Alþýðublaðið - 02.06.1990, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 02.06.1990, Qupperneq 8
8 Laugardagur 2. júní 1990 ' ^ f a Yeltsin i ræöustol eftir útskrift en hann neitaði henni þar sem hann taldi sig ekki þekkja nógu vel til starfa verkamannanna sjálfra og vann því sem slíkur í eitt ár áður en hann tók við verk- stjórninni. Frami hans varð skjót- ur og var hann settur yfir æ stærri og veigameiri verkefni. I flokkinn_________________ Eins og títt er um háttsetta menn í Sovétríkjunum gekk hann í kommúnistaflokkinn. Þar hlaut hann einnig skjótan frama. Hann varð æðsti ritari flokksins á Sverdlovsk - svæðinu. Þegar hann gegndi því embætti kynntist hann fyrst félaga Gorhatsjov. Honum of- bauð gersamlega sú mikla s[)illing sem ríkir meðal æðstu ráða- manna. Háttsettir menn í komm- únistaflokknum lifa í allt öðrum heimi en alþýðan. Þeim eru útveg- uð íburðarmikil hús og sumarbú- staðir og þeir hafa sérstakar ak- reinar á götum borganna þar sem aldrei er stoppað á rauðu Ijósi. Sér- stakar búðir eru fyrir þessa forrétt- indastétt þar sem gnótt er af öllum vörum og ekkert til sparað. Þessu kynntist Yeltsin af eigin raun og fylltist hryllingi því að á sama tíma býr óbreytt alþýðan við mikinn skort. Hann gagnrýndi flokkinn mjög og í ræðu sem hann flutti í október 1987 var hann rekinn úr æðstaráðinu. Hann lét þennan mótbyr ekki á sig fá, frekar en endranær, og hélt sínu striki. Bar- áttan hefur líka borið ríkulegan ávöxt eins og kjör hans til forseta- Á valdadögum Stalins voru óleiðitamir stjórn- mólamenn skotnir. Nú hafa timarnir breyst og til marks um það er kjör Boris Yeltsin i embætti forseta sovétlýðveldisins Rússlands. Hann féll i ónóð hjú hinum alsráðandi kommúnistaflokki en hefur risið upp aftur og gegnir einhverju áhrifamesta embætti i Sovétrikjunum i dag, en Rússland er öflugasta og fjölmennasta lýðveldi ríkjasambandsins. að upphugsa prakkarastrik og fékk bekkjarsystkini sín til að taka þátt í þeim með sér. Hvar sem hann fór varð hann fljótlega for- inginn í hópnum. Þetta gekk svo langt að honum var neitað um prófskírteini úr barnaskóla. Til- drög þess lýsa manninum vel en þannig var mál með vexti að einn kennaranna hafði komið mjög illa fram við nemendurna. Hann hafði niðurlægt þau og jafnvel neitt þau til að vinna heimilisstörf á heimili hans sjálfs. Þegar átti að slíta skól- anum meö virðulegri athöfn kvað Yeltsin sér hljóðs og sté í pontu. Það þótti sjálfsagt þar sem hann hafði fengiö hæstu einkunnir yfir allan skólann. Hann hélt þá ræðu þar sem hann gagnrýndi kennar- ann enda misbauð hönum ger- samlega framferöi hans. Vegna þessa „uppátækis" var Yeltsin neitað um prófskírteinið. Hann lét það þó ekki á sig fá og hóf að leita 1 réttar síns. Hann leitaði frá einni nefnd til annarrar og loksins fékk hann uppreisn æru. Kennarinn var rekinn og Yeltsin fékk prófskír- teinið. Hugur hans hafði lengi staðið til verkfræði svo hann innritaði sig í Tækniháskólann í Úralfjöllum. Þar nam hann byggingarverkfræði og stóð sig með miklum ágætum. Meðfram náminu æfði hann blak af miklum móð og náði töluverö- um árangri. Hann var stöðugt á keppnisferðum, eða við þjálfun annarra liða, svo að eini timinn sem hann hafði til að sinna nám- inu var á kvöldin og næturna. Á sumrin ferðaðist hann mikið um Sovétríkin og lagöi þá oft af stað með enga peninga en sat á þaki lestanna til að þurfa ekki að farmiða. Einnig var hann mikið fyrir feröir um óbyggðir og lenti oft í miklum hremmingum. Út á vinnumarkaðinn Yeltsin var boðin vinna sem verkstjóri á byggingarsvæði strax En hver er hann þessi Boris Yeltsin, maöurinn sem er ýmist elskaöur sem dýrlingur eða hataö- ur sem lýðskrumari? Erfið uppvaxtarár Boris Yeltsin fæddist í Butko, litlu þorpi undir rótum Úralfjalla, í nágrenní borgarinnar Sverdlovsk. Forfeöur hans höfðu veriö bænd- ur kynslóð fram af kynslóð, plægt akra, sáð hveiti og stundað hefö- bundin landbúnaðarstörf. Upp- vaxtarár Yeltsins voru erfið, tíðir uppskerubrestir og lítiö um mat. Fólkið var neytt til að starfa á sam- yrkjubúum og hungurvofan var tíður gestur í héraðinu. Faðir hans tók sig upp og fluttist meö fjöl- skylduna til Berenizniki sem er um 40 km frá Butko, í von um byggingarvinnu. Fjölskyldan flutt- ist þá í nokkurs konar sambýli þar sem engin nútima þægindi voru til staöar. Þegar kuldinn var sem mestur á veturna hlýjuðu börnin sér með því að hjúfra sig upp aö geit sem fjölskyldan hafði eignast. Mjólkin úr geitinni bjargaði einnig lífi barnanna þó ekki væri hún mikil að magni eða tæpur lítri á dag. Faðir Yeltsins var mjög strangur og hafði mikla trú á hýð- ingum sem uppeldisaðferð og beitti henni óspart á Boris litla en móðir hans reyndi að bera blak af honum. Yeltsin minnist æsku sinn- ar sem litlauss og leiðinlegs tíma- bils þar sem eina takmarkið var að lifa af. Námsárin litrik____________ Yeltsin stóð sig mjög vel í skóla, var alltaf meðal þeirra hæstu á prófum, en hegðuninni var mjög svo ábótavant. Hann var stööugt A 1 maí hátiðahöldunum 1960 með dótturinni Lenu. embættis í Rússlandi ber glöggt vitni. Dansað og sungið á Rauða torginu_________________ Kjöri Yeltsins til embættis for- seta Sovétlýðveldisins Rússlands síðasta þriðjudag var fagnað ákaft af stuðningsmönnum hans, sem fóru syngjandi og dansandi um Rauða torgið í Moskvu eftir að úr- slit kosninganna lágu fyrir. Yeltsin bar sigurorð af Alexander Vlasov með 535 atkvæðum gegn 467 í þriðja sinn sem kosið var, en mun- ur á fylgi frambjóðenda hafði fram til þessa ekki verið nægjanlegur. Vlasov naut stuðnings Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkj- anna. Kjör Yeltsins er enn eitt áfallið fyrir Gorbatsjov og er talið sýna minnkandi fylgi hans. Gorbatsjov hefur átt við mikil innanríkisvandamál að stríða. Þjóðerniságreiningur er bæði í Eystrasaltsríkjunum í norðurhluta landsins og milli Azera og Armena í suðri. Þá hefur efnahagur lands- ins sjaldan verið verri en nú og hafa róttækar breytingar á efna- hagskerfi landsins í átt að mark- aðskerfi farið fyrir brjóstið á sov- éskum almenningi. Stjórnvöld hafa boðað miklar verðhækkanir á matvælum sem hafa leitt til kaupæðis og hamsturs almenn- ings. Afleiðingin hefur orðið vöru- skortur sem leitt hefur til þess að grípa hefur þurft til skömmtunar í verslunum. Vinsæll og veit gff þvi Yeltsins á hins vegar mikinn stuöning meðal almennings ekki síst vegna þess hversu eindregna afstöðu hann hefur tekið gegn fyr- irhuguðum efnahagsbreytingum stjórnvalda í Moskvu og þess hversu óspar hann hefur verið á gagnrýni á forréttindi flokksgæð- inga. Yeltsin hefur kallað efna- hagsbreytingar stjórnar Gorbat- sjovs and-rússneskar og hvatt til þess að ráðstafanir verði gerðar til þess að milda áhrifin á almenning.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.