Alþýðublaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 4
alþýðu ■ n mzm Laugardagur 31. ágúst 1985 Alþýðublaöið, Ármúla 38, 3. hæð, 108 Reykjavík., Simi: 81866 ■Útgefandi: Blað hf. Ritstjórn: Friðrik Þór Guömundsson (ábm.) Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson, Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsd. Setning og umbrot: Alprent hf., Ármóla 38. Prenlun: Blaðaprent hf, Síðumúla 12. r Askriftarsíminn er 81866 Kínverskur kapit alismi ? Samkvæmt fornri hefð gengu gestir í brúðkaupsveislu í litlu þorpi í Kína fylktu liði með heimanmund brúðarinnar. Einn var þó hlutúrinn í heimanmundinum sem ekki var hefðbundinn — diesel-vél vafin rauðu og skreytt litríkum silkiborð- um. , Xiong Zixin, faðir brúðarinnar hafði hugsað sig vel um áður en hann fjárfesti í gjöf til ungu hjón- anna. Tengdasonurinn tilvonandi var fiskimaður og framtíðarheimili dótturinnar yrði báturinn sem not- aður var við fiskveiðarnar. Því var varla þörf á fínum fötum eða dýr- um húsmunum á heimili hjónanna, en dieselvél í bátinn myndi sannar- lega koma að góðum notum og gefa þeim kost á að auka aflann. Þessi saga er einungis eitt dæmið um aukna vélvæðingu sveitahérað- anna í Kína. Á árunum 1978 til 1984, jókst hestaflafjöldi í land- búnaði 65% meira en þrjátíu árin á undan. Á þessum sex árum jókst fjöldi handdráttarvéla — mjög sér- stæðra vinnuvéla — um 19% á ári og öðrum dráttarvélum fjölgaði um rúm 16%. Árið 1979 tók ný stefna í land- búnaðarmálum gildi í Kína. Breyt- ingin fól það meðal annars í sér að framleiðsla fleiri býla féll undir einkarekstur, bændur fengu kost á að taka á leigu jarðskika og ráð- stafa framleiðslunni. Margir óttuð- ust að þessi breyting yrði til að draga úr vélvæðingu sveitanna. Nægilegur vinnukraftur væri fyrir hendi og því þá að auka vélvæðing- una á litlum búum? í fyrstu var reyndin sú að landbúnaðarvélar í eigu samyrkjubúanna voru ekki nýttar, heldur seldar í brotajárn oft á tíðum. Fyrst eftir að bændur áttu kost á að rækta eigið landsvæði flykktust þeir til þess að komast yfir uxa og hesta, þannig að verðgildi slíkra gripa rauk upp úr öllu valdi og fór jafnvel yfir það sem meðalstór dráttarvél kostaði. Breyttir tímar Á síðustu árum hefur þetta Ekki eiga allir kost á handdráttarvél, einhverjum þarfasta þjóni kínverskra smábœnda. breyst. Á þeim landsvæðum sem lengst eru komin í vélvæðingunni eru sífellt færri sem eyða vinnutíma sínum öllum til að yrkja akrana, sérhæfingin í sveitunum er að auk- ast og fæðuvandamálið hefur verið leyst, jafnvel í afskekktustu héruð- um Kína. Margir smábændur sér- hæfa sig í öðrum greinum en land- búnaði, t.d. taka að sér flutninga, stunda byggingavinnu eða handlist. Litlar verksmiðjur og aðrar greinar samhliða búrekstri draga til sín sí- fellt meira af umframvinnuafli sveitanna. Fátækari fjölskyldur njóta lána frá ríki og sveitarfélögum til þess að komast yfir tæki til að auka fram- leiðsluna eða reka búskapinn með meiri hagnaði. Sala landbúnaðartækja dróst saman árið 1980, en síðan hefur eft- irspurnin sífellt farið vaxandi. Með auknum vexti í búvöruframleiðslu hefur þörfin fyrir fleiri tæki aukist svo mjög að bændur bíða jafnvel í biðröðum sólarhringunum saman til að komast yfir landbúnaðarvél- ar. Oft á tíðum eru heilir fjallgarðar lagðir undir fót til þess að koma höndum yfir iitla handdráttarvél. Falskar vonir Á miðjum sjötta áratugnum kunngerðu kínversk stjórnvöld nýja stefnu í vélvæðingu landbúnaðar- ins fram til 1980. Þessi stefna reynd- ist óraunhæf. Verksmiðjur voru settar á fót til þess að framleiða vélakost fyrir landbúnaðinn, en þeim reyndist illa stjórnað. Mið- stýringin var of mikil, allar áætlan- ir byggðust á pappírnum en ekki þeirri þörf sem í sveitunum var. Kommúnur og sambýli áttu að fá ákveðinn vélakost til sinna þarfa, hvort sem þörf var fyrir þennan ákveðna vélakost eður ei. Kaupend- ur voru skyldugir til þess að taka við vélunum og oft kom á daginn að vélarnar stóðu ónotaðar eða voru notaðar til annars en upphaflega var ætlað — til dæmis voru dráttar- vélar fremur notaðar sem flutn- ingatæki en til að yrkja akrana. Fjárfesting i landbúnaðartækj- um hóf að skila arði eftir að skipu- lagi var breytt og framieiðslan jókst. Litlar vélar komu á markað- inn, sem hentuðu smáum einingum í landbúnaðinum. Ný tækni var þróuð til nota víðs vegar um landið, fleiri tegundir litu dagsins ljós og þær hafa farið batnandi. Nú kostar lítil handdráttarvél það sama og einn uxi, en hún afkastar á við tvo, svo er einnig unnt að nota hana til þess að knýja vatnsdælu, og fram- leiddar hafa verið vélar sem eyða Framh. á bls. 3 Nú þarf ekki lengur hendur 800milljóna einstaklinga til að fœða kínversku þjóðina. Vélar koma æ meir í stað manna og fœðuvandamálið er leyst. Molar HP fær peninga Nú hefur það gerst sem við spáð- um um daginn, að Flelgarpóstin- um myndi senn bætast hlutafé. Að vísu mun Ásgeir pulsusali ekki enn hafa keypt sig inn í fyrirtækið eins og við þóttumst eiga von á, en illar tungur segja að hann muni ekki hafa efni á því eftir ísafold- arævintýrið mikla í fyrra. En Rolf Johansen hefur hins vegar lagt fram nokkurt hlutafé og að sögn HP-manna er ætlunin að fara út í útvarpsrekstur eftir áramótin. Rolf virðist nú heldur betur ætla að hasla sér völl á fjöl-, miðlasviðinu, því ekki er betur vitað en að hann hyggi einnig á sjónvarpsrekstur. Rolf hefur fram að þessu eink- um verið þekktur sem tóbaksinn- flytjandi og nú velta menn því fyr- ir sér hvort meiningin með þessu brambolti sé ef til vill sú að tryggja möguleika á dulbúnum tóbaksauglýsingum ef sígarettu- verðstríðið skyldi halda áfram. — „Verndarhendi“ Davíðs Nú velta menn því að vonum fyrir sér hvar Davíð Oddsson muni geta holað skjólstæðingum Verndar niður, ef svo færi að honum tæk- ist með einhverju móti að komast að samningum um kaup á húsinu við Laugateig og bjarga þar með íbúum hverfisins frá þessum fast- eignaverðlækkandi félagsskap. - Reyndar hafa samtökin lýst því yfir að húsið sé alls ekki falt þann- ig að Davíð er kominn í hálfgerða klemmu og hreint ekki auðvelt að sjá hversu honum megi takast að framkvæma þetta ætlunarverk sitt. Fræðilega séð, virðast aðeins tvær leiðir standa opnar. Önnur er sú að taka húseignina eignar- námi, en þá þarf að sýna fram á : að einhver samfélagsleg nauðsyn sé fyrir því að borgin eignist ein- mitt þetta hús. Og það er reyndar vandséð hvaða nauðsyn gæti bor- ið til þess. Á hinn bóginn er sagt að allir hlutir eigi sér verð, en það útleggst á einföldu máli þannig að með því að bjóða nægilega hátt í húsið, ætti að vera hægt að eignast það. Ef borgin tæki hins vegar upp á því að kaupa einstök hús úti í bæ hátt yfir markaðsverði, er hætt við að gagnrýnisraddir kæmu upp í borgarstjórninni og þá ekki bara hjá minnihlutanum. Það verður því ekki betur séð en Davíðs séu allar bjargir bann- aðar í þessu máli, — nema hann lumi á trompi uppi í jakka- erminni! © — Rétt gata Á síðasta fundi borgarráðs var m.a. úthlutað nokkrum lóðum. Þar var t.d. ákveðið að gefa Markúsi Erni Antonssyni kost á þvi að reisa sér einbýlishús á lóð nr. 20 við D-götu í Grafarvogi. Molar dást mjög að þeirri sam- ræmingu sem hér er á ferðinni. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur greinilega ákveðið að lóðum skuli úthlutað eftir listabókstöfum og þannig verður tryggt að allir flokkar eigi sína fulltrúa í hverf- inu, því væntanlega eru kratarnir settir niður við A-götu, framm- arar við B-götu o.s.frv. Fyrir kosningar getur svo hver flokkur haldið sinn götufund og undir slíkum kringumstæðum verður náttúrlega sjálfgefið að ganga enn skilmerkilegar frá götumerkingunum með því að bæta einu litlu x-i framan við götunafnið á skiltunum. Þó er eitt sem veldur Mola- tínslumönnum bæði vangabrot- um og heilaveltum, eins og mað- urinn sagði, og það er sú spurning hversu margar götur verði eigin- lega í hverfinu. Skyldu þær endast alla leið aftur í V?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.