdirnar. Hér er ekki vakin athygli á þessu máli til að agnúast yfir því að efnaðir menn geti búið vel íellinni. Þvertámóti — þettadæmi sýnirokkur að það hyidýpi sem hefur myndast milli rikra og fátækra I þjóðfélaginu er breiðast og dýpst þá upp er staðið — í ellinni. FÞG. Skatteftirlit Lausar eru til umsóknar stööur eftirlitsfulltrúa á skatt- stofum I Reykjanesumdæmi og Norðurlandsumdæmi eystra. Umsækjendur þurfa að hafa góða þekkingu á bókhaldi og skattskilum, eða hafa lokiö embættisprófi ( lög- fræði eða viðskiptafræði. Umsóknir berist fjármálaráðuneytinu fyrir 29. mars nk. Reykjavík, 22. febrúar 1985 Fjármálaráðuneytið. FÉLAGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Kvenfélaq Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Heldur félagsfund miðvikudaginn 27. feb. kl. 20.30. I Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Gestur fundarins verður Jóhanna Sigurðardóttir. Konur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Borgarmálaráð Alþýðuflokksins í Reykjavík Fundur nk. þriðjudag 5. mars kl. 17.00 í félagsmiðstöð SUJ að Hverfisgötu I06a, Reykjavik. Vinsamlegast mætið stundvíslega. Formaður. Magnús 1 Byggingarsjóðs um hvorki meira né minna en 2A að jafnaði í stjórnartíð sinni. Núverandi ríkisstjórn hefur haldið á sömu braut lengst framan- af. „Þessi mikla skerðing, ég vil segja þjófnaður, á mörkuðum tekjustofnum Byggingarsjóðs ríkis- ins á árunum 1980-1984, sem nemur samtals talsvert á þriðja milljarð króna á núverandi verðlagi, er höfuðástæða þess, hvernig komið er fyrir sjóðnum og bitnar nú harkalega á þeim, sem á lánum þurfa að haldaþ sagði Magnús. Önnur höfuðástæðan fyrir því hvernig komið er segir Magnús síð- an vera sú ákvörðun núverandi ríkisstjórnar, að stöðva viðmiðun launa við framfærsluvísitölu, en láta á sama tíma allar vísitölur mæla af fullum þunga á öllum öðr- um sviðum. Eignaupptaka er fram- in í stórum stíl. Magnús gerir þá kröfu, að sam- þykktar verði tillögur alþýðu- flokksmanna um stóreignaskatt til tveggja ára til að fá fjármagn í Byggingarsjóðina, að uppbygging ÖKU- LJOSIIM Ökuljósin kosta lítið og því er um að gera að spara þau ekki í ryki og dimmviðri eða þegar skyggja tekur. Best af öllu er að aka ávallt með ökúljósum. yUMFERDAR/^ Er bent á, að aðgerðir ríkis- stjórnarinnar og kvótakerfi hafi bitnað sérstaklega á fiskimönnum og fiskverkunarfólki, við' lág laun hafi nú bæst við öryggisleysi í at- vinnumálum og þetta fólk orðið að taka á sig kjaraskerðingu umfram þá almennu kjaraskerðingu sem orðið hefur hjá því fólki sem vinnur á opinberum launatöxtum og hefur ekki getað velt vanda þjóðarinnar af sér og yfir á annarra herðar eins og sumir aðrir þegnar þjóðfélagsins hafa gert. Tíllögur 1 Hjá Hjörleifi er höfuðáherslan lögð á eflingu Ríkisútvarpsins. Einnig vill hann að settur sé sá var- nagli, að fyrirtæki, sem stundi ann- an rekstur en útvarpsrekstur, fái ekki leyfi til að reka útvarpsstöð. Þá vill hann að algjört bann sé á aug- lýsingatekjum fyrir einkastöðvarn- ar. Kristín vill leyfa augiýsingar. Einsog sjá má á þessu eru skoð- anir manna mjög skiptar í þessu máli og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þess. Eitt er víst að fæðing þess gengur ekki jafn greið- lega og menntamálaráðherra hefði viljað. Lausar stöður Eftirtaldar stööur eru lausar til umsóknar í heimspeki- deild Háskóla íslands: Dósentsstaða í frönsku. Lektorsstaða í íslenskri málfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknirásamt rækilegri skýrslu um visindastörf um- sækjenda, ritsmíöarog rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntmálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6,101 Reykjavlk, og skulu þær hafa borist fyrir 20. mars nk. Menntamálaráðuneytið, 19. febrúar 1985. Byggingarsjóðs verði með þeim hætti sem frumvarp Alþýðuflokks- ins útlistaði og í þriðja lagi, að sam- þykkt verði frumvarp Alþýðu- flokksins um frestun á þeim hluta verðtryggingarþátta og vaxta, sem er umfram almennar launahækk- anir á hverjum tíma. 10% 1 til þess að gera störf við fiskvinnslu meira aðlaðandi. Nú er einmitt brýn þörf á því að starfskjör fólks í þeirri undirstöðuatvinnugrein, sem fiskveiðar og fiskvinnsla er fyrir af- komu þjóðarbúsins, séu með þeim hætti að það sé eftirsóknarvert að starfa í þessum starfsgreinum. Það er alvörumál — ekki aðeins fyrir starfsgreinina heldur einnig þjóðar- heildina — þegar fólk leitar unn- vörpum úr fiskveiðum og fisk- vinnslu í aðrar starfsgreinar sem flestar eða allar eiga í raun vöxt sinn og viðgang undir því að undir- stöðustörfin í landinu, fiskveiðar og fiskvinnsla, geti gengið eðlilega fyrir sig. Það getur ekki orðið nema þær starfsgreinar geti boðið launa- kjör og starfsaðstöðu sem gerir það eftirsóknarvert að leita starfa ein- mitt þar. Langur vegur er nú frá því að svo séí‘

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.