Alþýðublaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ VIÐTAL Miðvikudagur 2. febrúar 1994 Kynning Alþýðublaðsins á frambjóðendum Alþýðuflokksins í kjöri á sameiginlegan lista til borgarstjórnarkosninga GYLFIÞ. GISLASON gefur kost á sér í 4. og 9. sæti Kostnaðareftirlit í rúst Gylfi, Þ. Gíslason: „Takist okkur vel til með þetta framboð er þess að vœnta að áframhald verði á slíku samstarfi á landsvísu. Eins og nú er staðið að málum lofar framboðið góðu og vissulega hefði það verið stórslys ef ekki hefði náðst samkomulag.” Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Yngsti frambjóðandinn í prófkjöri alþýðuflokksfólks í Reykjavík í 4. og 9. sæti á sameiginlega framboðslist- ann við borgarstjórnar- kosningarnar í vor er Gylfi Þ. Gíslason, þrítugur iðn- rekstrarfræðingur. Gylfi fæddist í Reykjavík 8. apríl 1963, sonur Gísla Jóns Ól- afssonar, sem er Isfirðingur og Margrétar Berndsen, sem fædd var og uppalin í Reykjavík, en er nú látin. Gylfi á eina dóttur barna, Elsu Rut, sem er 5 ára göm- ul. Gylfí er formaður Æskulýðssambands íslands og ber mjög fyrir brjósti hag ungu fjölskyldunnar á íslandi í dag og hefur staðið fyrir merkilegum ráðstefn- um um þau efni, nú síðast um Hótel Mömmu, sem frægt er orðið. Gylfi er uppalinn í Hlíðun- um og segist vera stækur Framari frá unga aldri. Hann hlaut framhaldsskólamenntun sína við Fjölbrautaskólann við Armúla. Að loknu stúd- entsprófi starfaði hann sem sölumaður og síðar starfs- maður á flokksskrifstofu Al- þýðuflokksins auk þess að dvelja erlendis í hálft ár. Síð- an lá leiðin í Tækniskóla ís- lands þar sem Gylfi stundaði nám í iðnrekstrarfræði. Gylfi starfar í dag sem sölumaður hjá Sigurplasti hf. og er sér- fræðingur í sölu og rekstri á jónatækjum svokölluðum, sem stuðla að stórbættu and- rúmslofti á vinnustöðum og heimilum. Á yngri árum var Gylfi duglegur að afla sér fjár til eigin framfærslu, fór ungur að bera út og selja dagblöð. Síð- an tóku við sumarstörf í frystihúsi á Kirkjusandi, og hjá ísal í Straumsvík. „Þar átti ég og á enn marga góða fé- laga og það var skemmtilegur tími sem ég átti í kerskálan- um, enda þótt vinnan væri al- gjör óþverri, og loftið með eindæmum vont á þessum tíma“, segir Gylfi. Alltaf treyst fyrir fjármáfunum Ég gekk í Alþýðuflokkinn í tíð Vilmundar Gylfasonar, ár- ið 1978. Það var gríðarleg stemmning yfir fundunum í Iðnó og víðar og mikill hugur í mönnum. Þegar Vilmundur sagði skilið við Alþýðuflokk- inn var ég í stjóm Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og haldinn var fundur um hvort við ættum að fylgja Karli Th. Birgissyni, sem núna er ritstjóri Press- unnar, og fleirum með Vil- mundi yfir í Bandalag jafnað- armanna. Ég og fleiri ákváð- um eftir langa umhugsun að fara að dæmi Bjama P. Magn- ússonar og halda áfram að starfa innan Alþýðuflokksins. Það var þó alveg ljóst að við studdum eigi að síður Vil- mund og hans skoðanir. Síð- an hef ég sleitulaust unnið með flokknum og starfað í stjómum Félags ungra jafnað- armanna í Reykjavík frá 1981 til 1984 og Sambands ungra jafnaðarmanna frá 1986 til 1991, - einhverra hluta vegna hefur mér alltaf verið treyst fyrir peningamálunum sem gjaldkeri", sagði Gylfi Þ. Gíslason, þegar Alþýðublaðið ræddi við hann. Talið berst því skiljanlega að fjármálastöðu höfuðborg- arinnar. Hvað var að gerast í fjármálum borgarinnar? „Ég hef miklar áhyggjur af Ijármálastöðu Reykjavíkur eins og aðrir borgarbúar. Bókhald og kostnaðareftirlit Reykjavíkurborgar er í rúst, samanber áætlanir sem fara tugi og hundmð prósenta fram úr áætlun. Nýjasta dæm- ið er milljarðurinn sem Mark- ús Öm týndi í kerfinu. Með betra kostnaðareftirliti og aukinni hagkvæmni í fram- kvæmdum má gera meira fyr- ir einstaklingana í borginni. Það þarf að reka Reykjavík eins og hvert annað fyrirtæki. Það hefur verið illa farið með skattfé borgaranna á síðustu ámm. Góðri íjármálastöðu hefur verið snúið í stórfelldar skuldir, sem hlýtur að vekja Reykvíkinga til umhugsunar um hvað hefur verið að ger- ast. Það er morgunljóst að því mikla fé sem borgarstjóm hefur til umráða hefur verið illa varið. Það hefur verið ráð- ist í rándýrar lúxusfram- kvæmdir, sem koma sárafá- um til góða, á meðan lítið er aðhafst í málum sem í sjálfu sér koma öllum almenningi mun meira að gagni. Minnisvörðum ýttútafborðinu Vitlausar áherslur, sam- bandsleysi við kjósendur og kolrangar framkvæmdir munu koma sjálfstæðismönn- um í koll í komandi kosning- um. Nýr meirihluti í borgar- stjóm mun að sjálfsögðu ýta út af borðinu minnisvörðum og dekurverkefnum en ráðast í framkvæmdir sem lengi hef- ur verið beðið eftir að yrðu að veruleika", sagði Gylfi Þ. Gíslason. Gylfi sagði að hann teldi að borgin gæti með ýmsu móti unnið að stórfelldri atvinnu- sköpun í Reykjavík. Ekki síst með því að skapa litlum og meðalstórum fyrirtækjum góðan grundvöll til að starfa á. Þessi fyrirtæki væru óðum að hverfa og ótalmörg at- vinnutækifæri með þeim. Það væri engu líkara en að borgaryfirvöld hefðu litlar áhyggjur af þessari þróun mála. Bendir Gylfi sérstak- lega á ferðamannagreinina sem dæmi. Reykjavíkurborg hafi engan veginn sýnt þeim þætti nægjanlega athygli, en einmitt þar er kjörið tækifæri til að efla og bæta atvinnust- igið í borginni. Það væm í umræðunni hugmyndir um að atvinnulausu fólki yrði fengin atvinna við uppbyggileg störf í stað þess að sitja heima á at- vinnuleysisbótum. Hinsvegar væri sáralítið unnið að þess- um málum innan borgarkerf- isins, eins og ævinlega vant- aði núverandi meirihluta borgarstjómar nauðsynlegt jarðsamband við almenning, ekki síst þá sem lakar em sett- ir í atvinnumálum. „Ég sé líka fyrir mér mikið starf nýs meirihluta við að bæta og fjölga leikskólum borgarinnar, bæta skólakerfið og efla útivistarmöguleika borgarbúa með gerð hjól- reiðastíga og gönguleiða um borgina. Reykjavík er góð borg, en yfirvöld hafa verið afar seinheppin í að fram- kvæma ýmislegt það sem ekki kostar ýkja mikið fé, en er engu að si'ður dýrmætt fyrir íbúana. Jarðsamband hefur vantað milli borgarfulltrúa meirihlutans og íbúa borgar- innar. Einmitt þetta samband mun nýr meirihluti í borgar- stjóm taka upp. Það er ekki nóg að biðla til kjósenda fyrir kosningar, það verður að halda sambandinu eftir að menn hafa fengið umboð til að stjóma borginni", sagði Gylfi. Hundrað vinnustaðafundir Við víkjum talinu aftur að flokksmálum. Gylfi hefur verið ósfnkur á tíma sinn og vinnu fyrir flokkinn. Hann hefur unnið mikið starf fyrir flokksskrifstofuna, og sá um utankjörstaðaratkvæða- greiðslu fytír síðustu þing- kosningar. Og ekki má gleyma 100 vinnustaðafund- um í Reykjavík, sem hann sótti með formanni flokksins, Jóni Baldvin Hannibalssyni. Gylfi segir að það hafi verið erfiður en skemmtilegur tími. Á þessum tíma var margt furðulegt að gerast í íslenskri pólitík, Albert var kastað út á klakann og fór fram með nýj- an flokk, Borgaraflokkinn. Gylfi segir að þetta hafi þýtt að fylgi Alþýðuflokksins hríðféll úr 30% í skoðana- könnunum niður í 15% í kosningunum. Það hafi verið mikið áfall eftir góða vinnu, sem hefði átt að skila mun betri árangri. En þannig væru stjómmálin, með öllu óút- reiknanleg. Hótel Mamma og dekrið Unga fjölskyldan er hugtak sem Æskulýðssamband ís- lands hefur sinnt af kappi að undanfömu. Gylfi Þ. Gíslason er formaður sambandsins og hefur lagt mikla vinnu í að endurreisa Æskulýðssam- bandið. Núna nýlega hélt ÆSI ráðstefnu sem vakti mikla at- hygli, en hún íjallaði um Hót- el Mömmu, dekrið við æsku- lýðinn á heimilum lands- manna. Framundan er meira af slíkum uppskurði á högum ungra fjölskyldna hjá ÆSI. Næst verður ráðstefna í mars um ungu fjölskylduna, þar sem tekin verða fyrir atvinnu- mál ungs fólks, menntamál, lífsgæðakapphlaupið og jafn- réttismál, - og í haust verður fjallað um vímuefnavanda- málin. „Bömin og bamauppeldið em vandamál sem ungu fjöl- skyldumar þurfa að leysa. Barnaheimili og skólar þurfa að vera með því sniði að for- eldrar geti stundað vinnu sína róleg, en svo er nú ekki aldeil- is í dag. Það er ekki nóg með að þjónusta bamaheimilanna sé dýr, heldur passar hún afar illa fyrir marga unga foreldra, því vinnutími þeirra fellur ekki saman við opnunar- og lokunartíma heimilanna. Skólarnir em yfirleitt ekki einsetnir, það er los á krökk- unum og alltof ntörg þeirra eru svokölluð lyklaböm. Heilsdagsskólanum þarf því að koma á fót hið fyrsta og það með fullum þunga. Hjá mörgum ungum foreldrum fer mikill tími í að koma böm- um til og frá skóla, með til- heyrandi stressi. Þá er það ekkert gefið mál að ungt fólk fái inni með börn sín á dag- heimilum borgarinnar. I þess- um málaflokki hefur ekki ver- ið nóg að gert. Biðlistum ætti að vera hægt að útrýma á einu kjörtímabili, það er varla spuming, enda er þessum málaflokki til muna betur far- ið hjá mörgum sveitarfélög- um í kringum okkur. Dag- mömmukerfið sem er afar dýr lausn mætti sem best leggja niður í borginni. Ég efast ekki heldur um að þessi þjónusta mætti vera til muna ódýrari en hún er í dag“, segir Gylfi. Hann bætir við að vandamál ungs fólks sem er að koma heim úr námi sé oft á tíðum stórt. Fátt er um atvinnu, og unga fólkið sest upp hjá Hótel Mömmu, foreldrum sínum, atvinnulaust og oft með maka og barn eða böm með sér. Gagnvart þessu fólki beri borgin, stærsti vinnuveitandi landsins, mikla ábyrgð. Vannýttir skólar og umterðarmálin Gylfi segir að hann hafi áhuga á að vinna að betri nýt- ingu skólahúsnæðis í borg- inni. Þær ágætu byggingar mætti í mörgum tilvikum nýta betur en nú er gert. Skólahús- næðið mætti sem best nýta í þágu félagsstarfs fyrir aldraða og ýmis félagsmál hverfanna. „Umferðarmenning okkar Reykvíkinga er alræmd eins og allir vita. Hér verða fleiri slys, ekki síst á bömum, en í nokkm öðru landi sem við þekkjum til. í umferðarörygg- ismálum þarf að vinna stórt verk. I borginni er búið að kortleggja svörtu blettina sem svo em kallaðir, slysagildmr þar sem ljóst er að of miklar fómir em færðar. Lítið virðist hinsvegar vera um úrbætur á þessum stöðum. Það er augljóst mál að taka þarf til hendinni og ráðast gegn þessum hættulegu stöð- um í umferðinni með öllum ráðum. Mér hefur sýnst að of lítil hugsun sé í hönnun umferðar- mannvirkja borgarinnar. Allt of víða er leyfður hraðakstur um húsagötur þar sem víst er að böm em að leik“, segir Gylfi um hina víðfrægu um- ferðarmenningu í höfuðborg Reykjavíkur. Gylfi segir að það sé af hinu góða sem gert er fyrir böm og unglinga sem aðhyll- ast íþróttastarfið. Borgin eigi vissulega að styðja og styrkja þá starfsemi með ráðum og dáð. En ýmislegt fleira mætti gera fyrir uppvaxandi æsku- lýð borgarinnar og hlynna betur að ýmsu starfi öðm, til dæmis skátastarfi og öðmm tómstundamálum, því ekki eru allir gefnir fyrir iþróttir. Innanlandsstarf í stað ferðaklúbbs ,Æskan í borginni er al- mennt séð prútt og elskulegt fólk, en það þarf ekki marga ólátabelgi til að kasta rýrð á meirihlutann. Oft finnst mér að fólk sé óþarflega dómhart á æskuna", segir Gylfi. „Það er hlutverk okkar hjá Æsku- lýðssambandinu að vinna fyr- ir æskulýðinn. Þetta er sam- starfsvettvangur fjölmargra æskulýðsfélaga á Islandi, skiptinema, hreyfmga náms- manna, ungtemplara, ung- liðahreyfmga stjómmála- flokkanna, skáta og félaga í ungmennafélagshreyfing- unni. Því miður gekk Iþrótta- samband íslands úr Æsku- lýðssambandinu á sínum tíma vegna pólitíkurinnar sem þótti of áberandi í störfum ÆSÍ. Það væri ekki verra ef ÍSÍ gengi að nýju í samtökin okkar. Við reynum í dag að stýra starfmu á þann veg að pólitík- in liti ekki starfið, enda engin ástæða til. Að sjálfsögðu höfum við okkar flokkspólitísku skoðan- ir sem sitjum í stjóm Æsku- lýðssambandsins, en við blöndum því ekki á nokkum hátt í starf okkar. Starfsemin hefur um Iang- an tíma nánast einskorðast við erlend samskipti, sem ég tel að hafi verið veikt fyrir Æskulýðssambandið. Núna er unnið að því öllum árum að vinna meira á heimavellinum, kröftugu innanlandsstarfi. Ég verð að viðurkenna að ég varð dálítið undrandi þegar ég kom að sambandinu haust- ið 1992 og sá að forveri minn hugsaði nánast ekki um annað en utanlandsferðir. Við sem núna skipum stjómina viljum vinna fyrir íslenskan æskulýð og emm með miklar ráða- gerðir í þeim efnum, enda em innan vébanda okkar tugþús- undir íslenskra ungmenna. Erlenda samstarfið er út af fyrir sig ágætt, en hlýtur að mæta afgangi", segir Gylfi Þ. Gíslason. Vill vinna fyrir unga fólkið Við spyijum Gylfa nánar um þau mál sem hann mundi leggja lið gæfist honum kost- ur á að vinna innan borgar- stjómar Reykjavíkur. „Ég mundi að sjálfsögðu vinna að stómm hluta fyrir ungt fólk og þau málefni sem mest brenna á því í dag. Ungt fólk og bamafjöl- skyldur í borginni er oft á tíð- um ekki öfundsvert af hlut- skipti sínu og aðstæður þessa hóps má bæta til muna. En ég mundi án efa hafa af- skipti af málefnum sem snúa að borgarbúum sem heild, ekki síst málefnum eldri borg- ara, sem nú em mjög á döf- inni“, segir Gylfi. Framboð sem gæti valdið þáttaskffum Framboð sameiginlega list- ans til borgarstjómar er í fljúgandi meðbyr og um fátt meira talað en öflugt framboð sem stílað er gegn rótgrónum meirihluta sjálfstæðismanna. En hvað segir Gylfi Þ. Gísla- son um slíkt framboð. „Þarna er auðvitað að ræt- ast draumur félagshyggju- rnanna. Ég tel þetta fyrsta skrefið, afar merkilegt skref, til að gera stóra hluti í landsmála- pólitíkinni og gæti valdið þáttaskilum. Takist okkur vel til með þetta framboð er þess að vænta að áframhald verði á slíku samstarfi á landsvísu. Ég er bjartsýnn á góðan ár- angur sameiginlega fram- boðsins, ef allir mæta til leiks og starfa af fullum heilindum. Ég hef reyndar ekki nokkra minnstu ástæðu til að ætla annað en að svo verði. Ég tók þátt í framboði Nýs vettvangs árið 1990, var ann- ar kratinn í prófkjörinu, fór að vísu ekki inn á listann en fór þó ekki í fýlu. I þessu framboði fór margt úr böndunum, en vítin eru til að varast þau, og það veit ég að slík mistök munu ekki end- urtaka sig. Ástæðan fyrir slæmu gegni Nýs vettvangs var auðvitað sú að þá vom ekki allir minni- hlutaflokkamir með eins og ætlunin var þegar lagt var upp með framboðið. I byrjun var ég vantrúaður á sameiginlegt ífamboð í borginni og talaði gegn því, enda hafði ég enga trú á að allir minnihlutaflokkamir yrðu með, en þá var engin eining orðin um framboðið. Skoðanakannanir breyttu þessari skoðun minni svo og margra annarra. Eins og nú er staðið að mál- um lofar framboðið góðu og vissulega hefði það verið stór- slys ef ekki hefði náðst sam- komulag. Við emm enn ekki búin að ffelsa borgina, það skýrist ekki fyrr en talið hefur verið upp úr kjörkössunum. En ég veit hinsvegar að vel verður unnið að því að Reyk- víkingar fái gott fólk til að stjóma sínum málum, fram- bjóðendur sameiginlega list- ans“, sagði Gylfi Þ. Gíslason að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.