Alþýðublaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 s k i I a b o ð Ungir jafnaðarmenn Sambandsstjórnarfundur verður haldinn sunnudaginn 12. nóvember klukkan 13 á efri hæð Sólon íslandus. Dagskrá: 1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram til samþykktar. 2. Kosningar í lausar stöður innan sambandsins. 3. Fréttirfrá aðildarfélögum og máistofum. 4. Ályktanir um umhverfismál. 5. Ályktanir um menntamál. 6. Önnur mál. Mikilvægt er að þeir sambandsstjórnarmenn sem ekki sjá sér fært að mæta tilkynni forföll á skrifstofu sam- bandsins. Framkvæmdastjórn SUJ Ungir jafnaðarmenn Skrifstofa sambandsins verður opin til áramóta sem hér segir: Mánudaga og þriðjudaga: 9-13 Miðvikudaga: 12-16 Fimmtudaga: 14-18 Framkvæmdastjórn SUJ Alþýðublaðið -þótt þú þurfir að stela því IAMHUGUR IVERKI LANDSSÖFNUN VEGNA NÁTTÚRUHAMFARA Á FLATEYRI Allir íjölniiölar lamlsins, Póstur sími, lljáiparstofuun kirkjunnar og Rauöi kross íslands. I.ej’j’éu |)itt af mörkum inn á bankareikning nr. 1183'26-800 í Sparisjóði Önundarfjarðar á Flateyri. Ila.-j't er aö legj>ja inn á rcikninginn í iilliim bönkum, sparisjóðum og póstlnisum a iandinu. verfafundur með borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur fund með íbúum við Berg, Fell og Hóla, Efra Breiðholti, í Gerðubergi mánudaginn 13. nóvember kl. 20.00 Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundar- manna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðíegu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra. Húsbréf Utdráttnr húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 - 16. útdráttur 3. flokki 1991 - 13. útdráttur 1. flokki 1992 - 12. útdráttur 2. flokki 1992 - 11. útdráttur 1. flokki 1993 - 7. útdráttur 3. flokki 1993 - 5. útdráttur 1. flokki 1994 - 4. útdráttur 1. flokki 1995 - 1. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. janúar 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Morgunblaðinu föstudaginn 10. nóvember. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSg húsnæðisstofnun ríkisins f 1 HÚSBRÉFADEILD ♦ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900 Lýðskólahelgi Um helgina verður lýðskólahald kynnl í Norræna húsinu og öllum gefin kost- ur á að taka þátt f stofnun félags um lýðskóla á fslandi. Áform eru uppi að byrja lýðskólastarf sem fyrst, jafnvel eftir jól. Aðstandendur hugmyndarinn- ar telja brýna þörf á skólaformi eins og lýðskóla við hlið annarra valkosta fyrir íslenska nemendur. Fráklukkan 13.30 á laugardaginn verður fjölbreytt dag- skrá af þessu tilefni og um kvöldið verður litrík lýðskólaveisla. Á sunnu- daginn klukkan 16 mun Jens Gron, forstöðömaður Vestbirk Hojskole fjalla um gildi tónlistar og söngs fyrir lýð- skólana og flytja nokkur lög. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Kennslustundin frumsýnd Á laugardagskvöldið verður Kennslu- stundin eftir Eugéne Ionesco írum- sýnd í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpan- um. Þetta er í senn hádramatískt verk og bráðfyndið og tilheyrir „leikhúsi fá- ránleikans". Leikendur í sýningunni eru Gísli Rúnar Jónsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Guðrún Þ. Stephensen. Leikstjóri er Bríet Héð- insdóttir en Gísli Rúnar og Þorsteinn Þorsteinsson þýddu verkið. Olátabekkur Bíóborgin: Dangerous Minds Aðalleikari: Michelle Pfeiffer ★★★ í stórborgum samtíðarinnar segir til afls miðflótta sem miðsóknar. Ut í ytra hverfi flytjast þeir, sem nokkur auraráð hafa. I miðbiki þjappast þeir saman, sem aðeins hafa til hnífs og skeiðar, og verður þar flest af vanefh- um. Sögustaður þesarar myndar er Kvikmyndir | skóli í slíku borgarmiðbiki með ung- lingum, sem heimilisaðstæður hijá og ekki hefur verið haldið til bókar, bekkur ódælla unglinga. Við kennslu bekkjarins tekur kona, (sem jafnvel kann glfmutök), en hlýtur kuldalegar viðtökur í fyrstu. En með lagni og al- úð vinnur smám saman hug nemenda sinna, er ýmissa aðstæðna vegna týna tölunni. Mynd, sem ekki einungis mun skírskota til ungmenna. Spilaborg Bíóborgin: Sýningarstúikur Aðalleikendur: Elizabeth Brinkl- ______ey, Gina Ginshon____ ★★ Gála, á leið til Las Vegas á puttan- um er tekin upp í bíl (og verður af tösku sinni). Þangað komin, slypp og snauð, hyggst hún freista gæfunnar, dansa á börunt. Fetar hún sig upp úr bar, á mörkum vændis, upp í eins kon- ar revíudansaleikhús, skrautlegt og íburðarmikið. Og er Las Vegas litin með augum hennar, hið jákvæða sem hið neikvæða. Um leikni og leik er mynd þessari ekki áfátt, - fremur unt siðsemi. Táninga- mynd Regnboginn: Ofurgengið Aðalleikendur: Karan Ashley, Johnny Yong Bosch, Amy Jo _______Johnson_____ ★★★ Enn ein kvikmynd í stíl teikni- myndasagna. Verkamenn við bygg- ingu grafa upp illvætt, sem góð öfl byrgðu inni fyrir árþúsundum. Hefur hann baráttu gegn hinu góða og fær óðar til liðs við sig nokkra ljóta ára. En vættur hins góða sendir gegn þeirn sex ungmenni, þjálfuð til átaka á láði og legi og í lofti. Á ýmsu gengur, svo vægt sé að orði komist, - áður en hið góða sigrar. Har. Jóh.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.