Alþýðublaðið - 06.01.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.01.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. janúar 1993 5 ' '' Méð I ÉEigsl íslenskur sjávarúlvegur skuldar nú hátt í hundrað milljarða króna, og stöð- ugt lengist skuldahalinn. Á því ári sem nú er liðið voru keypt skip erlendis fyr- ir hátt í fimm milljarða. Þegar búið er að kaupa frystiskip fyrir hátt í milljarð erlendis, þá er sent skeyti til sjávarút- vegsráðuneytis og því tilkynnl að tvö ónýt skip sem legið hafa ámm saman við bryggju og eitt loðnuskip sem legið hefur tvö ár á hafsbotni verði ekki tek- in í notkun aftur. Þetta á að heita hag- ræðing, þótt nýja skipið verði rekið með tapi og veiðigeta þess sé meiri en hinna þriggja. Meiri gæði Allir vita að gæðum fisks hrakar eft- ir því sem lcngri tími líður frá þvf hann er tekinn til vinnslu eða matreiðslu. Gæði fisks sem gert er að strax og hann kernur unr borð, hann þveginn og ísað- ur, fara að minnka strax á öðmm og þriðja degi. Megnið af þeim fiski sem seldur er ferskur á Bretland er metinn þar í þriðja flokk. LÍÚ hefur ávallt haldið því fram að verðmismunur á fyrsta og þriðja flokks fiski í Bretlandi sé lítill og haldið er áfram að flytja út fisk sem metinn er í þriðja flokk þegar hann er kominn á leiðarenda. En hvemig er þá sá fiskur sem ís- lensk frystihús fá? Þau frystihús sem eiga ísfísktogara fá 1-10 daga gamlan físk og síðan liggur hann í húsinu ein- hverja daga áður en hann er unninn. Þarf einhvem að undra þótt verðmis- munur sé á fiski sem unninn er um borð í vinnsluskipi nokkurra klukkustunda gamall eða físki sem unninn er í frysti- húsi 12 daga gamall? Líka er gæða- munur á físki sem búinn er að veltast í trollpoka fleiri klukkutíma og fiski sem veiddur er lifandi á línu, handfæri eða í gildru. Krókalevfisbátar eða frystitogarar? Til þess að auka gæði fisksins sýnist því aðeins tvennt korna til greina; að veiða hann og vinna um borð í vinnsiu- skipi, eða veiða hann á skipum sem landa 1 -2 daga gömlum fiski til vinnslu í landi. Tökum fyrri kostinn fyrst. Ef allur fiskur á Islandsmiðum verð- ur veiddur og unninn um borð í vinnsluskipum, sem verða í eigu ör- fárra manna, mun skuldsetning þjóðar- innar aukast og þúsundir munu missa atvinnu. Möguleikar sem opnast með tilkomu EES verða rninni. Hinn nýi þróunarsjóðurmun kaupa upp húseign- ir í landi og færa féð til eigenda frysti- skipa (Granda hf.) á kostnað þjóðarinn- ar. Þjóðin yrði áfram í gíslingu LÍÚ um ófyrirséðan tíma, þar sem engar skuld- ir yrðu greiddar og allt yrði njörvað niður í hring einokunar. Kristján Ragn- arsson hefði náð frarn tilgangi sínum að drepa niður smábátaútgerðina í Vinningstolur laugardaginn VINNINGSHAFA 2^tétf 9 3. 4. 102 4.370 upphæðAhvern VINNINGSHAFA 1.294.724 49.944 7.601 414 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 5.623.426 UPPLÝSINGAR: SlMSVARI 91 -681511 LUKKULlNA 991002 landinu með því að setja kvóta á alla báta allt niður í gúmmítuðrur. Ef seinni kosturinn yrði valinn með frjálsri sókn á skipum sem veiddu með línu, handfæri eða í gildrur, þá myndi atvinna aukast og kostnaður þjóðarinn- ar og áhætta við skipakaup yrði engin þar sem smábátaeigendur fá ekki lán úr Fiskveiðasjóði né öðrum opinberum sjóðum. Von væri til þess að þjóðin kæmist úr þeirri gíslingu sem Kristján Ragnarsson og LIÚ halda henni í. & 814009 -- SKIPHOtTi 35 SIM! M>'!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.