Alþýðublaðið - 22.01.1991, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.01.1991, Blaðsíða 8
lifitiyggiiigar ALWÓÐA LÍFTRYGGINGARFELAGIÐ HF. I. AGML'LI 5 - REYKiAVlK aad 68 IM4 GEVAUA Það er kaffið 687510 • ••• •••• • •••••••••• •••• • • • •••• •• • ••• ••••• • • •••••••• • •• • ••• •• • ••••• ••• • ••••• • STRÍÐSFANGAR NOTAÐIR SEM MANNLEGUR SKJOLDUR: Þær fréttir bárust í gær í Bagdadútvarpinu að írakar hefðu ákveðið að nota stríðsfanga sína sem „mannlegan skjöld," þ.e. að koma þeim fyrir á hugsanlegum skotmörkum bandamanna. Sagði varnarmálaráðherra Bandaríkjanna slíka ákvörðun brjóta ber- lega gegn Genfarsáttmálanum. Reyndar væri slíkt stríðsglæpur og þeir sem framfylgdu slíkri stefnu yrðu gerðir ábyrgir. Sendiherra íraka í Frakklandi vísaði hins vegar fréttinni á bug með öllu og sagði að farið yrði eftir Genfarsáttmálanum um meðferð stríðsfanga. FLUGRÆNINGINN AFVOPNAÐUR: Búlgörskum öryggis- sveitum tókst að afvopna flugræningjann sem rændi sovéskri far- þegavél í gær á leið til Odessa frá Tashkent, þegar hún lenti í Búlgariu eftir að hafa verið neitað um leyfi til að lenda í Tyrklandi. Bæði áhöfn- in og farþegar, alls 157, manns sluppu ómeidd. ÆTLAR AÐ TAKA Á MÓTI FRIÐARVERÐLAUNUM: Mík- haíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, sem sætt hefur miklu ámæli fyrir hrottalegar aðfarir í Eystrasaltslöndunum, hyggst fara til Oslóar í maí til þess að flytja hefðbundinn fyrirlestur i þakkarskyni fyrir frið- arverðlaun Nóbels. Einn af 5 meðlimum Nóbelsnefndarinnar hefur látið hafa eftir sér að hann mælti ekki með heimsókn forsetans. HARALDUR FIMMTI KRÝNDUR: Hiö nýja konungsefni Nor- egs, var formlega krýnt í gær, fyrsti Noregskonungur með þessu nafni síðan víkingar réðu ríkjum. MIKIÐ BERAMILLI : Fjölþjóöaherinn geröi áfram í gær árásir á skotmörk í írak og Kúveit, á fimmta degi stríðsins. írakar segjast hafa skotið niður 160 hervélar bandamanna, þeir segja þær hins vegar vera 14, og aö 5 aörar hafi hrapaö af öðrum ástæðum. Þá segjast þeir liafa grandað 17 íröskum þotum i loftbardaga. Hernaðarlegar heimildir herma að bandamenn hafi vanmetið fjölda íraskra eldflaugaskotpalla, eldflaugar þeirra muni skipta hundruðúm, en hins vegar telja menn það ekki vega eins þungt á vogarskáftinum, flugherinn muni vera hernaðarlega þýðingarmeiri. Vmningstölur laugardaginn 19. jan. 1991 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.897.252 2. 2 251.262 3. 4af5 128 6.772 4. 3af 5 4.658 434 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 6.288.164 kr. - m / 1 / , UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 WSKBKBBSStBSSSSk Framlag til Sovét- rikjanna stöðvað? Evrópubandalagið fordæmdi ofbeldi Sovéthersins í Lettlandi í fyrrinótt, þar sem a.m.k. fjórir menn létu lífið þegar svartlidar, sovéskar sérsveitir, brutu sér leið inn í innanríkisráðuneytið í Riga, og var sagt að ákvörðun um tímabundna stöðvun á fjár- hagslegri aðstoð bandalagsins við Sovétríkin yrði hugsanlega tiikynnt síðar um daginn. ,,Við fordæmum þessar hernaðar- aðgerðir gegn vopnlausum borgur- um,“ sagði í tilkynningu nefndar bandalagsins, en hún hafði varað Sovétmenn við þessum málalyktum um stöðvun framlags fyrir viku síð- an, létu þau ekki af hernaðarofbeldi sínu. Jafnframt töldu nefndarmenn bandalagsins nú ólíklegt að af yrði fundi embættismanna bandalagsins og Sovétríkjanna, sem áætlað var að yrði haldinn í Brussel 24.-25. janúar um bæði fjárhagslega og tæknilega aðstoð. Samþykki bandalagið ofan- greinda tillögu getur það þýtt að Sovétríkin verði annars vegar af 480 milljónum dollara í formi matar- framlags og hins vegar 550 milljón- um dollara er ætlaðar voru til tækni- legrar aðstoðar. Framlag til matar- kaupa, að virði 250 milljónir doll- ara, verður þó ekki stöðvað, þar sem slík neyðarþjónusta verður að fara fram af mannúðarástæðum. Ofbeldisaðgerðir Sovétríkjanna hafa hvarvetna verið gagnrýndar í höfuðborgum aðildarríkja banda- lagsins. Lúxemborgarar, sem hafa nú á Ekki styttast biöraöirnar í Rússaveldi ef Evrópubandalagið hættir stuön- ingi sinum vegna ofbeldisverka í Eystrasaltslöndum. hendi forsetaembætti bandalagsins, segja ofbeldisverkin í Lettlandi bæði hörmuleg og sorgleg, sagði talsmaður stjórnarinnar, og hermdi hann að Evrópubandalagið héldi fast við fyrri kröfur sínar um að Sov- étríkin hættu hernaðarlegum þvingunum og að þau semdu um friðsamlega lausn er kæmi til móts við réttmætar kröfur Eystrasaltsríkj- anna. Danski utanríkisráðherrann, Uffe Ellemann-Jensen, sagði að banda- lagið ætti að stöðva allt framlag til Sovétríkjanna, nema því aðeins að Moskvustjórnin hætti hernaðarleg- um aðgerðum. ,,Við höfum reynt pólitískar fortölur, en án árangurs," sagði hann. ,,Nú þurfum við að telja um fyrir þeim eftir efnahagslegum leiðum.“ Utanríkisráðherra Breta, Douglas Hurd, sagði að það væri sama hver hefði gefið fyrirskipanirnar sem leiddu til blóðbaðsins í Riga, slík hernaðarstefna hlyti að vera mótuð í Moskvu. Á hinn bóginn varaði hann við því að Sovétríkin, sem enn væru aðalhernaðaraflið innan Evr- ópu, gætu tekið höndum saman aft- ur með írökum, en það væri hættu- legt faðmlag. Utanríkisráðherra Belga krafðist þess af Moskvustjórn að hún létti af þessari áþján, sem hann sagði að bryti gegn grundvallarreglum ROSE. Sagði hann að Moskvustjórn- in ætti að semja við þingkjörna leið- toga Eystrasaltsríkjanna, sem nú eru að berjast fyrir sjálfstæði. Og frá Bandaríkjunum bárust þær fréttir síðla í gær að forseti Banda- ríkjanna hefði hvatt leiðtoga Sovét- rikjanna ,,til þess að sneiða hjá beit- ingu hers í Eystrasaltslöndunum," og að áhyggjur hans vegna hernað- arátakanna þar færu vaxandi. Tóku Bandaríkjamenn i sama streng og Evrópubandalagið, hót- uðu því að fyrirhuguðum fundi stór- veldanna yröi aflýst, og að framlagi til Sovétríkjanna yrði frestað eða það stöðvað. >, -"7...VTTTq Húsnæðissparnaðar- reikningur Samkvæmt ákvæðum 3. málsl. 7. gr. laga nr. 49/1985 um húsnæðissparnaðarreikninga hefur ríkisskattstjóri reiknað út þærfjárhæðir sem um ræðir í 2. mgr. 2. gr. laganna og gilda vegna innborgana á árinu 1991: Lágmarksfjárhæð skv. 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna verður kr. 39.795 og hámarksfjár- hæð kr. 397.950. Lágmarksfjárhæð skv. 3. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna verður kr. 9.949 og hámarksfjárhæð kr. 99.490. Reykjavík, 20. desember 1990 RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.