Alþýðublaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 21. ágúst 1992 5 höfum ekki greitt niður fargjöld nema í undantekningartilfellum eins og til nema sem þurfa að sækja skóla utan Hafnarfjarðar. Við erum hins vegar sannfærðir um að þessum ljármunum sé vel varið og skili sér í betri þjónustu við bæjarbúa í almenningssamgöng- um. Það eru okkar elstu og yngstu bæjar- búar sem hafa mesta þörf fyrir þessa þjónustu. Unglingar og eldra fólk eru þeir sem mest ferðast með strætó. Það verður því að sinna þessum aldurshóp- um og þeir verða að eiga þess kost að komast um höfuðborgarsvæðið án þess að þurfa að ferðast með leigubílum eða vera upp á vini og ættingja komnir. GO: Við verðum einnig að líta til þess að betra almenningsvagnakerfi gefur venjulegu launafólki stóraukna möguleika. í dag er það venjan að minnsta kosti tveir bflar séu á hveiju heimili. Það er dýrt að eiga og reka tvo bfla. Ef bættar almenningssamgöngur leiða til þess að fjölskyldan getur spar- að sér annan bflinn má meta þann spamað á bilinu 300 til 600 þúsund krónur. Hér getur því verið um mjög vem- lega kjarabót að ræða. En til þess að al- menningssamgöngur séu raunvemleg- ur valkostur gegn einkabflnum þurfa þær að vera góðar. Hvemig er rekstri Almennings- vagna b/s háttaö? IV: Það em Almenningsvagnar sem reka þetta almenningssamgangnakerfi. Það var hins vegar farin sú leið að bjóða akstursleiðimar út. Það leiddi til samninga við Hagvagna sem sjá um aksturinn á suðursvæðinu gegn ákveðnu gjaldi. Aksturinn á Mosfells- leið annast hins vegar Meiriháttar.’ Þetta rekstrarform hefur ekki verið reynt áður hér á landi en það hefur ver- ið reynt annars staðar og gefið ágæta raun. GO: Allir útreikningar sýna að með auknum almenningssamgöngum fylgir spamaður fyrir þjóðarbúið. Gífurlegur kostnaður fylgir gerð og viðhaldi um- ferðannannvirkja en hann minnkar eft- ir þvf sem almenningssamgöngur auk- ast. Slysum fækkar en þau em þjóðinni einnig ákaflega kostnaðarsöm svo ekki sé talað um þær þjáningar og óham- ingju sem þeim fylgir. Þá fara óhemju miklir peningar til kaupa á bflum er- lendis frá og eldsneyti á þá. Ekki má heldur gleyma umhverfis- þættinum en bflum fylgir óhjákvæmi- lega útblástur á koltvísýringi og fleiri eiturefnum. Krafan um hreint loft hefur aukist mjög hin síðari ár og tekur það ekki einungis til reykinga. Menn verða að fara að líta á umhverfismálin í víð- ara samhengi en gen hefur verið og við að standa við alþjóðlegar skuldbind- ingar þar um og vegur þar þungt að spoma gegn koltvísýringi sem eyðir ósonlaginu. IV: Fámennið og strjálbýlið hér á landi er sjálfsagt megin orsök þess að hér hafa ekki byggst upp jafn öflugar almenningssamgöngur og við þekkjum víða erlendis. í stórborgum fer allt úr skorðum ef almenningssamgöngur bresta enda þola þær engan veginn að almenningur ferðist til og frá vinnu á einkabflum. Við hér á höfuðborgar- svæðinu erum farin að fínna fyrir mik- illi umferð en stærð svæðisins er að verða slík að það ætti að standa undir þokkalegum almenningssamgöngum. Nú er algeng sjón að sjá karlinn halda til vinnu einan í sínum bfl, konan ein í sínum og síðan jafnvel bömin á sér bflum, halda til vinnu eða í skóla. Þetta er að sjálfsögðu ákaflega dýrt fyr- ir fjölskylduna. Ég held ekki að það sé raunhæft, miðað við aðstæður, að fjöl- skyldur komist af án bfls með góðu móti en það myndi breyta miklu og spara mikið ef hægt væri að komast af með einn bfl sameiginlega í stað þess að eiga og reka þetta tvo til þrjá bfla í hverri fjölskyldu. Þeir Guðmundur Oddsson og Ingvar Viktorsson voru báðir sannfærðir um að stofnun Almenningsvagna væri mikið gæfuspor sem ætti eftir að skila miklum spamaði fyrir einstaklinga jafnt sem þjóðfélagið þegar fram liðu stundir. Næsta skref væri nánari samvinna við SVR eða sammni og hefðu stjóm- endur Reykjavíkurborgar og borgar- stjóri tekið mjög vel í hugmyndir sem ganga í þá átt. Það er unga kynslóðin, börn og unglingar, og svo eldra fólk sem mest notfærir sér þjónustu almenningsvagna. Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, og Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri, fara út að framan með- an Guðmundur Oddsson fer út að aftan ásamt fleirum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.