Alþýðublaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ s n HELGIN 11.-13. ÁGÚST 1995 I I a ■ Stefán Hrafn Hagalín þuklar á snilldarlegustu ummælum allra tíma Englendingurinn J.M. Cohen var ekki bara einn fremsti þýðandi Cervantes og Rabelais heldur einnig höfundur eins magnaðasta og umfangsmesta spakmælarits sem gefið hefur verið út: The New Penguin Dictionary of Quot- ations. (Meðhöfundur Cohen er síðan sonur hans, J.M. Cohen.) Á venjubundnum bóka- leitarþvælingi sínum fyrir skemmstu rakst Stefán Hrafn Hagalín á nýlega endurútgáfu, fjárfesti í bókinni og sökkti sér ofaní þetta ofur- úrval snilldarlegustu og heimskulegustu um- mæla allra tíma. Stefán Hrafn steinsofnaði reyndar útfrá bókinni í fyrrakvöld þannig að enn er hann ekki kominn yfir í d-in. Það dugar ykkur hinsvegar fyllilega í bili... Eg er að deyja með dyggri aðstoð alltof margra lækna. Alexander mikli, 35&-323 fyrir Krist Er kynlíf dónalegt? Aðeins ef það er fram- kvæmt á réttan hátt. Woody Allen, 1935- Ekki tala niðrandi um sjálfsfróun: sjálfsfróun er kynlíf með einhverjum sem þú elskar. WoodyAllen, 1935- Það er ekki það, að ég sé hræddur við að deyja. Ég vil bara ekki vera við- staddur þegar það gerist. Woody Allen, 1935- [Lloyd Georgej gat ekki séð beltisstað án þess að slá fyrir neðan hann. Margot Asquith, 1865-1945 Birkenhead lávarður er vitaskuld mjög snjall maður, en stundum lætur hann þó vitsmunina stíga sér til höfuðs. Margot Asquith, 1865-1945 Prófessor er maður sem talar í svefni einhvers annars. W.H. Auden,1907-1973 Sem sannkristin manneskja áttu vitaskuld að fyrirgefa fólki mis- gjörðir þess, en aldrei skaltu svo mikið sem hleypa þeim í augsýn þína eða leyfa að nafn þeirra sé nefnt í eyru þín. Jane Austqn, 1775-1817 Ég vil ekki að fólk sé mjög viðfelldið, þarsem það sparar mér það ómak að líka vel við það. Jane Austen, 1775-1817 Vonin er góður morgunverður, en slæmur kvöldverður. Francis Bacon, 1561-1626 Það er undarleg þrá, að sækjast eftir völdum og tapa frelsinu. Francis Bacon, 1561-1626 Peningar eru einsog mykja; einskis virði nema þeim sé dreift. Francis Bacon, 1561-1626 [Eru kristindómur og blaðamennska tvær helstu bölvanir siðmenn- ingarinnar?] Kristindóm- urinn að sjálfsögðu, en afhverju blaðamennskan? A.J. Balfour, 1848-1930 Kókaín er ekki ávanabind- andi. Ég ætti nú að vita það þarsem ég hef notað það um langt árabil. Tallulah Bankhead, 1903-1968 Það eru þrír hópar sem enginn breskur forsætis- ráðherra skyldi ögra: Vat- íkanið, fjármálaráðuneyt- ið og kolanámumenn. Baldwin jarl, 1867-1947 Efþig þyrstir í að vita hvaða skoðun guð al- máttugur hefur á pening- um þarftu ekki annað en að líta á þá sem hann hefur gert að auðmönnum. Maurice Baring, 1874-1945 Ég neyði sjálfan mig til að hlæja að öllu afein- skærum ótta við að bresta annars í grát. Pierre-Augustin de Beaumarchais, 1732-1799 Slæmt er það besta í okkur. Francis Beumont, 1584-1616 Að drekka þegar við er- um ekki þyrst og elskast á öllum árstíðum, frú mín góð, er það eina sem skilur okkur mennina frá öðrum dýrum. Pierre-Augustin de Beaumarchais, 1732-1799 Kona er eini hreinsunareldurinn. Francis Beumont, 1584-1616 Greyið elskurnar [gyðing- arnirj, mér þykir hræði- lega vænt um þá en þetta er þeirra eigin heimsku- lega sök - þeir hefðu átt að láta guð í friði. Hilaire Belloc, 1870-1953 Sigrað fólk hefur tilhneigingu til að vera hnyttið og greint. Saul Bellow, 1915- Hvorki siðferðisleg né fé- lagsleg viðleitni getur upprætt hið djúpstæða hatur hjarta míns á íhaldsmönnum. Hvað mig varðar eru þeir skör lægra settir en meindýr. Aneurin Beván, 1897-1960 Þegar Eva sá spegilmynd sína í tjörninni leitaði hún Adam samstundis uppi og ásakaði hann um að vera sér ótrúr. Ambrose Pierce, 1842-1914 Framtíðin, nafnorð: Það tímabil þegar hagir okkar blómstra, vinir okkar eru sannir og hamingja okkar er tryggð. Ambrose Pierce, 1842-1914 Þolinmæði, nafnorð: Minniháttar afbrigði af örvæntingu, dulbúin sem dyggð. Ambrose Pierce, 1842-1914 Hjónabandið, nafnorð: Ástand eða aðstæður lít- ils samfélagskjarna sem samanstendur af drottn- ara, ástkonu og tveimur þrælum, alls tveimur. Ambrose Pierce, 1842-1914 Maðurinn var settur á fót fyrir samfélagið. William Blackstone lávaröur, 1723-1780 Að konungurinn geti ekki haft rangt fyrir sér er nauðsynlegt grundvall- aratriði enska stjórnarfarsins. William Blackstone lávarður, 1723-1780 Að alhæfa er að vera fáviti. William Blake, 1757-1827 Sérfræðingur er sá maður sem gert hefur öll þau mistök sem mögulegt er að gera innan þröngs sviðs. Niels Bohr, 1885-1962 Ég kann vel við Englendingana. Þeir hafa þær stífustu siðareglur um siðleysi sem um getur í veröldinni. Malcolm Bradbury, 1932- Hvað er sú framkvæmd að ræna banka saman- borin við þá að stofna einn slíkan? Richard Braithwaite, 1588-1673 Og [John von Neumannj var snillingur ef við gef- um okkur það sem stað- reynd, að snillingur sé sá sem hefur tvær stórkost- legar hugmyndir. J. Bronowski, 1908-1974 Síðan hvenær var snilldin sómakær? Elizabeth Barrett Browning, 1806-1861

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.