Alþýðublaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI & MINNING Þriðjudagur 4. janúar 1994 HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuðí. Verð í lausasölu kr. 140 MINNING Gunnar Þórðarson, frá F áskrúðsfirði Endurmat á framtíð sem fortíð ✓ Arið 1994 er gengið í garð. Þessi áramót marka að mörgu leyti djúp þáttaskil í sögu Islendinga. Arið 1994 er árið sem EES-samningurinn gengur í gildi og slítur mörg gömul hafta- bönd milli Islands og umheimsins. Arið 1994 er einnig árið sem GATT-sámningurinn tekur gildi og boðar stigvaxandi breyting- ar á næstu áram. Hin þjóðræknislega vemdarstefna mun víkja fyrir auknu fijálsræði sem mun nýtast íslendingum á margan veg, ekki síst hvað varðar tollalækkanir á sjávarafurðum, okkar helstu útflutningsvöra. Vonandi verður áframhald GATT-við- ræðnanna einnig til þess að losa um hömlur á innflutningi á land- búnaðarvöram svo íslenskir neytendur megi eiga þess kost að kaupa landbúnaðarvörar á sama verði og nágrannaþjóðimar. Slík samkeppni verður einnig til að styrkja framleiðslu og sölu á íslenskum búvöram jafnframt því sem nauðsynleg uppstokkun fer fram í greininni. Meginmarkmið þessara tveggja fríverslun- ar- og viðskiptasamninga er að auka frjálsræði, fjarlægja höft og vemdarstefnu og gera milliríkjaverslun hagkvæmari og frjálsari. Þessar jákvæðu breytingar bíða þjóðarinnar fyrst og fremst vegna þess að núverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, hafa ekki beygt sig fyrir afturhaldsrödd- um stjómarandstöðunnar sem fundið hafa EES og GATT allt til foráttu. Hinar miklu breytingar sem bíða okkar á hinu nýja ári, boða nýja tíð. Samtímis sem íslendingar takast á við ný sjónarmið og aukið frelsi til framtíðar, hljóta þeir að endurmeta sína eigin sögu. Saga Islands er að mestu saga nýlendukúgunar, hafta og einokunar þar sem pínd þjóð dró fram lífið í skugga sjálfsþurft- arbúskapar og volæðis. Þessi sorgarsaga hefur yfírleitt verið út- skýrð á kostnað hinnar vondu nýlendukúgunar Dana. Aldrei hef- ur það hvarflað að nokkrum sagnfræðingi að aðrar ástæður hafí verið fyrir hendi, eins og rótgróin og afturhaldssöm, íslensk sér- réttindastétt. Sjálfstæðisbaráttan undir forystu Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar hefur verið umleikin rómantík 19. aldar. Höft og einokun 20. aldar lítið verið til umfjöllunar en gufað upp í ljóma þess, að ísland varð fullvalda 1918 og sjálfstætt lýðveldi 1944. Nýeinokunarsinnar og vemdarstefnumenn þessarar aldar hafa hiklaust geta nýtt sér Ijóma Jóns Sigurðssonar þótt hinar raunveralegur skoðanir þessarar sjálfstæðishetju Islendinga hafi verið allar aðrar en þeirra. Jafnvel Alþýðubandalagið og forver- ar hans, SósíaHstaflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn, einu flokkar Islands sem barist hafa fyrir alþjóðlegu einræði stýrðu frá Moskvu, hafa komist upp með að bregða yfír sig skikkju þjóðemiskenndar og sjálfstæðisbaráttu og hrópað hátt um lands- ölu í hvert skipti sem Islendingar hafa gert alþjóðlega milliríkja- samninga sem bætt hafa hag lands og þjóðar! Jón Baldvin Hannibalsson kom inn á þessa ógagnrýnu sögu- skoðun í merkri áramótagrein sinni er birtist í Alþýðublaðinu á síðasta degi ársins 1993. Jón Baldvin segir meðal annars í grein sinni: „Hvers vegna er það, að íslendingar láta sér nægja að lyfta Jóni Sigurðssyni á stall þjóðhetjunnar, leggja blómsveig að fót- stallinum ár hvert 17. júní - en vita í raun og vera ekkert um stjómmálamanninn og lífsskoðanir hans, og á hann þó að hafa fært þjóðinni frelsið á silfurfati, hvorki meira né minna? Við köllum okkur söguþjóð en saga okkar er öll í brotum. Hvaða önnurþjóð sem væri, sem ætti svo fyrirferðarmikinn þjóðfrelsis- leiðtoga sem Jón Sigurðsson er í íslenskri sögu, gæti nú vísað á heilt bókasafn sem niðurstöðu sögulegra rannsókna á manninum og samtíð hans. Hann var samtíðarmaður Karl Marx. Hver var afstaða Jóns til meginstrauma hugmyndafræði og stjómmál- átaka, sem settu svip sinn á stjómmálabaráttuna í Norður-Evr- ópu á hans tíð? Jón Sigurðsson er okkur óumdeild þjóðhetja, af því hann er í reynd gleymdur og grafinn. Hann er eins og stytta sem safnar ryki á hefðarstalli ... Hvaða vegamesti sækjum við í hugmyndabanka þjóðarleiðtoga vors? Við vitum að vísu, að í baráttu hans gegn útlendri einokunarverslun virðist hann hafa verið eindreginn fríverslunarsinni. En verndarstefnupostular og einokunarsinnar okkar tíma kenna sig öðram fremur við þjóð- lega erfð sjálfstæðisbaráttunnar og hampa Jóni eins og ekkert væri. Og komast upp með það, af því að enginn veit neitt í sinn haus um hugmyndafræði sjálfstæðisbaráttunnar.“ í dag, þriðjudag, verður til moldar bor- inn á Fáskrúðsfirði, Gunnar Þórðarson. Hann fæddist 2. októ- ber árið 1910 að Krossalandi í Lóni. Gunnar fluttist ásamt foreldrum sínum, þeim Þórði Jónssyni og Rannveigu Einars- dóttur, til Fáskrúðs- fjarðar árið 1923 þar sem heimili hans var æ síðan. Hann hafði á farsælli ævitíð með höndum margvísleg störf, enda var Gunnar afar traustur og dug- mikill verkamaður. Frá tólf ára aldri og allt til ársins 1946 stund- aði hann sjómennsku, en hóf þá bifreiðaakst- ur sem varð hans aðal- starf næstu áratugi. Samhliða vörubif- reiðaakstri sá Gunnar um áætlunarferðir bæði með fólk og póst fyrst í Hafranes og síð- ar til Egilsstaða og Norðljarðar. Þá hafði hann ýmis önnur störf með höndum, slökkvi- liðsstjóri Búðarhrepps í 28 ár, umboðsmaður Brunabótafélags ís- lands í 33 ár, eftirlits- maður hjá Vegagerð ríkisins um skeið og hafnarvörður Búðar- hrepps í nokkur ár. Gunnar reyndist mjög samviskusamur og ósérhlífínn í hveiju verki sem hann tók sér fyrir hendur. Gunnar var kallaður til trúnaðarstarfa á vettvangi félagsmála. Hann var um skeið í forystusveit verka- lýðshreyfingarinnar og Alþýðuflokksins á Fáskrúðsfírði. Faðir Gunnars var einn af stofnendum Alþýðu- flokksins og verka- lýðsfélagsins á Fá- skrúðsfirði og formað- ur þeirra félaga í mörg ár. Gunnar fetaði í fót- spor föður síns og rey ndist j afnaðarstefn- unni trúr og staðfastur og einstaklega traustur félagi. Jafnaðarmenn kveðja nú hinsta sinni góðan vin og félaga. Kveðjur allar eru sam- ofnar virðingu og þökk. Ég á margar og góð- ar minningar samvista með Gunnari Þórðar- syni. Hvort sem það var í pólitíkinni eða á árbakka með veiði- stöng í hönd á falleg- unt sumardegi við ið- andi straumvatn, þá var hann jafnan sam- kvæmur sjálfum sér, rólegur, en samt geisl- andi af lífsfjöri, bjart- sýnn, en alltaf raun- sær. Það var gott að njóta samfélags og sækja ráð hjá slíkum manni. Gunnar kvæntist Guðlaugu Einarsdótt- ur frá Vestmannaeyj- um, en hún andaðist á síðasta ári. Þau eign- uðust tvö böm, Óskar og Þóra. Gunnar and- aðist 27. desember síðastliðinn á heimili sínu á Fáskrúðsfirði. Ég sendi bömum hans og fjölskyldum þeirra einlægar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Gunnars Þórðarsonar. Gunnlaugur Stefánsson, Heydölum. MINNING Guðjón B. Ólafsson Guðjón B. Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Sambandsins, andað- ist þann 19. desember síðastliðinn eftir lang- varandi veikindi. Ætt Guðjóns og uppruna ætla ég ekki að rekja hér. Þar þekkja aðrir betur til, en mig langar að minnast hans með nokkrum orðum vegna kynna okkar og samstarfs er hófst fyrir rúmum tuttugu árum. Ég hitti Guðjón fyrst árið 1972 er ég sem starfsmaður Iðnaðar- deildar Sambandsins á Akureyri átti fund með forstjóra og fram- kvæmdastjóm fyrir- tækisins á Akureyri til að yfnfara iðnrekstur- inn, sem á þeim tíma var mjög umfangs- mikill. Guðjón var þá framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins en hafði greinilega mikinn áhuga á því starfí sem fram fór á sviði iðnað- arins, ekki síst útflutn- ingsframleiðslunni. Dagleg samskipti okkar vom hins vegar lítil á þessum tíma þar sem starfssvið okkar sköruðust ekki. Tveimur árum síðar, eða 1974, var ég ráð- inn til sérstakra tíma- bundinna starfa fyrir stjóm Iceland Products Inc. í Banda- ríkjunum og í tengsl- um við mikil sam- skipti fyrirtækisins og Sjávarafurðadeildar hófust okkar fyrstu raunverulegu kynni, ekki síst eftir að ákveðið var að hann kæmi til starfa sem forstjóri Iceland Products árið 1975. Guðjón átti þar árang- ursríkan starfsferil í ellefu ár og árið 1985 var hann ráðinn til starfa sem forstjóri Sambandsins. Tók hann við því starfí rúmu ári síðar eða 1986. Þau árin sem Guð- jón og Lúlú bjuggu í Bandaríkjunum átti ég oft erindi vestur um haf vegna þess starfs er ég þá gegndi við flutningaþjónustu. Kom ég nokkmm sinnum á heimili þeirra í þeim ferðum og átti með þeim ánægjulegar samveru- stundir. Guðjón fylgd- ist með því sem var að gerast á íslandi, hafði ákveðnar skoðanir á því sem gerðist, eða ekki gerðist og lét þær óhikað í ljós. Hugur hans stefndi greinilega heim aftur en skiljan- lega hefur ákvörðunin um að flytja verið erf- ið þegar að henni kom, þar sem fjöl- skyldunni leið vel fyr- ir vestan haf og árang- ur hafði verið góður í áhugaverðu starfí. Síðustu fimm ár var samstarf okkar fyrst og fremst á sviði vá- trygginga, en Guðjón átti sæti í stjómum Samvinnutrygginga og Líftryggingafélags- ins Andvöku frá árinu 1988. Hann var strax fylgjandi hugmyndum um breytingar á starfs- skipulagi félaganna og samstarfi við Bruna- bótafélagið um stofn- un VÍS og Líftrygg- ingafélags íslands hf. í þeim tilgangi að sam- eina og efla vátrygg- ingastarf stofnfélag- anna. Guðjón varð síðan formaður stjórna Samvinnutrygginga og Andvöku og vara- formaður stjóma VÍS og Líftryggingafélags fslands við stofnun þeirra. Hann vaf alla tíð áhugasamur um að fylgja eftir þeim mark- miðum sem lágu til grundvallar stofnun þessara félaga og tók virkan þátt í stefnu- mörkun og ákvarðana- töku í stjómum þeirra meðan heilsan leyfði. Þrátt fyrir að veik- indi væru farin að skerða starfsþrek og gera Guðjóni illkleift að sinna því sem hug- ur hans stóð til, heyrði ég hann aldrei kvarta. Hann bar erfiðleika sína ekki á borð fyrir aðra en ræddi þó opin- skátt og hreinskilið um sjúkdóminn og baráttu sína við hann ef svo bar undir. Nú þegar leiðir skilja vil ég þakka Guðjóni öll störf hans í þágu þessarra félaga. Ég þakka honum sam- starfið um að láta verða að veraleika þá framtíðarsýn er við áttum sameiginlega um öflug innlend vá- tryggingafélög er \ byggja á' löngu og far- sælu starfi stofnfélag- anna sem í stað þess að eyða púðrinu inn- byrðis samkeppni, ákváðu að snúa bök- um saman til að ná betri árangri. Við Haffý sendum Lúlú og Qölskyldunni allri innilegar samúð- arkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í erfiðum ástvina- missi. Axel Gíslason.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.