Alþýðublaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 4
4 VIÐHORF Föstudagur 15. júní 1990 jmanuiii Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið LITHÁEN: FARSÆL LAUSN í SJÓNMÁLI IVIoskvustjórnin hefur slakað á efnahagslegum þvingunaraðgerðum gagnvart Litháen. Þessar ákvarðanir Moskvu koma í kjölfar fundar Kaz- imera Prunskiene forsætisráðherra Litháen og Nikolai Ryzhkov forsæt- isráðherra í Moskvu fyrr í vikunni. Þar með má eygja nýja von um um málamiðlun í sjálfstæðisdeilu Litháa og sovéskra ráðamanna. Öll teikn eru nú á lofli að viðræður milli landanna séu að komast á eðlilegt stig og báðir aðilar virðast vera reiðubúnir að ná sáttum þannig að Litháen geti haldið sjálfstæði sínu og fullveldi án hættu á sovéskri íhlutun. Þar með hefur sú stefna vestrænna lýðræðisþjóða, að sýna Litháum samstöðu án þess að gefa harðlínumönnum í Moskvu tilefni til að brjóta umbótastefnu Gorbatsjovs á bak aftur, lagt sitt að mörkum að varðveita jafnvægi til að stuðla að uppbyggilegum viðræðum milli ríkjanna. Lýð- ræðisríki Evrópu og Bandaríkin voru sammála um þessa stefnu og þetta var einnig opinber stefna Atlantshafsbandalagsins. Athyglisvert er að þessa stefna er sérstaklega ítrekuð i lokasamþykkt utanríkisráðherra NATO í Turnberry fyrr í vikunni. Þar segir m.a.: „Það er skilningur okkar, að leiðtogar Litháens og Sovétríkjanna hafi gefið fyrirheit um þann vilja sinn að hefja viðræður um frestun — en ekki ógildingu — leiðtoga Lithá- ens á gildistöku sjálfstæðisyfirlýsingar þeirra. Við skorum á alla aðila að sýna sveigjanleika og ganga heils hugar til viðræðna í því skyni að finna lausn sem fyrst." ísland tók sömu afstöðu til deilna Litháen og Moskvu og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra markaði þá stefnu af ör- yggi og festu. Þau undur og stórmerki gerðust hins vegar að formaður Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið fóru gegn hinni sameiginlegu línu Evrópu, Bandaríkjanna og NATO og heimtuðu að ísland viðurkenndi þegar í stað fullveldi Litháens þótt að slík viðurkenning af hálfu vest- rænna lýðræðisríkja væri að mati allra bandamanna íslands álitin geta stefnt tilvist hins unga fullveldis í voða og bundið enda á umbótastefn- una. Nú, þegar málin eru að fá farsæla lausn og vestræn ríki geta viður- kennt fullveldi Litháens með eðlilegum hætti, kemur æ betur í Ijós hin ótrúlega skammsýni, ævintýramennska og ábyrgðarleysi formanns Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins í utanríkismálum. FOSTUDAGSSPJALL Datt SÍS úr sambandi? Áður fyrr stóðu forystumenn SÍS með ungmanna- fólagsglampa i augum og töluðu um hreyfinguna, hugsjónina og samheldnina. Nú er hreyfingin talin ónauðsynleg, hugsjónin einskisnýt og samheldnin til trafala Hinir nýju forystumenn klæðast heldur ekki kufli trúarleiðtogans, heldur viðskiptajöfursins. Það er öllum til góðs að SÍS fækki hlutverkum sínum. Á und- anförnum árum hefur fyrirtækið brugðið sér í búninga félagsmála, stjórnmála og atvinnurekstrar. Hlutverkin hafa verið leikin eftir því sem best hefur þótt henta hverju sinni. Sambandsleysi_________________ Þrátt fyrir margyfirlýstan félags- málaáhuga sinn, var SÍS aldrei í al- mennilegu Sambandi við fólkið í landinu. Og nú er SÍS alveg orðið Sambandslaust og þjóðin sér fram á að verða laus við Sambandið. Lífsstíll og framganga SIS forstjór- anna hefur lengi verið dálítið á skjön við grasrótar- og byggða- tenginguna, sem stjórnmáladeild- in hefur þóst hafa. Kaupfélögin hafa hins vegar staðið nær fólkinu. Á seinni árum höfðu mörg þeirra tilhneigingu til að verða litlar útgáfur af SIS sjálfu, en nú bendir margt til að í hópi kaupfélagsstjóra sé að finna raun- sæismenn með báða fætur á jörð- inni. Samband við sjóðlwa Hvers vegna fer SÍS allt í einu að tapa þegar bissnissmennirnir taka völdin? Það er Ijóst að núverandi erfið- leikum SÍS er rétt lýst með orðum forstjóranna sjálfra, þegar þeir tala um fortíðarvanda. Vandinn kemur úr fortíðinni að því leyti að út- þenslustefna og afskiptasemi fyr- irtækisins á Framsóknaráratugn- um eru að koma því í koll. I hinu mjúka fleti neikvæðra vaxta og ríkulegs lánsfjár iágu SÍS- menn, lásu vínberin af trjánum og nutu stimamúkrar þjónustu fram- sóknarmanna í gengilbeinuhlut- verkinu. Að því leyti er vandinn úr fortíð- inni, en fortíðin sjálf er líka vandi, því framganga fyrirtækisins og bolabrögð öfluðu því óvildar, bæði í viðskiptum og pólitík. Þess vegna vorkennir nú enginn risan- um á hnjánum. Nú hefur SÍS ekki lengur sjálf- rennandi samband við sjóðina og því fer sem fer. Samband við__________________ raunvoruleikann______________ Það hljómar einkennilega að á sama tíma og fyrirtæki eru að styrkja stöðu sína með þvi að kaupa hvert annað eða sameinast, skuli SÍS eiga það eitt bjargráð að brjóta sig niður í einingar. Ef betur er gáð að er það þó of- urskiljanlegt. í draumafabrikk- unni SIS var enginn greinarmunur gerður á svefni og vöku. Jafnvel martraðirnar hurfu. Tap og gróði skiptu SÍS-menn engu máli. Ef þá langaði í lax, reistu þeir íslandslax. Ef þá lang- aði í skóla, stofnuðu þeir háskóla. Nú þarf að ná tökum á þeim sem tapa. Þá er eðlilegt að búta sig nið- ur og sjá hver parturinn lifir og hver deyr. Sögurnar um minkinn segja að hann nagi af sér þá löppina sem lendir í dýraboga. En hvað þolir minkurinn að missa margar lappir? Guðmundur Einarsson skrífar „í hinu mjúka fleti neikvæöra vaxta og ríkulegs lánsfjár lágu SÍS-menn, lásu vínberin af trjánum og nutu stimamjúkrar þjónustu framsóknar- manna I gengilbeinuhlutverkinu," segir Guömundur Einarsson í Föstu- dagsspjali sínu sem að þessu sinni fjallar um dýröardaga SÍS og fall fyrir- tækisins. RADDIR Finnst þér of mikiö ofbeldi í barnaefni sjónvarpsstöövanna? Þröstur Ólafsson 27 ára sjómað- ur: „Ég hef ekkert fylgst með því, mér finnst yfirleitt í lagi það sem ég sé." Élías ívarsson 23 ára markaðs- fulltrúi: „Já, mér finnst það, til dæmis með teiknimyndir, þar þykir of- beldi sjálfsagt og lítið gert úr af- leiðingunum því að teiknimynda- fígúrur finna ekkert fyrir ofbeldi. Svo finnst mér yfirleitt of mikið of- beldi í sjónvarpsefni. Þú sérð aldr- ei eftirköstin heldur bara hvað það er töff að vera með ofbeldi." Hildur Sigurðardóttir 17 ára nemi sem vinnur í Miklagarði í sumar: „Nei, það finnst mér ekki, alla- vega ekki það mikið að það hafi nein skaðleg áhrif." Stígur Stefánsson 20 ára stúd- ent: „Ég hef nú ekki kynnt mér barnaefni sjónvarpsstöðvanna þannig að ég geti svarað þessu sem skyldi, það er helst að ég hafi séð Tomma og Jenna einhvern- tímann í dentíð en mér fannst allt í lagi með þann þátt." Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri: „Ég á nú bara uppkomin börn og er ekki farinn að eignast barna- börnin ennþá og horfi því ekki eins reglulega á barnaefnið og þegar maður sat við sjónvarpið með börnunum sínum. Hins vegar veit ég að skoðanir á því hvort teiknimyndir geti valdið ofbeldishneigð hjá börnum eru misjafnar. En ég hef ekki mótaðar skoðanir á því. Það sem var í boði þegar ég var að alast upp, t.d. í þrjúbíó, getur ekki talist neitt fyrirmyndar barna- efni, en ég get ekki séð að mín kynslóð hafi beðið neinn varan- legan skaða af því."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.