Alþýðublaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐHD 5 næstkomandi. Sjö munu berjast um fjögur efstu sæti listans: Elín Soffía Harðardóttir, Garðar Smári Gunnarsson, na Baldursdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir. Alþýðublaðið ræddi í gær við Elínu, Hrafnkel, Gizur og Garðar: Garðar Smári: Þetta er auðvitað dálítil ævintýramennska í manni. Ég er bjartsýnn á gott gengi og líst vel á baráttuna. Garðar Smári Gunnarsson: „Bjailsýnn á Garðar Smári Gunnarsson, verkstjóri í Hafnarfirði, gefur kost á sér í 3. til 4. sæti í prófkjörinu. Garðar Smári er fæddur árið 1959, giftur Haf- dísi Gunnarsdóttur húsmóður og eiga þau saman þrjú börn. Fyrir átti hann eitt barn: -Hvemig tilfinningu hefurðu fyrirprófkjörinu? „Maður er nú að renna nokkuð blint í sjóinn, en þessi ákvörðun um að taka þátt á sér engu að síður nokkum aðdraganda. Þetta er auðvitað dálítil ævintýra- mennska í manni, en ég er bjartsýnn á gott gengi og líst afar vel á baráttuna framundan. Ég er af þessari kynslóð fólks á aldrinum 25 til 40 ára sem hefur lent afar illa í misgengi lána og launa. Mér finnst að mín sjónarmið eigi fullt er- indi þama inn og ég er með gott fólk á bakvið mig. Ég þekki vitaskuld best til hér í Hafnarfirði og geri mér nokkra grein fyrir þeim stuðningi sem ég á hér. Aðra staði hér í kjördæminu verð ég að spá betur í næstu vikur. En jú, jú, mitt fylgi er mjög svæðisbundið héma í Hafnarfirði." -Hefurðu starfað lengi íAlþýðuflokknum? „Ég hef verið hér innanborðs allt frá árinu 1978 þegar ég var ungur og fram- sækinn maður austur á fjörðum og kom til liðs við Alþýðuflokkinn. Það var gífurleg gróska í kringum flokkinn og Vilmund Gylfason á þessu tímabili og gaman að upplifa kosningasigurinn og allt sem því fylgdi. Þetta var afar skemmtilegur tími.“ -Hvernig mun prófkjörsbaráttan fara fram, verðurhún hörð? „Prófkjör em náttúrlega til þess að fólk geú tekist á, en ég vona að baráttan f verði málefnaleg og laus við allan persónulegan ríg. Ennfremur ætla ég að vona að menn sýni skynsemi í kynningarmálum og það er óskandi að við lend- um ekki í sömu ógöngum og sjálfstæðismenn hafa svo oft lent í. Fáir hafa efni á slíku auglýsingastríði. Við reynum að halda fjáraustrinum í lágmarki. En ég veit það verður tekist á þessu prófkjöri og vafalaust verður nokkur harka í spil- inu. Ég hefði svosem alveg viljað hafa fleiri þátttakendur, en ekki endilega fleiri sæti til að velja í. Tíu frambjóðendur hefði verið firí tala. En síðan veit maðyr ekki, kannski verður þetta bara ágætt. Það mun koma í ljós.“ -Attu von á mikilliþátttöku? „Já, þátttakan verður ömgglega mikil. Ég sennilega þekki ekki nægilega vel til annarsstaðar í kjördæminu, en hér í Hafnarfirði er afskaplega mikill áhugi á þátttöku. Ég kann vel við tímasetningu prófkjörsins. Okkur í Hafnarfirði hefur reynst það vel að hafa prófkjörið sem lyftistöng svona nálægt kosningunum; keyrslan og krafturinn haldast þá vel og menn koma í alvömslaginn fyrir al- þingiskosningamar fullir eldmóðs og baráttuþreks." -Málefnaáherslur þínar? „Mín helstu áhugasvið í stjómmálunum em atvinnumálin og málefni heim- ilanna; afkoman; launa- og kjaramálin. Ég hef oft haldið því sjónarmiði fram, að það þurfi að taka lánskjaravísitöluna úr sambandi. Mönnum hefur verið tíð- rætt um skuldir heimilanna; sjáum bara hvað er að gerast núna: Framlög til vegagerðar vom stóraukin og til að mæta því var bensínið hækkað um tvær krónur. Og hvað gerðist? Jú, skuldir heimilanna jukust um 100 milljónir." -Ömtur baráttumál þín? „Ég hef mikinn áhuga á fiskveiðum og sjávarútvegi og vildi til að mynda gjaman sjá kvótakerfið sigla á braut. Menntun er síðan annað málefni og þar horfi ég sérstaklega til stóraukinnar verkmenntunar; í þeim málum þurfum við að bæta okkur vemlega. Verkmenntun á háu stigi er nokkuð sem við ættum ótrauð að stefna að - það er lykilatriði í velferðarmálum þessarar þjóðar. Síð- an hef ég verið að dunda mér við að lesa merkilega skýrslu um stöðu íslands gagnvart erlendum Ijárfestingum. Þar kemur glögglega fram að það em engir erlendir fjárfestar sem br'ða í röðum eftir að fá að íjárfesta hér á landi. Við verð- um að finna þetta fjármagn sjálf og leita þar gaumgæfilega allra leiða; enga möguleika má útiloka. Ég er alveg tilbúinn til að líta jákvæðum augum á er- lendar Ijárfestingar í sjávarútvegi; það er sem ég segi: Við megum engum leið- um loka.“ Alþýðublaðið rœðir nœstu daga við aðra frambjóðendur í prófkjörinu á Reykjanesi. Gizur Gottskálksson: „Verður skermntileg skorpa” Gizur Gottskálksson, læknir í Garðabæ, gefur kost á sér í 3. til 4. sæti í prófkjörinu. Gizur er fæddur árið 1950, giftur Elínu Sigfúsdóttur og eiga þau þrjú börn: -Hvernig lýstþér á baráttuna framundan? „Ég hlakka bara til. Þetta verður án vafa skemmtileg skorpa. Það þýðir ekk- ert annað en að vera bjartsýnn; annars er betur heima setið en af stað farið. Mér sýnist allt benda til að þetta verði mjög gott prófkjör og allt virðist stefna í metþátttöku. Maður getur ekki verið annað en ánægður með það. Mesta spennan á ömgglega eftir að verða í slagnum um efsta sætið og mér sýnist nú nokkuð sjálfgefið að Rannveig Guðmundsdóttir og Guðmundur Ámi Stef- ánsson muni berjast um það. Það er vonandi að það verði Ijör í kringum þetta og menn mega ekki gleyma því mikilvægasta: Að frá þessum átökum korni allir ósárir og sætti sig við niðurstöðuna.“ -Hvernig verður staðið að prófkjöriitu í sambandi við kynningu og þess liáttar? „Það er náttúrlega búið að ræða um að hafa nokkurskonar reglur um hvem- ig farið verði f kynninguna, þær reglur á enn eftir að fastmóta. Mér finnst per- sónulega þessi fjölmiðlakynning hálf hjákátleg; svona skjáauglýsingar og þessháttar. Ég held að besta kynningin væri ef blöð yrðu notuð meira - til dæmis Alþýðublaðið og staðarblöðin; sent í hver hús ef til vill.“ -Það er komið til skila. Ertu eitthvað hrœddur við það kynningarforskot Gizur: Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn; annars er betur heima setið en af stað farið. sem alþingismennirnir hafa? „Nei, alls ekki. Þingmenn em auðvitað misvel kynntir; misjafnlega áber- andi í sviðsljósinu. Annars vil ég lítið spá í muninn á frambjóðendum. Við þessi fjögur sem ekki sitjum á Alþingi eigum örlítið á brattan að sækja en vinnum bara þeim muti harðar að okkar framboði. Þessir félagar mínir í próf- kjörinu em öllsömul hið mætasta fólk og fátt annað um það að segja.“ -Hvað finiistþér um tilhögun prófkjörsins sjálfs? „Sú ákvörðun var tekin að viðhafa opið próíkjör um fjögur efstu sætin og þeim úrskurður uni ég líktog vonandi flestir. Ég hefði í sjálfu sér ekkert haft á móti fleiri frambjóðendum; þeim mun meiri þátttaka frambjóðenda og al- mennings, þeim mun betra. Ég held sjálfur, að kjósendur hafi viljað hafa fleiri möguleika og jafnvel fleiri sæti til að stilla uppí. En það fá ekki allir það sem þeir vilja og ég er að minnsta kosti sáttur." -Hver verða helstu baráttumálþín íprófkjörinu? „Það málefni sem ég tel langsamlega mikilvægast er atvinnumálin. Ég ótt- ast mikið þessa stöðnun sem mér sýnist ríkja í atvinnumálum hér á landi. Ný- sköpun er alltof h'til og alltof takmarkað aðhafst í málinu. Það þarf að hrista uppí kerfinu og setja kraft í atvinnumálin um land allt. Hvað á til dæmis að gera við allt þetta unga og velmenntaða fólk sem er að koma inná vinnumark- aðinn? Það finnur sér tæpast störf við hæfi þarsem einhæfnin er svo mikil. Við erum illa undirbúin fyrir þessa skriðu unga fólksins og ég hræðist atgerv- isflótta ef ekki verður eitthvað gert í málinu. Menntun skiptir gffurlegu máli fyrir okkur sem menningarþjóðfélag og það er stórhættuleg stefna, að þegar siglt er um erfiðleikatímabil þá sé menntun illa sinnt. Það er einsog að éta útsæðið; heimskulegt at- hæfi sem þarf að stöðva.“ -Fleiri stefnumál? „Mér eru kjara- og launamálin afar hugstæð og mér finnst að opnast hafi nokkur leið til meiri kjarajöfnunar í þjóðfélaginu. Við verðum að feta okkur áfram með varúð og passa uppá, að þessi bati skili sér til almennings án þess að hleypt sé af stað verðbólgu. Að öðru leyti held ég, að mikilvæg- asta verkefni Alþýðuflokksins í komandi kosningabaráttu sé að koma störfum flokksins í ríkis- stjóm til skila; að fólk átti sig á þeim árangri sem náðst hefur. Á þessu máli verður að hamra. Þingmenn og ráðherrar hafa stað- ið sig vel þrátt fyrir að vera nokk- uð aðþrengdir í störfum sínum. Það bera að meta. Við, jafnaðar- menn, getum verið stoltir af okk- ar mönnum." Nýársfagnaður Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands: Þokkafull kona og kvensamur fógeti Sinfóníuhljómsveit Norður- lands boðar til nýársfagnaðar á Akureyri um næstu helgi með þriðju efnisskrá sinni á starfsár- inu. Á efnisskránni að þessu sinni er tónlist tvennra tíma ef svo má að orði komast, verk eftir þrjá snillinga tónsmíðanna. Annars vegar eru þrjú verk eftir Wolf- gang Amadeus Mozart frá árun- um 1778 til 1786 en hins vegar eru tónverk frá 2. áratug þessara ald- ar eftir Maurice Ravel og Manuel de Falla. Hljómsveitin flytur forleikinn að Brúðkaupi Figarós, Andante fyrir Sinfóníu nr. 31 og Horna- konsert nr. 4 eftir Mozart. Eftir Ravel er verkið „I minningu Cou- perins“ sem var eitt merkasta tónskáld Frakka. Manuel de Falla á síðasta verkið á tónleikun- um, en það er svíta úr ballettinum „Þríhyrnda hattinum“ sem fjall- ar um malara, þokkafulla konu hans og kvensaman bæjarfógeta. Leiknir verða fjórir dansar úr ballettinum. Einleikari í Hornakonsert Mozarts er Emil Friðfinnsson sem eftir lokapróf í Þýskalandi lék með þýskum hijómsveitum þar til að hann kom heim síðast Iiðið haust og er fastráðinn hjá Sinfóníuhljómsveit Islands. Stjórnandi á Nýárstónleikun- um verður Guðmundur Óli Gunnarsson aðalhljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Norð- urlands. Tónleikarnir verða í Akureyr- arkirkju á sunnudaginn klukkan 17. Skólafólk undir tvítugu greið- ir ekki aðgangseyri. Tímamót hjá Eimskip: Flutningar yf ir milljón tonnin Heildarfiutningar með skipum Eimskips vom 1.018 þúsund tonn á síðasta ári. Þetta er í fyrsta skipti sem flutningar með skipum félags- ins fara yfir eina milljón tonna, en árið 1993 vom flutt 990 þúsund tonn. Eimskip rekur nú 10 skip og em öll mönnuð íslenskum áhöfnum. Umtalsverð aukning varð á flutn- ingum með áætlanaskipum Eim- skips í inn- og útflutningi til og frá íslandi sem em mikilvægustu þætt- imir í flutningastarfsemi félagsins. Þessir flutningar jukust úr 500 þús- und tonnum f um 575 þúsund tonn eða um 15%. Mest aukning hefur orðið í útflutningi. Flutningar milli erlendra hafna jukust jafnframt vemlega eða um 23% og vom tæp 100 þúsund tonn á árinu. Á liðnu ári vom starfsmenn Eim- skips og dótturfélaga þess að meðal- tali um 760 en þar af störfuðu um 160 erlendis. Starfsmönnum hefur fjölgað lítils háttar á erlendum starfsstöðum fé- lagsins. I fyrra jukust erlend umsvif félagsins umtalsvert og varð veltu- aukning um 12%. Eigin skrifstofur Eimskips erlendis era nú 14 talsins í 10 löndum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.