Alþýðublaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudaqur 9. ianúar 1992 bílatryggíngarnar Tryggingafélögin á íslandi hafa löngum kvartað sáran und- an bíleigendum. Og bíleigendur hafa líka kvartað sáran undan tryggingafélögimum. Iðgjöldin sem bíleigendur hafa greitt hafa um langan tíma ekki nægt til að framfleyta bílatryggingadeild- um tryggingafélaganna. Reynd- ir ökumenn telja sig vera að borga fyrir ökufantana. Á síð- asta ári gekk svo langt að for- stjóri eins tryggingafélagsins lýsti því yfir að svo kynni að fara að fyrirtæki hans skilaði inn til réttra aðila leyfi til að stunda bílatryggingar á íslandi. Sænskur risi í íslenskum bílatryggingum_________________ Nú stefnir í mikinn og harðan slag á bílatryggingamarkaðnum, sem tryggingamenn hafa þó talið til þessa að væri slæmur bissness og vart sinnandi. Kominn er fram í sviðsljósið sænskur tryggingarisi, Scandia, sem Reykvísk trygging hf. er með umboð fyrir. Nýja fyrirtæk- ið, Skandia ísland, ætlar sér á fulla ferð inn á þennan siæma markað, en finnur þegar í byrjun að það er ekki meira en svo velkomið í hóp- inn. Hið sænska Scandia er dæmi- gert sænskt fyrirtæki, sem engin landamæri standast. Þeir líta sem svo á málin að öll Norðurlöndin séu þeirra heimagarður, og ísland þá ekkert síður en önnur lönd. Nokkuð ljóst þótti mönnum að tryggingafélögin á íslandi hygðust fá hækkun á bílatryggingar nú í ár. Heyrst hefur að þær hækkanir hafi helst orðið að vera um 30%. Ýmis sú þjónusta sem tryggingafélögin bjóða hefur vissulega reynst dýr. Þannig hafa hálshnykkir eftir smá- vægilegt nudd bíla leitt til þess að tryggingafélögin hafa orðið að greiða háar bætur, ugglaust hefur viðkomandi þá verið með leikara- skap og ástundað tryggingasvik. Með tilkomu lögfræðinga, sem aug- lýsa sérþjónustu sína á gulu síðun- um í símaskránni „uppgjör slysa- bóta“, hafa ýmsir ökumenn talið sig komast í feitt, og gert það. íslensk tryggingafélög of veik? Hjá Tryggingaeftirlitinu fengum við þær upplýsingar hjá Erlendi Lá- russyni framkvæmdastjóra að ekki hefðu eftirlitinu borist neinar óskir tryggingafélaganna um hækkun á iðgjöldum bílatrygginga, né aðrar óskir um breytingar á þeim. Ljóst er að Tryggingaeftirlitið mun ekki líta á það sem sjálfgefinn hlut að út brjótist harðvítugt bíla- tryggingastríð á markaði hér. Marg- ir telja að eiginfjárstaða tryggingafé- laga hér á landi sé ekki viðunandi eins og er og tók Erlendur undir að hún mætti vera betri. Lækkun á verði bílatrygginga gæti að sjálf- sögðu rýrt enn frekar eiginfjárstöð- una, og við það verður trúlega ekki unað. VÍS á mikilla hagsmuna að gæta „Stríðið" um bílatryggingarnar snýst fyrst og fremst um hagsmuni VIS, sem er langstærst fyrirtækja hér á landi á þessum markaði. Nærri 60% af veltu Vátryggingarfé- lags íslands koma frá bílatrygging- um að sagt er. Enda þótt þessi við- skipti kunni að vera lítt ábatasöm, þá er það ljóst að þeim fylgja aðrar tryggingar, sem gefa þá meira í aðra hönd. VÍS tapaði rúmum 160 millj- ónum króna á rekstri sínum á síð- asta ári, og var með 375 milljón króna eiginfjárstöðu skv. Frjálsri verslun. Fyrirtækið var 20. stærsta fyrirtæki landsins í tímaritinu. Sjó- vá/Almennar voru hinsvegar 23. stærsta fyrirtækið með hagnað upp á 70 milljónir og rýmri eiginfjár- stöðu, 589 milljónir. Blái bæklingurinn og bréfið I síðustu viku fékk valinn hópur ökumanna fallegt bréf frá Skandia ísland, bláan bækling með álímdri og glampandi íslenskri krónu. í bæklingnum er ósvikið gælt við óánægju þess hóps ökumanna „sem aldrei lenda í neinu“, ökumanna yfir þrítugt, sem náð hafa sæmilegum tökum á ökutækjum sínum. „Finnst þér bílatryggingin þín of dýr? Nú hefur þú tækifæri til að verða þér úti um lægri iðgjöld!" segir í bæklingn- um. Þar er m.a. spurt: „Ætlar þú að halda áfram að borga fyrir hina öku- mennina?" Það kom höfundi þessarar greinar ekki á óvart, þegar hann fékk bréf frá VÍS í fyrradag, harðort bréf, þar sem greinilegt er að nokkurn ugg hefur sett að þeim ágætu mönnum sem því félagi stýra. Þrátt fyrir allt vill félagið halda í viðskiptin við bíl- eigendur, með von um að ástand fari batnandi á vegum landsins. í bréfi VÍS segir að félagið muni kynna nýjungar í bílatryggingum 26. janúar næstkomandi. Félagið hafi til athugunar að fjölga þeim þáttum er hafa áhrif á iðgjaldið, m.a. að það breytist með ekinni vega- lengd, aldri ökumanns og nýjum bónusreglum. „Þetta mun leiða til lækkunar iðgjalda þar sem tjóna- tíðni er lítil og tjónareynsla góð,“ segir í bréfinu. Stðar er greint frá „fjöiþjóðlegu fé- lagi“ og bréfi þess þar sem gefinn sé „ádráttur um lægri iðgjöld ákveð- inna ökumanna í nafni réttlætis". Er þessu tilboði líkt við Hagtryggingu sálugu, sem Sjóvá/Almennar eiga reyndar í dag. Talað er um „hættu- lega gildru" í bréfinu og viðskipta- vinir varaðir við að skrifa undir um- boð til erlends félags um að láta segja upp tryggingu sinni án þess að hafa í höndum formlegt verðtilboð áður. Bent er á að í tengslum viö bílatryggingar VÍS sé viðskipta- mönnum boðið upp á allt að 30% af- slátt af öðrum tryggingum hjá félag- inu. Sú staðreynd að flestir lands- menn hafi trúað VÍS fyrir trygginga- vernd sinni segi meira en mörg orð. Ótrúlegur verðmunur Sl. vor kannaði Alþýðublaðið kostnað við bílatryggingar á Norð- urlöndunum og birti síðan niður- stöðurnar. Þær voru nánast ótrúleg- ar, svo lág eru iðgjöldin meðal ná- grannaþjóða okkar. Vöktu þessar upplýsingar mikla athygli á sínum tíma. Nú hefur samkeppni birst okk- ur úr þessari átt. Spennandi verður að fylgjast með framvindu mála. Hjá Skandia ísland á Sóleyjargötu 1 var mikið að gera í gærdag. Gísli Örn Lárusson framkvæmdastjóri og Þórður Þórðarson voru þar ásamt öðru starfsfólki að svara væntanleg- um viðskiptavinum og fulltrúum fjölmiðla, sem herjuðu á með spurn- ingar. Gísli Örn kvaðst nokkuð undrandi á bréfi VÍS til viðskiptavina sinna, en vildi ekki tjá sig um það á annan hátt, sagði þó ljóst að VÍS væri greinilega ekki sátt við nýja trygg- ingafélagið. Hann sagði að ef ekki hefði komið til stofnunar Skandia ís- lands hefði allt stefnt í um 30% hækkun á iðgjöldum bílatrygginga. Gísli sagði að fyrirtækið hefði það í huga að reksturinn yrði sem einfald- astur í sniðum. Sænska félagið út- vegaði sérstakt tölvuforrit og tækni- lega þekkingu, þarna yrði mest byggt á einföldum viðskiptum með síma og tölvu, engar húsbyggingar væru á döfinni, en allt rekið á sem ódýrastan hátt. Gísli sagði að hann og raunar flestir teldu það hættulegan leik að halda 40% bíleigenda bundnum næstu 12 mánuði eins og nú tíðkað- ist samkvæmt gamla kerfinu. Lofað væri lækkunum á sama tíma og hækkun blasti við, en nýjungarnar síðan ekki kynnteu- fyrr en of seint fyrir þá sem hugsanlega vildu færa sig yfir á annað og ódýrara félag. En hvað segja bíleigendur? „Þessir frísku vindar sem núna blása um markað bílatrygginganna eru okkur þóknanlegir," sagði Run- ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, í gær. „Ýmsir nýir áhættuflokkar koma nú inn í myndina og mörg at- riði sem félagið hefur barist fyrir um langt árabil. Ég spái því að hin tryggingafélögin fylgi í kjölfarið og geri ýmsar þær breytingar til bóta, sem gjarnan hefðu mátt koma fyrr." Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í frétt blaðs- ins í gær að Snær Karlsson hjá Verkamannasambandi íslands var titlaður varaformaður þess, en það er auðvitað Jón Karlsson sem er varaformaður VMSÍ. Hlutaðeigend- ur og lesendur blaðsins er beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Stríð um FRÉTTASKÝRING: JÓN BIRGIR PÉTURSSON Bíleigendur fá nor- rænan valkost þeg- ar þeir tryggja bíl- inn sinn, — og nú virðist ljóst að fram- undan er

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.