Alþýðublaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 20. febrúar 1992 mffinjm HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMl 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Björgvin Tómasson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn: 625566 — Auglýsingar og dreifing: 29244 Fax: 629244 - Tæknideild: 620055 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90 Alvarlegar ásakanir Heimsókn Davíös Oddssonar forsætisráöherra til ísraels hefur tek- ið óvænta stefnu eftir að Simon Wiesenthal-stofnunin í Jerúsalem af- henti íslenska forsætisráöherranum bréf þess efnis að Eistlendingur- inn Evald Mikson hafi veriö stríösglæpamaður nasista og framiö glæpaverk á gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni. Mikson, sem flutt- ist til íslands eftir stríð, er íslenskur ríkisborgari og ber nafnið Eðvald Hinriksson. Mál þetta er tvíþætt. í fyrsta lagi ber að líta á aðferð ísraelsmanna við að setja fram hinar alvarlegu ásakanir. í öðru lagi verður að líta sérstaklega á inntak ákærunnar. Forráðamenn Simon Wiesent- hal-stofnunarinnar hafa haft öll hugsanleg tækifæri tii að koma skilaboðum sínum til íslensku ríkisstjórnarinnar með eðlilegum hætti. Stofnunin kaus hins vegar að nýta sér hina opinberu kurteisis- heimsókn íslenska forsætisráðherrans til verksins. íslenski ræðis- maðurinn í ísrael neitaði að taka á móti bréfinu og það kom í hlut utanríkisráðuneytisins í ísrael að annast milligönguna við afhend- ingu bréfsins til Davíðs Oddssonar forsætisráðherra er hann var að koma sér fyrir á hóteli sínu. Afhending bréfsins er því opinber at- burður og hneyksli sem slíkur: Móðgun við forsætisráðherra íslands. Kurteisisheimsókn íslenska forsætisráðherrans til ísraels hefur snú- ist upp í þetta eina mál. Viðbrögð Jóns Baldvins Hannibalssonar ut- anríkisráðherra eru réttmæt, þegar hann segir að Davíð Oddsson hafi verið leiddur í gildru. Hin opinbera heimsókn forsætisráðherra til ísraels er í raun eyðilögð með klúðrinu við afhendingu bréfsins. Jón Baldvin segist hefðu tekið leigubíl út á flugvöll og rofið hina op- inberu heimsókn ef hann hefði verið í sporum Davíðs Oddssonar. Þetta eru hörð viðbrögð en afar skiljanleg. Hinn þáttur þessa máls snýr að hinum alvarlegu ásökunum Wie- senthal-stofnunarinnar. Meintir stríðsglæpir Eðvalds Hinrikssonar eru háifrar aldar gamlir, frá árinu 1941. Eðvald hefur tvisvar áður verið sakaður um sömu stríðsglæpi. Fyrra skiptið var strax eftir stríð í Stokkhólmi, er haldin voru stríðsglæparéttarhöld yfir Eðvald og hann sýknaður af öllum ákærum. Síðara skiptið var 1961, er Árni Bergmann flutti fréttir frá Moskvu af útkomu bókar eftir Ants nokk- urn Saar, eistneskan kommúnista, sem byggð var á réttarhöldum í Eistlandi yfir meintum stríðsglæpamönnum að lokinni síðari heims- styrjöld. Þau réttarhöld byggðust hins vegar að mestu á upplýsing- um KGB og umdeilanlegt að hve miklu leyti þau voru sviðsett af sta- línistum. Þjóðviljinn tók gagnrýnislaust upp þann hluta bókarinnar sem hafði að flytja alvarlegar ásakanir um meinta stríðsglæpi Eð- valds Hinrikssonar. Upp úr þessum skrifum Þjóðviljans spruttu mikl- ar blaðadeilur milli Þjóðviljans og Morgunblaðsins. Innihald bréfs Wiesenthal-stofnunarinnar og umyrði þau í fjölmiðl- um sem aðstandendur stofnunarinnar hafa látið frá sér fara hafa ekkert nýtt fram að færa. Því hlýtur sú spurning að vakna, hvers vegna ísraelsmenn kjósa nú að leggja fram hinar alvarlegu ásakanir ásamt kröfu um réttarhöld eða framsal. Það er engu líkara en ísraels- menn hafi skyndilega uppgötvað, og það gegnum blaðaskrif í Eist- landi nýverið, að Eðvald Hinriksson búi á Islandi! Eðvald hefur aldr- ei farið huldu höfði hérlendis. Hann hefur gefið út ævisögu sína, komið ítrekað fram í fjölmiðlum og skrifað um málefni síns gamla föðurlands á erlendum sem innlendum vettvangi. Hvers vegna eru hinar gömlu ásakanir frá 1946 og 1961 endurlífgaðar nú og án nýrra gagna? Eru einhver öfl að baki sem vilja spilla hinum ágætu dip- lómatísku tengslum íslands og ísraels? Eða sverta nafn íslands í Eist- landi? Telji Israelsmenn sig þess umkomna að leiða frekari líkur að meintri sekt Eðvalds verða þeir að koma með meiri sannanir. Upp- Iýsingar um meinta glæpi hans hlýtur þá að vera að finna í þýskum skjalasöfnum eða eistneskum. Hvortveggja eru opin gagnasöfn í dag. Hins vegar ber að hafa í huga að Simon Wiesenthal-stofnunin er hvorki æðsti dómstóll né óskeikul stofnun. Það hafa dæmin sann- að. Og hafa ber í huga að í réttarríki eru menn saklausir þangað til sekt þeirra er sönnuð. Ölína Þorvarðardóttir skrifar Fæðingarheimili - tíl hvers? Er nema von þótt karlmaður á sextugsaldri spyrji sem svo, hvers vegna konur séu einlægt með þennan hávaða og æsing út af Fæðingarheimili Reykjavík- ur? Skiptir ekki öllu máli að kon- ur hafi góða fæðingardeild til þess að koma börnum sínum í heiminn þar sem besti fáanlegi hátæknibúnaður og þrautþjálf- að starfsfólk er til staðar? Er ekki fyrir öllu að barnið fæðist heilbrigt og að minnsta hugsan- leg áhætta sé tekin þegar fæðing á sér stað? Hvað eru konur eigin- lega að æsa sig yfir einu fæðing- arheimili sem sennilega kemst ekki í hálfkvisti við tæknibúnað fæðingardeildarinnar — hvað hefur þetta heimili umfram venjulega fæðingardeild á spít- ala? Tæknivæðing og tæknihyggja Svarið er einfalt: Fæðingarheimili Reykjavíkur hefur flest það að bjóða sem konu og barni er nauðsynlegt viðkvæmustu stundirnar fyrir og eftir fæðingu. Rólegheit, alúð, um- hyggju; fagmenntað starfsfólk og nauðsynleg tæki. En þetta eru mik- ilvægustu þættirnir í aðbúnaði og aðhlynningu fæðandi konu hverju sinni — öndvert við það sem við sjá- um á fréttamyndum til dæmis frá Samveldisríkjunum þar sem konur fæða á færibandi, hver innan um aðra, og kvalaóp og ungbarnagrát- ur óma þeim í eyrum um alla ganga. Staðreyndin er sú að fæðing er eðlilegt fyrirbæri í náttúrunni. Níu- tíu prósent allra fæðinga geta átt sér stað án tæknilegra inngripa og til allrar hamingju er það einungis í ör- fáum tilfellum sem raunveruleg ástæða er til þess að ætla að eitt- hvað fari úrskeiðis. Með innreið tæknihyggjunnar, sem segja má að hafi tröllriðið vesturlöndum á tutt- ugustu öld hefur tilhneigingin hins vegar orðið sú að líta á fæðingar sem læknisfræðilegt úrlausnarefni, nokkurs konar sjúklegt ástand sem brugðist er við með tækjabúnaði og lyfjum. Fæðingardeildir víða um heim verða sífellt tæknivæddari og inngrip í eðlilega fæðingu algeng- ari, stundum með miður heppileg- um afleiðingum. Erlendar rann- sóknir sýna svo ekki verður um villst að eftir því sem fæðingarstofn- anir eru tæknivæddari, því sterkari tilhneiging er til þess að nota tækin og grípa inn í eðlilegan gang fæð- ingar. Það er að segja, því meiri tækni, því fleiri eðlilegar fæðingar verða óeðlilegar. Þannig hefur þró- unin orðið sú bæði í Vestur- og Aust- ur-Evrópu að læknar og hjúkrunar- fólk stýra fæðingum með því að gefa sóttörvandi lyf eða sprengja líknarbelgi, í þeim tilgangi að fásem flestar fæðingar á dagvinnutíma og til þess að losa fæðingarstofur svo unnt sé að anna álagi. Á síðustu árum hafa hins vegar borist spurnir af rannsóknum sem benda til þess að slík inngrip geti haft óheillavænleg áhrif á lífsham- ingju og líkamsástand barns til framtíðar, þ.á m. ftkniefnaneyslu og sjálfsvígstilhneigingar. Slíkar rann- sóknir hafa ekki hlotið endanlega staðfestingu, en þær standa enn yfir og umræðan er komin af stað. Fæðingarmenning Viðbúnaður við fæðingu og að- hlynning konu og barns er eitt elsta dæmið sem við höfum í mannkyns- sögunni um menningu og trúíega fyrsti vísirinn að menningu flestra samfélaga. Það er m.ö.o. vitnisburð- ur um menningarástand samfélags hvernig búið er að fæðandi konu. Víðs vegar um heim hafa sprottið upp fæðingarstofnanir — heimili — sem hafa það að yfirlýstri stefnu að vinna gegn tæknihyggjunni gagn- vart fæðandi konum. Sú stefna teygði anga sína hingað til lands þegar Fæðingarheimili Reykjavíkur var stofnað hér á sínum tíma. Þar með var brautin rudd fyrir þróun og nýjungar í fæðingarþjónustu hér á landi, enda hefur Fæðingarheimili Reykjavíkur notið óumdeildra vin- sælda árum saman og konur koma þangað aftur og aftur til fæðinga. Ekki einvörðungu til þess að fá að fæða með „nýstárlegum" hætti — í baðkeri, vatnsrúmi, sitjandi . . . o.s.frv. Þótt slíkt sé góðra gjalda vert — heldur til þess að njóta alúðar og umhyggju; návistar maka og um- fram allt: Hvíldar eftir fæðinguna. Þær hafa m.ö.o. haft heimilislega tilfinningu, slakað á og náð því að kynnast barninu, baða það, hafa það við brjóst sér og fræðast um umönnun þess áður en þær eru sendar heim, oftast á 5. eða 6. degi. Fæðingarheimilið hefur sömuleiðis notið nálægðarinnar við fæðingar- deild Landspítalans þar sem unnt hefur verið að flytja konur í áhættu- fæðingum á skömmum tíma yfir á fæðingardeildina. Fæðíngarheimili verður aldrei lagt að jöfnu við spitala," segir Ólína Þorvarðardóttir. — IM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.