Alþýðublaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 8
* * '•mWFILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Fimmtudagur 9. maí 1996 MMBLMIIB 68. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Háskólaprófessorar sáróánægðir með kjör sín og vilja segja sig úr lögum við Bandalag háskólamanna Vilja fá að teljast embættismenn Bjarni Guðnason prófessor: Kjör okkar yrðu örugglega betur tryggð hjá kjaranefnd en í samningum við fjármálaráðherra. „Mælirinn fylltist í síðustu kjara- samningum þegar prófessorar fengu rúmlega 6 prósenta kauphækkun. Litl- ar horfur eru á að laun þeirra taki verulegum breytingum til batnaðar á næstu árum í samningum við ríkis- valdið. En prófessorar eru frábitnir því að grípa til verkfallsvopnsins til að rétta kjör sfn. Dósentar og lektorar eru síst ofsælir af launum sínum, en launajöfnunarstefnan svokallaða hefur verið fólgin í því að jafna sífellt niður á við svo að núna er einungis 5 þús- und króna munur á mánaðarkaupi dó- sents í efsta flokki og prófessors í þeim neðsta.“ Þetta er haft eftir Bjarna Guðna- syni, prófessor við Háskóla íslands, í nýjasta tölublaði BHMR-tíðinda sem gefið er út af Bandalagi háskóla- manna. Þar kemur fram að prófessorar séu svo óánægðir með launakjör sín að þeir óski þess að vera settir á lista yfir þá sem teljast embættismenn í 22. grein hins nýja frumvarps ríkisstjóm- arinnar um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins. Þetta myndi fela í sér að prófessorar yrðu sviptir félagafrelsi og hefðu hvorki samnings- né verk- fallsrétt. í staðinn yrðu kjör þeirra ákvörðuð af kjaranefnd samkvæmt breyttum lögum um Kjaradóm og kjaranefnd. Ekki yrði haggað við ráðningar- formi þeirra prófessora sem nú gegna störfum, en í framtíðinni yrðu þeir skipaðir til fimm ára í senn og yrðu síðan að sækja um störf sín á ný, hugsanlega í samkeppni við aðra. „Kjör okkar yrðu örugglega betur tryggð hjá kjaranefnd en í samningum við fjármálaráðherra," segir Bjarni Guðnason. Til að knýja á um þessar breytingar hafa prófessorar endurvakið félags- skap sem hefur lengi legið í dvala og kallast einfaldlega Prófessorafélagið. Ekki eru þó allir prófessorar á sama máli; Félag háskólakennara hefur ein- dregið beitt sér gegn þessum hug- myndum og telur félagið meðal ann- ars að málflutningur prófessora bygg- ist á þeim misskilningi að störf pró- fessora geti talist hluti af þeim störifum sem teljast til æðstu stjómsýslu eða mikilvægustu öryggisþjónustu lands- ins, en samkvæmt frumvarpinu eiga embættismenn að gegna þessum störf- um. Eiríkur Rögnvaldsson, sem er til- tölulega nýskipaður prófessor í heim- spekideild, segir í samtali við BHMR- tíðindi að hann sé ekki í Prófessorafé- laginu frekar en margir aðrir sem hafa orðið prófessorar við Háskólann í seinni tíð og líti ekki á það sem mál- svara sinn. „Aðgerðir félagsins fara illa með starfsandann og kljúfa hóp háskólakennara. Prófessorar hljóta að verða skilgreindir í lögum sem yfir- menn og slíkt breytir í raun öllu skipu- lagi í Háskóla íslands. Það getur og leitt til þess að prófessorar gangi í störf annarra háskólakennara í hugs- anlegu verkfalli opinberra starfs- Bjarni Guðnason telur litlar líkur á að laun prófessora taki verulegum breytingum til batnaðar í samning- um við rikisvaldið. manna,“ segir Eiríkur. Háskólaráð, en í því sitja að megin- hluta prófessorar, hefur hins vegar tekið undir óskir prófessoranna. ■ Leikfélag Selfoss, Bíóleikhúsið og Thor Höfum verið ranglega þjófkenndir -segir Ingvar Brynjólfsson hjá Leikfélagi Selfoss. „Þeir hjá Bíóleikhúsinu hafa verið að gera hluti sem koma illa við okkur á margan hátt og við vitum ekki hvemig við eigum að taka á,“ segir Ingvar Brynjólfsson hjá Leikfélagi Selfoss en þar sem aðstandendur sýn- ingarinnar Saga úr dýragarðinum hafa verið vændir um brot á lögum um höf- undarrétt vildi stjóm Leikfélags Sel- foss koma því á framfæri að leikfélag- ið kæmi hvergi nærri sýningunum heldur stæði Bíóleikhúsið fyrir þeim. En einsog Alþýðublaðið greindi frá hefur Rithöfundasamband Islands nú undir höndum mál þar sem Thor Vil- hjálmsson rithöfundur telur að að- standendur fyrrgreindrar sýningar hafi brotið rétt hans sem þýðanda verksins. „Við samþykktum að leigja Bíó- leikhúsinu húsnæði okkar einsog við höfum gert fyrir aðra leikhópa, ef við fengjum hlutfall af innkomu. Þá fór- um við að sjá fréttatilkynningar, þar sem ýmist kemur ffam að hópurinn sé innan leikfélagsins, hluti af leikfélag- inu, eða að sýningin sé unnin á vegum leikfélagsins. Við sögðum þeim að vildum fá leiðréttingu á þessu og okk- ur var lofað því. A frumsýningardag sjáum við svo fréttatilkynningu sem segir að Svanur Gísli Þorgeirsson, sem er hjá Bíóleikhúsinu, haft unnið þýðingu á verkinu fyrir Leikfélag Sel- foss,“ segir Ingvar. „Við vorum búnir að útskýra fyrir Thor hvemig málin stæðu, að við værum ranglega þjóf- kenndir, og því er Thor ekki í neinum deilum um höfundarrétt við Leikfélag Selfoss heldur Bíóleikhúsið“. Gerið eigin samanburð, þið komist eflaust að sömu niðurstöðu. ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200 BEINN SlMI: 553 1236 Búnaður í Accent Gls Bein innspýting Stafræn klukka AM/FM útvarp með 4 hátölurum Fjarstýrð opnun á bensfnloki Fjarstýrð opnun á farangursrými Rafstýrðar rúðuvindur (framan) Tveggja hraða þurrkur með biðrofa og rúðusprautu Afturrúðuhitari Heilir hjólkoppar Samlitir stuðarar Öflugri ökuljós Hallastillt framsæti í sleða Hallastilling á setu hjá ökumanni og bakstuðningur Stillanleg hæð öryggisbelta við framsæti Miðstokkur með geymslu fyrir kassettur Alklætt farangursrými Inniljós Hvers vegna yfir 2500 íslendingar hafa talið Hyundai besta kostinn! Það er vandi að velja sér nýjan bíl og það krefst talsverðrar fyrirhafnar að bera saman kosti mis- munandi bíla. Á þeim fjórum árum sem Hyundai bílar hafa verið á íslenska bílamarkaðinum, hafa yfir 2500 íslendingar eignast Hyundai. Með öðrum orðum komist að þeirri niðurstöðu að Hyundai sé besti kosturinn að teknu tilliti til allra þátta. Verð frá 949.000 kr. á götuna <S> HYunoni til framtíðar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.