Alþýðublaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.08.1985, Blaðsíða 1
Launaskriðið Fimmtudagur 1. ágúst 1985 144. tbl. 66. árg. Mest í skrif- stofustörfum Verri afkomu ríkisjsóðs má eink- um rekja til þess að innflutnings- tekjur eru nú lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir, eða sem nemur tæp- um 250 milljónum króna. Þá hafa vaxtagjöld hækkað verulega á ár- inu eða um 229 milljónir króna. Enn fremur hafa komið til nýir út- gjaldaliðir, svo sem endurgreiðsla söluskatts í sjávarútvegi upp á 250 milljónir króna. Allt í allt komu inn í ríkissjóðinn á fyrri helming þessa árs 12.044 milljónir króna, sem er 26°7o hærri upphæð en á sama tíma í fyrra. Úr Skyldi veðrið verða svona um verslunarmannahelgina? Ríkissjóður fyrri helming ársins: 2.8 millj - arða halli Greiðsluafkoma A-hluta ríkis- sjóðs fyrri helming þessa árs var neikvæð um 2.802 milljónir króna og er það 2.549 milljón króna meiri halli en á sama tíma í fyrra eftir þvi sem fram kemur í frétt frá fjármála- ráðuneytinu. Hina slöku afkomu ríkissjóðs má einkum rekja til þriggja þátta. í fyrsta lagi er það vegna þess dráttar sem varð á afgreiðslu lánsfjárlaga, að engin ný lán hafa verið tekin samkvæmt téðum lánsfjárlögum, en heimildir liggja fyrir í lögunum um 1.526 milljón króna lántöku vegna A-hluta á þessu ári. í öðru lagi hefur ríkissjóður greitt framlög sín til Lánasjóðs íslenskra náms- manna og Byggingarsjóðs rikisins fyrr en áætlað var en tafir hafa orð- ið á lántöku þessara aðila. Sú upp- hæð sem flýtt var greiðslu á nemur 825 milljónum króna. í þriðja lagi er til tekið, að rekstrarafkoman er óhagstæðari en í fyrra um 1.577 milljónir króna. ríkissjóði hafa hins vegar farið 13.833 milljónir króna, sem er 41% Framh. á bls. 2. Launamismunur milli kynja hefur aukist Karlmenn í skrifstofustörfum hafa hækkað um ein 51,1% í launum frá fyrsta ársfjórðungi 1984 til fyrsta ársfjórðungs í ár. Samt hefur taxta- kaup þeirra aðeins hækkað um 27,8%, sem er mjög nálægt meðal taxtakaupshækkun í landinu, sem er 27,6%. Þessar upplýsingar koma fram í júlíhefti Fréttabréfs Kjara- rannsóknarnefndar. Launaskriðið hjá konum í skrif- stofustörfum er örlítið minna en hjá körlunum eða ein 48%. Þessar tölur sýna að launamismunurinn milli kynjanna í þessum störfum hefur enn aukist, nú á síðasta ári kvennaáratugarins. Sömu sögu er að segja hjá kynj- unum í afgreiðslustörfum. Konur hækka minna en karlar. Taxta- hækkunin er sú sama og hjá skrif- stofufólki en launaskriðið er minna hjá afgreiðslufólki en hjá skrif- stofufólki. Hjá körlum hafa launin hækkað um 38,2% en hjá konum 34,1%. Aftur á móti snýst svo dæmið við þegar að verkamönnum er komið. Hjá körlum í verkamannavinnu hafa launin hækkað um 33,3% en hjá konunum 34,4%. Sé hinsvegar litið á hreinar tekjur karla og kvenna í verkamannavinnu hafa laun karlanna hækkað um 32,4% en kvennanna 28,3%. Ástæðan fyr- ir þessu er vafalítið sú að aukavinna er meiri hjá körlum en konum. Meðaltekjur á viku hjá karl- manni í skrifstofustörfum eru 9.896 kr. en hjá konunum 7.040 kr. Með- altekjur iðnaðarmanns eru 9.364 kr. Karlmaður í verkamannavinnu Lánskjara- vísitalan hækkar Lánskjaravísitala 1204 gildir fyrir ágúst 1985. Hækkun lánskjaravísitölu frá mán- uðinum á undan varð 2.21%. Um- reiknuð til árshækkunar hefur breytingin verið sem hér segir: síðasta mánuð 29.9% síðustu 3 mánuði 34.0% síðustu 6 mánuði 31.5% síðustu 12 mánuði 32.3% hefur tæpar 7.000 kr. á viku og verkakonan 5.500. Svipað hlutfall Framh. á bls. 2 Sigurður Á. Friðþjófsson lœtur af störfum Sigurður Á Friðþjófsson, sem verið hefur blaðamaður á Alþýðu- blaðinu frá því í maí 1984, hefur lát- ið af störfum fyrir blaðið. Sigurður hverfur þó ekki úr blaðamennsk- unni, því nú taka við hjá honum skriftir fyrir Nútímann. Alþýðublaðið þakkar Sigurði heilshugar fyrir óeigingjarnt fram- lag hans til blaðsins og góð kynni. Jafnframt skrifum hefur Sigurður tekið og unnið fjölmargar Ijós- myndir sem prýtt hafa blaðið. Al- þýðublaðið óskar Sigurði velfarn- aðar í nýju starfi og ítrekar þakk- læti sitt. Þá er þess að geta að Jón Daní- elsson og Maríanna Friðjónsdóttir munu næstu vikurnar leysa af á rit- stjórn Alþýðublaðsins og eru þau boðin hjartanlega velkomin til starfa. Kjötmálið: Forystumenn bænda yildu ekki rannsókn — þegar hún átti að beinast að Hótel Sögu Forystumenn bændsamtak- anna „láku“ sjálfir upplýsingum um yfirvofandi rannsókn kjöt- smygls til íslands í lok nóvember 1983. Það var lögfræðingur Framleiðsluráðs landbúnaðarins, Jón Þórarinsson, sem fór fram á þess rannsókn og fékk til þess samþykki Gunnars Guðbjarts- sonar og Andrésar Jóhannesson- ar yfirkjötmatsmanns og átti rannsóknarbeiðnin að vera algert trúnaðarmál þeirra þriggja. Fleiri komust þó á snoðir um málið og munaði minnstu að rannsóknar- beiðnin yrði dregin til baka vegna ótta um að rannsóknin kynni að beinast fyrst og fremst gegn Hótel Sögu. Líkur benda til að hótel- stjórn Sögu hafi verið gert við- vart. Þetta kemur m. a. fram í grein- argerð sem Jón Þórarinsson sendi landbúnaðarráðherra í mars á síð- asta ári og Alþýðublaðið hefur undir höndum. Eins og flesta rekur minni til, urðu allmikil blaðaskrif og um- ræður um að kjöti væri smyglað til landsins í stórum stíl, í lok árs- ins 1983. Talið var að hótelin keyptu mestan hluta hins smygl- aða kjöts og var Hótel Saga sér- staklega nefnd í þessu sambandi. Grunsemdir virðast hins vegar ekki á þeim tíma hafa beinst að því að kjötinu væri smyglað af Keflavíkurflugvelli fremur en eft- ir öðrum leiðum. Áður en til þess kom að lög- fræðingur bandasamtakanna legði fram formlega beiðni um rannsókn kjötsmyglsins til Rann- sóknarlögreglu ríkisins, vann hann að því að afla upplýsinga um kjötsmyglið um mánaðar- skeið. Þetta gerði hann að beiðni Inga Tryggvasonar og Gunnars Guðbjartssonar. Þriðjudaginn 22. nóvember 1983 átti svo lögfræðingurinn fund með Gunnari Guðbjartssyni og Andrési Jóhannessyni, yfir- kjötmatsmanni á skrifstofu Gunnars og gaf þeim skýrslu um athuganir sínar. Á þessum fundi var ákveðið að koma málinu á framfæri við Rannsóknarlögreglu rikisins. Andrés mun auk þess hafa lagt ríka áherslu á að hvorki staðreyndir málsins né kæran til rannsóknarlögreglunnar mætti berast út. Jón Þórarinsson, lögfræðing- ur, mun svo hafa skilað Gunnari Guðbjartssyni skriflegri skýrslu um athuganir sínar tveim dögum síðar, en hinn 29. nóvember af- henti hann Rannsóknarlögreglu ríkisins formlega beiðni um að málið yrði rannsakað, ásamt greinargerð um athuganir sínar. „Gerðu grein fyrir máli þínu“ Daginn eftir að kæran var lögð fram tóku svo ýmsir atburðir að gerast. Jón Þórarinsson var kvaddur fyrir Inga Tryggvason, formann Stéttarsambands bænda, til að „gera grein fyrir máli sínu“ eins og Ingi orðaði það. Samkvæmt greinargerð Jóns virðist Ingi hafa verið fremur ósáttur við framvindu mála, eins og hún var þá orðin, en þó einkum og sér í lagi með orðalag kærunn- ar, þar sem talað var um „ónafn- greint hótel“ og taldi óheppilegt að rannsókninni yrði beint að Hótel Sögu umfram aðra veit- ingastaði. Þeir Ingi Tryggvason og Gunn- ar Guðbjartsson fóru þess síðan á leit að Jón drægi kæruna til baka og sendi frekar inn nýja kæru með öðru orðalagi. Jón mun hafa fall- ist á þetta, en af því varð þó aldrei að kærunni yrði breytt. Þeir Ingi og Gunnar voru báðir á förum til útlanda um þetta leyti, en af rann- sókn málsins er það að segja að hún leiddi ekki til neinnar ákveð- innar niðurstöðu. Rannsóknar- lögreglan tók að vísu skýrslu af nokkrum aðilum vegna málsins, en sannanir fundust ekki fyrir því að kjöti hefði verið smyglað til landsins að verulegu marki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.