Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 19
Sunnudagur 16. mars 1986 19 Framsóknar- og Alþýðuflokkur hurfu frá því að krefjast brottfarar varnarliðsins og fengu Alþýðu- bandalagið til að sætta sig við það. Með þessari stefnubreytingu má segja að hin 20 ára gamla skipting Alþýðuflokksins í hægri og vinstri arm væri úr sögunni og flokksfor- ustan samvirk. Vinstri stjórnin sat að völdum 1956—58, og einkenndist skeið hennar af endurnýjun fiskiskipa- flotans, útfærslu landhelginnar í 12 mílur og notkun hafta og uppbóta við stjórn efnahagsmála. Stjórnar- samstarfinu lauk, með því að Fram- sóknarflokkurinn taldi nauðsyn- legt að grípa til efnahagsráðstafana sem verkalýðshreyfingin gat ekki sætt sig við. Nú hófst 12 ára samstarf Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þeir sömdu fyrst um að breyta kjör- dæmaskipuninni í það horf sem nú gildir og leysa efnahagsvandann til bráðabirgða með lögboðinni niður- færslu kaupgjalds og verðlags, þar með miklum niðurgreiðslum. Þess- um framkvæmdum stýrði minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins (undir forsæti Emils Jónssonar og með honum Friðjón Skarphéðinsson auk Gylfa og Guðmundar I.) sem sat eitt ár að völdum. Eftir tvennar kosningar, sem færðu flokkunum tveimur tryggan þingmeirihluta, mynduðu þeir viðreisnarstjórniná 1959—71 sem í fyrstu lagði megin- kapp á gagngert fráhvarf frá vernd- ar- og haftastefnu. í henni sátu fyrir Alþýðuflokkinn þeir Emil og Gylfi og með þeim Guðmundur í. til 1965, er Eggert G. Þorsteinsson tók við. Samstarf viðreisnarflokkanna varð gott og náið, enda svo löng samvinna dæmalaus í íslenzkum stjórnmálum. Alþýðuflokkurinn hafði mikil áhrif á stjórnarstefn- una, ekki sízt í félagsmálum. Alþýðuflokkurinn beið lítils háttar tap í kosningum 1963 (var þá orðinn jafn fylgisrýr og þegar gengi hans var minnst 1942). Síðan fóru sumir að óttast að hann biði tjón af langvarandi samstarfi við flokk sem réttu lagi væri honum fjarlæg- ur að stefnu. Eftir mikinn sigur flokksins 1967 var þó ákveðið að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Á næsta kjörtímabili gengu yfir miklir efnahagsörðugleikar sem hafa, ásamt breytingavilja og „vinstri sveiflu“, valdið miklu um kosningaósigur viðreisnarstjórnar- innar 1971 (fyrsta stjórn sem missti meirihluta í kosningum síðan 1927). Tapið kom harðast niður á Alþýðuflokknum sem fékk aðeins tæp 11% atkvæða, eða litlu meira en helming þess fylgis er hann hafði að staðaldri 1927—37. Ákvað nú flokkurinn að standa utan við vinstri stjórnina aðra 1971—74 sem Framsóknarflokkurinn myndaði með Alþýðubandalaginu og Sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna, enn nýjum flokki Hanni- bals Valdimarssonar sem klofnað hafði út úr Alþýðubandalaginu en líklega unnið mest fylgi frá Alþýðu- flokknum sem hann hafði að marki að sameinast. Alþýðnflokknrinu 70 ára Alþýðuflokkurinn minnist 70 ára afmælis Síðdegis þennan dag er boðað til hátíðar- síns með hátíðarsamkomum að Hótel Sögu i fundar með vandaðri dagskrá. Um kvöldið sunnudaginn 16. mars næstkomandi. — verður síðan samkoma og dansleikur. Myndarleg fermingargjöf PENTAX Pi*o35M Þetta er fermingargjöfin í ár — Einföld en vönduö 35mm PENTAX Ijósmyndavél. PENTAX Pino 35M er meö innbyggðu flassi, sjáifvirkri filmufærslu og iétt og fyrir- ferðarlítil — aöeins 210 grömm — fer vel í vasa. PENTAX Pixo35M er myndavél unga fólksins í dag. *) Fujicolor litfilma innifalin. Sendum Alþýðusambandi íslands kveðjur og árnaðaróskir á 70 ára afmælinu Flutningur er okkar fag lI p E W s \ p 1 h Sími 27100

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.