Alþýðublaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ n 5 m a mafíunnar, Jack Ruby og fyrr eða síðar hlýtur hið óumflýjan- lega að gerast: við munum komast í kynni við metsölu- bókina sem kennir Simp- son-fjölskyldunni um . ódæðisverkið. Af öllum stjömusögum og alþýðugoðsögnum þessarar aldar - hvort sem þær fjalla um hálf- guði á borð við Gretu Garbo, Elvis Presley eða James Dean - hefur sag- an um Marilyn Monroe verið sú eina sem hefur sýnt sig að inniheldur eitt- hvað fyrir alla. Þama höfum við sögu sem felur í sér fiillan skammt af stíl og kynferðis- legri spennu fyrir stelpur sem vilja bara vera skemmtilegar og goðsagna- kenndan tákngervingsleika íyrir fólk sem vill bara vera djúpt og tekið al- varlega. Rudolph Valentino, Eroll „Ofurfyrirsæturnar og femínistamir elska jú Monroe allar í dag, en hverju eða föl taugahrúga til að sem því líður þá er það staðreynd vera gjaidgengur í aðdáenda- að á meðan Monroe lifði fannst ^úbb Manlyn Monroe: allir fá sömu konum aldrei miklð td um hana.“ Og nákvæmlega þettl er ástæðan Og Marilyn Monroe sagði einu sinni fýrir því að Marilyn Monroe hefur sjálf: „Vinsældir mínar virðast nær eingöngu vera karhnennsku- bundið fyrirbæri.““ Flynn, Buddy Holly og Jim Morri- son (jafnvel Clint ræfillinn East- wood) - þeir em allir aðlaðandi goð- sagnavemr fyrir skýrt afmarkaða og þrönga költ-hópa en Marilyn Monroe tekur þeim öllum ffam því hún er að- gengilegasta og langlýðrœðislegasta skurðgoð þessarar aldar. Málið er að þú þarft ekki að vera pjattrófa í takt við tískuna eða yfir- gengilega svalur töffari, ungur eða gamall, rokk&rólaður brjálæðingur laðað til sín alla þessa ofurathygli og óendanlega tryggð og hollustu fólks sem spannar allan þjóðfélags- stigann: klæðskiptingadrottningar, húsmæður, venjulega meðal-Jóna og - Jónur, poppstjömur, ofurfyrirsætur, femínista líktog Gloriu Steinem, skáldsagnahöfunda einsog Norman Mailer og listamenn á borð við Andy Warhol. Frá dauða Marilyn Monroe höfum við komist í tæri við og verið kynnt fýrir óteljandi arftökum hennar: leik- konur, fyrirsætur og poppsöngkonur hafa verið hylltar sem „hin nýja Mari- lyn Monroe“: frá Cindy Crawford til Önnu Nicole Smith, frá Emily Lloyd til nýjustu útgáfunnar, Pamelu Anderson, frá Virnu Lisi til Kylie Minogue - og jafnvel greyið hún írú Margaret Thatcher lenti í því að Francois Mitterand sagði hana hafa varir Marilyn Monroe. En hvemig í ósköpunum getur ný Marilyn Monroe komið til sögunnar þegar við erum enn ekki orðin þreytt á þeirri gömlu? Auk þess er auðveld- lega hægt að koma saman í einn pakka og markaðssetja settlegt par af Baywatch-bijóstum -, en hversu mik- ið sem menn rembast þá munu um- fangsmiklar auglýsingaherferðir og hvað þá ítarlegar lýtaskurðlækningar aldrei nokkurn tímann ná að skapa goðsögn sem er jafn risavaxin og sag- an um Marilyn Monroe. Pamela And- erson hefur kannski brjóstin..., en milli þeirra er engan harmleikinn að fmna, ekki síðast þegar fféttist. Framtíðin virðist tryggð fyrir Mari- lyn Monroe vegna einnar einfaldrar ástæðu: fólk vill hreinlega ekki fyrir nokkra muni að hún verði ein af þess- um fallvöltu goðsögnum sem við þekkjum svo gjörla. f menningarsam- félagi sem knúið er áfram af drifkrafti endumýjunar á framvarðasveit ffægð- arinnar er Monroe nefnilega hug- hreystandi uppspretta stöðugrar feg- urðar og stfls; hún setti í reynd staðal sem heldur sér fullkomlega meðan tímarnir líða og tískufyrirbrigðin hverfa útí tómið. Stjömur hafa aðdá- endur og aðdáendur em hvikulir f eðli sínu; en goðsagnaverur á borð við Marilyn Monroe hafa sauðtrygga fylgjendur sem afar sjaldgæft er að gangi af trúnni. ■ Byggt á The Sunday Times

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.