Alþýðublaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 8
Miövikudagur 5. júlí 1995 99. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Deilur um fylgistap Kvennalista | Minnir á skóla- speki miðalda mk - segir Kristín Ástgeirsdóttir þingkona.| „Þessi umræða er farin að minna mig á skólaspeki miðalda eða það hvemig skrattinn les biblíuna að því sagt er,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalistans, í samtali við Alþýðublaðið. Eins og fram kom í blaðinu í gær gagnrýnir Bergþór Bjamason, aðstoðarmaður kosninga- stýru Kvennalistans í Reykjavík, harka- lega skýringar Kristínar á fylgistapi Kvennalistans við síðustu kosningar. Kristrn hefur sagt að íylgistapið megi meðal annars rekja til þess að Ingi- björg Sólrún borgarstjóri sótti fundi hjá öðram flokkum fyrir kosningamar. Gagnrýni Bergþórs kemur fram í tíma- ritinu Veru og þar fer hann einnig hörð- um orðum um stefnu Kvennahstans í Evrópumálum. „Þessar útleggingar á upphaflegri grein minni í Vera og því sem ég sagði síðar til skýringar á henni, era út í hött. Það er verið að gera smá- atriði að aðalatriðum og ég legg úl að þessari umræðu linni,“ sagði Kristín. ■ Fjarvistir frá vinnu Helgarnar heilsuspillandi - 32% fjarvistardaga á vinnumarkaði eru vegna veikinda sem hefjast á mánudögum. Það er bersýnilegt að helgamar geta verið hættulegar heilsu laun- þega. í Fréttabréfi Kjararann- sóknanefndar kemur fram að 32% fjarvistardaga á vinnumark- aði eru vegna veikinda sem hefj- ast á mánudögum. Þeir sem til- kynna veikindi á mánudögum og þriðjudögum er auk þess lengur veikir en þeir sem tilkynna sig fyrst veika á öðrum dögum. Algengast er að starfsmenn fyrirtækja séu veikir í einn dag. Niðurstöður undanfarinna fjög- urra ára sýna einnig að fólk er oftast frá vinnu í stuttan tíma. í 83% tilvika er fólk fjarverandi í þrjá daga eða skemur. Pestir og flensur eru lang algengasta orsök fjarvista. Fœrandi hendi áfund út í heim „ÞEGAR ÉG fer til fundar við vini mína og viðskiptavini erlendis þarf engan að undra þótt ég færi þeim lax í einhverri mynd þar sem viðskipti mín tengjast laxi og útflutningi. Það gengur þó ekki endalaust. Ekki má gleymast að ísland hefur upp á margt annað að bjóða eins og til dæmis vatnið, skyrið og ostana að ógleymdum fallegu íslensku ullarvoðunum, tískufatnaðinum og myndabókunum, eftir alla bestu ljósmyndara okkar. Yfirleitt finnst mér þægilegast, tímans vegna, að kaupa þessar gjafir í íslenskum markaði." Orri Vigfússpn/forstjóri. GÓÐ HUGMYND! ÍSLENSKUR na MARKAÐUR Leifsstöð ■ Keflavtkurflugvelli ■ Sími (92) 50 4 50 ■ Fax (92) 50 4 60 Sprautufíklar: 110 nýir fíklar af þessari sort voru teknir til meðferðar árið 1994 á sjúkrastöð SÁÁ að Vogi. Stöðugt fleiri sprautufíklar smitast af lifrarbólgu og er- lendis er algengt að þessir fíklar smitist af alnæmi. A-m»nd ■ Sífellt fleiri sprautu- fíklar í meðferð á Vogi Ungir fíklar í mestri alnæmis- hættu Á síðasta ári greindust 110 nýir sprautu- fíklar á sjúkrastöð SÁÁ að Vogi. Stöðugt fleiri sprautufíklar smitast af lifrarbólgu og erlendis er algengt að þessir fiklar smitist af alnæmi. Það er aðeins tímaspursmál hvenær alnæmi kemst inn í hóp sprautufíkla hér á landi og sá hópur sem er nú í mestri hættu að fá alnæmi eru ungt fólk sem sprautar sig í æð með vímuefnum. Þessar upplýsingar koma fram í Árs- skýrslu SÁA 1994. Heildarfjöldi einstaklinga sem greinst hafa sem sprautufíklar á Vogi á árunum 1991 til 1994 er 416. Af 1.615 ein- staklingum sem komu á Vog í fyrra reyndust 106 sprauta sig reglulega í æð eða 6,5% sjúklinga. Amfetamín er það efni sem sprautufíklar nota fyrst og fremst. Hins veg- ar hafa þeir sótt með vaxandi þunga í ópíum- efni sem ávísað er af læknum. Þetta var þeg- ar ljóst árið 1989 og lyfið sem þá var mest sóst eftir var Fortral. Síðan hafa eíhi eins og morfín og kodín bæst við. Læknar SÁÁ segja að þetta sé nú orðið slíkt vandamál að sérstakra viðbragða sé þörf af hálfu lækna og lyfsala. Veirasýkingar sem valda lifrarbólgum og berast einungis milli manna með blóðblönd- un er algengar meðal sprautufíkla hér á landi. Lifrarbólgufaraldur af B gerð fór á stað 1989 og tilfellum af lifrarbólgu af C gerð ljölgar ört. Heildarfjöldi þeirra einstak- linga sem sprauta sig í æð og hafa fundist með þessar sýkingar era 180 með C gerð og 112 með B gerð. Ætlað er að þetta muni leiða til þess að lilfellum af skorpulifur muni ijölga ífá því sem nú er þegar til lengri tíma er litið auk þess sem það er aðeins tíma- spursmál hvenær alnæmisfaraldur kemur upp meðal sprautufíkla. ■ Fánamálið Rannsókn ekki lokið Lögreglan í Reykjavík er enn að rannsaka fánamálið svokallaða. Samkvæmt upplýs- ingum Elínar Hallvarðsdóttur hjá embætti lögreglustjóra er málið rannsakað á sama hátt og önnur meint brotamál. Ekki er ljóst hvenær rannsókn lýkur. Málið kom upp vegna sýningar Kaffileik- hússins á leikritinu Eg kem frá öðrum lönd- um... Þar tekur Guðrún Snæfríður Gísla- dóttir leikkona á móti gestum og í upphafi kemur hún fram íklædd fánaflik. Fulltrúi for- sætisráðuneytisins gerði athugasemd við þessa notkun á íslenska fánanum. Tveir lög- reglumenn komu vopnaðir myndavélum á íslandsfrumsýningu þessa verks leikhópsins Sleggjanna. Sýningar halda áfram eins og ekkert hafi í skorist og er næsta sýning á föstudagskvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.