Alþýðublaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 2. febrúar 1993 r Fréttir í hnots1{urn i Stjómmátasamband við Marshatleyjar I síðustu viku var stofnað til formlegs stjómmálasambands milli Islands og Marshalleyja. Marshalleyjar gerðust aðilar að Sameinuðu þjóðunum árið 1991. Eyjamar em í miðju Kyrrahafi og hafa um nokkra áratugi verið undir lögsögu Bandaríkjamanna, en vom fyrr á tíð taldar í eigu Þjóðverja. Eyjam- ar em fjölmargar og samtals um 70 ferkílómetrar að stærð. Ein þeirra er Bik- ini-eyja, en þar fóm fram á sínum tíma kjamorkutilraunir Bandaríkjamanna. Ibúar eyjanna em liðlega 50 þúsund talsins, flestir mótmælendatrúar. Eyj- amar em kóraleyjar og lifa menn einkum á ferðamönnum, sem flykkjast til eyjanna. Höfuðborgin heitir Majuro. Forsetinn mun heita Amata Kabua. 130 isíensbjr hugvitsmenn Á skrám Félags íslenskra hugvitsmanna em nú um 150 félagar. Aðalfund- ur félagsins var nýlega haldinn og var þar samþykkt samhljóða tillaga Sig- urðar Kristinssonar um að auka til muna aðstoð við hugvitsmenn og aðra sem leita til félagsins, meðal annars með því að taka upp aukið samstarf við Háskóla, tækniskóla, iðnskóla og aðrar þær stofnanir, sem láta sig þessi mál varða. Fram kom á fundinum að fyrir Alþingi liggur nú fmmvarp til laga um hönnunarvemd. Verði það fmmvarp að lögum á yfirstandandi þingi og jafn- framt að ákvæði þess um óskráða vemd tæki þegar gildi við staðfestingu þeirra, þá væri Island komið f fremstu röð allra þjóða að því er varðar einka- leyfts- og hönnunarvemd. Formaður Félags íslenskra hugvitsmanna er Har- aldur Jónasson, lögfræðingur, en meðstjómendur em þeir Orn Marels- son, véltæknifræðingur, Sigurður Kristinsson, vélsmíðameistari, Sigurð- ur S. Bjarnason, lögreglumaður, Sigurbjörn K. Haraldsson, húsasmíða- meistari og Magnús Thorvaldsson, blikksmíðameistari og Bragi Einars- son. Til hvers útboð? Ungir sjálfstæðismenn fagna því að ríkið sé í auknum mæli farið að styðjast við útboð vegna verklegra framkvæmda af ýmsu tagi. Utboð séu ein helsta forsenda þess að tryggja megi fyllstu hagkvæmni við slíkar framkvæmdir og þar með halda þeim kostnaði í Iágmarki, sem skattborgarar þurfa að greiða vegna þeirra. Fagnar SUS framkomnu fmmvarpi sem skyldar opin- bera aðila til útboða á verkefnum og innkaupum í fjölmörgum tilvikum. Jafnframt harmar SUS að heilbrigðisráðherra skuli hafa ákveðið að hundsa niðurstöður útboðs vegna framkvæmda við sjúkrahús ísafjarðar. „Slíkt er ekki til þess fallið að vekja tiltrú almennings og undarleg að sá ráðherra, sem í orði kveðnu hefur hvað harðast barist fyrir niðurskurði og spamaði, skuli ekki nýta þetta tækifæri til að minnka útgjöld hins opinbera. Ef ráðherrann kýs að láta flokkspólitískar ástæður ráða ferðinni við val á verktaka á hann ekki að skýra sér á bak við marklaus útboð“, segir stjóm Sambands ungra sjálfstæðismanna. Dömur og herrar sambyœmt pöntun Svo virðist sem hægt sé að panta sér mann/konu samkvæmt eigin óskum og draumum, og það fólk „frá öllum heimsins homum“, eins og segir í dreift- bréfi frá Kynningarþjónustunni, sem rekin ef af Jóhanni Borg Jónssyni. I bréfinu segir: Viltu spennandi og örugga framtíð? Viltu ná langt í ham- ingjuleit? Hefur leitin að draumadísinni eða draumaprinsinum ekki borið ár- angur? Kynningarþjónustan lofar að senda bækling, ókeypis fyrir dömur, - og fólk getur líka skrifað bréf og lýst manni eða konu drauma sinna, og væntanlega fengið hann. Whisttebinl{ies * st{ost{ þjóðtagO' sveit Á fimmtudagskvöldið mun skosk þjóðlagasveit, The Whistlebinkies halda tónleika í Café Sólon íslandus við Bankastræti og Ingólfsstræti. Þetta er ein af þekktari þjóðlagasveitum Skota og kemur hún hingað til lands í tilefni af Skottís - skosk íslensku menningardögunum sem nú standa yfir. f sveit þess- ari em sjö tónlistarmenn. Á tónleikunum, sem haldnir em í samvinnu við Vísnavini, koma einnig fram tvær íslenskar sveitir, þau Aðalsteinn Ásberg og Anna Pálína og hljómsveitin Kuran Swing. Tónleikamir hefjast kl. 21.30 og fást aðgöngumiðar við innganginn. Mjög viðamiklar rannsóknir á veðui fari í norðw'höfum: Kafbátur notaður í rannsóknir á hafís - EB ver tveimur milljörðum til verkefnisins. Dr. Þór Jakobsson haf- ísfrœðingur: „Rannsóknirnar koma Islendingum að miklu gagni. “ „Þessar rannsóknir eru afar viða- miklar og munu koma íslendingum að mikiu gagni. Það er mikilvægt að efla rannsóknir é veðurfari um- hverfis landið; og kemur bæði sjó- mönnum og landkröbbum til góða,“ sagði dr. Þór Jakobsson deildar- stjóri hafísrannsóknadeildar Veður- stofunnar í samtali við Alþýðublaðið um ESOP-rannsóknarverkefnið sem byrjar á næstunni. ESOP (European Subpolar Ocean Programme) er viðamikið rannsókna- verkefni í norðurhöfum fyrir tilstyrk Evrópubandalagsins (EB). Tuttugu og tvær rannsóknastofnanir í Evrópu munu taka þátt í rannsóknunum. Þór sagði rannsóknimar beinast að víxláhrifum hafs, hafíss og lofts í Norður-Grænlandshafi og íslandshafi; gagnkvæmum áhrifum hafs og lofts á hafsvæðinu norður af Islandi allt norð- ur til Mayen og Spitsbergen, en auk þess verður gerð athugun á öllu hafinu milli Grænlands og Skandinavíu. Hafsvæðið norður af íslandi er mjög mikilvægt fyrir ástand sjávar, og þar með veðurfar, um mikinn hluta hnatt- arins. Rannsóknimar verða mjög fjölþætt- ar og munu standa í þrjú ár. Leiðangur á skipum verða gerðir út, kafbátur verður notaður undir ísnum, ís verður kannaður úr flugvélum og veðurtungl- um. Utbreiðsla íss verður borin saman við loftstrauma í lofthjúpi, mælingar verða kannaðar með tölfræðilegum að- ferðum og síðast en ekki síst verður ný þekking notuð til að gera betri tölvulík- ön af náttúrufyrirbærunum. Fjárstuðningur EB til verkefnisins er samtals um 2509 milljónir ísl. króna. Styrkur til hafísrannsóknadeildar Veð- urstofu Islands er hér um bil 5% eða rúmar 12 milljónir ísi. kr. árin þrjú. Sérverkefni deildarinnar verða þrenns konar, a) framlag til hafísssögu við ís- landsstrendur, b) sjóveðurfræði í ís- landshafi og c) þátttaka í mælingum á þykkt hafíss í Grænlandshafi. Niður- stöður verða um síðir notaðar til að álykta um áhrif hafsins á umhverfi og lífsskilyrði á Islandi. Auk styrksins frá EB leggja þátt- tökustofnanir til vinnu, tæki og aðstöðu sem metin er til jafns við vísindasfyrk- inn. Það eru því miklir ijármunir sam- tals sem fara til rannsóknarinnar, milli 500 og 600 milljónir ísl. króna. í öðru lagi er verkefnið mjög vel skipulagt og hefur mikil vinna verið lögð í það markmið, að samvinna stofnana verði á háu stigi. Auk fyrmefndra 22 stofnana verður líka samvinna við aðr- ar stofnanir, svo sem Veðurstofu ís- lands við Hafrannsóknastofnunina. SIIS varar við auknum erlend- um lántökum w ■II IHIIIUIllílll Vinningstölur iaugardaginn rjyjo) (30}{3 30.janúar 1993 £) “38 3 VINNINGAR | viNNIfSsHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5aI5 | 1 2.355.890 2.4 TM 1 409.484 3. 4al5 I 89 7.936 4. 3af 5 I 3.067 537 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 5.118.657 upplýsingar: sImsvari 91 -681511 lukkulína991 002 Samband ungra sjáifstæðismanna varar eindregið við því að ríkissjóð- ur auki crlendar lántökur sínar til að mæta samdrætti þjóðartekna. Ef halla ríkissjóðs verður áfram bætt við skuldahalann muni vaxtagreiðsl- ur eftir 40 ár nema svipaðri upphæð og öll ríkisútgjöld eru í dag, segir í ályktun frá SUS. Þar segir ennfremur: „Erlendar skuldir þjóðarbúsins nema nú rúmlega 230 milljörðum króna, sem er yfir 60% af vergri landsframleiðslu. Þetta hlut- fall var 40% fyrir sex árum sfðan. Þá námu afborganir og vextir af þessum lánum um 16% af útflutningstekjum okkar en nú, sex árum síðar, er þetta hlutfall 30%. Mælt á þessa mælikvarða hafa erlendar skuldir því hækkað um helming og byrði afborgana og vaxta tvöfaldast frá því á árinu 1987.“ ¥ M, ainstarf um heilsuþjónustu Hveragerðisbær leitar eftir samstarfsaðilum um rekstur og markaðssetningu alliliða heilsuþjónustu HVERAGERÐISBÆR viimur að stefnumörkim til langs tíma í tengslum við endurskoðun aðalskipulags bæjarins. Hagræðing í rekstri bæjarfélagsins og veitustofnana þess, minni lántökur og þar ineð niinnkandi greiðslubyrði, mun á næstu áruin skila bæjarfélaginu meira fjármagni til framkvæmda en nú er og jafnframt auðvelda stiglækkandi álagningu gjalda. HVERAGERÐI er friðsæll staður í nágrenni við stærsta markaðssvæði landsins með mikinn jarðhita og getur boðið orkufrekmn smáiðnaði og millistórum iðnfyrirtækjum góð rekstrarskilyrði. HVERAGERÐISBÆR mun leggja Áformað er að uppbygging þjónustunnar standist fyllstu kröfur og unnið verði jafnframt að markaðssetningu erlendis. HVERAGERÐISBÆR óskar eftir samstarfí við alla rekstraraðila, sem vilja vinna þessu máli brautar- gengi. Erindum skal beint til bæjar- stjóra, Hallgríms Guðnmndssonar Hverahlíð 24, 810 Hveragerði, sími (98) 3 41 50, og verður farið með þau sem trúnaðarmál. Bæjarstjórinn í Hveragerði. , * vaxandi áherslu á umhverfísmál á komandi árum og stefnir að því að bærinn verði miðstöð hvers konar heilsuþjónustu, endurhæfíngar og líkamsræktar árið um kring, þar sem möguleikar Hveragerðis til upplútunar mikils rýmis verða notaðir til hins ítrasta. HVERAGERCM ígóðufomd

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.